Þjóðviljinn - 30.03.1957, Qupperneq 5
Laugardagur 30. marz 1957 — ÞJÓÐVILJINN — (5
Þáttur í aSskilnaði kynþáttanna í Suður-Afríku er lög-gjöf, sem heimilar yfirvöldunúm að
i banna Afríkumönnum búsetu hvar í landinu sem vera skal. Hafa Afríkumenn þegar verið
reknir úr ýmsmn borgum út á landsbyggðina, þár sem þeir verða að gera sér að góðu
vinnumennsku lijá evrópskmn bændum viö hin hraklegustu kjör til að geta dregið fram
Iífið. Þessi liúsaþyrplhg var reist úti í óbyggðum yfir Afríkumenn, sem reknlr voru úr
Jóhámiesarborg.
Stúdentar og klerkor bjóða
kYnþáttaaðskiInaði byrginn
Biskupakirkjah mun vir<Sa kúgunarlög
SuSur-Afrikustiórnar aS vetíugi
í fyrsta skipti hafa fyrirætlanir SuSúr-Áfríkustjórnar
mn algera undirokun Afríkumanna mætt harðri mót-
stöðu vel skipulagöra saintaka manna af evópskum ætt-
um.
Stúdentar við háskóla lands-
Ins og klerkástétt biskupakirkj-
unnar hafa risið upp gegn
frumvörpum rikisstjórnar Jó-
hannesar Strydoms forsætisráð-
herra um að færa kynþáttaað-
skilnaðinn, sem stjórnarflokk-
urinn hefur á stefnuskrá sinni,
Inn í háskólana og kirkjurnar.
I Suður-Afríku er aðeins um
fimmtungur landsmanna af ev-
rópskum ættum, en þieir einir
hafa öll völd í landinu í sínum
höndum, aðrir landsmenn hafa
hvorki kosningarrétt né önnur
borgararéttindi.
Leiðtím til menntuiiar lbkaS
Einn þátturinn í kynþáttaað-
skilnaði stjórnar Strydoms er
að girða fyrir, að Afríkumenn
fái notið sámhærilegrar mennt-
unár við menn af evrópskum
jettum. Ríkisstjórnin hefur þeg-
ar látið loka skólum sem
kirkjufélög ráku, og voru einu
staðimir þar sem höm Afríku-
manna gátu öðlast almenna
menntun. Ýfirlýst stefna stjóm-
arvaldanna er, að fræðsla upp-
vaxándi kynsíóðar Affíkumanna
verði að einskofðast við að gera
þá fæfia um að leysa af hendi
þjónustustörf fyrir fóík af ev-
rópskum ættum.
Standa saman
Nú liggur fyrir þingi Suður-
Afríku stjórnarfrúmvarp um að
banna Afríkumönnum og mönn-
um af evrópskum ættum að
sækja sömu háskóla. Stúdentar
af háðum kynþáttum birtu um
síðustu helgi sámeiginlega yfir-
lýsingu, þar sem fmmvarpinu
er harðlega mótmælt.
Undir mótmælin rita stjómir
stúdentafélaga stúdenta af ev-
rópskum ættum og stúdentaráð-
ið í Fort Haré, eina háskólan-
um í Suður-Afríku sem ætlaður
er Afríkumönnum. Sköra stúd-
entarnir á Strydom forsætis-
ráðherra, að færa fram þó ekki
væri néma éitt einasta dæmi til
stúðnings þeirri staðhæfingu
'sinni, að sámneyti stúdenta af
báðum kynþáttUm við háskól-
ana í Höfðaborg og Witwaters-
rand hafa haft í för með sér
árekstra og óvild milli kynþátt-
anna.
Stúdentarnir kalla fmmvarp
Strydoms „árás af hálfu ríkis-
stjórnarinnar á háskólana", þar
sem reynt er að nota kynþátta-
hleýpidóma til að gera kyn-
þáttamisréttið algilt.
liiskup lætur frá sér heyra
Síðastliðinn sunnudag lýsti
biskup biskupakirkjunnar í Jó-
hannesarborg, Ambrose Reeves,
yfir af prédikunarstólnum, að
ef þörf krefði myndi kirkja
hans frekar bjóða ríkisvaldinu
byrginn og hafa lagasetningu að
engu en sætta sig við afskipti
yfirvaldanna að innri málum
sínum.
Reeves biskup vék að því
ákvæði í framvarpi ríkisstjórn-
arinnáú, sem leggur bann við
að Afríkumaður sæki kirkju
manna af evrópskum ættum í
borg, nema til komi sérstakt
leyfi yfirvaldanna. Hann kvað
þetta ákvæði árás á trúfrelsi í
landinu.
„Það er mjög alvarlegt mál
að virða lög ríkisins að vettugi,
og það er enn alvarlegra að
hvetja aðra til að gera slíkt hið
sama, en við höfum gert okkur
fulla grein fyrir afleiðingunum
og komizt að þeirri niðurstrðu,
að við verðum að sætta okkur
við þær þjáningar, sem i vænd-
um kunna að vera, frekar en
líða íhlutun í kirkjulífið“, sagði
biskupinn. „Vera má að þetta
verði til þess, að einhverjir,
sem aldrei hafa skilið hið sanna
eðli kirkjunnar, yfirgefi söfnuð-
inn, og vera má að einhverjir
njósnarar reynist vera mitt á
meðal vor, en kirkjan má einsk-
is láta ófreistað til að vísa á
bug tilraunum til íhlutunar í
líf hennar".
Til biskupakirkjunnar teljast
einkum Suður-Afríkumenn af
enskum ættum. Kalvínstrúar-
kirkja Búa styður kynþáttá-
kúgunai'stefnu stjórnarvald-
1 anna.
Skipalest i
SúezskurSi
I gær lagði fyrsta skipalestin
frá því í nóvember af stað eft-
ir Súezskurði. 1 lestinni eru tiu
skip, hin stærstu á áttunda
þús. tonn. Hvorki eru brezk,
frönsk né bandarísk skip í lest-
inni.
Stjórnir Vesturveldanna hafa
nú til athugunar fyrirætlanir
Egyptalandsstjórnar um rekst-
ur Súezskurðar.
Monroe Rathbone, forseti
bandaríska olíufélagsins Stand-
ard Oil of New Jesey, kom
heim í gær af ráðstefnu
fulltrúa átta brezkra, banda-
rískra og franskra olíufélaga í
London. Kvað hann afráðið að
leggja olíuleiðslu frá Persaflóa
til Miðjarðarhafs um Irak. og
Tyrkland. Vonazt væri til að
hægt væri að byrja til að
í sumar, en það myndi taka
þrjú til fjögur ár.
Makorios, erkibiskupinn á
Kýpur, sem Bretar hafa haft
í haldi á Seychelléseyjum í Ind-
landshafi í ár, var leystur úr
prísundinni í gær og ræddi við
fréttamenn. Hann kvaðst ekki
myndi taka upp neina sámn-
inga við Breta, fyrr en þeir
leyfðu sér að hverfa heifn til
Kýpur.
Makarios kvaðst harma blóðs-
úthellingarnar á Kýpur, en
harðýðgi Breta ætti sök á þeim.
Mollet hanpr
á Máþræði
Ríkisstjórn sósíaldemókrat-
ans Guy Mollet í Frakklandi
hlaut í gær traust þingsins með
221 atkvæði gegn 188. Meira
en þriðjungur þingmanna sat
hjá. Talsmaður íhaldsmanna
sagði, að þeir vildu ekki fella
stjórnina að sinni vegna þess
að þeim líkaði svo vel við þá
stefnu hennar, að berja sjálf-
stæðishreyfingu Alsírbúa niður
með hervaldi.
Ung kona átti sök
á 18 íkveikjwm
24 ára gömul stúlka hefur V'erið
handtekin í Stokkhólmi. Hún
hefur játað að hafa átt sök á
átján íkveikjum sem orðið hafa
í Stokkhólmi undanfarnar vik-
ur. Síðan um áramót hafa 55 í-
kveikjur átt sér stað í borginni
og i hefur oft verið mikil hætta
á ferðum.
Sprenging á NorS-
tir- Irlanai
Neyzluvatnsdælustöð á Norð-
ur-írlandi nálægt landamærUm
Eifé var nýlega sprengd í loft
upp. Er taíið víst að merin úif
írska lýðvéVdiáiernúin hafi ýéfið
þar að verki.
IÍOTIÐ ÓDÝRAN INNLENDAN HITAGJAFA — SPARIÐ VERÐMÆTAN GJALDEYRI
V
Raígeislahitun
er hitun framtíðarinnar
Hoii hitún — Aigjöriega sjálfvirk — Önnumst teikningar og upp-
Hljóðdeyfandi — Éngin ólykt, óhreinindi setningu ESWA-rafgeÍsla-
eða hávaði — Sparneytin — 100% orkunýting hitunar í hús af öllum | «WK1 "
— 90° heitt vatn í krönum —- stœröum og gerðum. ■« " * • f*
Á hitaloftum sparast klæðning en á Ennfremur allar almennar |J | ; ' **’*'''
Bteiríioftúm múr. raflagnir
♦ • ®
Reykjavík - Slml 4284 - Pósthólf 1148
« • •
Sjggji Skrifstofuhús Fa»:
A. Jespersen & Sön,j
Nyropsgade, Kaupmanna-j
höfn, sem er 400 mr, 7'
hæðir, er hitað upp með'
ESWA-iafgeislahitun á-
siamt tugum annarra
húsa í Danmöi’ku, þö' i-af-
magnið kosti 15—16 áura
danska hver kwst. (en
hér 14—20 aura ísh). Hér
á landi hefur þriggja'ára
reynsla sýnt að ESWA-
rafgeislahitun er þægileg;
og ódýr i í'ekstri.
• ••»•«<•
ESWA-rafgeislaiiltun hef-
ur verið í notkun i Nor-
egi í 18 ár og má segjá
að viðhaldskost'naðúr sé
enginn á þeim kerfum.
NOTIÐ ÓDÝRAN INNLENDAN HITAGJAFA — SPARIÐ VERÐMÆTAN
GJALDEYRÍ