Þjóðviljinn - 17.04.1957, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 17.04.1957, Qupperneq 4
;ii) — ÞJÖÐVILJINN — Miðvikudagur 17. apríl 1957 Isíðustu viku sýndi Austurbæjarbió ítölsku kvik- myndina Félaga (Paisan). Eins og oft vili verða hér- á landi, varð aðsókn að mynd þessari lítil, hún var. aðeins sýnd fjögur kvöld vikunnar og þá oftast fyrir þunnskipuðu húsi. Þó var hér á ferðinni fræg- asta og viðurkenndasta mynd Rosseilinis, mikið lista- verk, eitt bezta dæmið um nýraunsæisstefnuna í kvikmyndagerð á Ítaiíu þegar hún stóð með sem mestum blóma áður en hnignunarskeiðið hófst. Sá, sem þessar línur ritar, átti þess ekki kost að sjá Félaga fyrr en á síðústu sýningu og var þá orðið of seint að vekja athygli þeirra lesenda blaðsins, sem ekki höfðu séð hana. Kannski verður kvikmyndin endursýnd einhvern tíma seinna í Austurbæjarbíói eða annað hvort bíóanna í Hafnarfirði fær hana til sýninga, og er þvi ekki úr vegi að geta hennar nánar hér nú, þó að eftir dúk og disk sé. í bók sinni The Film till now ræðir enski kvik- myndagerðarmaðurinn Paul Rotha m. a. um ítalskar kvikmyndir fyrstu áranna eftir stríð. Sá kafli er að vísu stuttur, en að mestu helg- aður Rossellini og tvéim mynd- um hans Óvar- inni borg (Citta aperta) og Fé- lögum, einkum hinni síðar- nefndu. Rotha greinir frá því, að - Roberto Rossellini og samstarfsmenn hans hafi lítið fengizt við kvik- myndagerð áður S. M. Eisenstein lauk við mynd en þejr hófu sína „Pótemkin" árið 1925 störf í and- spyrnuhreyfing- unni meðan stóð á baráttunni um Ítalíu, en jafn- skjótt og bandamenn hefðu hertekið Rómaborg hafi þeir safnað að sér myndatökuvélum, sem teknar höfðu verið herfangi, komizt yfir lítilsháttar fjár- magn og ráðið til sín leikendur, fiesta algera við- vaninga. Síðan hafi kvikmyndin Óvarin borg orðið til á árinu 1945 með Róm að bakgrunni, hin ein- stæða heimild um hernóm Þjóðverja. í grein sinni ræðir Rotha síðan nokkuð um þessa kvikmynd, en víkur síðan að Félöguni og fer sá kafii sér á eftir, endursagður og í lauslegri þýðingu. Óvarin borg var þann veg gerð, að allir gátu skil- ið efni hennár og boðskap, og kvikmyndin vakti feikna athygli hvar sem hún var sýnd utan ítaliu. Það var langt síðan kvikmyndahúsin höfðu sýnt „Félogar” Rossellinis mynd jaín eindregna í hreinskilni sinni. Önnur kvikmynd Rossellinis var stórfengleg. Paisan (1946) markar þáttaskil í þróunarsögu kvikmyndanna líkt og Potemkin á sínum tíma. Myndin er sett saman úr sex þáttum, sem tengdir eru hver öðrum í réttri tímaröð með herför bandarískra og brezkra hersveita norður ítalíuskaga, allt frá því að innrásin er gerð á Sikiley og þar til sést fyrir endann á her- förinni. Þættir þessir, hver einstakur og allir sam- eiginlega, segja sögu tveggja þjóða með ólíka menn- ingararfleifð en bundnar baráttu við sameiginlegan óvin, þó of aðskildar menningarlega og sögulega, of háðar ytri aðstæðum, til að greina sameiginlega mannúð. Boðskapur myndarinnar snertir vandamál nútímans líkt og Strokumaður Púdovkins, en hún er þó ekki bundin og takmörkuð við fyrirfram ákveðna rökleiðslu, eins og síðarnefnda kvikmjmdin, Hún lýsir staðreyndunum eins og þær eru. Þó að Paisan sé fersk mynd og hafi ekki átt sinn líka, ber hún engin einkenni „tilraunamyndar". Þetta er fullmót- að verk inanna, sem skynja og hafa sjálfir komizt í snerting við vandamál samtimans. „Paisan“ var orðið sem bandarísku hermennirnir notuðu í meinlausri fyrirlitningu yfir óbreyttan ítala. Þetta var fyrirlitning bezt mennta (og þó með öllu menntunai-snauða) og hæst launaða lýðs í heimi á þeim fáfróðasta og- vesalasta. í myndinni er þessi fyrirlitning vegin, uppruni hennar og fyrir- burður í heimi sem mönnum er kennt að sé 'einn. Hermenn, sem lenda á ftalíu, komast að raun um að íbúarnir eru svo frámunalega fáfróðir, að þeir geta ekki einu sinni greint á milli frelsara sinna og kúgara. Þessi einstæða fáfræði er her- mönnunum ráðgáta og þeir reyna að geta sér til, hvemig standi á henni. Þegar liersveitirnar hafa hertekið Napólí og Róm virðast samskipti íbúa og hermanna kristallast í misskilningnum. Drukkinn blökkumaður er seldur fyrir stígvélin, sem hann hefur á fótunum, og vændiskonan klófestir hinn sljóa Lothario. Boðendur lýðræðis iita með undrun á þennan aukaávöxt fas- ismans. En þegar þeir sjó, í persónu blökkumanns- ins, sem snöggvast eymdina, sem er uppruni allrar fáfræði og glæpa, er þeim nóg boðið og þeir snúa sér undan og hlaupa í brott. Og þeir hafa ekkert lært. Sýnín hefur snert streng í hjarta þeirra, en ekki huga. Þegar norðar dregur á Ítalíuskagann skiptast leiðir. í Flórens og á mýrum Pódalsins reka frels- ararnir sig á ítali, sem náð hafa meiri pólitískum Úr fyrsta þætti kvikmyndar Rossellinis, „Félögiun“ þroska en þeir sjálfir. Skæruliðarnir vita til hvers þeir berjast og það, sem kamski vekur mesta undrun Ameríkananna, hvemig á að berjast. Söguleg skýr- ing á hinum menningarlega árekstri er gefin í einu atriðinu, þegar hinir málgefnu, bandarísku her- prestar standa vamarlausir frammi fyrir auðmýkt — og hroka — munkanna, sem neita sér um.nær- ingu, svo að gyðingur og mótmælandi öðlist hina einu sönnu sáluhjálp. Eftir því sem á myndina líð- Ur verður samband borgara og hermanns í hinum sigursæla her æ tortryggilegra. Fyrirlitning her- mannanna á paisan á rætur sínar að rekja til eig- in .veynslu af lýðræðinu. En Rossellini er í rauninni ekki að verja hann. Þriðji aðjlinn er settur fram til að taka við af paisan og lýðræðissinnanum, skæruliðinn. En kvikmyndin verður ekki metin með sanni á þann-hátt að festa á blað hugsanir, sem sýning hennar vekur. Þetta er fyrst og fremst mynd um stríð og afleiðingar þess. En framar öllum öðrum myndum sækir hún efnið í lífið sjólft. Hugmjmdirn- ar skapast af efninu, þær ráða því ekki og móta það varla......, Paul Rotha fer þessu næst nokkr- um orðum um einstaka þætti kvikmyndarinnar, hrósar t. d. mjög lokaþættinum og' telur hann eitt óhrifamesta atriði sem sézt hafi í kvikmyndum. Seg- ir síðan: Erfitt er að segja hversu mikið af þessu ber að þakka kunnáttu og æfingu. Rossellini og aðstoðar-' menn lxans höfðu nær enga reynslu í kvikmynda- gerð fyrir fáeinum árum, ef undan er skijinn Sergio Amidei, höfundur tökuritsins. Þeir karlar og þær konur, sem koma fram í myndinni, sýna aðeins það sem þau þekkja af eigin reynd. Það er reynslu striðs og dauða, sem skapað hefur þetta allt. Þannig farast hinum enska kvikmjmdagerðar- manni orð. Blaðburðardrengur verður íyrir vonbrigðum — Starísgleði drengsins spillt — Fullorðna íólkið verður að geía unglingum gott fordæmi X+Y skrifar: .HEIÐRAÐI PÓSTUR. Ungur vinur minn gerðist svo djarf- ur að ráða sig í vinnu hjá einu dagblaðanna hér í bæ, nánar tiltekið til blaðburðar. Þessi drengur hefur lengi haldið að nokkurt mark væri takandi á fullyroingu full- orðna fólksins um að holt væri ungum drengjum að skila þeirri vinnu vel, sem þeir tækju sér fyrir hendur, enda var það ásetningur hans að standa sig vel og vanda sig við útburðinn, sem hann og gerði. En viti menn, þegar að því kom að innheimta skjddi áskriftargjald blaðsins, þá kom í ijós að sumir hinna fullorðnu voru ekki tilbúnir að greiða sína reikninga, heldur sögðu drengnum að koma seinna og sögðust þeir mundu borga. (Þess ber að geta að langflestir greiddu sína reikninga strax.) Þegar svo sagan endurtók sig aftur og aftur, fór drengurinn að efast um áhuga fullorðna fólksins og marg yfirlýstan vilja þess til að hjálpa ung- lingunum til að verða nýtir og ábyggilegir menn. 1 þessu tilfelli, sem er aðeins eitt af mörgum hliðstæðum, hafði at- hugaleysi fólksins þau álirif á starfsgleði drengsins að hann treysti sér ekki til að halda vinnunni. Kaup drengsins mið- aðist að hálfu leyti við inn- heimtuna og þess vegna bar hann minna úr býtum en ef allir hefðu brugðizt vel við og borgað sína reikninga. — Eg hef átt tal .við afgreiðslu blaðsins, sem drengurinn vann hjá og fengið þær upplýsingar að ekki hafi verið kvartað um vanskil lijá honum nema fyrsta daginn, sem hann bar út. Eg fékk líka að vita það að það eru tiltölulega fá hverfi sem svonalagað kemur fyrir í og er það sannarlega gleðiefni, fyrir alla aðila. Þessar línur eru ekki skrifað- ar og sendar þér, Bæjarpóst- ur góður, í þeim tilgangi að skammast og bara skammast, heldur vegna þess að ég var þarna vottur að vítaverðu fi’amferði hinna fullorðnu í garð þeirra yngri, sem eru að byrja lifsleið sína. Það væri vissulega æskilegt að fólk gerði sér fulla grein fyrir því að það er mikill vandi að bera út blöð, svo vel sé og að kaup fyrir slíka vinnu er ekki mik- ið og ennþá minna ef kaup- endur láta innheimtufólkið margsækja gjaldið og láta það jafnvel fara endalausa erindis- leysu. Virðingarfyllst, X+Y,“ • EN EINHVERN thna um dag- inn var hér í Póstinum vísu- upphaf á þessa leið: „Gæfan stynur gráti nær, geysar hvinur lieunsku.“ Aðeins tveir botnar hafa bor- izt, enda er þetta talsvert erfiður fyrripartur. En botn- arnir eru á þessa leið: 1- „Dyggðalinir ljósi fjær leika synir gleymsku.“ 2, „Laufgast hlynur, ljósið fær létt þér vinur glejTnsku.“ K1 OrYSgáS á Undanfarna daga hefur mikið verið rætt og ritað um gúmbjörgunarbátana handa fiskiskipum. Nú eru slík tæki talin bráðnauðsynleg, öryggis vegna. Þingmenn telja að ekki dugi nein reglugerðar- ákvæði, heldur skal setja lög um „Gúmbáta í skipum“ sbr. nefndarálit sjávarútvegs- nefndar neðri deildar um breytingar á lögum frá 1947. Auðvitað eru mörg . ár síðan gúmbjörgunarbátarnir sýndu ágæti sitt umfram önnur hlið- stæð björgunartæki og því sannarlega kominn tími til lagasetningar. Þegar rætt er um eitthvað nýtt til öryggis skipi og slcips- höfn verður manni hugsað til þeirra tækja sem fyrir eru í skipunum eða eiga að vera þar samkvæmt lögum. Reglu- gerðir og lagaákvæði gera svo undur lítið gagn þegar vanda ber að höndum úti á rúmsjó, sé hluturinn sem nota þarf ekki á sinum stað eða þá ó- nothæfur. Tökum t.d. bjarghringi og legufæri, svo eitthvað sé nefnt, hluti sem venjulega blasa við, horfi maður um borð í skip, — en hér á ég einvörðungu við fiskiskip. Það heyrir undir skipaskoðunarmenn að ejá svo sjónum um að þetta sem annað er varðar útbúnað og öryggi skipa, sé í því ástandi er lög og reglugerðir mæla fyrir um og hvort eitthvað vanti uppá að eigendur og skipstjórar gei’i skyldu sína i þessum efn- um. Gangi maður hinsvegar á röðina í hinum ýmsu verstöðv- um landsins fer ekki hjá því að manni blöskrar hvé illa þessir fyrrnefndir aðilar standa í stöðu sinni og lögun- um er illa framfylgt. Við sjá- um kassann þar sem gúmbát- urinn á að vera geymdur, standa opinn dag eftir dag, (vonandi er enginn bátur í þeim kassa) við sjáum einnig stýrishús skreytt með ónot- hæfum bjarghringjum og að leguvírinn er ryðbrunninn, Sumsstaðar komum við ekki auga á nokkurn keðjubút, í öðrum stað hálfan lið eða svo, annarsstaðar allt of granna keðju eftir bátsstærð. Þá kem- ur einnig fyrir að við sjáum aðeins eitt lítið akkeri og all- víða hvorki keðjupolla eða klemmur. 1 vasabólí mína hefi ég skrifað um einn bát merkt- an R.E. „Engir keðjupollar né klemmur, aðeins eitt lítið ank- er, ca. 1 liður keðja, enginn lífbátur". Framhald á 10. siðu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.