Þjóðviljinn - 28.08.1957, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 28.08.1957, Blaðsíða 6
_ ÞJÖÐVILJINN — Miðvikudagur 28. ágúst 1957 r------------------------------------------------ 10ÐVILJINN Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. — Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb), Sigurður Guðmundsson. — Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason. — Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Guðmundur Vigfússon, ívar H. Jónsson, Magnús Torfi Ólafsson, Sigurjón Jóhannsson. — Auglýs- Ingastjóri: Guðgeir Magnússon. — RitstJórn, afgreiðsla, auglýsingar, prent- smiðja: Skólavörðustíg 19. — Sími 17-500 (5 línur). — Áskriftarverð kr. 25 á man. í Reykjavík og nágrenni; kr. 22 annarsstaðar. — Lausasöluverð kr. 1.50. Prentsmiðja Þjóðviljans. J Gjaldeyrisöflun sfuncM af 'melra kappi en verii hefur um langf árahil Gcrhrcylt vinnuhrögð í sjávarútvegsmálniii eftir að íhaldið hrökklaðist úr valdastólnnum Vígvélarnar nýju Jj'réttastofa Sovétríkjanna hef- *• hefur nú skýrt frá tilraun .sem gerð hefur verið þar í Jandi með fjarstýrð flugskeyti, og greinir þar frá því að skeyti þessi séu orðin svo fullkomin að hægt sé að senda þau hvert á land sem er. Eru skeyti þessi hin geigvænlegustu hernaðar- vopn, með þe:m er hægt að senda kjarnorkusprengjur til hinna fjariægustu landa og beina þeim á ákveðna staði. Eftir þetta er ekkert land ó- hult, nú duga ekki lengur nein- ar herstöðvar, sem áttu að hafa það hlutverk að taka á móti sóknarþunga i styrjöld, skeyt- in fljúga yfir herstöðvarnar á þá staðj sem viðkvæmastir eru taldir, ef til styrjaldar kemur. Eru þesar staðreyndir ekki sízt umhugsunarefni fyrir ráðamenn í Bandaríkjunum, en Eandaríkjamenn losnuðu alger- lega við dauða og tortímingu siðustu heimsstyrjaldar í heimalandi sínu, og hafa lengi síðan byggt áætlanir sínar á því að unnt væri að forða heimaland'nu frá glötun í nýrri styrjöld með því að safna bækistöðvum úti um allan heim. jóðviljinn hefur margsinnis áður bent á þá staðreynd að þróun morðtóla og vígvéla hefur orðið slík á síðustu ár- um, að öll herfræði hefur ger- breytzt og gamlar hugmyndir á því sviði eru orðnar úrelt- ar. Með tilkomu vetn.'ssprengj- unnar eru a’lar ,,varnir“ í hernaði úr sögunni — 5—6 sprengjur nægja til þess að leggja allt Bretland í auðn, að því er núverandi hermálaráð- h-rrg landsins hefur sjálfur Ij’st yfir. Með tilkomu e’d- f'auganna er ekkert land ó- hult lengur, hið hugvits- samlega og margþætta her- s'öðvakerfj Bandaríkjanna er hrunið t;I grunna Allt þetta hlýtur að breyta afstöðu jafn- vel forstokkuðustu hernaðar- sinna, a.m.k. allra þeirra sem vilja binda afstöðu sína að ein- hverju leyti við staðreyndir. m það heyrist nú ekkert lcngur talað að íslending- um sé , vörn“ að hernámi lands'ns, enda hafa ekk; einu- s nni ráðamenn hemámsins sýnt minnstu ti’burði til þess að halda því fram að þeir te’ii hlutverk sitt að ,,vernda“ líf íslenzku þjóðarinnar ef til sfyrjaldar kæir.i. Hitt er vitað að iiernámsmenn ætluðu íslend- ingum það hlutverk að vera hjól í vígstöðvakerfi Banda- Tikjanna. herstöðvamar hér áttu að styrkja „hinar sam- e ginlegu varn:r“ eins og það var orðað — með öðrum orð- um, þær sprengjur sem hér kynnu að falla losnuðu Banda- ríkjamenn þó altént við sjálfir! Þetta er óíslenzk afstaða — þótt bandarískir leiðtogar hafi væntan!ega vel kunnað að meta fónifýsina; en hennar sér víða merki í greinum og ræð- um hernámsmanna. En jafn- vel þessi „hugsjón", að tefla fram tilveru fslendinga til varnar bandarískum stríðs- hagsmunum, stenzt nú ekki lengur með tilkomu h.nna lang- drægu eldflauga. Herstöðvam- ar eru einnig að glata hinu herfræðilega hlutverki sínu. Eldflaug sem send er frá ís- landi til Evrópu er aðeins and- artaki fljótarj en sú sem send er frá New York, og New York- búum er það engin huggun lengur að fyrst muni ósköpin dynja á íslandi og öðrum „út- varðs.stöðvum” bandarískrar styrjaldarstefnu. Rökþrot hernámsmanna eru orðin alger. Hins vegar þurfa ýmsir þeirra ekki á neinum rökum að halda, þeir eru aðeins þægir þjónar valda- manna fyrjr vestan haf: Ef Bandaríkin vilja hafa her- stöðvar hér er sjálfsagt að veita það, hvað sem líður lifs- hagsmunum íslendinga. Hins vegar hlýtur þróun hermálanna að verða til þess að Bandaríkj- unum skiljist að herstöðva- stefnan er haldlítil orðin; þar er miklu fó sóað til Htils styrj- aldargagns. Svo kann að fara að bandarísk stjórnarvöld sjái ekki lengur ástæðu t:l þess að manna víghreiður sín á ís- landi. Þá en fyrr ekkj, munu ýmsir leiðtogar Sjálfstæðis- flokksins falíast á að aflétja hernáminu! Tslenzka alþýða unir því hins -*• vegar ekki að það séu er- lendir valdsmenn sem ráðí ör- lögum hennar. Sú staðreynd verður Ijósari með hverjum degi sem liður að það er að- eins til ein vernd, sú að aldrei framar komi til styrjaldar. f stað eldflauga og vetnissprengja verður að koma friðsamleg sambúð, afvopnun og lausn allra deilumála við samninga- borð. Hver þjóð verður að leggja fram sinn skerf til þess að friðsamlegra verði í heimin- um, og það er hlutverk íslend- inga að stofna hér á nýjan leik hlutlaust friðarríki en gera morðtólin útlæg af landinu Með því tryggir þjóðin ekki að- eins framtíð sína og heilbrigt líf í Jandinu, heldur leggur og fram sjnn skerf til þess að draga úr viðsjám í. heiminum, þann eina skerf sem íslending- um er sæmandi. Það er vissu- lega timabært að hefja nú að nýju til fulls vegs þá stefnu sem samþykkt var á Alþingi fyrir rúmu ári og víkja herliði Bandaríkjanna af landi brolt ejns fljótt og kostur er. Morgunblaðið hefur að und- anförnu rætt mikið um gjald- eyrisöflun íslendinga og gefið i skyn að slælega hafi verið á þeim málum haldið hjá nú- verandi stjórn. Slíkur áróður kemur þó úr hörðustu átt. Stað- reyndin er sú að á sviði gjald- eyrisöflunar hafa orðið alger umskipti í íslenzkum efnahags- málum, vinnubrögðin nú stinga gersamlega í stúf við ástandið i valdatið ihaldsins, meðan Ólafur Thors var sjávarútvegs- málaráðherra. Hvernig var ástandið? Morgunblað.ð skákar i því skjólinu að’ fólk gleymi fljótt. íslendingar munu þó ekki haíá gleymt því, að svo til allan janúar í fyrra var bátaflotinn stöðvaður vegna ráðieysis í- haldsins og töpuðust v:ð það tugir milljóna í gjaldeyri. Ekki hefur fólk heldur gleymt því að í valdatíð ihaldsins stöðvað- ist síldarflotinn í Faxaflóa ein- att 2—3 sinnum á ári vegna þess að ríkisstjórnin var þess ekki rnegnug — vegna úrræða- leysis og viljaleysis — að halda flotanum gangandi. Öll síðustu árin sem íhaldsstjórnin var við völd lágu að jafnaði 2—5 tog- arar í reiðileysi í höfnum, ó- notaðir; sumir hér í Reykja- víkurhöfn mánuðum saman fyr- ir framan augun á ráðherr- um íhaldsins, sem ekkert gátu og ekkert gerðu til að tryggja það að mikilvægustu gjald- ejrrisöflUnartæki þjóðarinnar væru starfrækt. Þannig var gjaldeyrisöflunin í valdatíð íhaldsins. Hvað hefur breytzt? ekki ejnn ejnasti' þeirra hefur legið í reiðileysi eins og tíðk- aðist í valdatíð ihaldsíns. Og vinnsla aflans í landi hefur einnig verið víðtækari en nokkru sinni fyrr. Hvað er fram- undan? Þá hefur sjávarútvegsmála- ráðherra hafið stórfelldan und- irbúning að mikilli framleiðslu- aukningu í sjávarútvegi. Hafin er veruleg smíði á fiskiskipum innanlands og nýtur hún sér- staks stuðnings ríkisvaldsins. Verið er að smíða i Austur- þýzkalandi 17 stór fiskiskip, stálskip, sem munu auka að mun framleiðslugetu íslend- inga. Útvegað hefur verið fé til að ljúka við stærstu og þýð- ingarmestu frystihúsin sem voru févana i valdatíð íhalds- ins, frystihúsin á Akureyri, Hafnarfirði, fsafirði, Seyðis- firði og Sauðárkróki. Búið er að undirbúa tjl hlítar kaup 15 nýrra togara og tilboðin um smíði þeirra eru óðum að ber- ast. Aukin framleiðsla undirstaðan Það er stefna Alþýðubanda- þagsins og núverandi ríkis>- stjórnar að bæta úr gjaldeyris- skortinum með aukinni fram- leiðslu Þrátt fyrir alvarlegt aflaleysi á vertíð og rýra síld- veiði eru góðar horfur á að gjaldeyristekjur landsmanna af fiskveiðum verði meiri í ár en nokkru sinni fyrr, og er það einvörðungu að þakka hin- um stórbættu vinnubrögðum stjómarvaldanna. Framleiðsl- an mun síðan vaxa eftjr því sem ný tæki bætast við, hún verður tryggð með stækkun landhelginnar sem sjávarút- vegsmálaráðherra hefur nú undirbúið vandlega Einnig er það mikilvægt að kjör sjó- manna hafa verið bætt til muna fyrir tilsOli núverandi stjórn- ar, en eðlilegir atvinnuhættir í landinu eru að sjálfsögðu háðir því að landsmenn sjálf- ir stundi framleiðslustörf sín en ekki þurfi að flytja inn út- lend’nga til þeirra og eyða til dýrmætum gjaldeyri. Þegar í vor sást árangurinn af ger- breyttum vinnubrögðum á þessu sviði, er flejri íslend- ingar buðust til síldveiða en flotinn gat tekið við, og sú þróun þarf að halda áfram. Tvær leiðir Stefna núverandi stjómar á þessu svjði er í fyllstu andstöðu við h:n neikvæðu vinnubrögð íhaldsins. Ekki aðeins afrækti sá f.’okkur sjávarútveginn með- an hann fór með völd, þannig að gjaldeyristekjurnar skert- ust stórlega ár hvert, heldur hafa forsprakkar flokksins snú- izt gegn aukningu útgerðarinn- ar. í valdatið Ólafs Thors var ekki samið um kaup á einum einasta nýjum togara — hins vegar voru fluttir inn 5.000 lúxusbílar. íha’dið hefur snú- izt gegn öllum aðgerðum og fyrirætlunum núverandi stjórn- ar um kaup á nýjum fram- leiðslutækjum, og í skriíum Morgunblaðsins um gjaldeyris- mál kveður aðeins við nei- kvæðan tón: það verður að lóta gjaldeyrinn nægja með því að skera niður neyzluna, með vöruskorti eða gengislækkun. Um þessar tvær leiðir á þjóðin að velja; þá jákvæðu stefnu að nýta framleiðslutæk- in til fu’ls og stórauka fram- leiðsluna, eða hina ne kvæðu íhaldsstefnu að afrækja at- vinnuvegi þjóðarinnar og jafna metin með gengislækkun eða öðrum hliðstæðum ráðstöfun- um. • Siðan Lúðvík Jósepsson tók við störfum sjávarútvegsmála-’®' ráðherra hefur ekki orðið stöðvun á rekstri báta og tog- ara einn einasta. dag vegna ó- samkomulags við stjórnarvöld- in. Allur floti íslendinga hefur getað stundað veiðar hindr- unarlaust, og breyting’n hefur einnig komið í ljós í verki. Þátttaka í síðustu vetrarver- tíð var meiri en nokkru sinni áður og veiðar voru stundaðar allan tímann. Að lokinni vetrar- vertíð var hafizt handa um sérstakt úthald á vorsíldveíði, sem margir bátar tóku þátt í; var síld sú sem þannig veidd- ist fryst til útflutnings eða tekin í bræðslu. Var þetta al- ger nýung og færði þó nokkra gjaldeyrisuppbót. Þátttaka í sumarsíldveiðinni varð svo fjórðungi meirj en í fyrra. Og um þessar mundir er mjög al- menn þátttaka fiskibáta um land allt i reknetaveiði, miklu viðtækari en verið hefur í mörg ár. Allir togarar lands- manna hafa verið starfræktir, : UT$MX á karlmannafötum, kvenkápum dröktum, stuttjökkum o.fl. Klæðaverzlun Andrésar Andréssonar

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.