Þjóðviljinn - 03.05.1957, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 03.05.1957, Blaðsíða 7
Föstudagur 3. maí 1957 —ÞJÓÐVILJINN — (T Skyldurnar við * • sjátístæði Islands RceSa GuSm. J. GuSmundssonar ó útlfundinum 1. maí verklýðsíélögin, og vinstri einingu i dag eru 34 ár síðan verka- lýðsíéiögin í Reýkjavík heldu í fyrsta sinn hátíðlegan 1. maí, hinn alþjóðlega hátíðis- og bar áttudag verkalýðshreyfingar- innar. Það voru ef til vill ekki margir, sem tóku þátt í þessari fyrstu kröfugöngu og útifundi verkalýðsfélaganna. — Það voru forystumenn þeirra og fá- tækt. alþýðufólk sem flest hafði hlotið fyrstu eldskirn sína á 'hinurn hörðu frnmbýlisárum verkalýðafélaganna. Það þurfti bæði þrek og kjark til þess að taka þátt í hinni fyrstu kröfu- göngu — þeir voru ábyggilega fleiri, sem stóðu á gangstétt- unum og spottuðu þá sem tóku þátt í göngunni og hæddust að kröfum þeirra um betri kjör og aukin réttindi. Nú hafa margar af kröfum frá 1. maí 1923 verið leiddar fram til sigurs fyrir baráttu verkalýðsfélaganna og ■teljast, nú til hinna sjálfsögð- 'ustu mannrettinda. Og þeir sem stóðu á gangstéttinni og hæddust 1923 og síðar njóta tiú ásamt öðrum ávaxtanna af baráttu þessa kjarkmikla og fórnfúsa alþýðufólks. Um þetta leyti hafði verka- lýðshreyfingin á íslandi vart íslitið barnsskónum — það er höllt hverjum manni og ekki sízt þeim ungu að vita um alla Þá baráttu og erfiðleika. sem það kostaði um og eftir alda- mótin að stofna fyrstu verlca- lýðsfélög á íslandi. Þeim voru ■ekki boðnar kauphækkanir eyr- arkörlunum, sem stofnuðu Dagsbrún fyrir röskum 50 ár- um. Svörin við félagsstofnun- inní voru brottrekstrar úr vinnu og aðrar ofsóknir at- vinnurekenda. En viðbrögð þeirra allra voru ekki þau að gefast upp, þrátt fyrir að það þrengdi að heimilum þeirra, heldur fylkja sér enn fastar um D'agsbrún. Þeir voru kann- ski ekki allir mikið menntað- ir, en þeir höfðu það í brjóst- inu, sem er verkamanninum •öllu öðru dýrmætara — rétt- lætiskenndina, stéttvísina, og ó- þilandi trú á samstöðu hinna vinnándi manna. Hér verða ekki rakm fyrstu baráttuár verkalýðshreyfingar- innar, en aðeins á það minnt, isem einn af stofnendum Dags- brúnar sagði: „Það voru ekki aðems kjörin og aðbúðin, sem batnaði, heldur einnig það, sem ekki var síður mikilsvert, það að verkamaðurinn fann að hann stóð ekki einn, heldur með samtökum fann hann til máttar.síns og í verkalýðshreyf- ingunni eygðu þeir nýtt afl, sem gerði þá bjartsýnni á líf- ið og framtíðina.“ í dag er verkalýðshreyfingin eitt sterkasta aflið í landinu og dýrmætasta eign hvers alþýðu- manns og ekkert á jafn mikinn þátt i gjörbreyttum lífskjörum almennings og verkalýðshreyf- ingin. Ár hvert er 1. mai hald- inn hátíðlegur til að fagna ný- Um sigrum, svara árásum, og fylkja iiði til aukinnar baráttu. En snúujm okkur nú til dags-. ins í dag og baráttu síðustu ára. Að vísu hefur verkalýðs- hreyfingin unnið marga 1 sigra og tryggt margvísleg ný rétt- indi, en hún hefur háð þrot- lausa verkfallsbaráttu til þess >'• 3 , Mg ' 5S.Í líka lagt á nýja tolla, —- og það er rétt, en tvennt er rétt að athuga í því sambandi. Þegar ríkisstjórnin tók við blasti við algjör stöðvun atvinnu- veganna og með ráðstöfunum Guðmundur J. Guðmundsson flytur ræðu sína 1. maí. að halda kjörum sínum ó- • skertum vegna aðgerða fjand- samlegra rikisstjóma og Al- þingis. Allir kannast við aðgerðir þessar, svo sem gengislækkun, tollaálögui', vísitölubindingu og vísitölufölsun. Allar þessar að- gerðir höfðu það eitt sameigin- legt að þær skertu kjör laurt- þeganna, en aldrei heyrðist að stórgróðamenn, milliliðir og einokunarklíkur mótmæltu þessum aðgerðum — því eng- inn treysti sér til þess að halda því fram, að þær skertu hag þessara aðila. Eins«og áður var sagt háði verkalýðshreyfingin fórnfrek verkföll til að endur- heimta kaupránið Eftir verk- fallið mikla 1955 mátti það vera hverjum alþýðumanni ljóst hversu ríkisvaldið var verkalýðshreyfingunni fjand- samlegt Verðhækkanir voru ekki aðeins leyfðar heldur bein- línis ýtt undir þær af ríkis- valdinu, og verkfallinu kennt um þótt ekkert samræmi væri yfirleitt þar á milli. Við þetta jókst gróði milliliða og brask- ara en árangur verkfallsins var rýrður. Fyrir kosningamar á önd- verðu ári stóð verkalýðshreyf- ingin á vegamótum. Átti hún að notfæra sér kosningamar og tryggja sér meiri áhrif á Alþingi og ítök í ríkisstjórn? Stjóm A. S. í. valdi hiklaust þennan kost. Frumkvæði stjórnar A." S. f. að einingu vinstri aflanna og úi-slit kosn- inganna leiddu til myndunar húverandi ríkisstjómar, sem hét þvi í upphafi, að hafa sam- ráð við verkalýðshreyfinguna um lausn efnahagsmálanna. Aðstaða verkalýðshreyfingar- innar var nú mjög breytt, hún hafði nú allt aðra aðstöðu til þess að ná sínum málum fram með aðstoð Alþingis og ríkis- stjórnar. En nú munu margir segja: Þessi ríkisstjórn hefur hennar voru byrðar lagðar á auðmannastéttina, sem rak upp harmakvein. Stóreignaskattur og lækkun verzlunarálagningar voru hlutir, sem ekki höfðu heyrzt frá ríkisstjórn í mörg ár. Verkalýðshreyfingunni ber að styðja ríkisstjórnina til allra góðra Verka, en ber að veita henni aðhald og knýja á með hagsmunamál sín. Hún fagnar að keypt séu ný framleiðslu- tæki, en krefst þess að því verði hraðað, að atvinnuleysi sé útilokað og allir hafi vinnu við þjóðnýt störf — að kaup- máttur launa sé varðveittur og aukinn. Ríkisstjórnin verður því aðeins vinstri ríkisstjórn, að verkalýðshreyfingin sleppi aldrei af henni vökulum augum sínum og tryggi að áhrifa rót- tækrar verkalýðshreyfingar gæti í ölium gjörðum hennar. Barátta atvinnurekenda og í- haldsins er í eðli sínu alltaf hin sama, en nýjar og breyttar aðferðir koma með nýjum tím-®- um. Nú er ekki einungis reynt að brjóta niður verkalýðsfélög- in utan frá, heldur hitt að vinna félögin innan frá og hafa þau þannig á sínu valdi I vet- ur og nú þessa dagana höfum við kynnzt nýstárlegri verka- lýðsbaráttu og kynlegum verka- lýðsforingjum. Flokkur at- vinnurekenda og stórgróða- manna er alla tið hefur verið harðsnúnasti andstæðihgur verkalýðshreyfngarinnar berst nú heilagri baráttu til að ná verkalýðsfélögunum á sitt vald. Þeir sem talið hafa verk- föll og kaupkröfur landráð og skemmdarstarfsemi krefjast þess nú að verkalýðsfélögin fari verkföll og geri miklar kaup- kröfur. Iðnrekendur er oftast hafa verið erfiðastir allra at- vinnurekenda og hafa reynt, að brjóta verkföll á bak aftur með verkfallsbrotum, kalla nú á stjórn Iðju er þeir telja sér þóknanlega, bjóða hennj inn í stofu og segja: „Það má vist ekki bjóða yður 6% kauphæl:k- un?“ Morgunblaðið krefst þess að verkföllum sé skellt á sem fyrst og barátta' sé hafin fyrir miklum kaupkröfum. og í þessari baráttu er bæði beitt atvinnurekendum og gömlum vérkfallsbrjótum. Margur hlýt- ur að spyrja: Hvað hefur skeð? Hefur endurfæðing átt sér stað? En svo langt nær það nú ekki. Tilgangurinn með samn- ingunum við Iðju og allri þessari áróðursherferð er að aesa önnur verkalýðsfélög til verkfalía, láta síðan. at- vinnurekendur neita að semja við þau i von um að með löngu verkfalli megi sprengja ríkisstjórnina og knýja hana frá völdum. Það er óttinn við stór- eignaskattinn, óttinn við skertan milliliðagróða, óttinn við að aflétt er einokuniimi í afurðasölumálunum ótt- inn við að vera reknir út úr bönkunum og óttinn við að missa auð og völd, sem knýr íhaldið til þessara baráttu- aðferða, — en ekki áhugi þess fyrir bættum kjörum verkalýðsins. Með nýrri rík- isstjórn er þeir réðu er hægt að taka allar kauphækkanir aftur á einni nóttu. Um nær allan heim er mál dagsins baráttan fyrir friði, baráttan fyrir banni á kjarn- orkuvopnum og fyrir ofvopnun. Framlag íslenzkrar verkalýðs- hreyfingar í þeirri baráttu er krafan um brottflutning hers- ins. Kenningin um að hernámið veiti vemd og öryggi eru stað- lausir stafir. Ekkert sannar bet- ur fánýti þessarar kenningar, en að Bandaríkjamenn halda því sjálfir fram heima fyrir, að herstöðvar þeirra erlendis veiti þeim öryggi á þann hátt, að þær lendi fyrst í eldlínunni. Herstöð í ófriði verndar ekki gegn árás heldur framkallar . :ás. Þau rök eru óspart notuð að fslendingar geti ekki lifað án hernaðarvinnu — illa er þá þeirri þjóð komið, er ekki treystir sé.r til að lifa í því landi, sem er við auðugustu fiskimið heimsins og býr ýfir- óhemju f ramtíðiE rmöguleíkum — án þess að íifa á gróða er— lendrar hersetu, er skerðir sóma hennar og ógnar öryggi hennar_ Það hefur , verið sómi þjóðar-* innar að hafa verið vopnlaus þjóð og það á að vera sómi hennar nú að vísa öllum er- lendum her úr landi sínu, Henni ber að vinna á alþjóða— ^ vettvangi að brottflutningi er*- lendra herstöðva úr öllum lönd- um, upplausn hernaðarbanda-* laga og allsherjar afvopnún. Ríkisstjórnin hét því eri hún tók við völdum að á- Iyktun Alþingis frá 28. marz um brottflutning hersinst skyldi verða framfylgf —t það er krafa dagsins í dag* að ríkisstjórnin framfylgE þessari samþykkt undan- bragðlaust. Reykvísk alþýða! í öllum álfum heims fylkjaf milljónir maima liði í dág. íf samstilltu fótataki þeirra'! glymja kröfur þeirra og ásetn- ' ingur um að nota mátt sam— taka sinna til að njóta sjálfur; arðsins af vinnu sinni, — kröf- urnar um frið og sjáífstæðf* Það er mikil hamingja að vera; þátttakandi í þeirri baráttu. Kjörorð okkar í dag eru mi, a. þessi: Burt með erlendar herstödv— ar á Islandi. Atvinnuöryggi. Aukinn kaupmátt launa. Sömu laun fyrir sömu vn nu, “* Auknar byggingar íbúðar. is- næðis. Útrýming heilsuspillandi í- búða. Réttlátari skipting þjc ar- teknanna. Reykvísk alþýða! Til hamingju með 1. mai. Súí hamingja leggur þér ljúfai en þungar skyldur á herðar. Skyldurnar við verkalýð - t'é-» lögin, skyldurnar við f-.ilti' sjálfstæði íslands, skýldurnác til vinstri einingar í verkalýðs- félögunum. Lifi bræðralag verkalýðsi allra landa. Lifi Alþýðusamband íslands- Reykvísk alþýða, til ham- ingju með 1. maí. Kynðegur fréttaflutningur ríkisútvarpsins 1. maí 1 Fréttir ríkisútvarpsins um hátíðahöldin 1. maí voru með slíkum endcmum að ekki hefði verr tekizt til þótt fram- kvæmdastjcra Varðarfélagsins hefði verið falið að skrifa „hlutlausa11 frétt um daginn. Um hádegið gerði frétta- stofan það að aðalatriði að íhaldsmenn og hægri menn Alþýðuflokksins hefðu klofið 1. maí neíndina, og birti í heilu lagi ávarp þeirra með hráum áróðri um „óbilgirni og annarleg sjónarmið komm- únista í reykvískum verka- lýðssamtökum“. Hefur það aldrei gerzt áður að birt hafi verið ávarp frá minnihlutan- um þótt ágreiningur hafi orð- ið 1.: maí. Einnig taldi frétta- stofan upp helztu félögin sem skoi'izt hefðu úr leik en nefndf ekki eitt einasta af þeim s?mi stóðu fyrir" hátíðahöldununr, Þá fór fréttastofan með al- ger ósannindi, er hún sagði að 25 verklýðsfélög stæðu að ávarpi klofningsmanna og neituðu að taka þátt í iiátíða- höldunum; virtist fréi astofaH: ^ hafa Morgunblaðið að óskeik- ulli biblíu sinni í því efni, en það beitti því bragði að láta skrifa undir ávarpið menn „i stjórn“ ýmissa félaga, þótt fé- lögiix sjálf stæðu að hátíða- höldunum, einnig tefldi Morg- unblaðið fram félögum sem. alls ekki eru í alþýðusamtök- unum. Eftir allan þennan á- róður kom það svo sem auka- atriði í lokin að verklýða- Framhald á 10. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.