Þjóðviljinn - 25.03.1957, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 25.03.1957, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 26. marz 1957 — ÞJÓÐVILJINN —- (J Kjartan Ölaísson: Þankar á vori úr Mið - Evrópu Hitinn 15 stig Vínarborg í góulokin 1957. „Góðan daginn, þá er vor- ið komið“, segir maður við mann þessa dagana, ef kunn- ngir hittast á breiðgötum eða öngstrætum þessarar höf- /uðborgar á bökkum Dónár. Og vorkoman fer svo sem ekki liuldu höfði. Hún setur mark sitt á trén, sem þegar eru tekin að laufgast, og veldur fagnaðarhljóði í röddum fugl- anna við gluggann og barn- anna, sem eru í boltaleik i garðinum. Hitinn er 15 stig og þætti íslendingum gott í júlí. Hér bera flestir menn samt vetrárfrakka sína enn, enda þótt slíkur klæðaburður hljóti að valda ærnum óþægindum. Ekki fyrr en 1. apríl verða frakkamir settir í skáp til geymslu yfir sumarið, þó að hitastigið verði komið langt yfir 20 gráður á þann ágæta mæli Celsíus. En þessi óhent- uga tryggð við vetrarflýkum- ar á sjálfsagt sínar orsakir, eins og flestar aðrar undar- legar íyrirtektir mannfólksins, hvar sem er á jarðarkringl- unni. Eru þær að líkum af sama toga spunnar og hitt, sem því veldur, að hér byrjar fólk mjög ógjarnan að hita upp íbúðir sínar á haustin fyrr en 1. nóvember, enda þótt komin séu frost og börn og gamalmenni sitji skjálfandi. Svo er það, að gamlar venj- ur em oft grónar, og skáka jafnvel bæði vitsmunum og til- finningum. Hér um slóðir er þetta ef til vill ekki svo und- arlegt, þegar haft er í huga, að ekki em nema fáir áratug- ir síðan keisaraveldi Habs- borgara með öllum sínum kreddum og vanafestu gekk fyrir stapg.. Klifurræninginn Enginn skyldi samt halda að teikn nýrri tíma séu ekki komin hér allhátt á loft. Ég nefni sem dæmi það, sem und- anfarnar vikur hefur verið eitt aðalfréttaefni þriðja flokks blaða hér (en sá blaða- flokkur er mjög fjölmennur). — Það bar við að maður nokkur, sem stundaði þjófn- að, hafði náð óvenjulegri leikni í sinni atvinnugrein. Fólk, sem bjó á fimmtu eða sjöttu hæð vaknaði máske á næturþeli við að ræninginn var komin'n inn ,í íbúðina á óskiljanlegan hátt <og lét nú greipar sópa. Var maðurinn auðvitað vopnaður í bak og fyrir og hótaði hverj- um lífláti, sem vogaði að gefa bljóð frá sér. Endurtók þetta sig alloft og þótti Ijóst, að þjófurinn mundi hafa þann hátt á, að klifra upp snarbrattar húshliðar að utanverðu eftir gluggakistum og öðrum minniháttar ójöfn- m' ¥ar talið að slíkt léku þó ekki eftir nema færustu kettir. Enginn vissi skil á hver ,,klifurræninginn“ mundi vera, og var lögreglan í upp- námi. Keyrði þó um þverbak, þegar „klifurræninginn" gerð- ist svo djarfur að ráðast til atlögu í sumarhús sendiherra Kanada. Hver smáþjófur, sem grip- inn var, lá nú undir grun um að vera hinn alræmdi erkibófi. Stöðugt kom upp orðrómur um að nú hefði hinn eini sanni Sumarhöll Maríu Theresíu me& 1441 herbergi. lenzkt námsfólk hér, samt vör við neina landa. Kaupmennimir eru sjálf- sagt flestir lagðir af stað aft- ur til sinna heimkynna að loknum hagkvæmum viðskipt- um, en ferðafólkið mun halda áfram að koma og fara. Breiðgatan Groben — hér hélt Napoleon Bonaparte innreið sína í Vínarborg árið 1805. verið handsamaður, en næstu nótt skaut „klifurræninginn“ enn upp kollinum á nýrri fimmtu hæð. Sögðu blöðin mikinn Ugg í fólki. Loks var það að nótt eina stóð lögreglan tvo bankaræn- ingja að verki. Reyndu þeir að flýjá og var annar skotinn til bana á flóttanum, en hinn handsamaður eftir illan leik. Reyndist þar kominn klifrar- inn frægi og höfðu blaðasal- amir góðar tekjur næsta dag. Aldrei fékkst þó upplýst, hvemig manntötrið hafði náð sínum ótrúlega árangri í klifri, því að varla var hann fyrr kominn í betranarhúsið en honum tókst að hengja sig í vasaklút, sem hann hafði kom- izt yfir, einnig á óskiljanlegan hátt. Hefur ugglaust búizt við að framtíð á jarðríki yrði hon- um örg héðan í frá, a.m.k. samanborið við það, er hann spókaði sig sem fullmektugur í stofum sendilierra Kanada og annars stórmennis. En ekki meir um það. — Vörusýning og gamlar tennur Nýlega er lokið hinni miklu alþjóðlegu vörasýningu, sem hér er haldin hvert vor. Var hún að þessu sinni viðameiri en undanfarin ár. Sýndu þar framleiðslu sína fyrirtæki frá fjölmörgum þjóðlöndum bæði vestantjalds og austan. Sóttu sýninguna yfir 600.000 mann- eskjur. Komu hingað til borg- arinnar kaupsýslumenn og ferðafólk frá flestum heims- hornum, en ekki urðum við ís- Reyndar er Vín ekki mikil ferðamannaborg, ef miðað er við París eða Róm, en þó leggja hingað leið sína all- margir af þeim, sem veitt geta sér þann munað að skyggnast út fyrir eigin hlað- varpa. Hér er verðlag fremur hag- stætt fyrir útlendinga og einn- íg margt að sjá og heyra fyrir þá, sem um löndin fara með góða sjón og næma heyrn. Tónlistar- og leikhúslíf er óvíða í meiri blóma sem kunn- ugt er, og þeir sem áhuga hafa fyrir sagnfræðilegum efnum geta hér séð hjörtun úr álitlegum hóp af keisuram hins — Heilaga rómverska ríkis þýzkrar þjóðar —- ásamt keisarakórónu sama ríkis frá 10. öld. Einnig má reikna með, að lútherskum barbörum væri það til kristilegrar vakningar að líta augum tennur úr þeim kumpánum Jóhannesi skírara og Pétri Iærisveini, sem hér era vandlega geymdar (eins og reyndar víðar). Byggingar eru hér frægar og fagrar, og er nú víðast lokið viðgerðum eftir eyðileggingu styrjaldar- áranna. Sumarnætur og landvamir En í styrjöldum verður einn- ig annar skaði, sem erfiðara er að bæta, Þegar gengið er um strætin i vorsólinni, verð- ur varla langt farið án þess að mæta mönnum, sem fómað hafa. handlegg eða fæti í brjál- æði tveggja heimsstyrjalda. Hér eru líka konur í mikl- um meirihluta. Roskið kven- fólk fyllir kaffihúsin og bekki skemmtigarðanna öllum stund- um. Flest á þetta kvenfólk sína persónulegu harmasögu um eiginmenn, sem voru kvaddir til orastu og komu aldrei aftur, en féllu á ókunn- um vígstöðvum. Hið sama er að segja frá flestum öðram borgurn Ev- rópu, því að stríðið boðar ein- staklingunum ein og sömu ör- lög, hvort sem þeir búa með þeirri þjóð, sem kallað er að sigri eða hinni, sem tapar. Á þessaii breiddargráðu enf kvöldin og nóttin dimm þótt vori. Ein kona hafði hins veg- ar hugmynd um að á íslandí þekktust bjaiiar nætur. Taldi sú furðulegt, ef þar fyndist nokkur maður, sem ekki væri brjálaður af svefnleysi. Hafði hún til marks, að þeir Þjóð- verjar, sem vora í Norður- Noregi á árum heimsstyrjald- arinnar síðari hafi flestir kom- ið meira eða minna geggjaðir til baka. Kenndi hún þetta næturbirtunni, sem rændi þessa sendimenn herraþjóðár- innar svefni. Væri vissulégá vel, ef rétt reyndist og við, sem nær heimsskautinu byggj- um, gætum treyst ökkaE björtu nóttum til landvarna gegn ásókn suðlægari þjóð- flokka. En máske hefur éítt- hvað annað orðið til að rænai hina þýðversku soldáta svefní og vitsmunum. f<ií 1 lok heimsstyrjaldariniiar 19á5 hröktu hersveitir Sovét- ríkjanna þýzku nazistana frá Vínarborg. Var borgin frá stríðslokum hersetin af her- námsveldunum fjórum í sam- einingu til ársins 1955. En 3 því ári létti hernámi Austur- ríkis, og hefur landið síðait verið algerlega fullvalda á nýj og lýst yfir fullkomnu hlut- leysi í átökum stórveldanna. Síðan hernáminu lauk hafa orðið hér miklar framfarir S atvinnulegum efnum og er sem kraftar þjóðarinnar hafí verið drepnir úr dróma vi<5 það að hernámsfjöturina leystist. Fólk hér er flesö þeirrar skoðunar að stefna al- gers hlutleysis, sem nú ei? framfylgt megi helzt verða tií tryggingar góðri sambúð viS nágrannana bæði í austri ogí vestri og sé þar með einnig| lyftistöng framfara í lahdinuj og undirstaða bættra lífs- kjara. Bjór og bolbítur 1 Eitt er það sem ávallti verður íslendingum erléndisl forvitnisefni. Era það hug- myndir annarra þjóða unj> Framhald á 11. síðUi. Píanóleikur Mindru Katz Hér hefur verið mikið um píanótónleika að undanförnu. . MINDRU KATZ 1 sjálfu sér ber ekki að lasta það, því að þetta hefur yfir- leitt verið góður tónlistar- flutningur, og sjaldan mun vera góðra hluta of margt. Þó væri óneitanlega æskilegt meira jafnvægi í þessu efni, þannig að aðrar greinir tón- listarflutnings fengju að njóta sín til jafns við píanóleikinn. Að þessu sínni gaf hlust- endum á að hlýða ungan pí- anóleikara frá Rúmeníu, Min- dru Katz, sem lék í Austur- bæjarbíói síðastliðinn miðviku- dag og fimmtudag á vegum Tónlistarfélagsins, en hefur verið á tónleikaferð um ýmis lönd Evrópu að undanfömu og fer héðan til að halda þeirri för áfram. Katz hóf tónleikana á svítu í D-dúr eftir landa sinn Ge- orges Enescu, sem almennt mun talinn helzta nútiðartón- skáld Rúmena (f. 1881). Síð- an kom Arietta með tilbrigð- um eftir Haydn og Sónata í d- moll (op. 31, 2) eftir Beethóih* en. Allur síðari hluti efnis- skrárinnar var svo helgaður Chopin: Sónata í b-moll, Nokt- úrna í E-dúr, sex prelúdíúr ogt þrjár etýður. Víst vora Clíö- pin-lögin ágætavel flutt, en þói fannst undirrituðum fyrri hluti tónleikanna bera af. Frá,- bær var til dæmis flutnihgur Beethovens-sónötunnar. Þar skorti hvorki tækni né tótt- fegurð, tilþrif, kraft né mýkt, og hreint aðdáanlegur var* 1 hinn létti leikur tónanna undir fingurgómum listamansihs S aríettu Haydns. Katz er eihtti þeirra píanóleikara, sem hafa ekki aðeins til að bera tækrii- lega snilli, heldur og ósvikiS listamannseðli í öðra tillití, og þess vegna tekst lionumi lílca, þegar bezt lætur, að» snerta víð hinum innra manhi hlustandans. — Það er ekkí um að villast, að þetta er einul hinna allrasnjöllustu píahó- leikara, sem hér hafa komiði fram. “j B. P. 'i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.