Þjóðviljinn - 03.05.1957, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 03.05.1957, Blaðsíða 5
Föstudagur 3. mai 1957 — ÞJÓÐVILJINN — (5 Hlþiéðlegur leiðuugur hyggst ráðcs gátur GrænlcEndsj öhuls Paul-Émile Victor kannar i sumar v/S annan mann leiSina upp á)ökulinn í síöustu viku kom frönsk tveggja hreyfia flutninga- flugvél frá París á Keflavíkurflugvöll. í vélinni var eimi lielikopter og tveir vísindamenn á leið til Græniands. Ánnar farþeginn var einhver frægasti heimskautakönnuður, sem nú er uppi, Frakkinn Paul- Émile Victor. Honum samferða var danski skriðjöklafræðing- urinn Börge Fristrup. Leifca að beztu bílalfeiðinni Erindi þeirra félaga til Græn- lands er að nota sumarmánuð- ina til að undirbúa mesta vís- indaleiðangur, sem farinn hef- ur verið til að kanna hina miklu jökulbreiðu, sem hylur mestan hluta landsins. Leiðang- urinn hefst að. ári og snjóbíl- ar verða notaðir til að flytja menn og útbúuað upp á ís- breiðuna. Helikopterinn, sem flutninga- flugvélin hafði meðferðis, verð- ur farartæki þeirra Victors og Frístrups í sumar á ferðum þeirra um Grænland. Erindi þeirra er að finna sem hentug- asta leið upp á jökulinn fyrir beltabíla leiðangursmanna, svo að ferðin upp jökulröndina og upp á hábunguna geti gengið sem tafaminnst þegar þar að kemur. Talið er að Victor hallist að því að bezt sé að ráða til upp- göngu á jökulinn nálægt höfn- inni Quervain á vesturströnd- inni, en þar lét hann flytja þungaflutning leiðangurs síns árið 1948. Frá Keflavík flaug vél Vict- ors og Fristrups til Syðra Straumfjarðar, þaðan sem þeir leggja upp í könnunarleiðangur sinn. Fimmtfu visindamenn frá fimm löndum Leiðangurinn til Grænlands á að standa í ár. Hann hefst næsta vor og lýkur vorið 1959. Foringi leiðangursmanna verð- ur Victor, en í för með hon- um verða fimm tugir vísinda- manna frá fimm löndum: Dan- mörku, Sviss, Frakklandi, V- Þýzkalandi og Austurríki. Eins og nærri má geta þarf svo stór hópur ekki neinn smáræð- is forða • til vetursetu inni á ísauðninni. Auk fæðis og elds- neytis þarf svo auðvitað að flytja ódæmin öll af vísinda- tækjum upp á jökulinn, heill floti beltabíla verður til afnota í rannsóknarferðum um jökul- breiðuna. Loks verður í far- angri leiðangursins töluvert af byggingarefni, sem á að fara í vistarveru, sem grafin verður niður í klakann. Þar á fámenn- ur hópur vísindamanna að hafast við nokkrum mánuðum lengur en þorri leiðangurs- manna. Rannsóknarsvæði leiðangurs- ins mun ná yfir fimm breiddar- gráður frá norðri til suðurs. Á hinn veginn nær það frá skrið- jökulsjaðrinum hjá Diskoflóa að jökulröndiimi í Norðaustur- Grænlandi. Þykktin á íshellumn Erindi þessa mikla leiðang- urs er að fá ábyggileg svör við ýmsum óleystum ráðgátum Grænlandsjökuls. Til dæmis þeirri, hversu þykk íshellan er. Gizkað hefur verið á að hún sé tveir til þrír kílómetrar á þykkt, eða álíka þykk og á suðurskautslandinu. Nú er ætl- unin að mæla þykktina á jökl- inum rækilega með bergmáls- mælingum. Jafnframt vænta menn þess að verða áskynja, hvort ísinn hylur úfna fjallgarða með hvössum tindum, eða hvort undir honum er víðáttumikil háslétta. Ennfremur er þess vænzt að endanlegt svar fáist nú við gamalli spurningu: Er Grænland samfellt landflæmi, eða er það í raun og veru eyja- Franski heimskautakönnuðuriim Faul-Émile Victor. klasi, sem jökullinn tengir saman? Isbúskapur Ekki er það síður merkilegt rannsóknarefni, hvernig Græn- landsjökli búnast, hvort hann eykst eða þverrar. Reynt verð- ur að finna hlutfallið milli úr- komumagns ánnars vegar og bráðnunar og uppgufunar íss- ins hins vegar með nákvæm- um mælingum. Þetta er sér- grein Danans Fristrups. Hald manna er, að Grænlandsjökull fari þverrandi,- en það skiptir miklu að fá nákvæma vitneskju um tekjur og útgjöld ísbreið- unnar, þvi að breytingar á henni hafa mikil áhrif á hita- stigið i sjónum um norðanvert Atlanzhaf og veðurfar á sömu slóðum. Lítill, franskur leiðangur er sem stendur að störfum á Grænlandsjökli. Fjórir menn hafa haft vetursetu á ísbreið- unni mitt á milli Upernavíkur og Scoresbysunds. Fyrir þeim er Jean Dumont, gamall sam- starfsmaður Victors. Þeim og brigðum þeirra var varpað nið- ur í fallhlífum á jökulinn í ág* úst í fyrra. Fer Maemill- an til MasUra? Fréttastofa Reuters hefur það eftir stjórnmálamönnuni í London að Macmillan forsætis- ráðherra hafi borið undir Win- ston gamla Ohurchill, hvort ráðlegt sé að bann haidi á næstunni til Moskva í opinbera heimsókn. ChurchiU bauð for- sætisráðherranum til miðdegis- verðar á sveitasetri sínu Chart- well í Kent í síðustu viku. FLUGFÉLAG ÍSLAIMDS HEFUR VALIÐ FYRIR YÐUR í dag tekur Flugfélag íslanas í notkun nýjar Viscount flugvélar og markar meö því tímamct í sögu farþega- flugs íslendinga. Það er dásamlegur víöburöur aö fljúga I Viscount — hraöi og aukin þægindi. Fjórir Rolls- Royce þrýstihreyflar útiloka næstum allan hávaða og titring. Gluggarnir eru stærri en á nokkurri annarri far- þegaflugvél, enda njóta farþegarnir útsýnisins hvar, sem setiö cr í vélinni. l'WXERS FJÓRIR ROLLS-ROYCE DART ÞRYSTIHREYFLAR Fyrsta farþegaílugvélin í heiminum, sem knúin er þrýstihreyflum VICKERS-ARMSTRONGS (AIRCRAFT) LIMITED, WEYBRIDGE, SURREY, ENGLAND

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.