Þjóðviljinn - 25.03.1957, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 25.03.1957, Blaðsíða 10
ÍO) — ÞJÖÐVILJINN — Þriðjudagur 26. marz 1957 !? KnMttspyrnusamband Framhald af 9. siðu. Sirr;. Fyrstu árin var aðeins eitt og eitt utanbæjarfélag þátttak- andi í mótum, en í dag eru ut- anbæjarfélög orðin mjög virkir iþátttakendur í flestum landsmót- um og má t.d. geta þess að af beztu félögunum, sem skipa 1. deild, eru þrjú utanbæjarfélög og þrjú frá Reykjavík. í 2. deild hafa 7 utanbæjarfélög boðað þátttöku sína í sumar auk íveggja frá Reykjavík. Með deildaskiptingunni, sem eamþykkt var á ársþinginu 1955, ihafa orðið straumhvörf í knatt- spyrnuhreyfingunni, sem vafa- laust má teija að hafi aukið þátttöku sambandsaðilanna í fyrsta aldursflokki. Þannig hefur starf K.S.Í. borið gæfu til þess að fá fleiri og fleiri aðila með 1 starf og leik með ári hverju. Fyrsti formaður K.S.f. var 'Agnar Kl. Jónsson, sendiherra, en með honum voru í fyrstu Btjórn sambandsins: Björgvin Schram, Guðmundur Svein- fojörnsson, Pétur Sigurðsson og Rútur Snorrason. Aðrir formenn þessi 10 ár hafa verið: Jón Sig- urðsson, slökkviliðsstjóri; Sigur- jón Jónsson, járnsmiður og SBjörgvin Schram, stórkaupm. Isl. Núverandi stjórn sambandsins skipa: Form. Björgvin Schram, varaform. Ragnar Lárusson, gjaldkeri Jón Magnússon, rit- ari Ingvar N. Pálsson og með- stjórnandi Guðmundur Svein- bjömsson. Það skal tekið fram, að þeir Björgvin Schram og Guðm. Sveinbjörnsson hafa átt sæti í stjórn sambandsins frá byrjun. Knattspyrnusamband íslands er aðili að Alþjóðaknattspyrnu- sambandinu (F.Í.F.A.) og sömu- leiðis knattspyrnusambandi Evr- ópu. Yfirstandandi ár er þegar orð- ið eitt starfsríkasta ár í sögu sambandsins, auk þess sem fyr- ir liggja fleiri verkefni en hokkru sinni fyr. Sambandið hefur komið af stað fræðslu- fundum og hvatningarfundum, sem hafa gefizt afar vel og ósk- að hefur verið eftir að fá víðs- vegar um land. Fundir hafa þegar verið haldnir í Reykja- vík, Akranesi og Keflavík og verða haldnir víðar, eftir því sem við verður komið. Knattspyrnuþingið 1955 sam- þykkti að ísland tæki þátt í Heimsmeistarakeppni í knatt- spyrnu 1958, en undankeppnin stendur nú yfir og verða leikir fslands í þeirri keppni nú í sum- ar við Frakkland og Belgíu. í Frakklandi hinn 2. júní og í Belgíu 5. júní, en siðari leikimir verða hér heima hinn 1. sept- ember við Frakkland og 4. september við Belgíu. Stjórn sambandsins hefur þeg- ar gengið frá og undirbúið landsleiki allt til ársins 1960 og einn þátturinn í því starfi er að undirbúa unglingalandsieiki. í tilefni af 10 ára afmæli sam- bandsins hefur verið ákveðið að 3 landsleikir fari fram hér í sumar. verða þeir háðir sem hér segir: ísland — Noregur hinn 8. júlí, ísland — Danmörk 10. júlí og Danmörk — Noregur hinn 12. júlí. (Frá K.S.Í.). Fjölbreytt úrval af TRÚLOFUNARHRINGIR STEINHRINGUM 18 og 14 karata. — Póstsendum — Umboðsmaður: K R I S T I A N G. GÍSLASON h.i. Flugmenn óskast Oss vantar nú þegar nokkra flugmenn. Væntanlegir umsækjendur verða að uppfylla eftirfarandi skilyrði: 1) Hafa lokið atvinnuflugprófi og blindflugsprófi. 2) Að vera á aldrinum frá 19 til 28 ára. 3) Hafa lokíð gagnfræðaprófi eða hliðstæðri menntun. Umsóknareyðublöð liggja frami í afgreiðslu vorri í Lækjargötu 4. Umsóknarfrestur er til 5. apríl n.k. FLUGFÉLAG ÍSLANDS H.F. Skrifstofustúlka Rannsóknarstofa Fiskifélags Islands, óskar eftir skrifstofustúlku. Þarf að vera vön vélritun og vel að sér í íslenzku. Ensku og dönskukunnátta æskileg. Umsækjenaur hafi samband við rannsóknar- stofuna á miUi klukkan 1—5 næstu daga. Járnsmiður — plötusmiður JárnsmiÖur vanur rafsuðu og plötusmíði ósk- ast í Vélaverkstæði Vegagerðanna, Borgar- túni 5. — Upplýsingar gefur Valdimar Leon- hardsson, sírni 6519. Afgreiðslu- stálkor Tvær röskar og ábyggilegar stúlkur óskast nú þegar. — Allar nánari upplýsingar í SÆBERGSBÚÐ, Langholts- vegi 89. — Engar upplýsing- ar í síma. I Njarðvík — Keflavík — Suðurnes Lækningastofa mín er flutt á Brekkustig 15, Ytri Njarðvík. — Viðtalstímar kl. 1.30 til 3 e.h. nema laugardaga 11 til 12. s 9 Guðjón Klemensson, læknir 5 4uglýsið í Þjóðviljanum NYTT NYTT Ungbarnaskór með amerísku sniói Snorrabraut 38, Laugavegi 38, Laugavegi 20, Aðalstrœti 8, Garðastrœti 6.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.