Þjóðviljinn - 10.03.1957, Page 10

Þjóðviljinn - 10.03.1957, Page 10
Skeiöarárhlaup. Myndin er tekin til austurs yfir Skeiðarársand, er flóðið er aö ná hámarki. Ströndin 50 km löng, stendur wpp úr. Ör- in bendir á Ingólfshöfða. — Pálmi Hannesson tók myndina 27. 5. ’38. .•;3u HAFNARSTRÆTI 11 Framhald aí 7. síiju. Níutíu af hundraði útflutn- ingsins er nú fiskur og fi.sk- afurðir. Fjórði hver af íbúurn landsins býr nú í húsum, sem hituð eru nieð laugarvatni og blóm og ávextir þrífast ágæt- lega í gróðurhúsum. Kartöflu- uppskeran hefur tifaldazt síð- an um aldamót, og bygg þroskast vel á sömu slóðum sem á gullöldinni fyrir þús- und árum. Húsdýraræktinni hefur fleygt svo fram, að meðaltal af ársnyt kúa hefur -hækkað úr 1600 1 árið • 1900, í 2550 1 árið 1955. Sá sem kemur til Islands eftir tíu ára fjarveru, áttar sig varla aft- ur. Þó væri varla sannleikan- um samkvæmt að segja, að ekkert bjáti á. Fjárhags stand landsins er ótryggt, verðbólgan háskaleg, verð- uppbætur gefnar á togaraafla og þorskafla. En samt er það mjög eftirtektarvert hve vel tslendingum hefur tekizt að hagnýta sér náttúrnauðævi lands og sjávar síðustu fimm- tíu árin. Það er einkennilegt hvað gott tíðarfar og giftu- samlegir atburðir annarsveg- ar, en ótíð og ótíðindi hins- vegar, hafa oft farið saman. Á þremur til fjórum fyrstu öldunum var gott tíðarfar og lítið um eldgos, en þetta tíma- bil hefur verið kallað gullöld íslands. Þá námu íslendingar iand í Grænlandi, bæði í Vestribyggð og Evstribyggð, þá voru farnar ferðirnar til Vínlands, en í þe'm tóku þátt bæði íslendingar og Grænlend- ingar. Þá voru' skrifuð á ís- landi fornritin, þetta mikla framlag til heimsbókmennt- anna, og stofnað Alþingi á Þingv"llum, hið fyrsta þjóð- þing í Evrópu. Eftir þetta versnar tíðarfarið og eldfjöll- in fara að gjósa. Island miss- ir sjálfsforræði sitt árið 1262, og því er fyrst stjómað frá Noregi, en eftir 1380 frá Dan- mörku, fátæktin verður sárust á seytjándu og átjándu öld, íbúatalan er þá 50 000 eða minna. Það er talið að þessu tímabili ljúki árið 1787, með afnámi einokunarinnar, en þó varð verzlunin ekki frjáls fyrr en árið 1854. Árið 1800 eru íbúar Reykjavíkur 300. Meðalhiti ársins fer hækkandi, fyrst hægt og hægt, fólkinu ■fjölgar og árið 1890 er íbúa- taian komin upp í 71 000. Þá eru í Reykjavík 3 900 íbúar. Tíöarfarið fer síbatnandi, og líkiegt er að það hafi aldrei verið betra síðan á landnáms- öld en á síðustu áratug- um. Stjórnmálaþróunin leiðir smátt og smátt til fulls sjálf- stæðis árið 1944. Árið 1955 voru ibúar landsins orðnir 160 000 og íbúar iteykjavíkur ekki færri en 64.000. Eftir að ís- land- komst í fiugsamband vtð umheiminn, mA segja að þessi einangrnða útiuifsey sé í al- mamaleið, c" ’a hefur hún flækzt svo rojög inn í heims- stjórnmálin, að Bandaríkin hafa komið upp hinum stóra og mjög umdeilda flugvelli í Keflavík. ísland er einnig eitt af þeim ríkjum, sem gengu í Atlantsafsbandalagið. Ekki má samt skilja þetta svo, að kjör landsmanna hafi eingöngu verið háð duttlung- um veðurfars og eldfjalla. Einokunin sem stóð frá 1602 til 1787 hafði gagnger áhrif til ills, og tækniþróun nítjándu aldar, sem olli þvi m. a. að farið var að sækja sjó á togurunum, gerði lands- mönnum kleift að nytja auð- lindir hafsins miklu betur en áður. Sagnfræðingar eru ekki vanir að láta sig annað skipta en mannlífið út af fyrir sig. Þó sýnist mér sem ekki sé unnt, þar sem ísland á í hlut, að þegja um það hve mikla þýðingu, — jafnvel að sumu leýti úrslitaþýðingu — veðv- áttan hefur fyrir afkoma fólksins í 'landinu, farsæld og menningu, örlög þess um ald- irnar. Versnun veðurfarsins sem byrjaði um 1200 og linnti ekki fyrr en sex öldum seinna, hafði afannikil áhrif. Það rrn marka af ýmsu af því se hée hefur verið sagt, að hið .iaro ■ héfur átt sér stað á SJrond’' avíuskaga og valdið aíturf 'r þeirri er þar varð, einkum : Noregi. Sagnfræðingar haf’ ekki viljað viðurkenna þet' . En ekki verður það sarv hrakið, til þess eru of marg;. og gildar sannanir. En hvað sem því líður beé Island sitt vitni og er svo miðsvæðis á Norðurlö dum að Grænlandi meðtöli' i — -aö miklu fleiri en aév'..’4eðb<r-r einir ættu að fylgjast. i" sem þar gerist, einnig á sviöi náttúruvísindanna. (Málfríður Einarsdóttir þýddi). IHUNIÐ Kaííisöluna í Haínar- stræíi 16. mjög goti úrval MARKAÐU Rl N N HAFNARSTRÆTI 5. íást ennþá með gamla lága verðinu á Spítalastíg 6 — Sími 6956. PIPUR filterhrfiinsara Söluturninn við Arnarhól TJLBOÐ ÖSKAST í nokkrar fólksbifreiðar og pick-up bifreiðar, er verða til sýnis að Skúlatúni 4, þriöjudaginn 12. þ.m. kl. 1—3 síðdegis. Nauösynlegt að tilgreina símanúmer í tilboði. Tilboðin verða opnuð í skrifstofu vorri sama dag kl. 5. Sölunefnd varnarliðseigna Nauðungaruppbðð Eftir kröfu bæjarstjórans í Keflavík og að und- angengnu lögtaki 12. febrúar 1957, veröur lóðar- laus íbúðarskúr við Faxabraut 32 B í Keflavík, talin eign Halldóru Siguröardóttur, boðinn upp og seldur, ef viðunandi boö fæst, til lúkningar út- svarsskuld að fjárhæð kr. 6005,00, auk dráttar- vaxta og kostnaðar, á opinberu uppboði, sem hald- iö verður við skúrinn sjálfan föstudaginn 15. marz 1957 kl. 4 e.h. Greiðsla fari fram við hamarshögg. Bæjarfógetinn í Keflavík, 7. marz 1957. Alfreð Gíslason.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.