Þjóðviljinn - 28.08.1957, Blaðsíða 7
Miovikudagur 28. ágúst 1957 — ÞJÓÐVTLJINN _____ (7
IJólverjar, það eru mínir
menn.
Þannig segir sagan að Píus
páíi tólfti hafi komizt að orði
ekki alls fyrir löngu, og víst
er um það að kaþólska kirkj-
an . getur með miklum rétti
státað af áhrifavaldi sínu yfir
verulegum hluta pólsku þjóð-
arinnar. Ég hef hvergi, þar
sem ég hef kom ð, séð neitt
því'.íkan trúaráhuga og aðra
eins kirkjusókn, ekki einu sinni
í Suðurítalíu. Sem gestur frá
héiðnu landi, þar sem kirkjur
eru einatt tómastar húsa, lék
mér forvii,ni á að kynnast
þessu fyrirbæri, og ég fór því
oft í k rkju. Það brást ekki,
að kirkjumar voru ævinlega
troðfullar, þegar messað var,
jafnt eldsnemma á morgn-
ana sem undir miðnætti; oft
voru þær svo fullar að stór-
hópar stóðu utan dyra og tóku
þannig þátt í guðsþjónustunni.
Og því fór fjarri að þarna væri
fyrst og fremst aldurhnigið
fólk saman komið; það vakti
miklu fremur athygli hversu
margt ungt fólk sótti kirkjur
og það kunni til hlítar alia
helgisiði, kraup og signdi sig
þegar við átti; ýmsir voru
með sálmabækur, en flestir
þurftu aidrei í þær að líta
heldur kunnu sálmana utan að,
og voru þeir þó marg'r ógnar-
lega langir.
^ Dýridagur
Ég var staddur í fjallaþorpi
nokkru skammt frá landamær-
um Tékkóslóvakíu á einum
mesta hátíðisdegi kaþólskrar
kirkju, þeim degi sem kennd-
ur er við iíkama Krists cg
nefndist dýridagipr í kaþólsk-
um sið á íslandi. Þann dag var
hvergi unnið. Allt frá því
snemma morguns hópaðist fólk
Saman prúðbúið í kirkjunni
og nágrenni hennar, fjallabú-
Hvartetna í Fóllandi hefur
kirkjan komið fyrir tákni
sínu, krossinum. Þessi mikli,
12 metra hái járnkross,
stendur á 1900 metra
{ tíndi í Tatrafjöllum.
Maynús Kjartaivsscn:
Kaþólska
kirkjan í
Póilandi
I göngunni bar mikið á ungum börnum, hvítklæddum, og gerir kaþólska
kirkjan í Póllandi sér auðsjáanlcga mikið far um að laða þau að sér.
arnir i þjóðbúningum sínum,
fögrum iitkiæðum útsaumuð-
um, beinvaxnir og fyrirmann-
legir, með hátíðiegan alvöru-
svip. Götur bæjarins höíðu
verið vandlega sópaðar, og á
flestum húsum mátti sjá
skreytingar í tilefni hátíðar-
innar; víða hafði fólk hengt
fegurstu ábreiður sinar utan
á svalir og húsagafla, en á á-
breiðunni miðri var mynd af
dýrlingi eða Maríu guðsmóð-
ur. Síðan hófst mikil skrúð-
ganga. Úr kirkjunni streymdu
prestar og prelátar, nunnur og
munkar, yngismeyjar og ung-
sveinar, teipur og drengir i
hvítum klæðum, virtust sum
börnin ekki eldri en 7 ára og
báru bióm og kerti. Hvarvetna
i göngunni voru bornar mynd-
ir og líkneskjur af dýriingum,
og voru surnar likneskjurnar
æfafornar o p fagrar, fiestar
skornar i tré og málaðar. I
göngunni miðri var höfuðklerk-
urinn og gekk undir ofnum
himni sem fjórir munkar báru
og fyrir andiitinu hélt hann á
enhverjum torkenniiegum
grip sem mikil helgi virtist
vera á; krupu allir á kné með-
an gripurinn var bormn hjá,
og mun hann hafa haft að
geyma einhvern dóm sem
tengdur ér líkama Krists eða
krossinum helga. Þannig se'g
skrúðgangan um bæinn og var
leikið á hljóðfæri og sungin
hymnalög, en hvarvetna á gang-
stéttinni stóð múgur manns,
signdi sig, kraup og söng með.
Á aðaltorgi bæjarins var loks
numið staðar, þar hafði verið
komið fyrir altari i dyrum póst-
hússins, og höfuðklerkurinn
framkvæmdi þar helgisiði og
gerði bæn sína, en þúsundir
manna krupu á torginu og
gangstéttunum allt í kring.
Siðan var enn sungið. og loks
seig gangan hægt og hægt,
ung börn og aldurhnignar nunn-
ur, að kirkjunni á nýjan ieik,
og þar var haldið áfram að
tóna og syngja og krjúpa lengi
dags.
Ég hef aldrei á æfi minni séð
kyniegri atburði. Mér fannst
ég vera horfinn langt aftur í
miðaldir; sizt af öllu þóttist
ég staddur í landi einu aust-
an járntjaids þar sem guðlaus-
ir kommúnistar hefðu farið
með völd í raeja en áratug.
^ Trú og ættjarðarást
Mér sögðu skilgóðir menn að
það væri ekki trúhneigðin ein
sem laðaði fólk í kirkju, held-
ur er kaþólska kirkjan í Pól-
landi taiin þjóð’.egt tákn, í-
mynd sjálfstæðis og fullveldis.
Pólverjar voru sem kunnugt
er sundruð þjóð og kúguð í
me'ra en heila öld; austanvert
landið laut rússneska zamum
og griskkaþólskri trú, vestan-
vert landið iaut þýzkum mðt-
mælendum. En Pólverjar hafa
verið rómversk-kaþólskir í
niu aldir, og því urðu trúar-
brögð þeirra þjóðlegt eining-
artákn. nátengd sjálfstæðis-
baráttunni. Trúin og tungan
og skáJdin voru sú þrenning
sem færðu pólsku þjóð'nni von
og baráttuhug á tímum áþján-
ar og myrkurs, og kirkjunnar
menn áttu góðan hiut í sjálf-
stæðisbaráttu þjóðar sinnar á
þeim árum. Þess vegna á kirkj-
an svo ofursterk ítök í þjóðinni
þann dag í dag, cg þegar Pól-
verjar fara í kirkju er það
ekki fyrst og fremst vegna þess
að þeir telji sig menn Píusar
lólfta i Rómaborg heldur finnst
þeim þe’r vera að votta ætt-
jörð s’nni trú og hollustu.
Aðskilnaður ríkis
og kirkju
Þótt kaþóJska kirkjan væri í-
mynd þjóðlegrar sjálfstæðis-
baráttu var hún auðvitað jafn-
framt afturhaldssamt verald-
legt vald sem torveldaði eðli-
lega félagslega þróun. Landar-
eignir hennar voru óhemjuleg-
ar, og hún réð því sem hún
vildi i stjórnmálum eftir að
Pólland hlaut fullveidi í lok
heimsstyrjaldarinnar fyrri. Það
var ekki fyrr en 1946 að Pól-
verjar framkvæmdu í reynd
þann aðskilnað ríkis og kirkju
sem átti ser stað í borgarabylt-
'ngunni frönsku hálfri annarri
öld áður. Landareignum kirkj-
unnar var sk'pt milli fátækra
bænda og veraldleg völd henn-
ar takmörkuð að fullu. Olli
þetta auðvitað verulegum átök-
um og ekki síður hitt að pólskir
sósíalistar hlutu að sjálfsögðu
að reyna að draga úr andlegu
valdi kirkjunnar og opna þjóð-
inni nýjar leiðir sjálfstæðrar
hugsunar og vísinda. Hins veg-
ar þróuðust þessi átök svo að
stjórnarvöld.'n gripu til þess
ráðs um skeið að takmarka at-
hafnafreisi kirkjunnar til
muna, reyna að bægja mönn-
um frá kaþólskri trú með fyr-
irmælum og harðfylgi og sumir
leiðtogar kirkjunnar voru
handteknir, þeirra á meðal
Visinskí kardínáli, æðstj leið-
togi kaþólskra manna í Pól-
landi. Var þetta að sjá’fsögðu
vonlaus bardagaaðferð, það er
hvorki hægt að fyrirskipa fólki
að trúa eða láta af trú, enda
urðu áhrifin öfug eins og birt-
ist i kirkjusókn'nni miklu um
þessar mundir.
Vopnahlé ríkis og
kirkju
Með breytingunum i Póllandi
sl. haust var gert vopnahlé
við kirkjuna á nýjan leik.
Kaþóiska kirkjan lýsti í verki
stuðningi sínum við hina sósí-
aTstísku þjóðfélagsskipan í
Póllandi og afsalaði sér kröf-
um veraldleg völd og jarð-
eignir. Einnig lýsti kirkjan
fyllsta stuðningj við núverand:!
landamæri Póllands, og hefup
Visinskí kardínálj lagt sig 5
líma til þess að reyna að fs*
páfastólinn í Róm til að viður-
kenna vesturlandamæri Pól-
lands, en árangurslaust tií
þessa. Á mó*i fékk kirkjara
fullt athafnafrelsi í trúmálutrs
og endurheimti ýms fyrri rétt-
indj sín á því sviði; er það al~
varlegast að aftur hefur vsriði
tekin upp trúarbragðakennsla x
skólum og annast kirkjan hana,
slík kennsla þekkist t.d. hvorki
í Frakklandi né Bandáríkjun-
um. Trúarbragðakennsla er í
síðasta tíma á daginn ög ráða
nemendur sjálfir hvort þeir
sækja þá tíma, en reynslan $
fyrravetur sýndi að 90% nem-
endanna sóttu trúarbragðatím-
ana. Þeir sem ekki sóttu tíma
urðu meira að segja fyrir á-
re'tni og ofsóknum trúaðra
manna í fyrstu; svo ógnarlegfe
og neikvætt er vald kaþólskii
kirkjunnar í Póllandi. _
Enda þótt þannig hafi verið
samið vopnahlé mi’Ii sósialista
og kaþólsku kirkjunnar í Pól-
landi, hljóta hin andlegu átölc
að halda áfram. Kaþólska
kirkjan reynir auðv.tað að
halda forustu sinni og áhrifum.
og í skjóli hennar starfa aftur-
haldsmenn sem þrá pólitisk:
völd á nýjan leik, Sósíalistar
horfast í augu við þá- staðreynd
að meirihluti Pólverja aðhyll-
ist kaþólska trú, þar á meðal
verulegur hluti af kjósendum
og e'ndregnum stuðningsmönn-
um Verkamannaflokksins og
jafnvel félagsmönnum hans.
Þeirri staðreynd verður aðeins
breytt með aukinni mehntun
og þekkingu, með þvi að sann-
færa. Þar bíður Verkamanna-
flokksins mikið verkefni1, ef
til vill það vandasamasta á leið
Póllands til sósíalisma.
Meðan höfuðklerkurinn gerði bæn sína krupu þúsundir manna
á torginu og gangstéttunum í kring.
Yngismeyjar i þjóðbúningum bera dýrlingalíkneskjur
í skrúðgöngunni.
ft
%