Þjóðviljinn - 24.05.1957, Qupperneq 11
Föstudagur 24. maí 1957 — ÞJÓÐVILJINN — (11
FYRIRHEITNA
LANDIÐ
85. dagur
taka af honum þrjú þúsund fjár á sitt eigið land í'
þurrkatiö og fór ekki fram á annað en kassa af rommi
í staðinn. Maður sem elskaði dýr og gat jafnvel tamið
stökkrottu. Duglegasta stökkrottan í heimi. Snotrasta,
litla. stökkrottan á allri eyðimörkinni ....
Tár rann niöur eftir kinninni á honum. Hann þurrk-
aði það burt og hélt áfram viö vinnu sína. Um stund
teiknaöi hann, síöan settist hann aftur við ritvélina,
Kort I. er yfirlitskort yfir allt svæöiö meö hlutfallinu
1:100.000. Fjarlægðirnar eru ónákvæmar, þar sem þær
eru mældar meö kílómetramæli á jeppa. Jarðfræöimynd-
animar sem sýndar eru á þverskuröunum eru merktar
meö brotalínunum A — A’ og B — B’. Brotalínan X—Y
synir legu hryggsins milli búgaröanna tveggja. Sýnileg-
ar bergmyndanir á yfirboröinu sem samsvara efra
borði hinna tveggja föstu laga, sem borað var í gegn-
um í 805 metra dýpi eru merktar með púnktunum
C.D.E.F. og G. eins og sýní. er á korti I. Undir þessu
efsta, vatnsþétta lagi hefur alls staöar fundizt mjög
vatnsmengaö, gljúpt kalklag ....
Hann var farinn aö finna til þreytu. Hann var svo
örmagna, að hann langaöi mest til að soía. En fyrst
varö hann að ljúka þessu.
Vatnsstaöan í núllpúnktinum var mæld 22. febrúar
1955. Hún var þá 39 métrar. Á korti I er markaö
með brúnum línum svæði aaökennt PQST, en yfirborð
þess er allt að 47 metrum lægra en áöurnefnd vatns-
staða. Á auðkennda svaéðinu mun borhola gegnum
efsta, vatnsþétta lagiö aö öllum líkindum gefa sterkan
vatnsstraum.
Nú var ekki meira um þetta aö segja. Verkinu var
lokið. Hann skrifaöi nafn sitt undir.
Stanton C. Laird,
jarðfræðingur,
Topeka rannsóknarstofnun h.f.
Hann safnaöi vélrituöu blöðunum saman og festi þau
saman meö klemmu. Kortin öll braut hann saman í
arkir og lagði allt saman í stóit og þykkt umslag.
Klukkan var nú næstum orðin fjögur aö nóttu, og hann
var alveg örmagna, alltof þreyttur til að syrgja.
Hann svaf 1 þrjár stundir, svo fór hann á fætur. í
herberginu viö hliöina heyröi hann Mollie hreyfa sig.
Hann beiö þangaö til fótatak hennar gaf til kynna aö
hún væri komin í skó. Þá tók hann umslagiö, fór fram
í ganginn og baröi að dyrum hjá henni.
Hún opnaði. Hún var klædd, en hún var ekki farin að
greiöa sér. „Góðan daginn, Stan“, sagði hún. ,,Ég er
hrædd um að þú hafir ekki sofi'ð mikið í nótt. Ég heyröi
þig skrifa á ritvél fram undir morgun“.
Hann brosti þreytulega, „Þú hefur víst ekki sofiö
of vel sjálf“. Svo sagöi hann- „Hefuröu breytt ákvörðun
þinni, elskan mín?“
Hún hristi höfuðið. „Nei, þaö hef ég ekki gert, Stan.
Ég held þetta gæti aldrei blessazt“.
Hann stóö þögull við dyrnar nokkra stund. „Má ég
spyrja þig urn eitt, elskan mín? Þaö er dáiítið persónu-
legt“.
„Já“, sagði hún. „Ég skal svara ef ég get“.
„Helduröu að þú giftist þessum Englendingi, honum
Davíö Cope?“
Hún hugsaöi sig um. „Því get ég ekki svarað. Ég veit
þaö ekki. Ég býst ekki við áð hann biðji mig um það
aftur“.
„Hann baö þín einu sinni, var það ekki?“
Hún kinkaði kolli þegjandi.
Þaö varö dálítil þögn. Svo sagðí hann vandræðalegr:
„Á ég að segja þér eitt? Ég er með brúöargjöf handa
þér .... eða nokkurs konar heimanmund". Hann rétti
henni umslagið“ .
„En hvaö þaö er fallega gert af þér“, sagði hún for-
viöa. „Hvað er þetta, Stan?“
Hann sá fyrir sér hinar ávölu hæöir í mörg þúsund
mílna fjarlægö, klettana sem risu upp úr rs uðum jarð-
veginum, uppþornaöa árfarvegina, rýrt og burrt kjarr-
ið undir glóandi heiöum himni. ,.Þaö er vatn“, sagöi
hann. „Vatn í stórum stíl. Allt það vaín sem þörf er
fyrir. Beint undir Lueinda. Tært og kalt vatn“.
ENDIR
Wilson vill ekki
inmnka utgjöld
Charles Wilson, landvarna-
ráðherra Bandaríkjanna, mætti
í gær á fundi í undirnefnd fjár-
veitinganefndar öldungadeildar-
innar, sem spurði um álit hans
á tillögum um að minnka út-
gjöl’din til hernaðar á næsta
fjárhagsári um 2,6 milljarða
dollara. Hann lýsti sig alger-
lega andvígan þessmn sparn-
aðartillögum sem hann sagði
að myndu -stofna öryggi Banda-
rikjanna í hættu, ef samþykkt-
arværu.
•n'r-*
U5ií
Nyjar tillög
ifvopnuuarmáíí;
Afvopnunarviðræðurnar í
London hefjast aftur á mánu-
daginn eftir tíu daga hlé, sem
fulltrúarnir í afvopnunarnefnd-
inni hafa notað til að ræða við
ríkisstjórnir sínar.
Stassen, fulltrúi Bandaríkj-
anna, sat í gær fund banda-
ríska öryggisráðsins og var
Eisenhower í forsæti. Talið er
sennilegt að Stassen muni
koma með nýjar tillögur til
London.
FLESTUM ST6RB0RGUM,
við helztu gatnamót og á fjölförnum strætum
fylgist SOLARI-klukkan með tímanum og birtir
vegfarendum vikudag, klukkustund og mínútur
Klukkán sýnir á Ijósan hátt hvað tímanum líður
og birtir auk þess auglýsingar frá ýmsum fyrirtækjum.
Hver auglýsing birtist 20 sinnum á klukkustund
1 Reykjavík er SOLARI-klukkan á Söluturninum
við Arnarhól.
Þeir sem eiga leið um Hverfisgötn
vita hvað tímanunt líður
Kaktusar og meðferð þeirra
Margt fólk ræktar kaktusa 1 í heimalandi sínu verða kakt-
með mikilli ástríðu. Kaktusar | usarnir fyrir miklum hitasveifl-
eru líka mjög sérstakir og jafn- um. Þess vegna þarf að vera
vel leyndardómsfullir. Sumir mikill munur á hita dags og
nætur í íbúðum þar sem kakt-
usar eru ræktaðir. Plönturnar
eiga að standa í gluggakist-
unum eða það sem betra er í
stofuvermihúsum, sem þurfa
ekki að vera annað en gler-
kássi með loki, Þá þarf að
minnsta kosti ekki að taka til-
lit til plantnanna þegar glugg-
ar eru opnaðir eða, lokaðir og
hægt er að ráða hitanum í
kassanum með litlum rafmagns-
perum sem komið er fyrir í
botni hans.
!
þeirra eiga það líka til að
blómstra aðeins einn dag á ári.
Kaktusar eru amerískar jurt-
ir að undanteknum fáeinúm
tegundum sem fundizt hafa i |
frumskógum Afríku. Þeir vaxa !
villtir á næstum öllum plöntu-1
svæðum. Ameríku, að undan- j
tejcnum nyrztu svæðunum.
Hvað útlit snertir má líkja j
kaktusum við ýmsa hluti. Sum- j
ir minna á broddgelti, gúrkur i
eða kertastjaka, sumir hafa
hreistur, sogblöðkur, hártoppa
og vörtur, sumir eru kúldaðir,
áðrir teygðir.
Það er mikilvægt fyrir kakt-
usræktendur að reyna að likja.
sem mest eftir náttúrunni, hvað
snertir ljós, hita og raka í loft-
inu.
$*. Sumir kaktusar geta þrifizt
úti yfir suma.rið, eí ekki er
garður má nota svalakassa.
Plönturnar eru settar í pottun-
um niður í svalakassann og j vaxa hratt og úr því verður oft
mómulningi eða sandi er fyllt ný og áður óþekkjanleg tegund,
yfir pottana, svo að sólin nái! Það er margt að varast fvrir
og eklci má vökva þær að gagni
nema á vaxtartímabilimi, en
plantan verður að vera alveg
þurr þegar hún er vökvuð.
Þess á milli verður að vrkva
hana mjög sparlega, helzt að-
eins með úðun, sem kæmi þá í
stað næturdaggarinnar.
Það þarf að umplanta kakt-
usum með vissum millibilum og
þess þarf að gæta að velja
leirpottinn eftir stærð rótanna,
en ekki plöntunnar. Plöntur
með sjúkar rætur þurfa oft að
fá minni pott með léttum jarð-
vegi, jafnvel sandi, þar til ræt-
urnar eru aftur orðnar heil-
brigðar. Plöntur sem vii’ðast
að ástæðulausu hafa fengið
sjúklegt útlit, má á hvaða tíma
árs sem er planta i litla leir-
potta með léttum jarðvegi.
Flestum kaktustegundiun er
auðvelt að fjölga með græðling-
um, sem eru mjög algengir á
sumnm tegundum. Ef hliðar-
angi er skorinn af verður
skurðflöturinn að vera sléttur
og jafn og standa í skugga þar
til hann er orðinn alveg þurr.
Líka er hægt að græða sein-
jvaxnar tegundir á plöntur sem
ekki að brenna ræturnar. Til þann sem ræktar kaktusa.
ea
iMf
verndar sól og regni má nota
tjalddúk eða glerplötu sem upp-
leyst krít er borin á,
Áburð má aðeins nota á
plöntur sem eni í miklum vexti
öll fyrirhöfnin glevmist á þeirri
stundu þegar hinn broddótti og
óaögengilegi ka ktns gleymir
sér og opnar sig í stóru og
fögru blómi.
tauai*Ma»M«SK»*ai
i |>|Ar»tmi ■■SSSI Útgeíandl: SamelnlngarUokkur alþýSu - SáslaliBtanokkurlnn. - RltstjArar; Magmis Kiartanssoa,
DIUflVIRtllNVI Slgurður OuðmumJsson í&b.) - Préttarttetjðrl: ,76n Bjamason. - Blaðamenn: Asmumiur Slgur-
« jónsson, OuSmuniJur Vígtússon, Ivar H. Jðnsson, Magniia Tortl ólatsson. SlgurJðn Jðhannsson. -
I Auglýalngaatjórl: QuBgeir Magnússoa. — Itltstjúrn. aferelðsjft, ouglýslngar. prentsmlðja: Bkóiavorðustíg 18. - Sira! 7800 Gl
I Uiaur). - Askriftasverð kr. 25 á mán. 5 Reykjavík o« ak*íanni: kr 22 ajioarsstaSar. - Lauaasöluv. kr. l. Prentsm. UJóffviljana.