Þjóðviljinn - 25.03.1957, Page 9

Þjóðviljinn - 25.03.1957, Page 9
1 Þriðjudagur 26. marz 1957 — ÞJÓÐVILJINN -^RK 1957 Tíunda landsflokkagliman fór fram í ÍBR-húsinu á föstudags- kvöld. Skráðir voru til glímunn- ar 32 keppendur en 26 komu til leíks, og var forföllum lýst. Voru glímumenn úr aðeins 4 félögum eða 8 úr Ármanni, 1 úr Ungmennafélagi Biskups- tungna, 22 úr Ungmennafélagi Reykjavikur og 1 úr UMF Vöku. Ungmennafélag Reykjavíkur sá um mótið. Var það vel aug- lyst svo að almenningi var gert Ijöst að mikil glíma stæði fyrir dyrum. Ágæt leikskrá var gerð með upplýs'mgum um fyrrver- andi sigurvegara í þeim 9 lands- flokkaglímum sem háðar höfðu verið. Framkvæmdin og hinn ytri rammi sem ^Hmumóti þessu var sniðinn var ekki eins góður. Er þar fyrst að nefna að leik- menn komu ekki inn í glímusal fyrr en 20 mín. eftir auglýstan tíma, og er slíkt óhæfa og með öllu óafsakanlegt, og gagnvart áhorfendum er þetta móðgun og ábyrgðarleysi, og ágætt ráð til að fæia frá glímumótum en það væri mikill skaði. Þegar flokkar ganga irm í sal eða á völl, er það venja að, ís- lenzki fúninn sé háfður í farar- broddi og heilsað með honum. Hann var ekki með að þessu sinni, og þó var um landsmót í þjóðaríþróttinni að ræða. Það hefði Hka sett sinn svip á gönguna og glimumenn ef þeir hefðu verið í samlitum búning- iim síns félags, en drengir Ung- mennafélags Reykjavíkur voru í mismunandi búnirigum og hefði mátt méð litlum tilkostnaði láta það liia betur út, einn þeirra var lika ber að ofan sem ekki er heimilt. Það sem sagt var af stjórn- endum og ræðumönnum heyrð- ist ekkl eða illa, af þeim sem fjærst voru, en hátalara er mik- tl þörf í ÍBR-húsinu þegar á að tala þar, og er það reynslan í þau 12 ár sem það hefur verið í notkun, en hún virðist ekki hafa kennt neitt ennþá. Lækni mótsins vár ekki ætlað- ur neinn samastaður, og venj- unni um blaðamenn var ræki- lega haldið, undir þá var ekki verið að hlaða. SjálfUr glímuvöllurinn var í norðurenda salarins. Þegar líða tðk á giímuna fylltist hinn end- inn af drengjum sem viídu glíma líka og þar gat að líta 6—10 drengi í glímum með tilheyrandi ys og látum. Um áhuga þeirra fyrir því að glíma er ekki nema gott að segja en á þessu augna- bliki var það ekki hægt, á þess- um stað. Það bólaði ekki á nein- um til að róa þessi ólæti svo að áhorfendur fengju nséði til að horfa á þá glímumenn sem voru auglýstir, að ættu að glíma. Margir drengjanna lágu líka svo nærri gHmuvellinum og stund- ura þegar glímumenn lentu með hraða útfyrir urðu þeir með fót- fráum tilburðum að stikla á milli þeirra. Ekki virtist fara of vel um þulinn sem lýsti glímunni, því fólkið skyggði á hann, svo að hann hlaut að eiga erfitt með að fylgjast með því sem var að gerast á sjálfum glímuvell- inum. Á það má líka benda að þegar íþróttamenn standa undir ræðu- höldum mun það þeim bezt að standa í hvíldarstöðu. Þess var ekki gætt að þessu sinni. Þrátt fyrir þessa galla í fram- kvæmd glímunnar var viss stemning í húsinu sem ekki hef- ur verið um að ræða á undan- förnum glímum og lofar góðu fyrir þá, sem hafa það hlutverk með höndum að viðhalda og hefja upp glímuna í það veldi sem hún á skilið. Þeir fundu að hún á hljómgrunn í hugum fólks- ins, og það vill að hún lifi og dafni. Fjöldinn sem kom til glímu þéssarar sannar þetta, en þar voru fleiri viðstaddir en átt hefur sér stað um langt skeið. Dómafar og-keppeiidur sýiulu meiri viðleitni en áður GHmumót þetta var sett með ræðu sem Birgir Kjaran flutti. Vegna fjarlægðar og kliðs í saln- um heyrðist illa til ræðumanns, en það var mál manna að ræðan hefði verið góð hvatning til glímumanna. Heildarsvipur glímunnar var betri en við höfum átt að venj- ast undanfarið. Leikmenn gerðu meiri tilraun til að standa skár að glímunni en þeir eru vanir. Dómarar voru líka svolítið meira ó verði um að reglum væri fylgt en þeir hafa verið. En það þarf meira en eitt mót til þess að breyta og lag'a það sem af- laga liefur farið um túlkun glímureglnanna, undanfarin mörg ár. Því„ber þð að fagna að vilji er sýndur í rétta átt. Dómarar stöðvuðu oft ólöglega glímustöðu, og þó var minna um slíkar stöður en vant er. Þó sást þeim mjög yfir hina stífu handleggi sem svo margir glímumenn temja sér og ekki er leyfilegt, og eyðileggur hverja þá glímu sem það er leyft. Þeim sást líka yfir er þeir leyfðu mönnum að halda bognum fæti á lofti milli bragða, og var það áberandi í glímu Guðmundar Jónssonar t.d. við Hilmar. I glímu þessari var minna urn níð en sézt hefur í langan tíma á glímumótum hér. Segja má að. í eitt sinn hafi áberandi verið nítt, og þó ekki verra en við höfum átt að venjast, og allt talið í lagi. Dómararnir tóku þetta ekki sem góða og gilda vöru og' dæmdu það ekki byltu. Hins vegar létu þeir glímuna halda áfram athugasemdalaust en í 22. grein glímulaganna segir að fyrir það skuii dæma vítabyltu. (Eða var þetta ekki níð að áliti dóm- aranna?). Það skortir á kunnáttu lijá mörgum Það verður ekki sagt að stór hluti þeirra glímumanna sem komu fram á glímu þessari hafi ráðið yfir mikilli kunnáttu í ís- lenzkri glímu. Þegar ó það er litið að langt er iiðið á æfinga- tímabiiið og hér er um að ræða iandsmót, verður að gera meiri kröfur. Hin mikla þátttaka ætti að lofa góðu um að menn lærðu glímuna sér og öðrum til gam- ans, þ.e. að ná sem mestu valdi yfir henni. Til þess þarf raunar mikinn áhuga því glíman er ekki auðlærð. í fyrsta flokki bar Ármann J. Lárusson af keppendum sínum, um allt er að glímunni laut. Hann vann til eignar bikar þann sem keppt var um, með því að vinna hann þrisvar í röð, en alls hefur hann unnið hann 4 sinnum. Það kom á óvart að Trausti skyldi ekki vinna í öðrum flokld, en hann varð í þriðja sæti. Hann féll -fyrir félaga sínum, Kristjáni Andréssyni, og síðár fyrir Haf- steini Steindórssyni. Trausti glímdi að þessu sinni mjög vel og ef til vill hlaut hann byltur sín- ar einmitt fyrir það. Hann stóð vel að glímunni og var léttur og hreyfanlegur, enda urðu glím- Ármann J. Lárusson LIl.'- ur hans líflegar og fjörlegar. Viðureignin við Hafstein hefði getað farið öðruvísi ef hann hefði getað komizt nær honum, en það er mikill Ijóður á jafn- efnilegum glímumanni og Haf- steini hvað hann glímir með stífa handleggi og eins og allir sem það gera torvelda viðfangs- manni sókn, en þetta er brot á reglum. Vafálaust á þetta glímulag Trausta eftir að gera liann að glæsilegum glímumanni, og minnir á Guðmund Ágústsson. Hafsteinn vann annan flokk, og glímdi þrátt fyrir allt betur en hann hefur gert áður. Guðmundur Jónsson hefur ekki glímt um nokkurt skeið og er í lítilli æfingu. Þrátt fyr- ir það er hann brögðóttur og sterkur glímumaður, og skæður, en hann stendur stundum illa að glímu og ólöglega eins og áð- ur var sagt. Eigi að síður er Guðmundur eitt mesta efni sem fram hefur komið um langan aldur. Með betri glimustöðu fær hann meiri glæsileik yfir glím- ur sínar, en vera kann að hann fái fremur byltur með því að glíma frjálst og leikandi, en það er eðli glímunnar. Ungur maður, Kristján Andrés- son, úr Ármanni sýndi ágæta glimu, og að fella Trausta gerir enginn skussi. Hann tók hrein brögð og var léttur og leikandi, og samóf brögðin stundum vel. Hilmar hefur oft glímt betur, og honum hættir til að glíma of boginn bæði í hnjám og baki. í þriðja flokki var aðeins ein glíma og felldi Reynir Bjarnason UMFR Sigmund Ámundasou eftir stutta viðure’ign. Drengjaflokkinn eldri en 15 ára vann Þórir Sigurðsson frá Haukadal. Er þar sýnilega gott glímumannsefni á ferðinni. Hann kann mikið af brögðum og beit- ir þeim af töluverðri kunnáttu, en hann ætti að gjalda varhuga við að „þyngja sig niður“ og þó dómarar taki ekki á það þá er það ólöglegt, og þetta má benda öllum hinum á sem gera slíkt hið sama, en það er ljótur vani flestra. Kristján Tryggvason (Gunn- arssonar) er byrjandi í glímu en varð í öðru sæti. Iiann virðist lofa góðu, er léttur og með meiri bragðakunnáttu ætti Ármann að eignast þar ágætan glímumann. Sjö drengir undir 16 ára kepptu í drengjaflokki, og voru 6 þeirra úr UMFR en einn úr Ármanni. Drengir þessir voru of misjafnir bæði að stærð og kunnáttu. Beztir voru þeir Gunnar Pétursson og Pálmi Hlöðvesson úr UMFR. Verður gaman að fylgjast með þesáum ungu mönnum, því með góðri æfingu og áhuga og góðri kennslu geta margir þeirra náð góðum árangri. Yfirdómarar voru þeir Gunn- laugur Briem og Ingimundur Guðmundsson. Verðlaun afhenti forseti ÍSÍ Ben. G. Waage og flutti ræðu við það tækifæri, Framliald á 11. síðiu Knattspyrnusamband Is lands 10 ára í dag Knattspymusamband íslands (KSÍ) var stofnað 26. marz 1947 fyrir atbeina Knattspyrnnráðs Reykjavíkur. Aðilar að stofnun sambandsins voru þessir: Knatt- spyrnuráð Reykjavíkur, íþrótta- bandalag Akraness, íþrótta- bandalag Akureyrar, íþrótta- bandalag Hafnarfjarðar, íþrótta- bandalag ísfirðinga, íþrótta- bandalag Siglfirðinga, íþrótta- bandalag Vestmannaeyja. Tilgangurinn með stofnun sambaildsins var (að sameina öll knattspyrnuhéruð Taridsins undir eina yfirstjórh, sem hefði það hlutverk, að vinna að fram- gangi knattspyrnumálanna í landinu. Vonir stofnenda hafa orðið að áhrínsorðum, því innan sam- bandsins ríkir traust samvinna allra knattspymuráða og héraðs- sambanda landsins. Störf K.S.Í. hafa vaxið og eflst frá ári til árs og þau grípa nú árlega meir og meir inn í félagsstörf ein- stakra félaga á þeim sviðum, sem aðilar óska eftir eða þörf þykir á til leiðbeiningar og fyr- irgreiðslu. Nú er svo komið að allir aðilar Í.S.Í., sem knatt- spyrnu stunda, eru virkir þátt- takendur í störfum K.S.Í. Þannig liefur K.S.Í. útvegað þjálfara til lengri eða skemmri tima til dvalar út um land, haldið nám- skeið í knattspyrnukennslu og knattspymudómi. Aðalkennari sambandsins síð- ustu árin hefur verið Karl Guð- mundsson. Þá hefur samband- ið komið upp vísi að kvikmynda- safni og þannig getað útvegað sambandsaðilum ýmsar gagn- legar kennslumyndir í knatt- spyrnu. K.S.Í. hefur skipulagt landsmótin og staðið fyrir milli- ríkjaleikjum í knattspymu bæði hér heima og erlendis, að und- anteknum einum landsleik, seiri háður var áður en sambandið var stofnað. Alls hafa verið háðir 15 lands- leikir, 9 hér heima og 6 erlend- is. Hafa 11 leikir tapazt en 4 unnizt. Á vegum K.S.Í. hafa starfað fjöldi nefnda, sem séð hafa um ýmsar framkvæmdir fyrir sam- bandið, svo sem landsliðsnefnd, sem sér um þjálfun landsliðsins og velur það hverju sirini. Nú- verandi forma’ður hennar er Gunnlaugur Lárusson. Lands- dómaranefnd, er hefur með höndum yfirumsjón knattspyrnu- dómaramála í landinu, en nú- verandi formaður hennar er Guðjón ‘Einarsson. Ennfremur starfar sérstakur knattspymu- dómstóll kosinn af ársþingi K.S.Í. Á síðasta ári var skipuð ung- linganefnd, sem þegar hefur unnið mjög merkt starf fyrir yngstu knattspyrnumennina. Sér hún m.a. um unglingapróf K.S.Í., en það starf má óefað telja með- al heillavænlegustu starfa K.S.Í. frá byrjun. Hefur fjöidi unglinga lokið hæfnisprófum K.S.Í og hlotið brons-, silfur- og gull- nierki sambandsins. Væntir stjórn sambandsins sér mikils af þessum ungu merkisberum í framtíðinni. Formaður unglinga- nefndarinnar er Frímann Helga- son. Allmiklar breytingai' hafa orðið frá byrjun á landsmótun- Framhald á 10. síðu»

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.