Þjóðviljinn - 14.04.1957, Page 7
Vlð höfðum óskað eftir að
fara suður að Svartahafi ann-
aðhvort til Krím eða Kákasus,
þvi manninn úr norðrinu
dreymir gjarnan um að kom-
ast í kynni við suðrænt lofts-
lag og suðrænan gróður. En
til þess að samræma þessar
óskir við lútt, ,að sýna okkur
eitthvað af landbúnaðinum
sem tök voru á var ákveðið,
að fyrst skyldi haldið til Kar-
koff, sem er ein stærsta borg
Ukraínu, dvalið þar í tvo
daga til að sjá landbúnaðinn
þar í kring. Þaðan skyldi svo
haldið til Sotsí, sem er fræg-
ur ferðamannabær við austan-
vert Svartahafið og fengjum
við þar að líta þetta ævin-
týraJand, Kákasus, sem róm-
að er svo mjög fyrir nátt-
úrufegurð.
Haldið skyldi tU Karkoff
að kvöldi hins 11. september,
sem var mánudagur, En svo
óheppnir vorum við, að við
urðum að bíða mikinn hluta
nætur á flugstöðinni eftir því
að lendandi væri í Karkoff.
Með birtingu var þó haldið af
stað og nú breiddu úr sér hin-
ar viðáttumiklu sléttur Stóra-
Rússlands og brátt Úkrainu.
Skógurinn sem nokkuð ber á í
fyrstu minnkar eftir því sem
sunnar dregur og hverfur
brátt að heita má með öllu.
í staðinn koma samfelldir
akrar, og eru það mikil við-
brigði fyrir Islending, sem
vanur er hinum víðlendu ó-
ræktuðu löndum að fljúga
klukkustundum saman yfir
þessar þaulræktuðu sléttur.
Vil ji maður hugsa sér myndina
færða hingað, myndi einfald-
ast að hugsa sér allt ísland
sem eina sléttu þaulræktaðra
akra og allfjölmenn sveitar-
þorp álíka dreifð um Iandið
eins og okkar einstöku sveita-
bæir eru nú, þar sem þéttbýli
er í meðallagi. Úkraína hef-
ur lengst af verið talin kom-
forðabúr Sovétríkjanna enda
er svai'ta moldin þar talin
einn frjósamasti jarðvegur
Evrópu.
Ölíkir mælikvarðar.
Þegar ég horfði úr flugvél-
inni yfir þetta. land og hugs-
aði um mismuninn á okkar
aðstæðum hér heima frá sjón-
armiði landbúnaðarins, þá
flaug mér í hug, að hér hlyti
þjóðlifið um aldirnar að hafa
þróazt á annan hátt, og vara-
samt mundi að mæla þá hluti,
er við sæjum hér, eingöngu
með íslenrku málbandi. Hitt
mundi svo annað, hvort okk-
ar takmarkaði tími nægði til
að skapa O'kkur þann mæli-
kvarða, er réttan skilning
gæfi. Nákvæmlega eins hygg
ég að fara mundi fyrir úkra-
ínskum bónda, sem ferðaðist
snöggvast yfir Island. Mér
þykir liklegt að liann mætti
gæta þess að leggja ekki al-
rangt mat á okkar búskap,
þegar hann liti óræktarlönd-
in og strjálbýlið. Og í því
sambandi kemur mér til hug-
ar það sem danskur félagi
minn sagði við mig fyrir
mörgum árum, er hann var
nýkominn hingað, og við vor-
um báðir starfsmenn skóla-
búsins á Hvanneyri. Hann
sagði, að sér vseri alveg ó-
skiljanlegt allt þetta óræktaða
land hér, og svo væri áburð-
inum brennt. Ég reyndi að
Sunnudagur 14. apríl 1957 — ÞJÓÐVILJINN — (7
ÁSMVNDVR SIGURÐSSON:
Bændaíörin
*
Þegar j-yrsta greinin í þessum greinájlokki birtist hér
í blaðinu, láðist að geta þess, að þær eni erindi, sem
liöjutidwr jlutti í jélaginu MÍR snemma í marz sl.
gera honum skiljanlegar á-
stæður o'kkar, fólksfæðina og
amiað, og held að mér hafi
tekizt -að láta hann skilja að
hann mætti ekki mæla okkur
eingöngu á sinn danslea mæli-
kvarða. En útrætt um það.
Þegar til Karkoff kom var
okkur þegar fylgt á hótel.
Með okkur voru þau tvö, túlk-
urínn Lilie Bazanova og anm-
ar ráðuneytisfulltrúinn, sem
tekið hafði á móti okkur á
járnbrautarstöðinni. Eftir
máltíð var þegar lagt af stað
til þess að skoða samyrkju-
bú skammt frá borginni þvi
greim
nu vextti ekki af að notá
tímann vel.
Samyrkjan var þjóðar-
nauó&yn.
Áður en lengra. er haldið
er þó rauðsynlegt að skýra
með fáum orðum, hverníg
samyrkjubúskapurinn í Sovét-
ríkjunum er til orðinn. Fyrir
byltinguna var að heita mátti
allt land í höndum aðalsmanna
og amnarra stórra jarðeig-
enda. Hinir eiginlegu bændur,
— músjíkamir — eins og
þeir hétu, voru sárfátækir
leiguliðar, sem höfðu mjög
lítið land til umráða, og unnu
á stórbýlinu, að verulegu
leyti. Hér var ennþá í fullu
gildi hið gamla lénsfyrirkomu-
lag miðaldanna, sem fram eft-
ir öldum var allsráðandi um
alla Vestur-Evi'ópu, en alþýða
hennar hafði velt a.f sér með
byltingum 18. og 19. aldar.
Draumur hins rússneska
leiguliða var að eignast það
land, sem hann erjaði en sá
draumur rættist ekki fyrr en
eftir byltinguna 1918. Þá var
jöi'ðunum skipt á milli þeirra
en gósseigendastéttin hvarf úr
sögunni. En það var u. þ. b.
100 áram síðar en sama sag-
an hafði gerzt í Vestur-
Evrópu. En mannf jöldinn hef-
ur löngum verið mikill á
sléttum Úkrainu og nú var
sköpuð fjölmenn smábænda-
stétt í 'landi hinna gömlu
gósseigenda og aðalsmanna.
Þe'gar á næstu árum eftir
byltinguna kom því upp ann-
að vandamál, sem beinlínis
leiddi af skiptingu jarðarinn-
ai'. Það voru vandkvæðin á að
nytja vélaafl í þágu iand-
búnaðarins í samræmi við
kröfur tímans, en alla tíð
höfðu vinnubrögðin verið
frumstæð mjög, rétt eins og
hjá okkur fram á síðustu
tíma. Þetta vandamál varð
að leysa, ef landbúnaðurinn
átti að geta tekið vélyrkju
nútímans í sina. þjónustu.
Nokkram áram eftir bylting-
una, þegar stóriðjan var kom-
in á góðan rekspöl var þvi
hafizt handa um að fá hina
fjölmennu smábændastétt til
samvinnu í búskapnum. Vel
má vera að í fyrstu hafi gætt
allmikillar tregðu hjá mörg-
um, en má þó raunveralega
tfeljast undravert hve fljótt
þessi skipulagsbreyting hefur
orðið enda þarf ekki nema
meðalskyggni til að sjá, að
þjóðarnauðsyn rak á eftir.
Annað mun einnig hafa
létt undir, hvað viðhorf folks-
ins snerti. Frá alda öðli hef-
ur býggðin verið í þorpum,
fólkið þvi vant mikilli sam-
veru utan heimila sinna. Að
minnsta kosti er samyrkju-
búskapurinn staðreynd, sem
tekizt hefur að koma á á
undarlega stuttum tíma, og
ekki annað sjáaxxlegt en að
fólkið sé ánægt með fyrir-
komulagið. Er sú ályktun
bæði byggð á því sem okkur
bar fyrir augu og einnig um-
sögnum allmargi'a erlendra
maxxna, er um landið hafa
ferðazt, og kyxmt sér þessi
mál.
Tilraunagaröur í nágrenni Moskvu.
alizt hafði upp við að reyta
saman heyskap á víðlendum
útengjum og standa 5'fir fénu
uppi um fjöll og fyraindi og
auðvitað spurði ég sjálfan
mig, hvernig þessi mann-
fjöldi færi að lifa af landi sem
ekki væri stæxra en mörg ein
bújörð á íslandi. Og þégar
næst kom sú upplýsing að
kýmar væru 163 og eitthváð
nokkuð af geldneytum, þá
batnaði ekki. En þá kom mér
til hugai', að nú væri ég að
gera mig að flóni með því
að hugsa eingöngu i kúm og
kindum, og væri ennþá meira
á valdi minnar eigin fáfræði
en hinn danski vinur minn,
sem ég minntist á fyxr. Og
smám saman fór myndin að
skýrast. Væri nú fólkinu deilt
i f jölskyldur og reiknað með 5
manns í hverri, þá kæmu rúm-
ir 11 ha. í hlut. Það er litið
lxér á íslandi en ekki svo
lítið í frjósömustu akuryrkju-
löndum álfu vorrar, og má
« i!■.,, »
Plœing með rafknúinni dráttarvél.
Samyrkjubúið
úkrainska.
Um miðjan dag komum
við út á búið og var tekið á
móti. okkur af forstöðumönn-
um þess, sem byrjuðu með
að gefa okkur nokkrar al-
mennar upplýsingar um bú-
reksturinn.
Stærð lands þess, sem búið
átti var 1174 ha. Alls var
fólkið 530 manns. Við þessar
upplýsingar kom upp í mér
íslenzki sveitamaðurinn, sem
þar nefna. fleiri en Sovétríkm
ein. Annað var það, að búið
var staðsett fáa km frá einni
stæi'stu borg Sovéti-íkjanna,
sem skapaði sérstök markaðs-
skilyrði fyrir gróður jarðar,
bæði korn, grænmeti og á-
vexti, án þeirrar kostnaðar-
sömu aðfefðar að nota hús-
dýr sem milliliði til að breyta.
honum í verðmæti. Enda
komu meiri upplýsingar smátt
og smátt. Bústofnsdeildin með
160 kýr, auk geldneyta, 30
gyltur, 500 hænsni og 100
hesta, var aðeins ein deildin
af sex. Hinar vora tvær kcrn-
ræktai'deildir, tvær garðyrl. jix-
deildir og ein ávaxtadeild, :.9nxi,
eingöngu sá um ræktun á
hinum dýrari ávöxtum, t.b.,
eplum, kirsuberjum, jar.' ir-
berjum, vínberjum o.fl.
Önnur tala, sem líka* h.oSri.
manni til að staldra við var
sxi að af 530 íbúum þorp ins
væra 460 bændur. En |>að
þýðir hjá þeim, félagar r ieð
fullum réttindum, 1 samvir xu-
félaginu, sem á búið og rekur.
Hver unglingur, sem íði
hefur 16 ára aldri hefur ■ Stfl
til að gerast félagi, en í ill"
an vinnutíma mega þeir .< kki.
vinna fyrr en náð er 18 ua
aldri. Böi’n mega vinna !; Lta
vixmu, svo sem berja- op á-
vaxtatínslu, og er greitt crtir
afköstum.
Þá varokkur sagt aðmjólk-
uimagnið á kú hefði vcrið
3300 kg að meðaltali sl. ár
með 3,8% feiti. Mun það r in-
að og í beztu nautgriparr kt-
arfélögum hjá okkur. Á c >ra
samyrkjubúi nálægt Mosrvxx
sem við komum á seinna ■■ ar
okkur sagt að meðaltalið v:tri
um 5000 kg., enda var ]var
annað nautgripakyn.
Hirðing kúnna var með af-
brigðum góð, enda allt til ] -sa
gert að hreinlæti væri í f.dl-
komnasta lagi, og sýni!",ga
fyllsti skilningur á því að
fullkomið hreinlæti er fyista
skilyi’ði fyrir fram'.eióslu
góði’ar vöru, ekki sízt þar sem
um svo viðkvæma vöru sem
mjólk er að ræða. Glegr.sta
dæmið um það, hve mikil á-
herzla er á þetta lögð er það,
að allan sólarhringinn er ver-
ið í fjósinu til eftirlits og öll
mykja og óhreinindi fjarh gð
jafnóðum og þau koma. Á uð-
vitað þarf ékki margt fólk til
þessa, á milli þess að aðal-
verkin eru unnín, og unnið er
í vaktaskiptum. Á okkar litlu
búum væri þetta ókícift
kostnaðar vegna, en þar sem
kýrnar skipta hundruðum
verður það ekki tilfinnanlegt.
Og þó við íslendingar göngum
ekki svona langt, þá getum
við samt lært af Úki'aiiiu-
mönnum í því efni, að hirða
kýrnar okkar betur en enn-
Framhald é 10. síðu.