Þjóðviljinn - 14.04.1957, Síða 6

Þjóðviljinn - 14.04.1957, Síða 6
— ÞJÓÐVILJINN — Suimudagur 14, apríl 1957 Þióðviliinn Útgefandi: Sameiningatflokkur alpýðu. — Sósialistaflokkurinn Réttlælismál sjómanna :i flokksþingi Sósíalista- flokksins haustið 1955 tirðu miklar umræður um vandamál sjávarútveg'sins, og var m.a. rætt um það, hve erf- itt reyndist orðið að manna togaraflotann. Einn fulltni- anna á þinginu, Guðmundur J. Guðmundsson, starfsmaður Dagsbrúnar, kom þá með þá hugmynd, hvort ekki mundu tök á að stofna lífeyrissjóð fyrir togarasjómenn í svipuðu formi og opinberir starfsmenn njóta. essari hugmynd var vel tek- ið, hún ýtarlega rædd og athuguð og samþykkt að fela ! þingmönnum Sósíalistaflokks- j ins að flytja hana inn á Al- j þingi. Vitað er, að þá þegar I íiafði hugmyndin um lífeyrís- ! Bjóð togarasjómanna verið þó I nokkuð rædd meðal sjómanna 1 ejálfra. I framhaldi af umræð- 1 um og ályktun flokksþings f Sósíalistaflokksins fluttu svo ! Einar Olgeirsson, Gunnar Jó- 1 hannsson og Sigurður Guðna- ! son frumvarp um lífeyrissjóð I togarasjómanna. Það liggur | einnig fjrrir þinginu nú, og ! Gunnar rifjaði nýlega upp í 1 framsöguræðu þe3si tildrög 1 flutningsins. ■Vfú skyldi raaður ætla að ’ ■ þeir alþingismenn sem jfaæst tala við hátíðleg tæki- færi um nauðsyn bættra kjara sjómanna tækju feginshöndum slíku frumvarpi og gerðu það að lögum. En Gunnar rifjaði einnig upp, að á þingittu í fyrra var málinu sýnt algjört tómlæti, nema hvað Hannibal Valdimarsson mælti með sam- þykkt þess í minnihlutanefnd- aráliti. Ekkert liðsyrði fékk frumvarpið eða hugmynd þess frá öðrum þingmönnum Al- þýðuflokksins, Sjálfstæðis- flokksinseða Framsóknar- flokksins, og frumvarpið fékkst ekki tekið á dagskrá til 2. umræðu í fyrri deildinni. 17 n málið er gott mál og nauðsynjamál og virðist nú jafnvel hafa vakið þá sem annars sofa fast á hagsmuna- málum sjómannastéttarinnar, þangað til sjómennirnir sjálfir ýta nógu harkalega við þeim. Nú er meira að segja Jón Sig- urðsson búinn að skrifa grein í Alþýðublaðið og Alþýðu- flokksmenn búnir að flytja tillögu um nefndaskipun (sem raunar var ráðin áður). Með flutningi frumvarps só§íalista- þingmannanna hefur málið komizt mjög til umræðu meðal sjómannastéttarinnar og nýt- ur nú óskipts fylgis verkalýðs- hreyfingarinnar. Ætti þá ein- ungis að verða tímaspursmál hvenær tekst að knýja þetta réttlætismál sjómanna fram. Camalkunn sannindi Ritstjóri: FREYSTEINN ÞORBERGSSON Vorhugur Bidstmp feiknðM Islandsmótið, skólakeppni og skák frá heimsmeistarakeppni [' Tllálgagn ríissneska hermála- -•'ItI ráðunei-tisins hótar ís- lendingum....... íslendingum •ógr.að með atómsprengjum . . . ‘Blað landvarnaráðuneytis Sov- 'étríkjanna hótar íslendingum 'íatómárás". Þannig hljóða fyr- ursagmr hernámsblaðanna í 'gær, og síðan er lagt út af "þeim með háværu orðalagi, en tilefnið er grein sem birtist í sovézka biaðinu Krasnaja 'Sveada í fyrradag. Þar var -komizt svo að orði að sögn Morgunblaðsins: „Heimköllun ■faandarískra herja frá Islandi 'er eina leiðin til að tryggja öryggi þess. Þeir sem geta ekki eða vilja ekki skilja þetta ! «g loka augunum fyrir áætl- I anum Bandaríkjanna um að ®ota ísland sem stökkbretti til árása á Sovétríkin eru að gera hörmulega skyssu. Það •er alkunna að Sovétríkin ætla •ekki að ráðast á neinn en þau ’verða neydd til að greiða á- -rásaraðila og stöðvum hans, 'fovap sem þær eru, það högg Bem nægir til tortímingar“. Það er mjög athyglisvert að 'foemámsblöðin skuli kalla . þessi ummæli „hótun“. Því , aðeips eru þau hótun að fall- izt sé á þá forsendu að her- stöðvarnar hér verði notaðar til árása á Sovétríkin, en her- /snámsblöðin hafa ekki — fyrr en nú — viljað viðurkenna að sá sé tilgangurinn með her- setunni. CJjónarmið þau sem koma fram í hinu rússneska blaði eru gamalkunn sannindi, sem andstæðingar hersetu á ís- landi hafa æfinlega brýnt fyr- ir þjóðinni. Hernámið færir ís- lendingum hvorki vernd né ör- yggi, heldur kallar það lífs- hættu yfir þjóðina, ef til styrjaldar kemur. Bandarískir hernaðarsérfræðingar hafa ekki heldur farið dult með þessa staðreynd. Þannig lýsti Hanson Baldwin því fyrir skemmstu í New York Times hvemig herstöðvunum væri ætlað að dreifa sóknarþung- anum; — Bandaríkin sjálf sleppa við þœr sprengjur sem kunna að dynja á Islandi. að er að sjálfsögðu mál ís- lendinga sjálfra hvort þeir leyfa herstöðvar í landi sínu, en þeir verða þá einnig að horfast í augu við staðreynd- ir. Það er ekki unnt að gera hvort tveggja í senn: vera aðili að árásarfyrirætlunum og hneykslast ef bent er á þau gamalkunnu sannindi að árás er jafnan svarað í sömu mynt. Landsliðskeppnin í skák verð- ur að þessu sinni haldin á Ak- ureyri og hefst 18. þm. Keppt verður aðeins í tveim flokk- um, landsliðsflokki og meist- araflokki. Verður nú sú ný- breytni tekin upp að halda mótið um páskana og ljúka þvi á skömmum tíma, þar sem skákmenn búa strjált um land- ið og verða að ferðast langa vegu til þess að taka þátt í landsmótum. Verður tefld ein umferð á dag að jafnaði eða þar um bil. Mun því þessi páskavika verða jafnframt skákvika fyrir Akureyringa, en auk þess munu fara fram bridgemót og skíðamót á Akur- eyri um svipað leyti. Þegar þetta er ritað, hinn 10. þm, var búizt við sæmilegri jiátttöku í landsliðsflokki. Með- al þeirra sem ekki geta verið með er þó núverandi íslands- meistari Ingi R. Jóhannsson, en hann er á förum til Aust- ur-Evrópu, þar sem hann mun taka þátt í svæðamóti sem íull- trúi íslands. Vegna þeirra sem hafa gam- an af spádómum, skal nú minnzt nokkrum orðum á vænt- anléga keppendur í landsliðs- flokki, en það skal tekið fram, að fléiri kunna að bætast í hópinn, áður en þátttökufrest- ur er útrunninn. Friðrik Ólafsson hefur orð- ið íslandsmeistari í tvö siðustu skipti sem hann hefur keppt, eða árin 1952 og 1953. Þótt hann virðist vera í nokkrum öldudal um þessar mundir hvað öryggi snertir, kæmi það eng- um á óvart þótt hann ynni léttan sigur, enda hefur hann fengið góða æfingu að undan- förnu. Arinbj' m Guðmundsson varð að hætta í síðustu landsliðs- keppni sökum vanheilsu. Skák- samband fslands bauð honum nú þátttöku, enda stóð hann síg vel sem varamaður á Ólympíu- mótinu í MoskvU í haust, þar sem hann hlaut 3’/2 vinning úr fimrn skákum. Þótt Arinbjörn hafi lítið teflt síðan, má ætla að hann verði einn helzti keppi- nautur Friðriks, svo miklu betri er heilsa hans nú, og Ar- inbjöm er vaxandi skákmeist- ari. Eggert Gilfer hefur foíu sínn- um orðið skákmeistari fslands. Færi því vel á því að hann yrði. það einu sinni enn, en her er við ramman reíp að draga, þar sem unglingamir eru, og Gilfer orðinn roskinn. Hin frábæra frammistaða hans á Skákjþlngi Hafnfirðinga, þar sem hanrt sigraði með miklum yfirfcurð- um og hlaut 8’A vinning úr 10 skákum, gefur þó til kjmna, að hann er ennþá meðal hinnS beztu. Ingimar Jónssoa er kornung- ur og efnilegur. skákmaður sem hefur á þessu ári þegar hlotið tvo titla. Að skákmeistari Ak- ureyrar og skákméistari Norð- urlands 1957, verði einnig Skák- meistari fslands 1957, er þ& ekki sennilegt. Gegn þvi ætti Friðrik Ólafsson að vera Reyk- víkingum sæmileg trygging. Engu að síður 'má ætla, að Ingi- mar Jónsson muni halda merki Akureyringa hátt á lofti. Bjarni Magnússoa er góður skákmaður, sem á síðari árum hefur átt við vanheilsu að stríða og ekki gelað keppt af þeim sökum. Bjami hefur lengii verið landsliðsmaður að styrk- leika, þótt ekki hafi hanr. enn- þá orðið ofarlega í þeim flokkL Framhald á 10. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.