Þjóðviljinn - 18.04.1957, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 18.04.1957, Blaðsíða 7
Bjöm Þorsteinsson sagnlræSingnr: Fmxmtudágur l8. apríl 1957 — ÞJÓÐVILJINN 4 * y-.y » { ' YSir land Genghis Kahns Cíimgliis Kalni og Snorri Sturluson. Snorri Stuiiuson segir um 'Asíu: „í þeim Muta veraMar >er öll fegurð og prýði og eignir jarðávaxtar, gull og gimsteinar; þar er og mið veröldin; og svo sem þar er jörðin fegri og betri öllum Ikostum en í öðrum stöðum, bvo var og mannfólkið þar mest tignað af öllum giftum, spekinni og afimu og alls kon- a.r kunnostu“. Mér hefur oft gengið erfið- 3ega að koma auga á landa- mæri, og mikilvægi vegabréfa get ég ekki skilið. Ef Evrópa er eitthvað annað og meira en Island, Færeyjar og Bret- landseyjar, þá nær hún aust- ur að Irkútsk, og mörkin milli heimsMutanna liggja ■um Mið-Ashi hálendið en ekki um ímyndaðan baug á rússnesku sléttunni; norðan fjaila er eitt riki og ein menú- ingarheild og evrópsk tunga ráðandi, en strax í hálendinu verða skiptin. Þetta er einnig skoðun Snorra eins og glöggt eést af tilfærðum kafla úr Snorra-Eddu. Hann segir, að í Asíu sé öll fegurð og prýði og mið veröldín, en Kínverj- ar nefna land sitt Miðríkið (dzjúng guo). Því rniður komst Snorri aldrei lengra en tíl Noregs, en samdi þó Heimskringlu. Höfundur þessa greinaflokks kom fimm ára i Rangárþ.ing og ólst þar upp eins og Snorri, en hefur vaiia komið til Noregs. Hins vegar jiefur hann gist veraldar- cmiðju, en er þó vantrúaður á, að kínverskar ferðaminn- ingar verði jafneftirsótt lesn- ing eftir 700 ár og hin 1400 ára gömlu rít Snorra. Svona fer veröldinni aftur, að einn kemur öðrum minni. I ríkj- mn Mongóla er einnig um merkilega afturför að ræða. Á dögum Snorra var uppi í Mongólíu hjarðsveinn, sem fekk þá flugu í kollirui að leggja undir sig veröldina og er þekkiur i sögum • undir nafninu Genghiz Kahn. Hanh. lagði undir sig alla Mið-Asiu, en synir hans og frændur hættu við ríkið: Kína, Persíu, Rússlandi, Póllandi og réðust inn í þýzfea 'keísaraveidið og unnu frægan sigur á herjum Vestur-Evrópu sama ár og Snorri Sturlusom var. myrtur (1241), en fyigdu sigrinum ekki eftir, Ríki Mongólanna var mesta veldi allra tíma, en það riðlaðist í sundur á 14. öld. Síðan er talið, að Mongöl- um sé farið líkt og Þingey- ingum, þeir séu allra manna. ættræknastir og státi af frægum forfeðrum og ágætu hangikjöti frá Hólsfjöllum og Góbivinjum. Stórskotaiið og eldvörpuT. Eg er rétt að velta þvi fyr- ir mér, hvaðan fjölda íslend- inga sé kominn mongólskur sVipur, þegar okkur ber yfir Baikal, sem er á stærð við Sviss að flatarmáli, en lengxa og mjón*a, teygist frá norð- austri til suðvesturs eins og Langisjór og fjöll á suðvest- anverðu Islandi Á bökkum þess standa þorp og borgir, og við sjáum rétt til Ulan- Ude, höfuðborgar Búr- jetska alþýðulýðveldisms, ins. Við erum komnir. inn yfir lönd Mongóla. Við fljúg- um ■ um skörð yfir emn f jall- gaiöinn öðrurn ferlegri. Dala- læða gnífir yfir myrkviðnum fyrir neðan okkur, en fyrir dagmál hefur sólin sigrað all- an nætrurdrunga og bakax þennan jötunheim. Hér ríktu eitt sinn forfeður og frændur Atla Húnakommgs, sem. «m getur í Eddukvæðum: „Fetum létu fræknir um fjöll að þyrja mari ina mélgreyptu, Myrkvið inn ókunna; hristist öll Húnmörk, þar er harðmóogir fóru, ráku þeir vandstyggva völlu algræna." Eg rýni niður í dali, þar sem mélgreypir fákar geyst- ust undir óvigum herjum á dögum Atla og Genghiz Kahns, en sé ekkert nema skóg. I vestrænum sögubók- um er því slegið föstu, að fallbyssum sé fyrst beint í hernaði árið 1346 í orustu tmilli Frakka og Englendinga við Crecy. Samkvæmt óyggj- andi heimildum vestrænum og aústrænum beíttu Mongól- ar þó stórskotaliði og eld- vörpum í hefnaði á 13. öld og tættu með þeim tækjum niður riddaralið Evrópuþjóða. Það er margur furðulegur visdóm- ur í sagnfræðibókum, því það er svo sjaldan að allt má, segjast. Eg sá fallbyssur frá 13. öld á safrn í Peking, og mér virtust þæ.r engu ófull- komnari en slíkir gripir í Evrópu frá 15. öld. En Mon- gólar eru endanlega úr sög- unni. Þjóðh-uar tvær, sem þeir áttu lengst í höggi við, Rúss- ar og Kínverjar, hafa læst síg um sjálf heimkynni þeirra. Sain Shanda. . Eftir því sem lengra dregur verður gróður þyirkingslegri í suðurhlíðum fjalla, og svo kemur, að þau gnæfa gróður- laus og nakin eins og Há- göngur á Holtamannaafrétt, en framuudan blasir endalaus sandhaf, eyðimörkin Góbí. Þarna var dálítil vin á mörk- inr.i og vélin Iækkar skyndi- lega og sezt. Mælaborðið sýn- ir úm 900 m yfir sjó. Klukk- an er um 9.30. Kringilfættur afkomandi Genghiz Kahn með lambskinnshettu á höfði tif- ar með laskaðan hjólastiga að farartækinu, og við hröð- uðum okkur út til þess að finna eðalsteina eins og Þór- bergur. Þetta var semiilega nokk- uð stór vin; við höfðum ekki vit á því; allur gróður var löngu skrælnaður í sumar- breiskjunnl Hér var flug- stöðvarhús, sem okkur var ekki boðið inn í, benzíntunn- Enn þeysa nierm á gæðingum um Góbí, eyðimörkina miklu, sem Kínverjar nefna Þornaða hafið. Á ílugveLlt beið hr. Sjú Enlæ, forsætisráðherra og bauK Steinþór Guðmundsson velkomiiui. ur og tankar ofanjarðar, sjálfgerður völlur og mikið af hrossataði, sem gaf til kynna að hér væru stundum riddarar á ferð. Flugvélar voru stöðugt að koma og fara, og sonur eyðimerkur- innar trítlaði með stigann milli farkostanna og tók ekki ofan þrátt fyrir hitann. Hefði ég verio mæltur á mongólska tungu, hefði ég ritað stjóminni og krafizt þess að liún skyti hesti undir karlinn, svo hann gæti haft stigaskollann í taumi. Mon- gólar eru orðnir svo sam- vaxnir hestum og úlföldum af þúsund ára þeysingi um fjöll og eyðimerkur, að þeir ættu aldrei að sjást fótgangandi. Það er oft hægt að skjóta heilu kvarteli milli fótleggja, þeirra; þeir minna helzt á kentára, sem hefur verið stolið neðan af, þegar þeir stiga af baki. Hestarnir þeirra eru nauðalíkir ís- lenzkum gæðingum að stærð og útliti, og á hestbaki er þessi þjóð getin og getin í þúsundir ættliða. Vínföng þeirra eru kumis, kaplamjólk, sem hefur skekizt við söð- ulboga í leðurbelg, unz hún verður rammáfeng, og hátíð- arréttur er hangikjöt af sauð. 1 fjarska sjáum við glitta í tjörn og kringum hana bú- smala, hesta og úlfalda. Við Brynjólfur leggjum af stað í áttina, en leiðin er lengri en við héldum. Það er heitt, engisprettur suða í skræln- uðum gróðri og smáeðlur skjótast milli hola sinna. Við tefjumst við að elta þessi furðukvikindi og náum i hai- ann á nokkrum, en snúum að lokum aftur til þess að verða ekki skildir eftir og leggjumst í heita mölina. Hér er land stöðugt að þorna og skrælna e.t.v. að hækka; enn þá er móðir jörð kvik og hagræðir ytra borði sínu frammi fyrir spegli himinhvolfsins. Skyldu djúpar fellingar og hvassar brúnir vera í tízku hjá him- inhnöttum að þessu sinni eða mittisbönd úr hafi? Vonandi ekki eyðimerkur. Fyrir um það bil ári laa ég í Tímanum, að fundizt hefði frumskógur með ivvilc- indum frá miðöld jarðsöguim- ar langt inni á Góbí, og grcin- inni fylgdu myndir. Nú hafa menn fiogið yfir Góbí þc'era og endilanga, en ekki fundið nein þau furðuverk, sem Tíminn lýsti, enda virtust myndimar gerðar eftir teikn- ingum Walt Disney. Og þó hefur margt merkilegt ko:nið í Ijós á síðustu árum á þc su sandhafi, Shamo, sem ILín- verjar nefna einnig Han-hai, þomaða hafið; þar hefur m’, a. fundizt hin forna höfuð- borg Genghiz Kahns. I Til Peking. Að lokum kveðjum við Góhí að sinni, klukkan er 11.35, og fljúgum suður yfir Mongólska fjallgarðinn, rcm hlóðzt upp fyrir um það bil 203 milljónum ára, en c t'tir eggjum hans hlykkjast Múr- inn mikli eins og Miðga: ðs- Qrmur, sem hefur dagað uppi. Hann hverfur niður i dali og teygist upp á hæstu gní]>ur. Þá vitum rið, að við er im komnir til Kína. Þetta fui.iu- lega mannvirki, um 4000 km langt, var reist fyrir um það bil 2000 árum af þjóðahafmu fyrir sunnan, en það vildi forðast þátttöku í mótun sög- unnar. Og okkur bar óðfiuga til fólksins á bak við múrinn, við svífum um stund yfir Pekingsléttunni og set jurust góðan spöl utan borgarhliðsí. Klukkan er um 2 þann 11, Framhald á 10. síött.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.