Þjóðviljinn - 29.03.1957, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 29.03.1957, Blaðsíða 11
Föstudagur 29. marz 1957 — ÞJÓÐVILJINN — (UB FYRIRHEITNA 43. dagur Þau riðu þegjandi áfram. Stanton var niðursokkinn í hugsanir sínar. Fyrst var hann að hugsa um að ná stjóminni á þess- um ókunna hesti og venjast hnakknum og beizlinu, en þegar hann var oröinn vanur því fór hann aö hugsa um síðasta skiptið sem hann hafði riðið út. Það var í fylgd með Chuck heima í Oregon. í veiðiferöinni rétt áður en hann fór til Ástralíu. Hann leit á stúlkuna. „Veiztu það“, sagöi hann. „Ég held aö Chuck heföi kunnaö aö meta þetta land“. Hún leit af veginum þai' sem hún hafði veriö aö gá aö sporum. „Hvernig dettur þér það í hug?! spuröi hún. „Ég veit þaö varla“, sagði hann hikandi. „Jú, ég held þaö sé vegna þess að hér gerist ýmislegt sem liann heföi getaö ráðið viö“. Hann fór aö hlæja. „Svo sem eins og „Lucky“ meö hnífana sína. Ég hef ekki hug- ihynd um hvernig ég á aö haga mér við mann í því ástandi. En Cliuck heföi vitað þaö“. „Bezt af öllu er aö láta hann eiga sig“, sagði hún. „Halda sig í hæfilegri fjarlægö frá honum og vona aö hann skeri sig á háls sjálfan með einum hnífnum“. Hún leit á hana. „Værir þú ekki hrædd viö mann eins og hann?“ Hún hló. „Ég' myndi gæta þess aö koma því þannig fyrir aö ég þyrfti ekki aö veröa hrædd viö hann, Stan“, sagöi hún. „Þegar karlmaöur er svona á sig kominn, veröur stúlka aö halda sig í hæfilegri fjarlægð“. „Já, það er eflaust satt“, sagði hann. Hún talaöi svo skynsamlega um óttann — skoöanir hennar voru svo frjálslegar og blátt áfram, að hann dáðist aö þeim. Svona atburðir voru henni ekki framandi. Hún hafði þekkt þá frá því aö hún var barn. Hún fann ekki til ótta. Alla ævina haföi hún átt heima hjá mönnum sem drukku mikiö, en þekktu líka eöli áfengisins. En hún hafði sjálfsagt líka fyrirhitt menn, sem kunnu ekki með áfengi aö fara. Á móðurhné hafði hún sjálfsagt öðlazt þá vizku sem skozk barstúlka getur tileinkaö sér í hinum fjarlægu smábæjum. Hún þekkti karlmenn af öllu tagi, sá þá í réttu Ijósi og var ekki hrædd viö þá. Þau riöu .áfram eftir veginum, horföu á rykiö og grágrænu brúskana og rauöu moldarflögin sem voru á milli grasbrúskanna og kræklótt vansköpuð trén sem gáfu engan skugga. Þau námu staöar eftir svo sem 'klukkutíma og supu á vatnsflöskum sínum. Svo ákváðu þau aö ríöa sitt hvorum megin við veginn, samsíöa en þannig að svo sem hálfur kílómetri væri á milli þeirra. Þannig gætu.þau betur rannsakað umhverfiö. Hún reiö til vinstri og hann til hægri. Hann horfði á eftir henni, lítilli konu í samfestingi, meö stóran hatt á stórum hcsti. En mikið þekkti hún þetta land vel og mikið var hún lagleg. Já, þetta var stúlka í lagi. Þannig riöu þau í klukkustund og tóku síöan tal sam- an t.il aö ræöa um þaö sem þau höföu séö. „ÞaÖ er víst bezt að viö höldum áfram á þennan hátt, Stan“, sagði Mollie. „Við erum sjálfsagt komin 12—14 kíló- metra frá húsinu. Hann hefur ef til vill komizt svona langt meöan dimmt var. En við höfum ekki séð nein spor. Eigum við ekki að halda áfram í nokkra klukku- tíma enn?“ Hún leit á klukkuna. ,,Til klukkan fimm. Þá getum við snúiö viö. Viö getum fylgt veglnum, svo ~áð engin hætta er á að viö villumst“. „Já, þaö skulum viö gera, Mollie", sagði hann. „Mér finnst voðalegt að hugsa til þess aö hann sé ef til vill að ráfa fótgangahdi um á þessum slóöum“. „Þeir koma hingaö frá Englandi, og hafa enga hug- mynd um hvernig ér hérna“, sagði hún. „Þaö líöur lang- ur tími áður en þeir fara að skilja þetta land“. Þau skildu aftur og héldu leitinni áfram, riðu langt hvort frá öðru en ’þó þannig að þau sáu hyort til ann- ars í fjarlægö. Eftir svo sem klukkustund komu þau að staö þar sem þurr, sendinn árfarvegur lá yfir veginn, en í honum var aöeins vatn yfir regntímann. Þau riöu yfir farveginn og hittust aftur til aö bera saman ráö sín. „Við skalum ríða áfram klukkustunö í viðbót“. sagöi stúlkaii. „Komdu aftur á stíginn klukkan fimm. Ef viö höfum ekki orðiö vör við neitt þá snúum viö við“. Sólin var þegar farin að lækka á lofti. Stánton Laird sat í hnakknum og Horföi eftir stígnum, sem bugöaöist í suövesturátt. Hann svaraði ekki heldur sat grafkyrr. Stúlkan staröi á hann og spurði: „Á hvaö ertu aö horfa?“ „Ég var að velta fyrir mér hvað þetta væri hérna á miðjum stígnum“ sagöi hann. „Séröu þaö ekki? Þaö er eins og steinn“. „Ég sé ekki neitt“, sagði hún. „Jú sjáðu. Fyrst kemur bugöa á stígnum. Dálítiö lengra til vinstri er tré. Og dálítiö lengra en þaö ....“ Hún kom auga á þaö sem hann haföi horft á. Þaö var í svo sem átta hundruö metra fjarlægö. „Það er steinn“, sagöi hún. „Já, þaö gæti veriö“, viöurkenndi hann. „En hann er næstum of ávalur til aö vera á þessum slóðum, og flestir steinainir eru líka rauöir“. Hann beindi hestinum niöureftir veginum. „Ég ríð þangað og athuga þaö“. Hún fylgdi á eftir. Þegar þau komu nær breyttist steinninn í feröaflösku með ól í til aö hafa á öxlinni. Stanton fór af baki, dálítiö stiröur, því aö hinn fram- andi hnakkur haföi sært hann lítið eitt. Hann tók flösk- una upp og rétti stúlkunni hana. Hún tók tappann úr lienni. Flaskan var tóm. Hún stakk fingrinum inn í flöskuna. „Hún er enn vot aö innan“, sagði hún. „Hann hlýtur aö hafa fariö þessa leiö. Nú verðum viö aö reyna aö finna ha.nn“. Hún litaðist um þar sem hún sat á hestinum. Hún setti umhverfið vandlega á sig. „Viö höfum sennilega farið tuttugu kílómetra núna“, sagði hún. „Við erum nýkomin yfir seinni .árfarveginn. Heyrðu, hengdu flösk- una upp í tréö þarna, svo aö við getum fundið staðinn aftur. Og legðu steina í hrúgu á miöjan veginn“. Hann geröi eins og hún sagöi og settist síöan aftur á bak. Þau fóru aftur hvort til sinnar hliöar. Nokkrum mínútum seinna heyrði hann aö hún kallaöi og hann flýtti sér til hennar. Hún var komin af baki, og þegar hann kom til hennar var hún aö skoða reiöstígvél meö Ársþlng l«In- rekenda Ársþing iðnrekenda, sem j a#ja— framt er aðalfundur Félags ísl. iðnrekenda var sett í Þjóðleik- húskjallaranum á laugardaginn var. Sveinn B Valfells, formað- ur félagsins, flutti ýtarlega skýrslu, yfirlitsræðu um hag iðnaðarins og afkomu á s.l. ári. Ræddi hann m. a. sérstaklega skattalöggjöfina, og þá hvernig hún hindraði eðlilega fjármynd- un einkafyrirtækja. Pétur Sæm- undsson framkv.stj. félagsins flutti skýrslu um hag félagsins og störf. Að loknum umræðum voru birt. úrslit stjórnarkosninga, en úr stjórn áttu að ganga Sveinn B. Valfeils formaður og Sigur- jón Guðmundsson og voru þeir báðir endurkosnir. í stað Péturs Sigurjónssonar, sem baðst undan endurkosningu var kosinn Axel Kristjánsson. Stjórn félagsins skipa nú: Sveinn B. Valfells for- maður, Sigurjón Guðmundsson, Axel Kristjánsson, Gunnar Frið- riksson, og Gunnar Jónassson. Endurskoðendur: Frímann Jóns- son og Sigurður Waage ÚfbreitSið jL, • s wv» «1» Pioovflfann Hvítt á s v ö r t u Maður getur vissulega orðið j þreyttur á einlitum svörtum kjól-, jþ'ótt hann sé engan veg- inn slitinn eða úreltur í sniði. Hér eru nokkrar hugmyndir sem' geta lífgað upp á snotra sv'afta kjolihn eða blússuna. Þær sem orðnar eru dálítið bústin um barminn ættu að at- huga mjóu, röndóttu brydding- una, sem líka er notuð í upp- felög. Á næstu mynd er sýnt hvern- ig hægt er að fylla upp í flegið hálsmál, á teikningum 3 og 4 eru sýndir lausir kragar sem hægt er að setja á i fljótlieit- um. Fimmti kraginn væri fal- ilegur úr ögn af hvítu, mjúku skinni. Það er nýjasta Parísar- ;tízka. Á síðustu teikningunni |er sýnd snotur slaufa, sem þiægt er að næla á svörtu Ipeysuna, þggár svo ber undir. Kr þad tdfiisakslli&s&i? Margt fólk með þrálátan hósta lætur sig hóstann litlu skipta. Það hefur beinlinis sætt sig við hóstann, kallar hann „tóbakshósta" eða „krónískt bronkítis", en sannleikurinn er oft sá, að aldrei hefur verið' ransakað af hverju hóstinn stafar. Oft er liægt að lækna þrá- látan hósta. Maður á aldrei- að gera sér tóbakshóstaskil- greininguna að góðu að órann- söknðu máli, því að fjölmargir alvarlegir sjúkdómar hafa ein- mitt hósta sem byrjunarein- kenni. Margt fólk þjáist af krónísku bronkítis með mis- miklum hósta. Orsakirnar til þessa geta verið margvíslegar. Þær geta stafað af samblandi af astma og bronkitis eða eftirstöðvum af langvarandi og alvariegum kíghósta. Þær geta einnig staf- að af útvíkkun lungnapípanna vegna langvarandi bólgu eða veilu í lungum, Hjartasjúk- dómar með minnkandi starfsemi hjartans geta einnig orsakað-, hósta. Fyrstu einkenni lungna-: krabba eru hósti. Þess vegna er brýn nauðsvn á að fá se'm' allra fyrst úr því skorið af hverju hóstiiln stafar. | Látið ykkur því ekki lynda. þá skilgreiningu -'að, þið hafiö' , tóbakshósta, heldur ’fáið' 'úí ;þ'Ví-> skorið hvort hóstinn á sér al- varlegri orsakir, svo að þið. igetið fengið rétta meðhöndlun í ,tíma. .................................... hlAlWnf Úttrefandl: Samelalngarfloktcur alþíSu - aðsInlUtaflokSurlnn. - Rítstlórart Magwls KJartaiUMHl'" ! DlOÐVIIrlllWII WbU, SisurSur OuSmundsson. .Fréttaritatjórl: 36n Bternason - BiaSamcnn: Ásmundur SttiirW m m tónsson, OuBmundur Vlgfú&son, ívar H. Jðnason, Magnúa Toríl ólalsson, Stgurjón Jóhannsson - AuílýalneMtJflrt; GuBtretr MagnöBaon. — RftstJSrh. afgíctSsla, »héiýs!n«»a, CÐöatanllSJa: Skólarflrt'usllg 19. — Siml tj - ÁakrtftarverB kr. 26 á min. 1 ReykJávik oa nágrennt: kr. 22 ajinaJBat. - Lgusaeöluv. kr. 1.50. - Prentsm hjflítvHJmní.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.