Þjóðviljinn - 04.04.1957, Side 10

Þjóðviljinn - 04.04.1957, Side 10
Hö') — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 4. apríl 1957 Hið íslenzka prentarafélag 60 ára IFramhald af 9. síðu. Ihe’imiluð eru 2 vinnutímabil á Beliningarvélar, hið fyrra 8 stundir, liið síðara 7 stundir. I." | Samið íyrir konur 1 og nema ! Atvinnurekendur verða þó að hverfa frá þeirri afstöðu sinni ' að neita öllum kauphækkunum, sökum þess að prentarar neyð- ! ast til að hverfa að öðrum bet- ur borguðum störfum. Er nú ! ;samið á hverju ári þar1 til samningar stranda um áramót- ! in 1918—19 og eru lagðir undir gerðardóm með samkomulagi aðila. Það sem merkast er við þessa samninga er að nú semur H.Í.P. í fyrsta skipti fyrir kon- ur og nemendur. Félag prent- smiðjukvenna er þá nýstofnað og felur það stjórn H.Í.P. um- hoð til samninga fyrir sína hönd. Fyrsta verkfallið — 8 stunda vinnudagur — 16 daga sumarleyfi í Um áramótin 1919—20 heyr : h.í.p. sem heild fyrsta verk- fallið og lýkur því með sigri prentaranna, hækkuðum laun- um, 8 stunda vinnudegi frá 1 næstu áramótum og 6 daga sumarleyfi með fullu kaupi. Þetta fyrsta verkfall H.Í.P. sem háð var af fjárhagslegum van- efnum en fórnfúsum vilja, hafði 'ómetanlega þýðingu fyrir fram- tíð samtakanna, það er éinhver fengsælasta barátta, sem prent- arar heyja fram til þessa, og að henni lokinni hækka þeir gjöld sín til atvinnuleysis- styrktarsjóðs upp í 2 krónur á viku. LVerkbannið 1923 í árslok 1922 berst H.Í.P. bréf frá prentsmiðjueigendum þess efnis að þeir hefðu ákveð- ið að lækka kaup prentara um 19% frá áramótum; að fella greiðslur veikindadaga niður; ennfremur kváðust þeir „eigi hafa efni á að gefa þúsundir króna í sumarleyfi prentara ár- lega“ og kröfðust því afnáms þess 6 daga sumarleyfis, sem prentarar höfðu. Var nú komið að því, að prentsmiðjueigendur hugðust jafna metin við H.Í.P. vegna unninna sigra þess í verkfallinu 1920. i Prentarafélagið svaraði á- rásarplagginu með gagnkröf- um. 1 Það er ekki rúm til þess að rekja þessa merku kjaradeilu hér, en eftir 6 vikna vinnu- stöðvun lauk henni með stund- arósigri fyrir prentara, nokk- urri kauplækkun, en öllum fríðindum héldu þeir óskertum. Ríkisstjórnin hafði mikil af- skipti af þessari deilu og var nú í fyrsta skipti samið á grund- velli vísitölu Hagstofunnar og skyldi grundvöllur sá gilda frá ári til árs, en kauptölur breyt- ast samkvæmt útreikningi Hag- stofu íslands. í Sú eldskírn sem Hið íslenzka prentarafélag hlaut í þessari hörðu vinnudeilu, hefur reynst prenturum giftudrjúg allt til þessa dags. Þeir héldu sjálfs- írxjrðingu sinni óskertri með því standa trúan vörð um þau mannréttindi, sem þeir höfðu unnið fyrstir verkamanna á ís- landi og þeir tóku að treysta enn betur innviði samtakanna og safna sjóðum til baráttunn- ar. Og jafnan síðan, þegar erf- iðleikar þyngdu sporin, höf- um við minnst þessa afreks, sem unnið var af snauðum mönnum í fátæku félagi, sem enn átti ekki í neitt hús að yenda hjá innlendum verka- *■ lýðssamtökum, til fulltingis málstað sínum. Næstu árin á eftir eða fram til 1931 fara samningar prent- ara við atvinnurekendur mest- an part í það að fá hnikað til hækkunar hinni „vísindalegu" hnitmiðun Hagstofunnar á nauðþurftunum til lífsins. Og þessi hækkun á grundvellin- um er frá prentaranna hálfu fyrst og fremst viðnám gegn því að káupið lækki niður fyr- ir það sem minnst varð komizt af með. Ýmsir prentarar voru á þessu skeiði orðnir býsna góðir „hag- fræðingar" fyrir sina stétt og hefði sú kunnátta gjarnan mátt endast og aukast fram til árs- ins 1957, svo mjög sem „vís- indalegar“ niðurstöður um mat- inn, fötin og skjólið koma þeim undarlega fyrir sjónir sem telja markmiðið vera bætta af- komu alþýðu. 12 daga ^umarleyíi — Árið 1931 er sem nýtt líf fær- ist í samtök prentara til fram- sóknar. Þá er sumarleyfið lengt um helming, í 12 daga með fullu kaupi. í næstu samningum 1934, fást svo lagfæringar á greiðslufyrirkomulagi veik- indadaga o. fl. 1937 fæst viður- kenning fyrir 1. maí sem hálf- um frídegi ásamt nokkurri kauphækkun. Samið var til 3ja ára. Gengisíelling — Gerðar- dómslög Síðustu árin fyrir heimsstyrj- öldina voru ærið erfið íslenzk- um verkalýðssamtökum. At- vinnuleysi herjaði margar starfsgreinar og ýmsir tilburð- ir voru uppi af hálfu valdhaf- anna, sem miðuðu að því að skerða kjör og réttindi verka- lýðsins. Árið 1938 er Vinnu- löggjöfin á dagskrá í félögun- um. Um hana urðu allmiklar deilur, og ýtarlegar umræður, sem urðu til þess að ýmis hættuleg ákvæði voru í burtu numin, sem upphaflega voru til þess gerð að þrengja kosti verklýðshreyfingarinnar í land- inu. Prentarafélagið sendi og frá sér nokkrar breytingar á frumvarpinu, enda þótt mörg- um þætti þar of skammt geng- ið. í aprílmánuði 1939 eru sam- þykkt á Alþingi „lög um geng- isskráningu11, eins og þau voru kölluð á hátíðlegu máli stjórn- málamanna. í augum verka- lýðsins var þetta árásarlöggjöf á lífskjör almennings. Gengi krónunnar var lækkað um 22% og aukning dýrtíðarinnar kom hvergi nærri öll fram í dýr- tíðarvísitölunni. Þá ákváðu lögin og þá skerðingu á sam- takafrelsi verkalýðsfélaganna, að þeim var óheimilt að ákveða kaup sitt og kjör með frjáls- um samningum við atvinnurek- endur. Prentarafélagið mótmælti þessum ráðstöfunum eindregið með tveim tillögum, þar sem það „harmar það, að íslenzk stjórnvizka og fjármálavit skuli ekki enn vera betur á legg komin en svo, að hún sjái ekki önnur ráð til stuðnings að- þrengdum sjávarútveginum, en þau, að rýra átakanlega kjör vinnandi stéttanna í landinu.11 Þá var einnig samþykkt áskor- un á stjórn félagsins, að.„tengj- ast öðrum verkalýð traustum böndum í baráttunni gegn þess- um ótvíræðu árásum á vinn- andi stéttir landsins." Gegn gengislögunum, sem áttu að gilda þar til í apríl 1940, var háð samstillt barátta fjöl- margra verkalýðsfélaga. Um haustið 1939 eru enn samþykkt mótmæli gegn „þrælalögun- um“, en i stað þess að verða við áskorunum prentara og ann- arra samþykkti Alþingi að framlengja þeim til ársloka 1940. Smávægilegar lagfæring- ar, sem ekki þóttu fara í bága við þvingunarlögin fengust þó á samningunum. Um áramótin 1941 takast svo frjálsir samningar, sem lag- færa að nokkru það sem tap- ast hafði. En þegar líða tekur á árið 1941, kemur æ skýrar í ljós það misrétti, sem verka- lýðurinn var beittur með geng- islögunum 1939 ásamt fölsun vísitölunnar. Með vaxandi verðbólgu, sem af styrjöldinni leiddi telcur nú að ólga undir í samtökum launþega, sem ein- ir sitja við skarðan hlut, meðan auðmenn og atvinnurekendur raka til sín ómældum gróða af umsvifum hins fjölmenna setu- liðs. En ríkisstjórn auðmanna var nú mikill vandi á höndum, að missa einskis af gróða stríðsins auðstéttinni til handa, en forða því jafnframt að hann yrði til þess að raska lífsskilyrðum og lífskröfum alþýðunnar. Hætta þótti á að hún yrði heimtu- frek og óvenjandi á fyrri siði, þegar straumur gullsins væri runninn hjá. Þetta var hin hug- myndalega undirstaða Gerðar- dómslaganna, sem áttu að setja verkalýðshreyfinguna þar á bekk, sem unnt væri að gæta þess að hún hrærði sig ekki til tjóns fyrir gullriddara stríðsár- anna. 9. nóv. 1941 samþykkti H.Í.P. grundvöll fyrir næstu samn- inga, sem felur í sér 20% grunnkaupshækkun og mánað- arlega kaupbreytingu sam- kvæmt vísitölu kauplagsnefnd- ar. Auk þess veigaminni at- riði. Þar að auki tekur félagið fram í greinargerð ýmsar vara- kröfur, sem upp verði teknar, ef til verkfalls þurfi að koma. Hér verð ég rúmsins vegna að gera langa og merka sögu stutta: Svör prentsmiðjueig- enda voru algerlega neitandi, enda þótt rök þeirra bæru það með sér, að önnur öfl væru hér að verki en vilji þeirra einn saman. Verkfall hófst um ára- mót, sáttatilraunir reyndust árangurslausar. Og 8. janúar komu gerðardómslögin, sem voru sízt vægari en búizt hafði verið við. Bönnuðu allar kaup- hækkanir og öll verkföll og ó- giltu þau, sem þegar voru haf- in. Iðnfélögin, sem samstöðu höfðu í þessari deilu réðu ráð- um sínum. Fundur var boðaður í Góðtemplarahúsinu með öllum þeim sem í deilu stóðu og þar var í raun og veru fáni skæru- hernaðarins svokallaða dreginn að hún með einni af tillögum þeim, sem fram voru bornar af stjórnum félaganna. Þar var komizt svo að orði: „enda þótt verkfallinu verði eigi haldið áfram, með tilliti til deilunnar um hækkun grunnkaups, þá hafi einstakir meðlimir félag- anna hvorki rétt né skyldu til þess að taka aftur til vinnu fyrr en samningar eru undir- skrifaðir og kröfum félaganna fullnægt.11 Enginn prentari í Reýkjavík hóf vinnu, þótt gerðardómslög- in væru komin í gildi. Hins vegar neytti ríkisstjórnin og at- vinnurekendur allra bragða til þess að sundra samstöðu félag- anna, sem í deilu höfðu staðið. Þar sem sameiginlega forustu heildarsamtakanna skorti í þessum átökurn, tókst að sundra liðinu; sömdu félögin hvert af öðru, viðurkenndu gerðardóminn, er síðan sneið af samningunum flestar réttar- bætur og kauphækkanir, sem um hafði samizt; unz svo var komið að Prentarafélagið og Rafvirkjafélagið stóðu ein eftir. Nokkurar samningaumræður áttu sér stað við atvinnurek- endur, og stóðu prenturum til boða „uppbætur11, sem venju- lega voru kallaðar hundsbætur, og var þeim hafnað með öllu. 8. febrúar var svo haldinn fundur í félaginu, þar sem sam- þykkt var að undirrita samn- inga til 30. sept. 1943 óbreytta að öðru en því að vísitala yrði reiknuð mánaðarlega og af raunverulegu kaupi; ennfremur að „það sé tryggt að samning- arnir verði ekki lagðir undir gerðardóminn til staðfesting- ar.“ 9. febrúar voru samning- arnir undirritaðir og hafði prentaradeilan þá staðið í 40 daga. Skæruhernaðinum var þá þegar haldið áfram í breyttu formi. Tóku menn að flytja milli prentsmiðja og kaupið þokaðist upp þrátt fyrir boð og bönn valdhafanna, unz gerðar- dómslögin voru numin úr gildi 4. ágúst. Stytting vinnuvikunnar — Laugardagsfrí Um mánaðamótin júli og ágúst samþykkti Félag ís- lenzkra prentsmiðjueigenda af sjálfsdáðum 25—28% hækkun á kaupið. En við næstu samn- inga komu ennþá allmiklar lag- færingar inn í samningana auk þeirra mikilvægu nýmæla að vinnudagurinn styttist um 4 tíma á laugardögum yfir sum- armánuðina júní, júlí og ágúst, 1. maí og laugardagurinn fyrir páska urðy frídagar að fullu. Laugardagsfríin voru sérstak- lega vel þegin réttarbót, enda höfðu prentarar nú skapað sér skilyrði til þess að njóta henn- ar, þar sem félagið hafði eign- ast jörð og hafnar voru fram- kvæmdir til þess að prentarar gætu haft þar sumardvöl með fjölskyldum sínum. Nýtt landnám — 3ja vikna oriof — Aukin laugardagsfrí Á miðju ári 1944 er ákveðið að segja upp samningum þeim, sem út rynnu 30. september. Var hafinn undirbúningur að nýju samningsuppkasti og það lagt til grundvallar samninga- umleitunum. Ekki tókst að fá samkomulag um viðunandi breytingar og kom því til verk- falls 2. október. Verkfall þetta stóð í mánuð og færði prentur- um margvíslegar lagfæringar til bóta, 1 mánuð í auknum laugardagsfríum, auk þess al- gjöra nýmælis með íslenzkum verkalýð að staðfesta aukið or- lof eftir starfsaldri, þannig að þeir, sem unnið hefðu 10 ár að prentverki fengju 15 daga orlof, þeir sem unnið hefðu 18 ár fengju 18 daga orlof. En það sem einkenndi þessa deilu var sá prófsteinn, sem hún varð á stéttarþroska prentara: kaup- kröfur þær, sem gerðar vora tóku aðeins til þeirra sem lægst höfðu launin, en um það bil helmingur stéttarinnar fékk engar launabætur, aðeins gat hann vænst þeirra fríðinda, sem um semdist. Þrátt fyrir þessa kröfugerð voru samtök stéttarinnar mjög góð allt til loka. Hitt kunnu prentarar vel að meta að hér unnu þeir seni oft áður í sögu félagsins nýtt land sér og verkalýðsstéttinni til handa. Síðasti áfanginn Á síðustu 10 árum hafa sex sinnum verið gerðir nýir samn- ingar án þess til verkfalla hafi komið. Á þessum árum hefur margt skipast til hins betra í kjaramálum prentara. Kaup hefur hækkað nokkuð, en kauptölur eru eins og við vit- um hæpinn mælikvarði, þegar meta skal kjör stéttanna, því það sem var gott í gær er ill— þolandi í dag og óviðunandi á morgun, svo ótryggur er launa- grundvöllur sá sem byggt er á. Kaup þeirra, sem vinna I dagblöðum, vaktaminnu er núi 10% hærri, en annara og finnst mér það í senn mikilvæg kjarabót og viðurkenning á mannréttindum, þ. e. a. s. að öllum mönnum beri réttur til að vinna á daginn, og því skuli hærra goldið, þegar útaf þarf að bregða. Þá hafa á þessum árum laug- ardagsfríin og sumarfríin lengst mikið. Ei- fríum nú þannig háttað að frá 1. apríl— 31. maí, er unnið hálfa laugar- daga, frá 1. júní—31. ágúst fell- ur vinna niður á laugardögum og frá 1. sept.-—30. sept. er unn- ið hálfa laugardaga. Þannig hafa laugardagsfríin aukizt um helming á s.l. 10 árum. Sumar- leyfi er nú að sjálfsögðu 18 dagar fyrir alla stéttina en 21 dagur fyrir þá, sem unnið hafa 25 ár. Þá hefur það merka ný- mæli komizt inn i samninga að ónotaðir veikindadagar leggjast á „banka“ frá ári til árs og koma mönnum til góða ef þeir verða fyrir langvarandi veik- indum. (Niðurlag á morgun)'. Féíagsheitnili Hins islenzka prentarafélags að Hverfisgötu 21.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.