Þjóðviljinn - 28.05.1957, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 28.05.1957, Blaðsíða 7
VBTURINN er liðinn, snjóar leystir og komið vor. Stjóm Þjóðleikhússins virtist telja vetur þennan óvenju mildan og yaldi leikgestum löngum kjarnlítið fóður og stundum hrakið; oft var slælega gefið á garðann í húsunum þeim. í annan stað er víst ástæðu- laust að kvarta yfir síðasta viðfangsefni leikhússins, vor- inu hæfa léttir tónar, fjörugir söngvar, gáski og gaman. „Sumar 1 Týról“ er ósvikin -Vínaróþeretta, léttvæg og heföbundin, æiið veigalítil frá dramtísku sjónarmiði, en vinsæl á Norðurlöndum og víðar vegna alþýðlegiar list- ar Ralphs Benatzky — söngv- ar hins sjötuga austurríska fónskálds eru auðlærðir og viðfeldnir og láta jafnan mjög vel í eyrum, sumir ljúf- ir og fagrir. Leikurinn virð- ist eiga að gerast á önd- verðri þessari öld eftir aldri Franz gamla Jósefs að dæma, en hann var keisari í Vín í Sfcxtíu og átta ár og kemur mjog við sögu í óperettum aem vænta má; ferðalangarn- ir í fyrsta þætti eru raunar klæddir venjulegum fötum okkar daga, en það skiptir auðvitað engu máli, eins og segir í leiknum. Efnið er ó- geriegt að rekja, enda ekkert að kalla — vinsælt gistiliús í Austurölpum, litaðar gljá- myndir, gömul vatnsborin rómantík og þreföld trúlofun- arveizla i lokin, það er í raun . og veru allt og sumt. En þótt Hínzelmann kennari (Baldvin HaU'dlérsson) og Klara dóttir foans (Bósa SigTiröardóttir). atvikin séu sjaldan fyndin og oft iangt á milli skemmtilegra orðsvara hvílir sannur Vínar- blær yfir umhverfi, fólki og tónum, hér leiðist engum, heldur þvert á móti. Margt er okkur hugstætt og kært í þessum leik, lætur kunnug- lega. í eyrum. „Óperettan verður ávalt að semja sig að tíðarandanum,“ segir Baldur Andrésson rétti- lega í leikskránni. En hvers- vegna er sífelit leitað til Vín- skólans gamla? Er ekki öllum kunnugt að til hafa orðið við- frægir söngvaleikir vestur í Ameríku á síðustu árum, verk sem< hlýða lögmálum nútím- ans, spegla líf okkar daga? Sumir telja þá jafnvel frum- legastan skerf Bandaríkja- manna til leikmennta heims- ins. Hversvegna má ekki leggja á nýjar brautir, reyna að komast úr sporumun? Sven Age Lai'sen, hinn f jöl- hæfi og þekkti leikhúsmaður, er hingað kominn i annað sinn og stjómar sýningunni með æfðri hendi, ötull og sýni- lega hugkvæmur leikstjóri. Leikurinn er furðanlega sam- stílltur, fjörmikill og ’hraður þegar á allt er litið, þótt fág- un og öryggi skorti á stund- um, enda leikendur ærið margir og ólíkir, og siunir ungir og óvanir sviðinu. Lit- ríka og fjölbreytta búninga hefur leikhúsið gert ágætlega úr garði að smekkvisri for- sögn Lárusar Ingólfssonar, um tjöld hans gegnir því mið- ur öðru máli. Gistihúsið sjáift (og fjósið) er reyndar mjög snoturt og vandað, en fjöll og annað landslag furðulega óyndislegt i litum og línum og kastað til þess höndum — ætli ferðaskrifstofunum aust- urrísku þætti það ekki léleg kynning á margrómuðum stórfengleik og fegurð Aust- Dansmeyjar, Bryndis Schram til vinstri. vænt glóðarauga og syngur grátklökkum rómi: Dóná svo blá, svo blá. Þetta skemmti- Þriðjudagur 28. maí 1957 — ÞJÓÐVILJINN —, (7 ast þar sem Bryndís Schram er, þótt ekki nytu hæfileikar hennar sér eins vel og í „Ferðinni til tunglsins" í vet- ur. Anna Guðný Brandsdótt- ir og Helgi Tómasson hafa fyrir löngu unnið almanna- hylli, en Helgi lék einnig ung- þjón í gistihúsinu af bemsku- fjöri, léttleika og áhuga. Þáttur sinfóníuhljómsveitar og kórs er mikill og góður, en um það verða aðrir að dæma. Ekki munu aðrir menn hér- lendir þekkja og skilja tón- list Vínar eins vel og dr. Vic- tor Urbancic, hinn mýndugl og listfengi stjórnandi, Á söng kórsins var jafnan gam- an að hlýða, en leikur hana og framganga á sviðinu ekki alltaf snuðrulaus að sama skapi. ÞjóðlelkhúsW jSuimir í Týról Leikstjóm: SVEN Á.GE LARSEN Tóiúist: RALPH BENATZKY uralpa? Millitjöld eru notuð þegar þörf gerizt, en leik- stjórinn beitir þeirn ekki smekklega. Á einum stað er talað um óveðursbólstra á himni, en þá sjást engin ský. Segja má að islenzkum leik- stjónim sé vel til þess treyst- andi að setja á svið hefð- bundna söngvaleiki, og eins má telja það til ofrausnar að sækja til útlanda jafn- fræga söngkonu og Evy Tibell til að leika veitingakonuna Jósefínu, hlutverkið er hvorki veigamikið né margslungið. En það er sönn ánægja að kynnast hinni snjöllu og geð- þekku listakonu, hún er jafn- víg á söng og leik, hefur hlutverkið í öllu á sínu valdi. Röddin er þýð og skær, og hún túlkar með jafnmiklum ágætum gáskamikla og ljúf- sára söngva, alvöru og glettni, framkoman látlaus, létt og frjáls, gædd kvenlegum bros- mildum þokka. Evy Tibell er öllum samleikendum sínum fremri um tækni og sanna tágun. En það er Bessi Bjarnason sem öðrum fremur ber sýn- inguna uppi. enda virðist Leópold yfirþjónn eina per- sónan í „Hvíta hestinum" sem gædd er ósviknum mann- legum kenndum. Hinn ást- fangni þjónn er mest söng- hlutverk í óperettu þessari, og söngrödd skortir Bessa til- finnanlega; leikur hans er dá- lítið misjafn af þeim sökum. En rík skopgáfa hans, þrótt- ur og leikgleði láta ekki að sér hæða, honum tekst jafn- vel að syngja hinn undaríega hrísting alkunnra dægurlaga svo að góð skemmtan er að. Sérstæð kímni hans, kátleg svipbrigði, fimleiki og ótrú- leg mýkt hafa fyrir löngu vakið athygli, en aldrei fengið að njóta sín eins vel og í þetta siim. Enginn getur orð- ið eins hlægilega sorgbitinn á svipinn, og nægir á það að minna er Leópold stendur hálfskælandi á sviðinu með lega afrek Bessa Bjarnason- ar á eftir að afla honum verðugra vinsælda. Af öðrum leikendum kveður mest að Ævari Kvaran og Helga Skúlasyni, enda hæfa söngvaleikir sýnilega vel leik- gáfum beggja. Ævar fær ekki notið krafta sinna éins vel og í „Kátu ekkjunni“ í fyrra, enda reginmunur á sendiherr- anum fræga og forstjóranum þýzka sem hann leikur að þessu sinni. Nærfataframleið- andi þessi er sjaldan fyndinn og í fáu gimilegur til fróð- leiks og liggur við að leikar- inn hafi' ekki alltaf nægan á- huga fyrir honum. Engu að síður er túlkun Ævars gædd þrótti og hressilegri kímni,^ bæði athafnir og orðsvör, og gervið er mjög vel við hæfi. keisara af mikilli nærfærni og mannlegri hiýju. Baldvin Halldórsson þarf ekki heldur að syngja og fær raunar fá tækifæri til leiks, en dregur upp skýra og hugstæða mynd hins örfátæka, barnalega og hjartahreina kennara sem fagnar hverri sólskinsstund og unir glaður við sitt. Ólafur Jónsson hefur all- stóru hlutverki að gegna, syngur og leikur liðlega og þokkalega, en skortir mjög þroska til að lýsa með sann- færandi hætti hinum kven- holla, slungna og veraldar- vana lögfræðingi frá Berlín. Hanna Bjarnadóttir leikur unnustu hans, dóttur for- stjórans, blátt áfram og frem- ur snoturlega, en skortir næg- an glæsileika, og söngur henn- ar er öllu tilkomuminni en vænta mætti af hinni lærðu söngkonu. Póstþemunni er vel borgið í höndum Sólveig- ar Sveinsdóttur, og ófáir aðr- ir koma nokkuð við sögu. Á meðal þeirra er geitin fræga sem nú leikur annað hlut- verk sitt í Þjóðleikhúsinu. Dansana samdi leikstjórinn, en þeir era snar þáttur sýn- ingarinnar, sjaldnast fallegir, en hæfa eflaust vel efni leiks- ins. Um danslistina íslenzku er það eitt að segja að hún er enn á hinu mesta gelgju- skeiði, en efnilega og glæsi- lega dansmær höfum við eign- Jósefína (Evy Tibell). i Þýðingu Lofts Guðmunds- sonar hef ég ekki lesið, eii hún virðist vandað verk og vel unnið, eigi sízt bundna málið. — Viðtökur leikgesta vom hinar hjartanlegustu, lófatakið mikið og hlýtt og gestirnir erlendu hylltir meS> blómagjöfum. Marga fýsir að gista Alpafjðll, en færri eiga þess kost; óhætt er að ráða þeim að eyða einu kvöldi í „Hvíta hestinum" í staðinn. A. Kj. Hreyfilsmeim sigruðu alla keppinauta sína í Helsingfors Eins og frá hefur verið skýrt í fréttum, fór fjögra- manna skáksveit frá Taflfélagi Samvinnufélagsins Hreyf- iis, þann 17. þessa mánaðar til Helsingfors, til keppni um norræna sporvagnameistaratitilinn í skák. Eeópold yflrþjónu (Bessi Bjarna- son). Helga Skúlasyni er falið vin- sælasta sönglag ieiksins og vann skjóta og ótviræða hylli áhorfenda með fjöri sínu, fjaðurmögnuðum hreyfingum og safaríkri kátínu; Rósa Sigurðardóttir sómdi sér vel Skák þessi fer fram í fjög- urra manna sveitum milli borga Norðurlandanna. Þær fregnir hafa nú borizt, að sveit Hreyfils tefldi í efsta flokki, og vann meistaratitilinn í þessari keppni með 6 stigum og vann alla sína keppinauta. Urslit í einstökum umferðum vom þau að í fyrstu umferð tefldi sveit Hreyfils við Gauta- borg og fékk 3 vinninga, Gauta- borg 1, Kaupmannahöfn 3V2 — Stokkhólmur y2. í annarri um- ferð tefldi Hreyfill við Kaup- mannahöfn og hafði 3 vinninga en Kaupmannahöfn 1 vinning, Gautaborg 3 vinninga — Stokk- hólmur 1 vinning. 1 þriðju um- ferð tefldi Hreyfill við Stokk- hólm og vann með 3 vinningum við hlið hans, gamansöm og en Stokkhólmur hlaut 1 vinn- smáskrítin. Ef Franz Jósef mætti líta upp úr gi'öf sinni hlyti hann að una vel gervi og fram- göngu Gests Pálssonar, en hann lýsir hinum gæfusnauða ing; Kaupmannahöfn 2y2 vinn- ing — Gautaborg iy2 vinning. Eins og fyrr var sagt vann sveit Hreyfils meistaratitilinn með 6 stigum, Kaupmannahöfn hlaut 1 stig, Gautaborg 2 stig og Stokkhólmur ekkert stig. — Til skýringar má geta þess affi sveit sem vinnur fær 2 stig. Bifreið stolið og stórskemmd í fyrradag var fólksbifrei® stolið hér í Reykjavík og stór- skemmd, er henni var ekið ái brúarstöpul við Svanastaði í Mosfellssveit. Sá sem stal bifreiðinni var rúmlega tvítugur piltur og handtók lögreglan hann i Þingvallasveitinni. Kvaðst hana eftir áreksturinn við Svana,- staði, þar sem stolna bifreiðin varð óökufær, hafa komizt með áætlunarbifreið austur aS Grafningsvegamótum. Þar fór hann út og gekk niður í sum- arbústaðahverfi, þar sem hann lagðist til svefns og svaf nokkra stund. Hann var hand- tekinn á leið sinni hingað til bæjarins aftur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.