Þjóðviljinn - 14.04.1957, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 14.04.1957, Blaðsíða 10
<3®); _ ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 14. apríl 1957 Bændaförin j Framhald af 7. sí'ðu. | jþá tíðkast allt of víða. Þetta bú átti 14 vörubíla og einn fólksbíl. Þá voru einn- ig tvær dráttarvélar í eigu búsins og auk þess plógar og iherfi og ýmsar léttari vélar, en þegar á stórvirkustu vélum ; |mrfti að halda voru þær ' leigðar frá vélastöð. En að jöðru leyti var vinnan fram- ikvæmd eftir ákvæðistaxta. Er liún lögð í svokallaðar vinnu- einingar og virtist mér að fyr- irkomulagið myndi krefjast allmikillar nákvæmni. Sem j dæmi getur það verið vinnu j eining að hirða ákveðinn j fjölda gripa í fjósi, vinnuein- j ing að hirða um ákveðið flat- ( i armál lands í sambandi við i aldinrækt eða grænmetisrækt 1 o. s. frv. Auðvitað verður oft j að skipta í flokka, þegar vinn- an krefst þess, og verður þá meðaltal flokksins sama sem afköst einstaklingsins, en leit- ast við að sem jafnast fólk veljist saman. Eins og ætíð, þar sem unn- ið er eftir ákvæðisvinnutaxta, verða afköstin misjöfn og launin þá einnig. Og ekki þarf heldur að dvelja lengi til að Bjá að áherzla er lögð á að hvetja fólk til að afkasta sem imestri vinnu. Sovétþjóðirnar, og þá ekki sízt TJkraínumenn, ] hafa líka þurft á því að halda. 1 Eftir styrjöldina var þar allt J í rústum meira og minna, t.d. j Karkoffborg að % hlutum. j Hvaða átak hefðum við þurft - j að gera á 10 árum ef Keykja- j vík hefði verið skotin í rústir J að % í styrjöldinni og land- ] fcúnaður Suðurlandsundirlcnd- 1 isins að mestu eyðilagður? ! Fomgrikkir dýrkuðu íþróttir 1 Og reistu víða marmarastytt- I ur af íþróttamönnum. Þær ! ejást líka víða í Sovétrikjun- I Tim, en einnig mjög víða ' marmarastyttur af fólki í 1 vinnustellingum með vinnu- áhöld í höndum. j Eins og áður er á minnst j tdrðist sem tekjur þeirra, er j mestu afkasta séu svo langt j fyrir ofan meðaltalið að ' manni finnst óeðlilegt. Sú Bkýring virðist liggja beinast við að þessir óvenjulegu af- I burðamenn séu tiltölulega fáir ! »n allur fjöldinn sé í kring um meðaltalið. í því sam- bandi getur manni líka til hugar komið allskyldur sam- anburður hér heima. j Við vorum líka spurðir um bústærðirnar okkar hér á Is- landi. Það var á fundi í land- búnaðarráðuneytinu eftir suð- urförina. Við hliðruðum okk- ur hjá því að nefna í sömu andránni stærstu búin og meðalbúið hjá okkur. Stór- mannlegt var það nú e. t. v. ekki, en frá mínu sjónarmiði nokkur afsökun, að slangur af t"lum, sem ekki eru und- . Irbyggðar með víðtækari þekk- ingu á mörgum atriðum og að- stæðum öðrum, geta oft og tíðum verið meira blekkjandi en fræðandi og því mjög vand- meðfarnar. 7 ’ ':"íír Stjórn búanna. Stjórn búsins var í aðalat- riðum hagað þannig að á hverju ári er haldinn aðal- fundur, þar sem kosinn er formaður, sem jafnframt er bústjóri. Er jafnframt kosin nefnd honum til aðstoðar. Einnig ákveður aðalfundur hvernig hin ýmsu störf eru lögð í vinnueiningar, því það getur verið breytilegt eftir ástæðum. Ekki er heldur sama fyrirkomulag allsstaðar með stjórn. Á öðru búi, skammt frá Moskvu, sem við heim- sóttum einnig, var bústjórinn t.d. kosinn til tveggja ára, en þar var siður að halda al- mennan fund á þriggja mán- aða fresti til að ræða um bú- reksturinn. Lika var því skipt í deildir eins og hinu, en bún- aðarskilyrðin allmjög önnur og búskapurinn allur í sam- ræmi við það. Vinnan var tögð í einingar eins og á hinu búinu, og höfðu meðalafköst sl. ár verið 450 vinnueiningar. Var það hærri tala en á hinu búinu og sennilega minna vinnumagn í einingu, en til þess að kynnast því fyrir- komulagi til fullkominnar hlít- ar hefðum við þurft meiri tíma en við höfðum. Til gamans skal þess getið hér, að sama ár höfðu vinnu- laun verið fyrir hverja vinnu- einingu: 10 rúblur í pening- um, 1 kg mjólk, 5,5 kg kart- öflur og 50 gr kjöt. Getur hver sem vill svo reiknað árs- launin. Á einu búinu sáum við líka barnaheimili, þar sem börnin voru á daginn, því yfirleitt unnu konurnar á búunum. Komum við m.a. í stofu þar sem yngstu börnin sváfu, og annarsstaðar voru hin eldri að leikstarfi undir eftirliti og leiðbeiningum fóstranna. Ég hygg að enginn okkar beri aðra sögu en að þar andaði allt af hreinlæti og reglu- semi, svo unun var að sjá. Þá er það föst venja á sam- yrkjubúunum, að hver félags- maður hefur lítinn landskika til eigin umráða. Á búinu í íjkraínu var hann y3 úr ha. Á þessum blettum sínum sá- um við fólkið vera að vinna í frístundum, og þar voru við- höfð vinnubrögð mjög svipuð því sem við höfum lengst af þekkt hjá okkur. Hins vegar duldist það ekki að á búunum sjálfum var vélavinnan mjög mikill þáttur starfanna og virtist mér sem öllu þyngsta erfiði væri létt af fólkinu sjálfu, og mundi sú reynsla ekki sízt hafa gert samyrkju- búskapinn vinsælan. Samt held ég að umráða- pétturinn yfir þessum einka- blettum sé vinsæll, enda mun margur, sem ræktar og hirðir blettinn sinn af alúð hafa af honum drjúgan tekjuauka. Þá átti búið tígulsteina- verksmiðju og framleiddi þannig sjálft tígulstein sem mikið þurfti af í byggingar, bæði gripahús og íbúðarhús. Má raunverulega telja það eina af framleiðslugreinum búsins, og var okkur sagt að verksmiðjan veitti vinnu nokkrum af þeim ungu mönn- um er bætast í hópinn. Ann- ars kom það fram á öðrum vettvangi, að allmikill áróður er rekinn af stjórnarvöldun- um til að fá ungt fólk til að flytjast austur á hin víðlendu nýræktarsvæði á sléttunum við Kaspíahafið, sem nú er verið að rækta og gera byggi- legar með nýjum áveitum og öðrum mannvirkjum. Ríkisbú — tilrauna- og kynbótastofnanir Þetta verður að nægja um samyrkjubúin þó fljótt sé yfir sögu farið og mörgu sleppt. En örfáum orðum vil ég minn- ast á ríkisbúin, þótt í stuttu máli verði, því annars verður frásögn þessi lengri en góðu hófi gegnir. Við komum fyrst á ríkisbú nokkuð frá Karkoff. Það var stærra fyrirtæki og munu ríkisbúin yfirleitt vera það, enda eru þau jafnframt tilrauna-, kynbóta- og leið- beiningastofnanir. Bústærðin var 1.500 nautgripir, þar af 700 mjólkurkýr, 2000 svín og 4000 sauðkindur; eitthvað var auk þess af alifuglum o. fl. Nautgripakynin voru fimm, og sáurn við hjarðimar úti á ræktuðum beitilöndum. Mér komu til hugar amerískar kú- rekakvikmyndir, þegar ég sá ríðandi menn gæta þeirra. Svínakynin voru tvö en sauð- fjárkynin þrjú og mest lagt^ upp úr ullar- og skinnafram- leiðslu. Á þessu búi unnu 370 verkamenn og höfðu laun greidd í peningum. Vinnan var 8 klst. á dag. Mánaðar- laun góðra verkamanna gátu orðið allt að 700 rúblur. Þetta bú framleiddi fræ fýrir sam- yrkjubúin í nágrenninu, seldi þeim kálfa og veitti' upplýs- ingaþjónustu, sem byggðist á tilraunastarfsemi þess. Fram- leiðslan var seld í Karkoff og ágóðinn af búrekstrinum rann til ríkisins, nema það sem fór til viðhalds og uppbyggingar á búinu. Þetta bú átti vélar eftir þörfum og er svo 5rfir- leitt með ríkisbúin. Áð öllu athuguðu varð ekki annað séð en hér væri um afburða glæsi- legan búrekstur að ræða, enda hafði þetta bú 7000 ha. lands til umráða. Það hafði verið stofnsett 1930, en eyðilagt með öllu á stríðsárunum og uppbygging hafin að stríðinu loknu. Á öðru ríkisbúi skammt frá Moskvu var byggt á fleiri framleiðslugreinum. Átti það m.a. 125 silfurrefi. En örfáum orðum verð ég að minnast á vélastöðvar landbúnaðarins, en með starfi þeirra er skipulögð hin stærri vélanotkun í þarfir samyrkju- búanna. Misjafnar eru þær að stærð og þjóna mjög misjafn- lega mörgum búum. Þar sem þessi starfsemi er umfangs- mest er henni stjórnað að nokkru leyti þannig að þeir sem þurfa á vélum að halda, senda tilkynningar um það í útvarpi til viðkomandi véla- stöðvar, sem ætíð hefur yfir- lit um, hvar viðkomandi vél er stödd á hverjum tíma. Stöðin sendir aftur útvarps- tilkynningu til viðkomandi vél- stjóra um að sinna tiltekinni beiðni. Þannig virðist mjög mikið kapp á það lagt, að nota sem bezt vinnuafl þess- ara dýru áhalda, sem verða í æ ríkari mæli undirstaðan að aukinni framleiðslu. Einnig skoðuðum við véla- verksmiðju í Karkoff, sem framleiðir vélar fyrir land- búnaðinn. í henni unnu 35.000 manns. Þar fylgdumst við með þvi, hvernig ein stór beltis- dráttarvél var sett saman úr öllum sínum smáu og stóru hlutum, og endaði með því að félagi Kristófer settist upp í við hliðina á vélstjóranum og ók út, svo við fórum að ótt- ast um að við sæjum hann ekki meir og við yrðum að fara Kristóferslaúsir heim. En sem betur fór birtist hann aft- ur brosandi eins og venjulega, og þar með var sá ótti úr sög- unni. Þessi verksmiðja hafði haf- ið störf 1930 og fyrsta drátt- arvélin komið út 1931. A stríðsárunum voru vélar allar fluttar til Síberíu og vinna hafin þar en byggingar sprengdar í loft upp. I ágúst 1943 létti hersetunni og í okt- óber sama ár hófst endur- byggingin. Og 1945 kom aftur fyrsta dráttarvélin. Ennþá hafði verksmiðjan eingöngu framleitt til innanlandsnota, en okkur var sagt að áætlað væri að hefja á næstu árum Skákiit Framhald af 6. síðu. Öryggi hans og gott stöðumat kunna Þó að íleyta honum langt að þessu sinni. Júlíus Bogason hefur löng- um borið hátt í skaklífi Akur- eyringa, en sjaldan hefur hann keppt við jafningja sína í Reykjavík. Nú hefur Skáksam- band íslands boðið honum sér- leg landsliðsréttindi. Má búast við ýmsu af honum, ef hann notar sér þau. Freysteinn Þorbergsson náði 2.—4.' sæti í síðustu laudsliðs- keppni og hlaut 9 vinninga úr 13 skákum á 4. borði í Moskvu. í þeirri æfingu sem hann er nú með eina teflda skák á hálfu ári, má búast við að hann nái 6.-8. sæti. Stígur Herlufsen hlaut titil- inn skákmeistari Hafnarfjarð- ar 1957, þótt hann yrði 2Vz vinning á eftir Gilfer. Stígur er ungur og vaxandi skákmaður. Kristján Theódórsson er ný- liði í þessum flokki. Ilann er góður leikfléttuskákmaður. en skortir enn á í stöðumati (position). Bragi Þorbergsson er ungur skákmaður, sem hefur minni reynslu að baki heldur en and- stæðingar hans. ★ f síðasta þætti var minnzt á skákkennslu í skólum og upp- haf keppni í sambandi við hana. Sökum þess að skammt er nú til prófa, var notast við útsláttarkeppni. Heildarúrslit urðu þessi: Barnaskólar: Austurbæjarskólinn — Lang- holtsskóiinn 5:0. Miðbæjarskól- inn — Melaskólinn 5:0. Mið- bæjarskólinn — Austurbæjar- skólinn 3:2. Miðbæjarskólinn bar því sig- ur af hölmi, þótt hann sé fá- mennastur þeirra skóla er kepptu. Unglingaskólar: Hér var áhugi ekki eins mik- ill, en Gagnfræðaskóli Austur- bæjar bar sigur úr býtum. framleiðslu til útflutnings í stórum stíl. Dæmið um þessa verksmiðju var eitt af mörgum, sem báru því vitni hverjar truflanir styrjöldin hafði gert á lífi þessa fólks, bæði hvað fram- kvæmdaáætlanir og lífskjör snerti. Nú vil ég biðja lesendur mína, að taka orð mín ekki svo, að ég þykist gefa alhliða, heildarlýsingu á landbúnaði Sovétríkjanna. Hann er svo fjölbreyttur að slíkt verður ekki gert í stuttu máli og er landbúnaðarsýningin bezt vitni um það, Með því að fara víðar og sjá fleira hefðum við fengið enn aðrar og marg- breyttari myndir, Ilins vegar var mjög greiðlega leyst úr öllum okkar spurningum, og ég held að enginn okkar hafi efazt um að reynt hafi verið að gefa okkur sem réttasta hugmynd af því sem fyrir augun bar og landbúnaðinn eftir því sem tími vannst til. (1 næstu grein verður rætt um förina til Kákas- •us, dvölina þar o. fl. sera ástæða þykir helzt til). Þriðjudaginn 9. apríl var svo til gamans höfð keppní milli Gagnfræðaskóla Austurbæjar Og Miðbæjarskólans. Enduðu þau átök með sem teljast má hálfur sigur fyrir hina ungu ,.,Miðbæinga“. Þess má geta að Miðbæjar- skólinn mun hafa verið eini skólinn, þar sem veggtafl var notað við kennsluna í vetur. Vil ég þakka skólastjóra Mið- bæjarskólans fyrir góða sam- vinnu við kennslu þar. Ekkl týndist svo peð að hann léti ekki smíða annað nýtt fyrir næsta tíma. Hef ég trú á því, að betrl árangur næðist, ef allir skólar fengju sér veggtöfl og betur yrði vandað til kennslunnar að ýmsu ieyti. Þegar öllu er á botninn hvolft, eru það börnin, sem eru framtíðin. Hér kemur svo níunda skák- in úr einvíginu í Moskvu. Er hún ein sú skemmtilegasta sem tefld hefur verið þar eystra. Hvítt: Svart: Botvinnik Smisloff 1 c4-RfG 2. Rc3-g6 3. g3-f5g7 4. Bg2-0—0 5. d4-d6 6. Rf3-c6 7. 0—0-BÍ5 8. Rh4-Be6 9 (I.ö- cxd 10. cxd-Bd7 11. BeS-Rall 12. Bd*-Da5 13. Hel-Rc5 14. e4-Ra4 15. Rxa4-Dxa4 16. b3- Da3 17. f4-Bb5 18. e5-Rd7 19. eG-Bxd4t 20. Dxd4-Dc5 21 Rf3- fxe 22. dxe-Rf6 23. Hacl-DhS 24. Rg5-Bc6 25. Bxc6-bxc6 26. Hxc6-Rg4 27. h4-h6 28 Rf7- Kb7 29. b4-Hac8 30. Hxc8-Hxc8 31. Rxd6-exd6 32. Dxa7t-Kh8 33. Dd7-Hc3 34. Dd8t-Kh7 35. Dd7t-Kh8 36. Dd8t-Kh7 37 De7t-KIi8 38. De8t-Kh7 39. De7t-Kh8 40. De8t Kli7 .Tafn- tefli. M U N I Ð Kaííísöluna í Hafnar- stræti 1B.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.