Þjóðviljinn - 25.03.1957, Síða 1

Þjóðviljinn - 25.03.1957, Síða 1
VILJI Þriðjudagur 25. marz 1957 — 22. árgangur — 71. tölublað tfén Árnason iyrrmn bankastfóri skýrir frá þvi livað gerzt heföi ef ílialdið liefói Iialdið völdmti: œkkun sem hœkkaði varning um 5 Algert bann viS kauphœkkunum, hœft aS greiSa laun eftir visitölu framfœrslukostnaSar Stórfelld gengislækkun og alger kaupbinding hefðu skollið á um síðustu áramót ef Alþýðubandalagið hefði ekki verið stofnaö og náð þeim áhrifum aö ekki varð unnt aö mynda stjóm án þátttöku þess. Þaö er Jón Ámason, fyrrverandi bankastjóri, sem birtir þessi úrræði afturhaldsins 1 grein sem er nýkomin á prent. f umræðmn sem fram hafa farið um aðgerðir ríkisstjómar- inn&r í efnahagsmálum um s. 1. áramót og samkomuiag það, sem verklýðsfélögin gerðu, hafa andstæðingar ríkisstjórnarinnar yfirleitt forðazt að skýra opin- berlega frá tillögum sínum. Almenningur hefur þótzt fara nær um hvers liánn hefði mátt vænta ef afturhaldið hefði farið með stjórn í landinu, og nú hefur það verið staðfest á eink- ar skýran hátt i grein sem Jón Ámason, fyrrverandi banka- stjóri, hefur skrifað. Jón Áma- son var sem kunnugt er banka- stjóri þjóðbankans og helzti efnahagssérfræðingur Fram- sóknarflokksins og Sjálfstæðis- flokksins, meðan þeir fóru sam- an með stjórn landsins; liann veit því öllum mönnum betur hvað gert hefði verið ef það stjómarsamstarf hefði haldið áfram. Úrræði þau sem Jón birtir era svohljóðandi: Gengislækkun og kaupbinding Islenzka krónan er fallin í verði gagnvart erlendum gjaldeyri. Það fyrsta sem gera þarf er að viðurkenna þetta og 'skrá gengi hennar sem næst núverandi verð- gildi. Er líklegt, að það muni vera nálægt því, að amerískur dollari yrði 1. skráður á 25 krónur og annar gjaldeyrir þá tilsvar- andi. Jafnframt þarf að gull- tryggja krónuna í öllum peningaviðskiptum innan- lands, Sanngjamast væri, að allar peningainnstæður og skuidir yrðu hækkaðar réttlátlega í samræmi við gengislækkun krónunnar, áður en gengislækkunin er framkvæmd. Þegar þetta hefur verið gert, yrðu niður felldir allir framleiðslustyrkir og „nið- urgreiðslur". Þá sé eínnig hætt að greiða laun eftir vísitölu fram- færslukostnaðar. Öllum launum i landinu sé haldið' óbreyttum að krónu- tölu hæfilega. lengi til þess, að séð verði hvað heilbrigð framleiðsla þolir að greiða í laun." 56% hækkun Gengislækkun sú sem Jón Árnason leggur til — að hækka dollarinn úr rúmum 16 kr. í 25 kr. — jafngildir þvi að allar innfluttar vörnr myndu hækka í verði um hvorki meira né minna en 56%. Þá stórfelldu verðbólgu sem af því leiddi ætti ekki að bæta launþegum í neinu, því það ætti að hætta að greiða laun eftir vísitölu, svo að jafn- 4. 5. Óeirðir og handtökur á Kýpur á þjóðhátíðardegi Grikkja Óeirðir uröu víða á Kýpur í gær, þegar Kýpurbúar fögnuðu þjóðhátíöardegi Grikkja þrátt fyrir algert bann brezku nýlendustjórnarinnar við öllum fundahöldum í tilefni dagsins. Hermenn, vopnaðir kylfum og táragassprengjum, réðust gegn 200 ungum piltum og stúlkum sem fóru í hópum um götur Limassol og báru gríska fána og sungu' ættjarðarsöngva. Slíkir árekstrar urðu í mörgum bæjum á eynni. í Nicosia fóru grískættaðir menn einnig í hóp- um um göturnar og hrópuðu: Lifi Makarios, lifi Grivas, niður með Harding! Margir voru hand- teknir. f Larnaca var föður pilts sem Bretar drápu í síðustu viku fagnað ákaft, þegar hann kom til messugerðar í tilefni dagsins. vel sú trygging sem í henni felst væri úr sögunni. Einnig ætti að „hahla öllum launuin óbreyttum“ — þ. e. banna með lögum og ofbeldi grunnkaups- toækkanir, verkföll og kjarabar- áttu alþýðusamtakanna. Meira að segja vill Jón Ámason girða fyrir þann leka, sem áróðurs- menn hafa stundum bent á gengislækkun til „framdráttar", að hún lækkaði hlutfallslega skuldir manna sem hafa baslazt í að koma upp þaki yfir höf- uðið: nú á að hækka skuldirnar sem gengislækkuninni nemur! Stóraukin verðbólga, óbreytt kaup, hækkaðar skuldir; þetta eru þær ráðstafanir sem al- menningur hefði fengið yfír sig um síðustu áramót, ef verk- lýðshreýfingin hefði ekki haft áhrif á stjórn landsins, að sögn Jóns Árnasonar. Sjálísagður saman- burður Það er vert að festa áætlun Jóns Árnasonar vel í minni, því þar er að finna hinn eðlilega og sjálfsagða samanburð við ráðstafanir þær sem raunveru- lega voru gerðar. Ef Alþýðu- bandalagið hefði ekki náð úr- slitaáhrifum á s.l. sumri og tryggt verklýðssamtökunum á- Framhald á 8. síðu. Helgi Þorkclsson. Klæðskerafélagið Skjaldborg hélt aðalfund sinn í gærkvöid, Á fundinum fóru fram venju« leg aðalfundarstörf. Stjór:i fé« lagsins varð sjálfkjörin og skipa. hana: Helgi Þorkelsson, formaður, Gísli Iialldórsson, varaformaður, Halldóra Sigfús- dóttir, ritari, Margrét Sigurðar- dóttir, gjaldkeri, Ólöf Valdi- marsdóttir, meðstjórnandi. —■ Margrét Sigurðardóttir var kjörin í 1. maí-nefnd verka- lýýðsfélaganna. Hýr Bermúdaíundur Þeir St. Laurent, forsætis- ráðherra og Pearson, utanríkis- ráðherra Kanada, komu í gær til Bermúda til viðræðna við þ;í Macmillan og Lloyd, forsætis- og utanríkisráðherra Bretlands. Ráðstefnu þeirra mun ljúka í kvöld. Ríkissaksóknarinn í Sviss skýtur sig vegna njósna Hann hafSi látiS hlera slma egypzka sendiráSsins i Bern í þágu Frakka 1 Dr. René Dubois, ríkissaksóknari Svisslands, skaut sig til bana á sunnudaginn á heimili sínu. Sjálfsmorð hans hefur vakið geysilega athygli og er talið staöfesting á orðrómi um aö hann hafi staðið fyrir njósnum í þágu Frakka. Svissneska lögreglan hefur síð- an í haust rannsakað ákærur, Jarðhrœring- ar é sunnudag og í fyrrinótt Nokkun-a jarðhræringa va.rð varit hér á Suðvesturlandi í fyrmdag og fymnóttt Fundu menn allmarga landskjáiftakippi í Krýsuvík á sunnudaginn og eiim kippur fannst í Reykjavík og nágrenni. Tveir fyrstu landskjálftakipp- irnir voru snarpastir. Fannst sá fyrri kl. 6 síðdegis en sá síð- ari klukkan rúmlega hálf sjö og urðu menn varir við hann í Reykjavík og Hafnarfirði. Ann- ars sýndu landskjálftamælar Veðurstofunnar milli 10 og 20 jarðhræringar í fyrradag og fyrrinótt, en allar minniháttar. Upptökin eru talin vera nálægt Krýsuvík. sem reyndust vera á rökum reistar, um að símar egypzka sencliráðsins í Bern hefðu verið hleraðir, þegar Súezmálið var efst á baugi og Bretar og Frakk- ar réðust á Egyptaland.' I þágu Frakka Böndin bárust að dr. René Dubois, sem auk þess að vera saksóknar; svissneska ríkisins var yfirmaður öryggisgæzlu þess. Orðrómur komst á kreik um að Dubois hefði fyrirskipað þessar hleranir og látið franska erindreka fá þær upplýsingar, sem hann komst þannig yfir. Talsmaður svissnesku stjórnar- innar sagði í fyrradag að honum væri kunnugt um þennan orð- róm, en bætti við að almenn- ingur í Svisslandi hefði í lengstu lög neitað að trúa honum. Nú, eftir sjálfsmorð saksóknarans, væri ekki lengur um neitt að villast. Brotið gegn hlutleysinu Hann sagði að svissneska stjórnín harmaði mjög það sem hefði gerzt. Hinu hefðbundna hlutleysi Svisslands hefði verið stofnað í voða og hann sagði að því miður væri þetta ekki eins- dæmi. Alls konar erlend myrkra- öf] hefðu valið hið hlutlausá Svissland til starfsemi sinnar og hann minntist í því sambandi á morðárás rúmenskra . útlaga á sendiráð Rúmeníu í Bern fyrir ári. Hið áhrifamikla svissneska Framhald á 4. síðu Tveir meim brenn- ast er loftkútur vélbáts springur Síðdegis í gær vildi það tíl um borð í vélbátnum Voninni, sem lá við eina verbúðarbryggj- una í vesturhöfninni, að loft- kútur sem notaður er til að ræsa aflvél bátsins, sprakk. Tveir menn voru í vélarúmil bátsins, er þetta gerðist; hlutt* þeir allmikil brunasár og voru fluttir í slysavarðstofuna, þar sem gert var að meiðslum þeirra. — Ekki munu hafa orð- ið teljandi skemmdir á bátnunfc

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.