Þjóðviljinn - 01.05.1957, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 01.05.1957, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 1. mai 1957 — IþJÓÐv’ÍiÍINN \r Frá 1. maí kröfugöngu verkalýðssamtakanna í Keykjavík, Þao var Dagsbrúnarfundur á sunnudaginn var. Á fundi þess- um gerðist sá atburður sem ekki aðeins hverjurrf verkamanni í Tteykjavík, heldur hverjum vinn- andi manni í landinu er brýn mauðsyn að vita sem gleggst deili á. Þetta var raunar enginn merlc- isatburður, í augum allsgáðra manna er hann beinlínis grát- hlægilegur —: einn lubbalegasti verkfallsbrjótur landsins stóð þar upp með forkláruðum frels- arasvip og — heimtaði að fara í vérkfall!! ★ EÍKISVALD GEGN VERKALÝÐ Verkefni þessa fundar var að Xæða og taka ákvörðun um hvort segja skyldi upp samningum fé- lagsins. Þannig er mál með vexti nú að í fyrsta sinni um langt Skeið fer með völd ríkisstjórn sem heitið hefur að hafa samráð við verkalýðssamtökin um að- [ gerðir sínar í efnahags- og at- vinnumálum. Saga siðasta áratugs á íslandi <er ein samfella saga stríðs ríkis- valds atvinnurekenda og auð- stéttar gegn verkalýð og öllu vinnandi fólki í landinu. Áður fyrr var formið á baráttunni milli hinna snauðu og hinna ríku töluvert annað. Þá áttust verka- lýðssamtökin og atvinnurekend- ur beint við. Hið nýja einkenni baráttunnar s.l. áratug er það, að . sevinlega þegar verkalýðurinn hefur náð fram kjarabótum hef- ur ríkisstjórn atvinnurekenda og - afturhalds gengið fram fyrir skjöldu til ,að rétta hlut atvinnu- rekenda og afturhalds, hlut auð- stéttarinnar. Hún hefur gert það . með nýjum álögum á verkalýð- inn; álögum þar sem hún hefur tekið. vinninga hans af honum aftur og fært gróðastéttinni. BARÁTTAN UM RÍKIS- VALDfÐ Verkalýðssamtökin hafa á und- anförnum árum orðið að heyja harða baráttu til þess að rétta hlut sinn. í þeirri baráttu hafa það verið verkamennirnir í Dagsbrún sem borið hafa hita og þunga dagsins, að sjálfsögðu vegna íjölmennis síns, en þó fyst og fremst vegna stéttarþroska. Verkamenn eru orðnir þreyttir á þeim hjaðningavígum, en þó staðráðnari en fyrr að ná rétti sínum. Þeir höfðu fyrir löngu séð að baráttan var ekki við þá veslu atvinnurekendur er sátu gegnt þeim við samningsborðið,— r //Fáðu mér beinið mitr baráttan var viff ríkisvald auff- stéttarinnar. Lá þá ekki beinast við fyrir verkamenn að hvíla sig ofurlitið á verkföllum og berj- ast í þess stað um áhrif á ríkis- valdið? Svarið lá í augum uppi. Og því beittu verkalýðssamtökin áhrif- sínum í síðustu kosningum. Ekká þannig að verkalýðssamtökin sem slík gerðust stjórnmálaflokk- ur, heldur studdu þau eindregið þau stjórnmálasamtök er reiðu- búin voru til að berjast fyrir kröfum verkalýðssamtakanna. Með sigri Alþýðubandalagsins í síðustu kosningum unnu verka- lýðssamtökin þann eftirminni- lega sigur að mynduð var rík- isstjórn er hét því að taka fullt tillit til vilja verkalýðssamtak- anna. Ríkisstjórnin sem mynduð var á s.l. sumri var alls ekki stjórn verkalýðsins á íslandi. Það var því síður en svo að valin væri leið verkalyðssámtakanna í einu og öllu. En hún var stjórn þar sem fulltrúar verkalýðs og bænda urðu sammála um að taka tillit til hagsmuna beggja, hags- muna vinnandi fólks í landinu, í stað þess að láta sjónarmið milli- liðanna, afturhaldsins og at- vinnurekendanna drottna eitt. Verkalýðurinn hét því þessari stjórn vinnufriði þar til séð yrði hvernig hún stæði við heit sín. HVAÐ BLASTI VIÐ I ÍHALDSHREIÐRINU? Afturhaldið hafði ráðið stjórn- arstefnunni óslitið í 10 ár þegar núverandi ríkisstjórn tók við völdum um mitt sumar í fyrra. Og hvað blasti við í íhaldshreiðr- inu eftir 10 ára setu? Atvinnuvegirnir voru að stöðv- ast vegna þess að hinir föllnu ráðherrar íhaldsins höfðu ger- samlega svikizt um að tryggja þeim rekstrargrundvöll. Við blöstu atvinnuvegir sem voru að stöðvast og hinsvegar stríðaldir milliliðar sem fitnað höfðu á því að mergsjúga vinnandi fólk í landinu. Mánuðina fyrir kosningar hafði íhaldið veifað framan í kjósend- ur fyrirheiti um að nú gætu þeir allir byggt sér hús. Líka þetta var lygi. Sjóðirnir sem íhaldið lofaði voru tómir! Eitt var það fyrirheit íhaldsins, sem ekki mátti segjast með öðr- um hætti en þeim, að þaff yrffi að gera ráffstafanir sein ekki væri hægt aff gera fyrr en aff loknum kosningum. í hljóði sín á milli talaði íhaldið um að eftir kosn- ingar yrði gengið lækkað um a. m. k. 60% og aðrar álögur eftir því. Og einstaka talglöð íhalds- sál gat ekki stillt sig um að kjafta frá. HVERNIG HEFUR VERIÐ STAÐIÐ VIÐ LOFORÐIN? Hvað sem um núverandi rík ^ isstjórn verður sagt er það stað- reynd að hún valdi ekki gengis-! lækkunarleiðina til stuðnings atvinnuvegunum, — verkalýðs-: samtökin aftóku með öllu að sú J leið yrði farin. í fyrsta sinni í sögunni voru álögurnar til að tryggja rekstur atvinnuveganna látnar bitna þyngst á gróðastétt- inni. Á Dagsbrúnarfundinum gerði Eðúarð Sigurðsson upp fram- kvæmdirnar á þeim loforðum sem ríkisstjórnin hafði heitið verkalýðssamtökunum í vetur. Af 11 liðum voru tveir ófram- kvæmdir: setning nýxrar banka- löggjafar og útvegun 10 millj. kr. til verkamannabústaða. Hins vegar enn heitið að við þetta skuli staðið, og 44 millj. kr. út- vegaðar til íbúðabygginga. Þær ráðstafanir skulu gerðar til tryggingar öruggri atvinnu að kaupa 15 nýja togara, auk 9 smærri togara, og margs ann- ars. HVER ER KAUPMÁTTURINN? En hvað um kaupmáttinn? Ráðunautur Alþýðusambandsins í þeim málum hefur enn sem fyrr reiknað hann út. Miðað við að hann hafi verið 100 í júlí 1947 var hann 92 stig að afloknu verk- fallinu mikla, eftir að verkalýðs- samtökin höfðu með sex vikna baráttu hækkað hann verulega. í ágúst í fyrrasumar, þegar nú- verandi ríkisstjórn tók við hafði íhaldið og milliliðasugur þess komið honum niður í 90,09 stig. Eftir álögurnar í vetur, sem gera varð til þess að rétta við öngþveiti það sem íhaldið hafði komið atvinnuvegunum í, er hann nú niðri í 88,66 stigum. En þegar nýja kaupgjaldsvísitalan kemur til framkvæmda 1. júní n. k. kemst hami aftur upp í 99.09 stig, effa nákvæmlega þaff sem Iiann var áffur en álögurnar voru framkvæmdar, samkvæmt grundvelli vísitölunnar. Vitanlega kysi allt verkafólk betri útkomu en þetta, en þaff er hinsvegar algerlega nýtt aff þaff tí>Vst aff halda kaupmættinum miiJff til óbreyttum án þess aff verkalýffurinn þurfi aff færa þungar fórnir meff hörffum verk- föllum til þess aff koma kaup- mættinum aftur upp í þaff sem hann áffur var. Öllu þessu lýsti Eðvarð Sig- urðsson á Dagsbrúnarfundinum, að sjálfsögðu í miklu léngra og ýtarlegra máli en hér hefur ver- Frá bæklstöff verkfallsmanna Dagsbrúnar, ið gert. Efnahagsmálanefnd AI->. þýðusambandsins, sem skipuð ert fulltrúum reykvískra vérkalýðs- félaga og einnig utan af landi, telur ékki horfur á að kaupmátt— urinn breytist þar til næst gefst tækifæri til að segja upp. Þes® vegna leggur hún eindregið tili að samningum sé ekki sagt upj* að sinni, heldur sé beðið átekta: og séð hver þróunin verðurv næstu mánuði. AFBURÐAMANNSEFNI KVEÐ- UR SÉR HLJÓÐS Og þá var það sem hinn grát— broslegi atburður gerðist. Upp? stóð ungur maður með frelsara-*. svip og talaði hjartnæmt um hvet illa verkalýðurinn væri nú leik-» inn og sárlega kúgaður af fénd- um sínum, þeim Hannibal Valdi* marssyni, Gylfa Þ. Gíslásynii Lúðvík Jósefssyni og HermanniL Nú væri aðeins eitt til bjargarj að segja upp samningum, leggjai út í verkfall og varpa kúgúnar— okinu af sér. Mikið lifandi skelf>» ing hlaut þetta að vera góðurj maður! Hve óendanlega hlauts hann að taka sárt til fátækra verkamanna. Að vísu voru all- margar setningar í ræðu hanss nær orðréttar teknar upp úr leið- urum Bjarna Ben. í Mogganum, en ekki tjáði að sakast við maniu inn fyrir það. Meir bar að meta? hinn góða vilja og fórnfúsa b; r— áttuhug þessarar ungu verka-i lýðshetju. Hvílíkt afburðamanns- efni höfðu Dagsbrúnarmenn éh !di eignazt í þessum unga manni. í HVER ER MAÐURINN? Hver var hann þessi baráttu- heiti maður? Guðmundur J. Guðmundsson hjálpaði piltim;m að rifja upp afrekaskrá hsns, Hér var eitt sinn stofnað fyr- irtækið Glerverksmiðjan h.f. Þetta fyrirtæki var svo sór- staklega elskulegt við verkame im að greiða þeim ekki kaup þeiri a. Verkamenn kunnu ekki að metá, þessa umhyggju fyrir þeirra •liag: og heimtuðu kaup sitt. En ekk- ert stoðaði. Þeir fengu' :,ekkE greitt kaupið, hvernig sem< bíV var farið. Og verkamennirnir. vildu fara í verkfall. . Stjójri* Dagsbrúnar réði frá því og vijdii beita öðrum ráðum. En í hópE verkamanna Glerverksmiðjunn- ar var einn fórnfús og áhúga- samur ungur maður sem heimt- aði að fara í verkfall og hét núc á félaga sína að duga sér vek X þessum átökum. Verkfall var á— kveðið um miðjan dag. FyrstB inaffurinn sem mætti til vinntt þegar affrir lögffu hana niffur vsof þessi ungi maffur, sem hafffi ver- iff affalforingri verkfallsins! Jó- hann Sigurðsson heitir hann. Og þessi verkfallsforingi lélfc ekki sitja við það eitt að mæta fyrstur til vinnu í því verkfallif sem hann var foringi fyrir, —t hann fór í mál við Dagsbrún fyr- ir að neita sér um inngöngu F félagið. Málshöfðun sú reyndisb raunar ekki á rökum reist, en f málaferlum þessum upplýstist aW maður þessi — sem neitaði því harðlega að hafa verið í verka- lýðsfélagi —; h'afði vissulega ver— ið það,'meira að sdgja í stjónx þess! og að hapn hafði farið tiS Framhald á 8. siðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.