Þjóðviljinn - 30.03.1957, Síða 7
1»k að virðist engum stórtíð-
indum sæta þó fluttir séu
tveir einþáttungar í leikhúsinu
gamla við tjörnina, og báðir
fjölmörgum kunnir af k\dk-
mynd og útvarpi. Sýningin er
engu að síður nýtt og mikið
afrek Leikfélags Reykjavíkur,
órækt vitni um framsóknar-
hug og markvissa listræna
viðleitni, og hlýtur að reyn-
ast ógleymanleg þeim sem sjá
og heyra.
Tjaídið er dregið frá og á
sviðinu birtist ungur maður í
fangeisi: við könnumst við
hinn örstutta en fræga leik
Wilhams Saroyans, „Hæ þama
úti“.. Saroyan er Bandaríkja-
maður, armenskur að ætt,
frumlegur höfundur og nokk-
uð sérlundaður, fer að jafn-
aði eigin leiðir; sögur hans
hafa lengi notið vinsælda. Eitt
af leikritum hans fór sigur-
för víða um lönd, „The Time
óf your Life,“ og gæti orðið
góður fengur islenzkum leik-
húsum, þar birtast ljóst helztu
einkenni skáldsins. 1 annan
stað er „Hæ þarna úti“ ein-
falt leikrit og óbrotið í snið-
um, hugtækt og áhrifamikið,
og listrænni og sniðfastari
smíð en títt er um verlc hins
geðþekka skálds. Það er tákn-
rænn leikur og skáldlegur
og getur minnt á kvæði í ó-
bimdnu máli — skilningur
höfundarins á einstæðings-
skap og umkomuleysi manns-
ins og rangsleitni þjóðfélags-
ins er djúpur og ríkur og sam-
úðin lifandi og sterk, um til-
finningasemi þarf sízt að
ikvax*ta.
Leikurinn gerist i nöturlegu
umhverfi, fangaklefa í vesöl-
um smábæ vestur í Texas-
fylki, þar sem „lögin greinast
við glampa hnifs og gálginn
er réttarborð". Ungur, geð-
feldur en gæfusnauður lands-
hornamaður er saklaus kærð-
ur fyrir nauðgun, lögregla og
fangaverðir hlaupa í felur af
hræðslu við trylltan skrílinn,
veita honum enga vernd
Hanxi er algerlega varnarlaus
og einn og hrópar á hjálp í
örvæntingu og sárum kvíða,
en enginn heyrir óp hans
nema kornung stúlka .sem
líka er ranglæti beitt og fót-
um troðin, olbogabarn og ein-
stæðingur eins og hann sjálf-
ur. Bæði ala í brjósti óljósa
þrá og vonlausan draum um
mannsæmandi líf, um fegurð
og ást, þau fella ósjálfrátt
hugi saman. En þau fá ekki
að njótast nema örskotsstund,
áður en varir ræðst vopnaður
skri'linn inn í hið mannauða
fangelsi, pilturinn er skotinn
eins og hundur og hræinu
draslað burt; og stúlkan er
alehx eftir með sömu orð á
vörum: „Hæ þarna úti“.
í höndum Steindórs Hjör-
leifssonar og Margrétar Guð-
mundsdóttur er leiknum borg-
ið, enda hafa þau áður lýst
umkomulausri, hrjáðri og lán-
lausri æsku ágæta vel. Sam-
valdari leikendur mun torvelt
að . finna, túlkun beggja er
gædd látleysi, innileika og
barnslegri hlýju. Steindór er
mjög geðfeldur í gervi fang-
ans, en dregur enga dul á
veikleíka hans og ístöðuleysi,
skiíur hann næmum: skilningi;
framsögnin blæbrigðarik og
i lifandi, en ber stöku sinnum
i merki ónógrar æfingar. Unga
stulkah er sögð ólagleg í skýr-
- Laugardagur 30. marz 1957 — ÞJÓÐVILJINN — (7
Skólastjórinn (Einar Ingi Sigurðsson) og Crocker-Harris
(Þorsteinn Ö. Stephensen).
ingum skáldsins, og það er
Magrét Guðmundsdóttir ekki,
þvert á móti. En hún lýsir
barnslegu trúnaðartrausti,
einmanakennd og sárrf'TSrá
hinnar saklausu stúlku af ein-
lægni og næmleik sem hvergi
skeikar, röddin er þýð og við-
feldin, þó ekki sé slegið á
marga strengi. Öðru og ó-
hugnanlegi-a fólki bregður
fyi’ir í lokin; Valdimar Lárus-
son er þungbúinn og hæfilega
vandræðalegur í gervi eigin-
mannsins sem myrðir piltinn
fremur af heigulskap og
hræðslu en illmennsku, og Sig-
ríður Hagalín leikur dækjuna
konu hans feimnislaust, sann-
færandi í útliti, klæðnaði og
framkomu.
Vönduð leikstjórn Jóns
Sigurbjörnssonar og einföld
og sniðföst leiktjöld Magnús-
ar Pálssonar eiga góðan þátt
í sigrinum, og tónlist Jóns
Þói’arinsssonar fellur mætavel
að efni leiksins. Þýðing Ein-
öðrum lærðari, en vei’ður að
hröklast frá skóla sínum og
æfistarfi á miðjum aldri, véik-
ur og vonsvikinn skipbrots-
maður, hann er líkastur ryðg-
uðu og ónýtu áhaldi sem menn
hverju atriði. Leikstjórinn
skynjar rétt hrynjandi verks-
ins, öldunxar í’ísa og hníga,
allt er hreyfing og líf; stað-
setningar oft nýstárlegar,
hnitmiðaðar og jafnan verðar
mikillar athygli.
LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR:
Hæ þarna úti
eftir WILLIAM SAROYAN
Leikstjóri: Jón Sigurbjörnsson
Browning-
þýðingln
eftir TERENCE RATTIGAN
Leikstjóri: Gísli Halldórsson
ars Pálssonar er mög nákvæm
og víða fjörmikil, en sum
orðsvörin ekki nógu skáldleg
og íslenzk að minxim dómi.
★
Ég hef áður talið „Brown-
ingþýðinguna“ snjallasta af
verkum Terence Rattigans,
leikskáldsins enska sem’ orð-
inn er flestum rxútímahöfund-
um vinsælli á landi hér, og
hin forkunnlega sýning styrk-
ir enn þá skoðun. Efni leiks-
Pilturinn í „Hæ þarna úti“
(Steindór Hjörleifsson).
ins er óþarft að rekja •— það
er sagan um Crocker-Harris,
menntaskólakenxxarann enska,
mannleg og máttug saga xxm
grimm örlög, glatað líf.
„Ci’ock'* er gáfaður maður og
fleygja á sorphauga. Haxm
vinnur ekki vináttu eða hylli
nokkurs manns, nemendum
sínum er hann liarðstjóri og
plága; eiginkonan hatar hann,
óvirðir og fyrirlítur, og held-
ur framhjá honum hvenær
sem færi býðst. Viðhorf þeirra
og eðli eru eins ólík og verða
má, sambúðin eilíft víti.
Að mörgu er að dást í þess-
um leik, skarplegri sálkönnun,
heilsteyptri persónusköpun,
frábærri kunnáttu og tækni,
listrænni hófsemi — það gæti
virzt eðlilegt og sjálfsagt að
sníða langt leikrit í mörgum
þáttum úr hinu litríka efni,
en Rattigan stenzt þá freist-
ingu. Sjálf eru orðsvörin
hversdagsleg og blátt áfram,
en gædd sterkum hljómi, ið-
andi lífi. I leiknum er hvorki
sagt of eða van, þar er á
gagnorðan hátt brugðið skæxri
birtu yfir heila mannsæfi.
Ég ætla ekki að halda því
fram að sýning þessi sé full-
komin í öllu, að einhverju má
ætíð finna. En hér er sótt
fram á mörgum stöðvum, keppt
að háu marki og sigrar unnir,
og er nokkuð meira virði?
Gísli Halldórsson hefur jafn-
an reynzt ötull og traustur
leikstjóri, en „Browningþýð-
ingin“ er bezta verk hans til
þessa, og ber Ijóst vitni um
glögga innsýn í skapgerð og
innsta eðli persóna, sanna
vandvirkni og gerhygli í
En það er snilldarieg túlk-
un Þorsteins : Ö. Stephensens
á örlögum hins gæfusnauða
kennara sem öðru fremur lyft-
ir sýningu þessari í hæðir
stórrar listar. Afrek hans
þarf engum að koma á óvart
sem kynntust Robert Belford
í „Marmara" og ýmsum hlut-
verkum Þorsteins síðan, en
mér er næst að halda að
Crocker-Harris sé snjallast
þeirra allra. Jafnmáttug, á-
takanleg og heilsteypt mann-
lýsing hefur sjaldan sést á
íslenzku sviði, áhorfendur
sitja með öndina í hálsinum,
gleyma stað og stundu. I ásýnd
leikarans, hreyfingar og fram-
göngu er meitluð öll sorgar-
Frú Crocker-Harris og Frank
Hunter (Helga Valtýsdóttir og
Jón Sigurbjörnsson).
saga hins misheppnaða kenn-
ara, veikindi og hyldjúp von-
brigði, þjáningar og alger ó-
sigur. Hann er grár og gugg-
inn í framan, lotinn og óum-
ræðilega þreyttur, röddin hás
og næstum brostin, en fram-
s;'gnin svo fáguð og skýr að
ekki fer hið minnsta hvísl
framhjá neinum. Við gleymum
seint hljóðlátum og innileg-
um leik Þorsteins þegar Crock
stendur við gluggann og
minnist löngu liðinna daga,
okkur hlýtur að vökna um
augu þegar við lítum ofsa-
lega viðkvæmni hans og veikl-
un í návist skólapiltsins, það
fer hrollur um salinn þegar
eiginkonan grimmlynda svift-
ir hann vægðariaust sinni síð-
ustu huggun og hann likist
helsærðu dýri. Þorsteinn gerir
kennarann sízt geðfeldari en
efni standa til, en við dáumst
; að hetjulegri ró hans í lokin
og djúptækum skilningi á göll-
um sínum og ógæfu, hann
hlýtur ekkí aðeins meðaumkv-
un okkar óskipta, heldur.
fölskvalaxisa samúð.
Helga VaJtýsdóttir leikux?
frú Crocker-Haxris af minnis-
verðum þrótti, konu sem einu.
sinni var mannleg, en er það
ekki lengur. Hún er glæsileg
ásýndum ei s og hún á að
vera, og ta ‘mlaus eigingirni
hennar, ó* kammfeilni og
heimtufrek ástleitni birtast
skýrt í i.'.eðförum Helgu,
manni ste1 Jur stuggur af
harðýðgi þe xsarar hefnigjörmí
konu. Ef til vill mætti leik-
konan mild t. túlkun sína á ein-
staka stað, það verður raunar
jafnan vafamál. Helga hefur
ekki áður lýst ógeðfeldri konu
og vinnur enn nýtt land; við
fylgjumst af athygli með
hröðum þroskaferli liinnar
gáfuðu leikkonu.
Frank Hunter, hinn unga,
ókvænta og ástsæla kennara
leikur Jón Sigurbjörnsson og
skapar trausta mannlýsingu:
karlmannlegur maður og
drenglundaður, gervilegur og
geðfeldur, en ekki stórmenni.
Frams'gn Jóns hefur þð
stundum verið fágaðri og
skýrari og hreyfingarnar hnit-
miðaðri en í þetta sinn, og
hann skapar fátt nýtt; það
er eins og hann hafi ekki
nægan áhuga á hlutverkinu.
Þorsteinn Gunnarsson murt
vera þriðjabekkingur eins og
Taplow lærisveinninn í leikn-
um. Orðsvör hans eru lifandí
og rkýr, framkoman ánægju-
lega eðlileg og leikurinn allur
hinn skemmtilegasti; þessí
kornungi piltur virðist búai
yfir upprunalegri skopgáfu.
Frammistaða hans vitnar eigi
sízt um alúð og atorku leik-
stjórans og vakti ósvikna at-
hygli og mikinn fögnuð í saln-
um.
Það er engin von til þessi
að Einar Ingi Sigurðsson ráði
til hlítr r við hinn ísmeygilega,
tungulipra og lærða enska
skólastjóra. Framsögnin er
fjörmikil og greinargóð, ea
mjög einhæf, og túlkun og
útlit ekki sannfærandi; eil
Einar myndi sóma sér ágæt-
lega sem stjórnandi unglinga-
skóla hér á landi. Loks fara
Steindór Hjörleifsson og Sig-
ríður Hagalín mjög snot urlega
og eðlilega með hlutverki
kennarahjónanna ungu, þaU
eru sýnilega nýgift og óvö.TI
óblíðu líFsins, aðlaðandi og
háttvís í framgöngu; framtíð'-
in virðist. brosa við þessum
geðfeldu hjónum.
Stofa kennarahjónanna er
eitt af athyglisverðustu verk-
um Maguúsar Pálssonar, mjög
rúmgóð og vistleg og eins
fornleg að búnaði sem hinum’
hr.iáða lærdómsmanni sæmir.
Þýðing Bjarna Benediktsson-
ar er rituð á ágætri íslenzku'
og fer jafnan vel í munni.
Viðtökur leikgesta voru
með þeim ágætum að helztj
minnti á „Marmara“ forðuni,
sjaldan hef ég orðið var jafn-
lifandi áhuga og almennrar
þátttöku áhorfenda. Að lok-
um var klappað ákaft og
lengi og framar öllu fyrir af-
reki Þorsteins Ö. Stephensens
og mjög að verðleikum; það
var eins og Robert Belford
væri staddur á meðal okkar
að nýju.
A. Hj.