Þjóðviljinn - 25.03.1957, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 25.03.1957, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 26. raarz 1957 — ÞJÓÐVILJINN — (6 ur. Svar við Gtnu Fimmtugasta ártíö Edvards Griegs mun setja svip sinn á fimmtu tónlistarhátíöina í Björgvin. Tónlistarhátíðin í Björgvin tónlist flutt undir beru lofti. hefur verið haldin á hverju Nánari upplýsingar um tónlist- vori síðan 1953 og er þegar: arhátíðina veita ferðaskrifstof- búin að fá fastan sess meðal tónlistarhátíðanna :í Evrópu. Veldur því ekki sízt ástsæld Griegs, sem er víðkunnasta tón- skáld sem Norðurlönd hafa alið. Frakkar, Tékkar Ekki er svo að skilja, að tón- listarhátíðin sé í ár frekar en endranær einsliorðuð við verk Griegs. Flutt verða verk eftir önnur norsk tónskáld, þar á aneðal Olav Kielland, góðkunn- ingja okkar íslendinga, og tón- skáld annarra þjóða, bæði hina gömlu meistara og tónskáld þessarar aldar. Auk hljómsveitar og kórs tónlistarfélagsins Hannonien í Björgvin, koma þarna fram listamenn frá ýmsum löndum. Má nefna Orchestre National frá Paris undir stjórn André Cluytens, Smetana-kvartettinn frá Prag, Pro Musica Antiqua flokkinn frá Briissel og The Little Chamber Orchestra frá Portland í Bandaríkjunum, þar sem allir hljóðfæraleikararnir eru konur. Hér eru ekki taldir einleikarar og einsöngvarar. Holberg og Ibsen Leiksýningar eru einn þáttur hátíðarinnar. Að venju sýna Bjorgvinjarbúar sjálfir leikrít eftir Ilolberg, að þessu sinni Hen Politlske Kannestöperen, og flokkur frá Nationaltheatret I Ösló leikrit eftir Ibsen; nú hefur Brúðuheimilið orðið fyrir valinu. Tónlistarhátíðin hefst 24. maí og stendur til 7. júní. Auk að- alhi jómleika og leiksýninga eru á hverjum degi tónleikar í Tro'.dhaugen, heimili Griegs, og þjóðdansar sýndir og alþýðu- Israel Kastner skotioE til bana Dr. Israel Kastner, sem var fyrir tveim árum sakaður um að hafa unnið með lögreglu nazistá á stríðsárunum, var iskotinn niður á götu í Tel Aviv fyrir nokkrum dögum. Hann lézt skömmu síöar. Fjórir ung- ir menn hafa verið handteknir sakíiðir um banatilræðið. Dr. Kastner, sem á stríðsár- nnum var leiðtogi samtaka zíonista í Ungverjalandi þegar það var hemumið af Þjóðverj- um, var á leið heim til sín frá vinnu sinni við ritstjórn ung- versks blaðs, sem gefið er út í Tel Aviv, þegar hann var skot- inn niður. Dr. Kastner höfðaði mál fyr- ir tveim árum gegn mönnum sem höfðu sakað hann um að hafa verið handbendi nazista á stríðsárunum. Þeir sögðu að hann hefði fallizt á að aðstoða þá við útrýmingu ungverskra gyðinga gegn því að 1200 gyð- ingum, þ. á. m. mörgum ætt- ingjum hans, yrði leyft að fara fir landi. Dr. Kastner tapaði Bieiðyrðamálinu. Þessi sp,engilega stúlka heitir Michele Andrews og hefur verið nefnd svar fransks kvikmynda- iðnaðar við Gínu Lollo- brigidu. Hún er 22 ára og ólst upp í París. Ung- frú Andrews er á förum vestur til Hollywood til að leika í fyrsta skipti í bandarískri kvikmynd. Danskt skip fer nm Akabaf ióa til Elath Danskt kaupfar, Birgitte Toft, 2300 lestir, kom í gær til ísraelsku hafnarborgarinnar Elath við Akabaflóa, og hafði komizt klakklaust um Tiran- sundið. Þetta er fyrsta stóra kaupfarið sem kemur til EUath. Skipið flutti olíufræ og húðir frá Brezku Austur-Afríku, en mun taka sement, t'lbúinn á- burð og iðnaðarvörur til Ceyl- ons og Burma. HundraS ára hjónaband í vetur áttu þessi hjón einnar aldar hjúskap- arafmœli. Þau eru bú- sem ... var talinn haía brennt Eitt ur níu leikrita ílokki, sem íjallaði um bölvun eignarinnar íyrir eigendurna Sænski leikhússtjórinn dr. Karl Ragnar Gierow hefur haft uppi á ósýndu og óútgefnu leikriti eftir bandaríska skáldiö Eugene O’Neill. Haldiö var að O’Neill hefði brennt þetta leikrit ásamt mörgum öörum skömmu fyrir lát sitt. Nýfundna leikritið er í fjór- um þáttum. Dr. Gierow, sem stjórnar þjóðleikhúsinu Drama- ten í Stokkhólmi, hefur aflað því réttar til að frumsýna verkið. Tíu klukkustunda sýning Leikritið nefnist More Stately Mansions (Háreistari hallir). Taka myndi tíu klukkutíma að sýna það óstytt. Við leit í plöggum O’Neill, sem geymd eru í bókasafni bandaríska há- skólans Yale, fann dr. Gierow minnisgreinar með hendi höf- undar, þar sem hann gefur bendingar um, hvernig hann vildi láta stytta það til að gera það sýningarhæft. Vonir standa til, að leikritið verði sýnt í Stokkhólmi næsta ár. Annað frumsýnt 28. marz Dr. Gierow var mikill vinur O’Neill hjónanna. Skáldið dáði mjög starf hans. Þegar leikhús- stjórinn komst á snoðir um að leikritið myndi vera við lýði, fór hann til Bandaríkjanna og fann það með aðstoð ekkju O’Neill. Eina leikritið sem O’Neill lét eftir sig og sýnt hefur verið til þessa, Long Day’s Journey nótt'ma) var frumsýnt í Drama- Talið úran líklegt að mikið sé á Grænlandi Danir gera sér vonir um að það geti fullnægt allri kjamorkuþörf þeirra Leit sem gerð hefur verið aö úrani á Grænlandi hefur boriö mjög góöan árangur og veröur henni haldiö áfram af auknu kappi í sumar. ten 1956. Á fimmtudaginn verð- ur annað verk eftir hið banda- ríska skáld frumsýnt í sama leikhúsi. Það nefnist A Touch of the Poet (Skáldæð). Sex fóru í eldinn Þetta leikrit er úr sama flokki og það sem dr. Gierow fann á dögunum. Alls voru í flokknum níu leikrit, og vann O’Neill að þeim síðustu áratug- ina sem hann lifði. Þegar hann fann, að sér myndi ekki endast aldur til að endurskoða þau og stytta eins og hann vildi, brenndi hann flest handritin með aðstoð konu sinnar nokkru áður en hann dó árið 1953. sett í þorpinu Sulib- kent í sovétlýðveldinu Dagestan og heita Alxmed Adamoff og Manna Aliéva. Hann er 118 ára gamáll en hún 116. Bæði eru furðu ern, eins og myndin ber meö sér. Hundrað ára hjúskaparafmœli er svo fágætt, aö engum virðist hafa hugkvæmzt að kenna það við neitt dýrmœti. Eugene O’Neill Fundur Háreistari halla þyk- ir benda til, að ekki hafi nema í ito Night (Löng dagleið inn í sex af leikritunum níu orðið Fréttaritari United Press í London segist hafa það eftir embættismönnum við sovét- sendiráðið þar, að sovétstjórnin líti svo á að ísraelskum skipum eigi að vera frjálst að sigla um Súezskurð og Aqabafíóa. Hann ber sömu heimildarmenn fyrir því, að sovézki sendiherr- ann í Kairó hafi verið látinn skýra Nasser, forseta Egypta- lands, frá þessu áliti sovét- stjórnarinnar. Jafnframt hafi hann heitið fullum stuðningi stjórnar sinnar við það sjónar- mið Egypta, að greiða bexá þeim að fullu skurðtollinn af skipum sem fara um Súez. «• Ríkisstjórn Panama hefur lýst yfir, að skipum sem þar eru skrásett beri að greiða Eg- yptum skurðtollinn óskertan. Bretar hafa reynt að fá sigl- ingaríki til að styðja tillögu um að hálfur skurðtollurinn verði lagður inn á reikning í Alþjóða- bankanum. H. H. Koch, ráðuneytisstjóri í danska Grænlandsráðuneytinu, segir dönskum blöðum þetta. Hann segir að úranleitin hafi staðið yfir nokkur undanfarin ár og hafi hún aðallega farið fram á Suður-Grænlandi. Sá árangur sem leitin hefur þegar borið gef- ur vonir um að hægt sé að vinna nægilegt úran á Grænlandi til að fullnægja öllum kjarnorku- þörfum Dana, Þó er ekki taiið ó- hætt að fullyrða neitt um það að svo stöddu eldinum að bráð. Fjórða í röðinni Háreistari hallir var skrifað 1938 og átti að vera hið fjórða í tímaröðinni af leikritunum níu í flokknum. Ætlun skáldsins var að rekja í þeirn feril einnar fjölskyldu frá upphafi sögu Bandaríkjanna fram á okkar daga. Allur flokkurinn átti að heita A Tale of Possessors Selfdis- possessed (Saga eigenda sern höfðu eignirnar af sjálfum sér). Grunntónn leikritaflokksins var ill áhrif eigna á eigendur þeirra. Eitt sinn sagði O’Neill, að hvert leikrit í flokknum ætti að standa sjálfstætt, en um leið ættu þau öll til samans að mynda samfellda keðju. Þýzkalaníll Fyrir nokkrum dögum urðu götubardagar í vesturþýzka bænum Celle milli brezkra her- manna innbyrðis og milli þeirra og Þjóðverja. Átökin hófust milli hermanna frá Wales, sem höfðu verið lengi í bænum, og skozkra her- manna sem voru nýkomnir þangað frá Kýpur. Margar gluggarúður í verzlunum voru brotnar og aðrar skemmdir urðu, áður en þýzk og brezk herlögregla gátu skakkað leik- inn. Smisloff eiimm vinnmg yfir Nú hafa verið tefldar átta skákir í einvíginu um heims- meistaratitilinn í skák sem franx fer í Moskva. Sjöunda skákin varð jafntefli, en Smisioff vamr þá áttundu og hefur nú 4% vinning, en Botvinnik, núverandi heimsmeistari, 3%. Níunda skák- in verður tefld í dag, en samtala eru einvígisskákirnar 24,

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.