Þjóðviljinn - 28.05.1957, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 28.05.1957, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 28. maí 1957 — ÞJÓÐVILJINN - (3f Hér sést skrúðganga blaðamaima og leikara itoma að iþróttavellinum. Á myndinni sést aðeins siðari liluti jíöngunnar, fyrri hlutiim er koniinn inn á völlinn. Hörð. tvísýii og skemmtileg keppni — Leikarar sigruðu mjög fallega !þréiltaievýa blaðamanna og leikara 1957: íþróttarevýa leikara og blaöamanna fór fi'am á íþrótta- vellinum á sunnudagimi. Áhorfendur munu hafa verið 6—7 þús., og þrátt fyrir fremur kalt veöur virtust þeh* skemmta sér mæta vel. Lexkararnir báru frægan sigur af hólmi í íþróttakeþpn- inni Iþróttarevýan hófst með Skrúðgöng'u leikara og blaða- manna frá Þjóðleikhúsinu. Lúðrasveitin Svanur lék fyrir göngunni, en Haraldur Björns- son har merki leikara og Karl Isfeict merki blaðamanna, sið- an komu lið leikara og blaða- ttianna í skipulegri fylkingu, skrýctd litklæðum. Var Hverfis- gatan, Lækjartorg og Lækjar- gata allþéttskipaðar brosleitum áhoitfendum. Liðin héldu suður Fríkirkju- veg. yfir Tjarnarbrúna og sem leið liggur á íþróttavöllinn. 1- þróttarevýan hófst stundvíslega á veilinum með setningarræðu Brynjólfs Jóltannessonar, en ttæst var fimleikasýning. Drátfarbraui á Seyðisfirði fyrir 1000 rúmlesia skip? Afgreidd var nýlega á fundi sameinaðs þings þingsályktun þannig orðuð: „AVilþingi ályktar að fela ríkis- stjónoinni aft láta gera áætlun um kostnaft við byggingu diátt- arbrautar á Seyðisfirði fyrir ailt, að 1000 rúmlesta skip. Kostn- aðitr við áætiunina greiðist úr ríkiss\jóði“. Þingmaður Seyðfirðinga, Björg- vin Jónsson, var flutningsmað- lir tillögunnar, og hafði lagt til að miðað yrði við 2000 rúmlesta skip, en fjárveitinganefnd flutti breytingartillögu sem var ein- róma samþykkt Og tillagan af- greidd sem fyrr segir. Þá söng Jón Sigurbjömsson negralög og hlaut óskipt þakk- læti áheyrenda. Þá hófst fyrsta keppnin: pokahlaup, er var mjög spenn- andi á að horfa og spöruðu keppendur ekki fætuma og fengu sumir byltur stórar. Fjnrsti pokinn að marki reynd- ist innihalda Sigríði Hagalín. Þar með höfðu leikarar unnið fyrstu keppnina. Knattspyrnukeppnin var í senn tvísýn og skemmtileg, enda fylgdust áhorfendur með af svo miklum áhuga að helli- skúr sem kom í miðjum fyrri hálfleik hafði engin áhrif til að kæla þann áhuga. Guðmund- ur Jónsson ópemsöngvari var dómari og blés hressilega í lúð- ur sinn og hmkku bæði blaða- menn og leikarar fyrir lúður- þyt lians líkt og þæg hjörð undan hói smalans. Þegar svo blaðamenn töldu sig örugglega liafa sigrað í síðari hálfleik I*essi tifíullegi goði er engimi ann- aa- en Lárus Salómonsson. kvað Guðmundur upp þann úr- slitadóm að jafntefli væri 5:5, og þorðu blaðamemi ekki að æmta — er það í eitt af þeim fáu skiptum að vitað er að blaðamenn hafi ekki þorað að deila við dómarann. Báðir aðilar tefldu fram úr- vaismönnum til lyftirtganna, blaðamenn Karli Isfeld fyrrum glímukóngi Þingeyinga og Thorolf Smith en leikarar Rúrik Haraldssyni og Haraldi Björnssyni. Tókst Haraldi ein- um að lyfta eftir öllum listar- innar reglum. Vildu þá blaða- menn fá að reyna aftur, en í því kom Frænka Charles með gífurlegum pilsaþyt, þreif tækin og hljóp með þau út af vell- inum. Kristinn Hallsson söng og stjórnaði fjöldasöng—og hefði mátt taka hressilegar undir. Að því loknu hófst reipdráttur milli blaðamanna og leikkvenna. Lárus Salómonsson stjórnaði 1 honum með mikilli prýði, eftir ströngustu reglum. Var hann klæddur fornmannabúningi og mál manna að hann hefði ver- ið höfðinglegasti maður á „vell- I inum“ þenna dag. Hendrik Ottósson var ræsir, liafði hann byssu mikla í hendi, og mun það í fyrsta sinni að þessi alkunna byltinga- lietja beitir slíku verkfæri. Enda þótt blaðamenn færu kvíðafuilir til leiksins remdust j þeir af fremsta megni við að láta ekki draga af sér kaðal- inn, en urðu loks að þola það að þúsundum Reykvíkinga á- horfandi að þeir eru ekki kven- sterkir. Karl Guðmundsson flutti því- næst skemmtiþátt, en hátalara- kerfið sá um að fæstir heyrðu hvað hann sagði. — Það er annars stórmerkilegt með há- talarakerfið á íþróttavellinum: Það getur aldrei verið í lagi tvær stundir samfleytt, hvað þá lengur! íhaldið fær ekki Gunnlaug á þing Brosleg umbrot Bjarna Benediktssonar úf | af varamönnum Alþýðuflokksins Varaforseti sameinaðs þings, Gunnar Jóhannsson, svaraði í byrjun þingfundar í gær fyrirspurn frá Bjarna Benediktssyni um varamenn Alþýðuflokksins, á þessa leið: Á síðasta fundi sameinaðs þings beindi hv. 1. þingmaður Reykjavikur þeirri fyrirspurn til mín. hvers vegna dr. Gunnlaug- ur Þórðarson hafi horfið af þingi, en ekki Bragi Sigurjóns- son, er utanríkisráðherra kom aftur til þings. Ég hefi átt tal við formann kjörbréfanefndar, og segir hann, að nefndin hafi ekki fjallað um það, hve lengi varamenn skuli sitja á Alþingi, enda ekki til- efni til þess samkv. 4. gr. þing- skapa. Hinsvegar hafi hún, eins og kunnugt er, á sínum tíma haft til meðferðar kjörbréf Gunnlaugs Þórðarsonar og Braga Sigurjónssonar og gert tillögur til Alþingis um afgreiðslu þeirra. Þá hef ég raett málið við skrif- stofustjóra Alþingis, og er svar mitt þannig: Dr. Gunnlaugur Þórðarson var kvaddur til þingsetu í forföll- um utánríkisráðherra Guðmund- ar í. Guðmundssonar, 7. lands- kjörins þingmanns, 29. f.m. Er Pétur Pétursson, 10. lands- kjörinn þingmaður, forfallaðist, var Bragi Sigurjónsson ritstjóri kvaddur til þingsetu í hans stað. Kom hann til þings 6. þ.m. Kjör- bréf beggja þessara varamanna voru samþykkt samhljóða. Það er því ágreiningslaust, að þeir hafa báðir löglega tekið sæti á þingi, enda var hér farið eftir ákvæðum 144. gr. kosningalaga um það, í hvaða röð varamenn taki sæti í forföllum aðalmanna. Dr. Gunnlaugur Þórðarson er 1. varamaður landskjörinna þing- manna Alþýðuflokksins, enda var fyrsf til hans leitað. Bragi Sigurjónsson er 2. varamaður landskjörinna þingmanna Al- þýðuflokksins. Til hans var leit- að vegna þess, að dr. Gunnlaug- ur Þórðarson hafði þá þegar tek- ið sæti á þingi. Hvenær á vara- maður, sem löglega hefur tekið sæti á þingi, að hverfa þaðan aftur? Um það verður einnig að fara eftir ákvæðum 144. gr. kosningalaganna og venjum um framkvæmd þeirra. Þar segir: „Ef þingmaður í kjördæmi. þar sem kosið er hlutbundnum kosn- ingum, eða landskjörinn þing- maður forfallast sökum veikinda eða annars, á hann rétt á að láta varamann, taka sæti sitt á meðan, en tjlkynna skal hann forseta þeirrar deildar, er hann á sæti í, eða forseta sameinaðs Alþingis, ef Alþingi hefur ekki skipt sér í deildir, í hverju for- föllin eru fólgin og hversu lengi þau munu vara. Ef varamaður tekur þingsæti í forföllum þing- manns, skal liann ekki sitja skemur en tvær vikur, nema Al- þingi hafi verið rofið eða því slitið eða frestað áður“. Hér virðist gert ráð fyrir, að hverju sinni sem þingmaður forfallast komi aðeins einn varamaður í hans stáS. Hver sá varamaður er, fer eftir þeim reglum, sens áður er getið um. Ef 1. varamaff- ur getur af einhverjum ástæff- um ekki tekið við sætinu, á a3 leita til næsta varamanns. Vara- maður virðist því eiga að sitjat þar til aðalmaður kemur aftur til þings og þó aldrei skemur en tvær vikur, nema þing sS rofið eða því slitið eða því frest- að áður. Dr. Gunnlaugur Þórðarson vék því af þingi vegna þess, að aff- almaður, utanrikisráðherra Guð- mundur í. Guðmundsson, 7. landskjörinn þingmaður, kon> aftur til þings. Pétur Pétursson 10. landskjör- inn þingmaður, sem Bragi Sig- urjónsson situr á þingi fyrir, et hins vegar enn ókominn til þings aftur. í Réttarsögu Alþ'ingis eftir Einar Arnórsson segir á bls. 643: „Þingsetutími varamanna fet eftir því, hvers vegna sæti aðal- manns hefur orðið autt. Ef hanil deyr, missir kjörgengi eða seg- ir af sér þingmennsku, þá situi1 varamaður á Alþingi það, sem eftir er kjörtímabilsins. En efi aðalþingmaður forfallast vegna veijdnda, eða annars, getur hann iátið varamann sinn taka sæt- ið, meðan forföll standa, þð aldrei skemur en tvær vikur, nema Alþingi verði rofið áðus eða því slitið eða frestað". Til er fordæmi, sem styðuE þennan skilning kosningalag- anna. 2. des. 1949 tilkynnti Hannibal Valdimarsson, að hann myndi ekki geta setið á þingi um skeið vegna embættisanna heima fyrir. Fyrsti varamaður, Guðmundui 1 Guðmundsson, tilkynnti, a9 hann myndj ekki geta tekið sætl Hannibals á þingi fram aft næstu áramótum. Annar vara- maður, Erlendur Þorsteinsson, var því kvaddur til þingsetu. 10* jan. 1950 tilkynnti hann forföll, og Framhald á 8. síðu. Nýja framhalds-! sagan: Tehós i Agnsbnánans ' Eins og lesendur Þjóðvilj* ans hafa veitt eftirtekt byrj- aði ný framhaldssaga í blaff- inu s. 1. laugardag. Er það Tehús Ágústmánans, eftir Vern Sneider. Leikritið sem sýnt liefur verið í Þjóðleik- húsinu í vetur er samið eftir sögunni og einnig hefur sag- an verið kvikinynduð. Aðal- hlutverk í kvikinyndinni leik- ur hinn kunni kvikmynda- V0IR fUm-t/iMntffét m leikari MARLON BRANDO. Lesendur eru lvvattír til aði fylgjast með f ramlialdssög- unni frá byrjun.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.