Þjóðviljinn - 24.09.1957, Page 3

Þjóðviljinn - 24.09.1957, Page 3
----Þriðjudagur 24. september 1957 — ÞJÓÐVILJINN — (3 Er íholdið oð hóto oð gero kærufrestiitn oð morkleysu? Morgunblaðið er ennþá að burðast við að verja þá árás íhaldsins á Reykvíkinga að jafna niður í útsvörum 6.9 miH.i. kr bærri upphæð en heimilt var. Öll er þó vörn blaðsins í molum enda einvörðungu byggð á útúrsnúningum og blekking- um. í fyrradag segir Morgun- blaðið meðal annars í þessu sambandi að útsvarsupphæðin hafi verið innan löglegra marka „þegar niðurjöfnunarnefnd lýkur störfum". Og Morgunblaðið rökstyður kenningu sína með því að' „auðvitað bar að miða við þessa upphæð (þ.e. 198.1 millj.) seni jafnað var niður, því það er hún sem kemur til inn- heimtu hjá gjaldendum og engin önnur“ eins og blaðið kemst að orði. Hér er reynt að fela þá staðreynd að farið var fram úr iöglegri útsvarsupphæð vjð niðurjöfnunjna 10. júlí sem nam kr. 6.938.850.00. Þá er einn- ig því mikilsverða atriði stung- ið undir stól, að félagsmála- ráðuneytið úrskurðaði niður- jöfnunina ólögmæta, fyrst og fremst á þeirri forsendu, að ekki hafði verið leyfilegt að fara fram úr 199.4 millj kr. en það var sú uppliæð sem sótt var um heimild fyrir og ráðuneytið Ieyfði. Félagsmálaráðuneytið féllst elcki á þann skilning nið- urjöfnunamefndar og bæj- arstjórnarmeirihlutans að heimilt hefði verið að jafna niður 6.9 millj. kr. hærri upphæð til lækkunar við kærur og umkvartanir I*vert á móti kvað ráðuneí’t- ið upp þann úrskurð að 5— 10% álagið væri ekki að- eins ætlað til innheimtuvan- halda heldur „til að mæta bvers konar vanhöldum, hvort sem þau nú verða til við úrskurðun útsvarskæra við uinheinituna eða vegna annarra atvika“. Þannig er komizt að orði í úrskurði ráðuneytisins En hvað varðar Morgunblaðið um það. Úrskurðurinn er hvort sem er „eintóm endileysa“ samkvæmt umsögn Morgun- blaðsins í fyrradag! En hvers vegna þorði þá ekki íhaldið að leita álits dóm- stóianna? Þeirrj spurn'ngu er enn ósvarað af hálfu þess. En svarið liggur þó í augum uppi: íhaldið vissi að niðurstaða ráðuneytisins var byggð á ör- uggum og óhrekjandi lögfræði- legum forsendum sem staðist hefðu fyrir hvaða dómstóli sem var. fhaldið heldur því fram í Morgunblaðinu í fyrradag að úrskurðurinn kveði ekki á um lækkun útsvaranna og segir í hlekkandi tón að „ekki einn einasti bæjarbúi eða gjald- andi geti grætt einn eyri“ á niðurstöðu ráðuneytisins, Rvað er að heyra þetta? Er ihaldið með þessu að hafa í hótunum um að gera kærufrestinn nýja að markleysu ofan á allar fyrri lögleysur sínar og ofbeldisað- gerðir gagnvart bæjarbúum? Er það að hóta að hafa að engu þær röksemdir, sem menn kunna nú að færa fram fyrir því að ranglega hafi verið á þá lagt? Ætlar íhaldið að bíta höfuð- ið af skömminni með því. að auglýsa kærufrest aðeins að formi til? Á að fullkomna árás þessa á rétt og hagsmuni Reyk- víkinga með því að ansa eng- um kærum eða kvörtunum sem berast kunna yfir nýju „út- svarsskránni“. Á „úthlutunin“ á 8.2 millj. e.t.v. ein að gilda? Við bíðum og sjáum hvað setu , en léleg er sú röksemda leiðsla Morgunblaðsins að úr- skurður ráðuneytisins hafi ekki krafizt neinnar lækkunar á útsvörunum, þegar einmitt úr- skurðurinn byggist á því að nær 7 millj. kr. of hárrj upp- hæð hafði verið jafnað niður og niðurjöfnunin er einmitt ó- gilt á þeirri forsendu. Aumur hlýtur sá mál- staður að vera sem ekkert ann- að hefur fram að færa en útúr- snúninga, ósannar staðhæfing- ar og haldlausar blekkingar. En slíkur er einmitt málstað- ur íhaldsins í útsyarsmálinu. WELLIT einangrunarefni Minníngarorð um Þorstein Ölafsson söðlasmið í Borgaroesi WELLIT þolir raka og fúnar ekki. WELLIT plötur eru mjög léttar og auðveldar í meðferð. VERÐ: 4 cm. þykkt: kr. 30.50 ferm. 5 cm. þykkt: kr. 35.70 ferm. WELLIT- p'ata 1 cm á þykkt einangrar jafnt og: 1.2 cm asfalteraður korkur 2.7 cm. tréullarplata 5.4 cm gjallull 5.5 cm tré 24 cm tígulsteinn 30 cm steinsteypa Birgðir fyrirliggjandi: Mars Traiding Ca. Klappai-stíg 20 - Sími 17373 CZECHOSLOVAK CERAMIC Prag, Tékkóslóvakíu Dansleikur Union kvintettinn heldur dansleik í Silfurtunglinu í kvöld kl. 9. Einstakt tækifæri til þess að sjá og heyra yngstu hljómsveit landsins leika og syngja. Didda Jóns syngur með hljómsveitinni Sala aðgöngumiða hefst kl. 8. Trvggið ykkur miða í tíma. Forðist þrengsli. Símar 1-96-11, 1-99-65, 1-84-57. • •«■»■■•«■■■■■■»••■»»»■•■■■•»■■*•»»■■**'»•■*•■■■■■■■■■ ■■■■«•■■■■•■■■■■■■■■■■■' Rafvirkjar Óskum eftir rafvirkja með meistararéttindi. Upplýsingar á Ásvallagötu 25, 3. hæð milli kl 7 og 8 í kvöld og annað kvöld. Sími 17-601. Hinn 14. september var til moldar borinn Þorsteinn Ól- afsson söðlasmiður í Borgar- nesi. Þorsteinn var einn hinna gömlu Borgnesinga; og stund- aði þar söðlasmíði þar til hann tapaði sjóninni, og varð að hætta starfi. Hann stundaði handverk sitt af alúð og kappi og vann hug þeirra sem hon- um kynntust, — var greið- vikinn og hjálpsamur, og með fádæmum raungóður ef til hans var leitað, ótortrygginn var hann og framkallaði beztu eiginleika þeirra sem hann umgekkst, — ljúfur og alúð- legur, síglaður og viðmótsþýð- ur. Þorsteinn var róttækur í skoðunum, og lét. ekki af sannfæringu sinni; var í Kommúnistaflokki Borgarness^, og í Sameiningarflokki Al- þýðu- Sósíalistaflokknum frá 1938 til dauðadags. Hann trúðj á samtök alþýð- unnar til réttlátra þjóðfélags- umbóta; alþýðuhugsjónin gagntók huga hans, og var hann ávallt hinn trausti og hjálpsami félagi. Hann þráði ekki stöður, metorð né völd handa sjálfum sér, en aðeins betri lífkjör öryggi og atvinnu fyrir alþýðuna, og taldi að al- þýðan gæti með samtölcum sín- um búið sér betri lífslcjör og batnandi afkomu, og að hið stórvirka vélaafl ætti að fram- leiða þær nauðsvmjar, sem hver og einn þarfnast. -— Við félagar hans í Borgarnesi minnumst hans og þökkum honum traust og ógleyman- legt samstarf og vitum a.ð heitasta ósk hans er að al- þýðan standi einhuga saman um hina stóru réttlætishug- sjón. Þrátt fyrir liina um- deildu stjórmnálaskoðun, —. sósíalismann, — átti Þorsteinn alla að vinum, sem góður drengur. — Undir niðri er ástin og virðingin á þeim, sem treystir á göfugan málstað, til að bæta og fegra mannlíf- ið. Þorsteinn Ólafsson -— þess- ar fáu línur eru hinzta kveðja til þín frá sósíalistafélögum þínum í Borgarnesi. Friður guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Jónas Kristjánsson. V e 5 r i S 1 dag er veðurspáin svohljóð- andi: Hægviðri, skýjað með köflum, víðast úrkomulaust. — Þetta er sem sagt góðviðrisspá, sem vonandi rætist fulllcomlega. Klukkan 9 í gærmorgun voru S 2 vindstig hér í Reykjavík, hiti 5 stig og loftvog 1020, 7 mb„ og klukkan 18 voru V 4, hiti 8 stig, loftvog 1022, 3 mh. Mestur hiti hér í gær var 9 stig, en mestur hiti á öllu land- inu 10 stig á Sauðárkróki og Akureyri. Kaldast var í fyrri- nótt á Eyrarbalcka og Þingvöll- um, þar var tveggja stiga frost. Hiti á nokkrum stöðum kl. 18 í gær: Kaupmannahöfn 11 stig, Stokkliólmur 7, Osló 10. Lon- don 14, New York 21 og Þórs- I höfn 8. jS.Q.T. Félagsvistin góðkunna hefst í G.T.-húsinu n.k. föstudagskvöld. Uppboð verður haldið að Klömbrum við Rauðarárstíg hér í bænum, miðvikudaginn 2. október n.k., kl. 2 e h. Seldur verður hestur tilheyrandi dánarbúi Sveins Jónssonar, Ásbúð hér í bænum. Greiðsla fari fram við hamarshögg. Borgarfógetinn í Reykjavík Frá Sjúki asamlaginu Frá og með 1. nóv. n. k. hættir Hjalti Þórar- insson, læknir, að gegna heimilislæknisstörfum fyrir Sjúkrasamlagið vegna læknisstarfa hans í Landspítalanum. Þess vegna þui’fa allir þeir, sem hafa hann fyrir heimilislækni, að koma í afgreiðslu sam- lagsins, Tryggvagötu 28, með samlagsbækur sín- ar, fyrir lok október-mánaöar, til þess að veija sér lækni í hans stað. Skrá yfir samlagslækna þá, sem velja má um, liggur frammi í samlaginu. Sjúkrasamlag Reykavíkur Bifreið til sölu Ford-vörubifreið, gömul, er til sölu nú þegar Á bifreiðinni er 6 manna hús ásamt vörupalli með háum, sterkum skjólhliðum. Nánari upplýsingar um sölu bifreiðarinnar gefur Albert Jóhannesson bifreiðastjóri, Vífilstaðahæli. Skrifstofa ríkisspítalanna

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.