Þjóðviljinn - 25.09.1957, Síða 6

Þjóðviljinn - 25.09.1957, Síða 6
6) — ÞJÓÐVILJTNN — Miðvikudagur 25. september 1957- ' pIÓÐVILJINN Útirefandl: Samelnlngarflokkur alþýðu — Sósialistaflokkurlnn. — Eitstlórar; Magnús KJartansson (6bV Sigurður Ouðmundsson. — Préttaritstjóri: Jón BJarnason. — Blaðamenn: Ásmundur Slgurjónsson, Quðmundur Vigfússon, ívar H. Jónsson, Magnús Torfi Ólaísson, Sigurjón Jóhannsson. — Auglýs- lngastjórl: Guðgeir Magnússon. — Ritstjórn, afgrelðsla, auglýslngar, prent- amiðja: Skólavörðustíg 19. — Sími 17-500 (5 línur). — Askriftarverð kr, 25 A í Reykjavík og nágrenni; kr. 22 annarsstaðar. — Lausasöluverð kr. 1:50. Prentsmlðja Þjóðviijans. Ofstæki í áróðurspotti Mog«a Eitt það atriði í áróðri þýzka nazismans og bandarískra *1 stjórnarvaida sem Sjálfstæðis- flokkurinn hefur gleypt og not- ar síðan við öll tækifæri er ■ að kaila alla andstæðinga sína kommúnista, ef það er álitið hepp'legt í það og það skipt- ' ið. Morgunblaðið hefur löngum < ■ brupðið þessu fyrir sig, en frá því að núverandi aðalritstjóri tók að setja ofstækismark sitt á ellan áróður blaðsins, hefur þess konar hugtakafölsun komizt þar í algleyming Það kann að ganga í ýmsa ókunn- uga að menn eins og Finnbogi R. Valdimarsson og Hannibal Valdimarsson megi heita „kommúnistar“ enda þótt ' hvorugur hafi nokkru sinni verið í neinum kommúnista- samfökum og aldrei farið dult ■ méð stjórnmálaskoðanir sínar. En þess má minnast að einu • sinni voru Jón Baldvinsson, Haraldur Guðmundsson, Vil- 'inundur Jónsson, og aðrir slík- ir erkibolsar og kommúnistar á máli Morgunblaðsins. Og • skyldu ekki jafnvel saklaus- •• ustu lesendur Morgunblaðsins hafa verið dálítið hissa þegar 'Svo heitt og ofstækt varð í á- róðrinum hjá Bjama að meira 'ít að seeja Hérmann Jónasson ivar eiginlega orðinn „kommún- isti“ og ríkisstjórn hans orðin • i einu og öllu hliðstæð stjórn i- Kadars í Ungverj alandi. Ef trúa skyldi Morgunblaðinu ; værU ,,kommúnistar“ á ís- landi enginn smáræðis flokkur, og ékki ér hann minni erlendis. * Hváð eftir annað heita allir RúsSar, allir Kínverjar og all- 'ir íbúar Austur-Evrópuríkja ;,kommúnistar“ á máli Morgun- blaðsms. Og mun það þó nökkuð ríflega til tekið. Hitt er enn furðulegra, að hið hlut- Að því var vikið í grein hér í blaðinu nýlega hve verka- lýðshreyfingin væri illa á vegi stödd með könnun og ritun sogu sinnar, og því haldið fram að svo mætti ekki lengur til langa Opnun Árbæjarsafnsins sem nefnt hefur verið vísir að byggðasafni Reykjavíkur ný- ' Skipan skjalasafns Reykjavík- ur í aðgengilegra horf og sam- þykkt bæjarstjórnar um að efnt skuli til könnunar og rit- unar á sögu Reykjavíkur ber allt vitni vaxandi skilningi á gildi sögu og minja fyrir samtíð og framtíð, Er þess að vænta að framkvæmd þeirra mála verði í framtíðinni hafin yfir flokkadeilur og smásálar- skap. ¥>annsókn á sögu Reykjavíkur ■■■*• og söfnun sögulegra minja er ínikið nauðsynjaverk og lausa Ríkisútvarp skuli falla fyrir sömu freistingunni. og vara sig ekki á hve áróðurs- kennt það útvarpsefni er sem íslenzka fréttastofan notar að- allega. Þannig var stagazt á því dag eftir dag í haust að „kommúnistar" væru að taka völdin í Sýrlandi, að „komm- únistar“ hefðu orðið öll ráð í sýrlenzka hernum o. s frv., sem að sjálfsögðu er hreint slúður, en passaði í áróðurs- kram brezku íhaldsstjómarinn- ar um þær mundir. Fréttastof- an fiaskar oft á því að taka þannig áróðursorðbragð í frétt- ir, er jafngildir fréttafölsun. Jafnt Göbbels og bandarísk á- róðursfyrirtæki nota „kom- múnistanafngiftina“ til að hræða fólk, sem enga hugmynd hefur um hvað kommúnismi er, í því skyni að vinna að afturhaldsmarkmiðum heima fyrir. Þýzku nazistamir höfðu þennan áróður að yfirvarpi til að banna ekki einungis Komm- únistaflokkinn þýzka heldur einnig allar róttækar og frjáls- lyndar félagshreyfingar í Þýzkalandi og setja upp grimmdarstjórn og blóðveldi. Þegar Bjarni Benediktsson hlakkar yf:r því fyrir nokkrum dögum að Adenauer hafi unnið mikinn kosningasigur á „kom- múnistum“, en sá „sigur“ var fenginn með því að banna starfsemi kommúnista með lög- gjöf, gæti það bent til þess hvernig sá ofstækismaður hugs- ar sér að vinna „kosninga- sigra“ ef hann kæmist í valda- aðstöðu og upp í völdin virðist hanu hugsa sér að fljóta á samskonar fáránlegum áróðri og hugtakabrenglum og Hitler beitti forðum, eins og bezt kemur fram í brúkun hans á kommúnistagrýlunni. minjar þarf að verða byggt á svo traustum grunni, að traust veki meóal borgaranna almennt, og mun þá ekki þurfa að kvíða samstöðu um þau verkefni, án tillits til þess hvernig menn skiptast í skoðanahópa, en ein- m;tt sú samstaða er trygging þess að stofnanir eins og minjasafn nái tilgangi sínum. Ekki mun deilt um nauðsyn þess að koma upp Reykjavík- ursafni, er sýni og skýri nátt- úru staðarins og landshlutans, sögu Reykjavíkur, atvinnuvegi borgarbúa, og aðra þætti hins fjölbreytta mannlífs höfuðstað- arins. Slíkt safn þarf að verða með þeim hætti að það yrði stolt allra Reykvíkinga eitt það sem sjálegast væri og markverðast jafnt fyrir gesti og æskuna sem elst upp í borg- inni. Hér er mikið verkefni, og sé unnið þaniiig að því, að um íhaldið í síðasta hefti Vinnunnar, málgagns A.S.Í., er birt for- ustugrein sú sem hér fer á eftir: lijórnarandstuðan hef'. vilj að telja íólki trú um, að rík- isstjórninm hafi ekki tek'zt að ná því samstarfi við verka- lýðssamtökin, sem hún ein- setti sér í upphafi og taldi sig hafa náð. Stjórnarandstaðan heldur því fram. að allt hafi logað í verk- föllum, enda hefui hún gengið ötullega fram í hverskonar á- róðri fyrir verkföllum, svo illa sem þau föt fara þó íhaldssöm- um atvinnurekendaflokki. Og hver hefur svo verkfalls- uppskera stjórnarandsteðunnar orðið? Staðreyndirnar eru þessar: Af þeim 158 félögum Alþýðu- sambands íslands er telja um 30 þúsund meðlimt hafa 6 gert. verkfall, eða um 600 manns. Önnur félög hafa haldið kyrru fyrir. Félögin, sem gert hafa /erkfall á ár.inu eru þessi (í svigum félagatala): Bakara- sveinafélag íslands (49) Félag ?sli atvinnuflugmanna (49). Flugvirkjafélag íslands (58), Félag faglærðra framreiðslu- manna (þ.e. þeir þeirra. sem vinna á kaupskipum, en þeir munu um 20 talsins), og Sjó- mannafélag Reykjavíku.r (Þ.e. hásetar á kaupskipum sem munu urn 350 talsins) Sam- tals gerir þetta 526 menn, er gert hafa verkfall af félags- mönnum þessara 5 félaga. Og öll eru félög þessi í Reykja- vík, en utan Reykjavíkur má heita, að ríkt hafi alger vinnu- friður Sjómannadeild Verka- lýðsfélags Akraness mun að vísu hafa gert vinnustöðvun út af kjörum bátasjómánna, en þar var um tiltölulega fámenn- an hóp að ræða. Yfirmennirnir á kaupskipun- um sem gerðu verkfall, eru um 200 talsins, en þeúra sam- tök eru ekki í ASÍ, heldur í Farmanna og fiskimannsam- bandi íslands. Hins vegar hafa ýmis félög náð nýjum samningum án upp- það sé tryggð samstaða allra borgaranna, er víst að úr þeim vísi sem nú er að vaxa á eftir að rísa gagnmerk stofnur eða stoínanir. au rit sem nú eru til um sögu Reykjavíkur eru held- ur léleg sagnfræði og ótrú.'ega erfitt á þeirn að byggja, jafnvel um þær staðreyndú- sem látið hafa eftir sig óyggjandi heim- ild í skjalasöfnum. Þeim mun me'.ri þörf er á, að við könnun og ritun á sögu Reykjavíkur sé nú hafizt handa með vandaðr' sagnfræðilegri heimildarann- sókn og ritun hinnar nýju sögu ekki flaustrað af heldur unnin svo að það verk standi. Reykjavík hefu.’ vax:ð geysiört á síðustu áratugum — Ci,is og líka verkalýðshreyfingin — og ritun sögu hennar er ekki á- hlaupaverk, en það er nauð- synjaverk sem þarf að vinna næstu árin og þó það kosti áratug. ''lT'-'Xíií'- og verkföllin sagnar, og hefur þá stundum munað litlu, að til verkfalls kæmi T. d átti verkfall prent- ara að hefjast kl. 12 á mið- nætti en samningar náðust snemma næsta morguns íhaldsblöðin gera hins vegar lítinn greinarmun á því, hvort um samningsuppsögn eða vinnustöðvun er að ræða. Hvort tveggja heitir á máli þeirra að rjúfa vinnufriðinn. En hvað sem þe'm áróðri líð- ur, liggja staðreyndirnar hér Ijósar fyrir: 5—600 manns í 6 verkalýðsfélögum hafs gert verkfall á árinu, en 152 félög með um 29.500 mauns innan sinna vébanda hafa haldið vinnufriðinn samkvæmt ósk ríldsstjórnarinnar. Það er vissulegp rétt, að rík- isstjórnin lofaði því við valda- töKu sína, að hún mundi hafa náið samráð við stéttasamtök- in, Alþýðusan.'^nd íslands og Stéttasamband oænda og eng-*- ar róttækar ráðstafanir gera í efnahagsmálum án ^amráðs við þær. Þetta hefui ríkis- stjórnin sannarlega efnt.. Ráð- stafanir þær, er gerðar voru um s.l. áramót í efnahagsmál- um, voru bomar undir fyrrnefnd stéttasamtök og BSRB að auki. Stéttasamtökin lofuðu því á móti að he;ta á félög sín að halda vinnufriðinn. meðan séð væri hvernig ráðstafanir rík- isstjórnarinnar reyndust Þessi loforð hafa verkalýðs- samtökin þannig líka efnt á hinn drengilegasta hátt Það var athyglisvert, þegar atvinnurekendur buðu Iðju, félagi verksmiðjufólks kaup- hækkun að fyrrabragði. var nýtt í sögunni, en engum duldist sá pólitíski keimur sem af því var. Þetta átti að verða til þess að koma almennri kauphækkunarskriðu af stað og helzt af öllu að fella stjórn- ina En hvorugt gerðist. — Verkalýðsfélögin fögnuðu þess- um auðfengna sigri láglauna- fólksins í Iðju, en vildu sjálf ákveða sér tímann, hvenær þau teldu rétt að gera kröfur um almennar launahækkanir í laadinu. En þegar verkfræðingar og síðar hálaunaðir flugstjórar boðuðu verkfa’l, brostu menn í kampinn. Og þegar svo skip- stjórar og aðrir yfirmenn kaup- skipaflotans fóru nokkru se'nna i kjölfarið — ailt saman menn með hærr, laun en ráðherrar — þá sáu menn hvers konar verkföll hér voru á ferðinni. Vissulega al't annars eðlis en þau verkföll sem verka- monn gera, til bcss að ekki sjái á börrunum þeirra Það segir líka sína sögu, að einn aðalforustumaður flug- stjóraverkfal'sins var tengda- sonur formanns stjórnarand- stöðunnar. Og forseti Far- manna- og fiskimannasambands íslands er einn af varaþing- mönnum Sjálfsta’ðisflokksins, sem nú er í stjórnarandstöðu. Yfirmannaverkfall'ð á kaup- skipaflotanum varð hart og langt verkfall. Það stóð í 6 vikur Langt vai það vegna þess að ætlunin var að knýja fram eins mikla kauphækkun fyrir hina hálaunuðu skipstjóré og fyrir .3. stýrimenn og aðstoð- arvélstjórana. N.ðurstaðan varð svo. sú .að þeir hæstlaunuðu fengu enga grunnkaupshækkun, en aðstoð- arvélstjórar og loftskeytamenn fengu 14% grunnkaupshækkun.' Auk þess fengu allir f.ulla við- urkenningu á 8 stunda vinnu- degi og loíorð fyrir jafn hag- kvæmum lífeyrissjóðsrét,tindum og sjómenn á skipum ríkisins og SÍ.S höfðu notð. Við lok deilunnar gerðu skipafé’ögin þá kröfu til ríkis- stjórnarinnar, að húh héti þeim farmgjaldahækkui, sem nemi þeim tilkostnaðarauka, ec þau hefðu vegna hinna nýju kjarasamn’nga. Þessu neitaði ríkisstjómirt, en að samkomulagi varð að nokkrar breytingar yrðu gerð- ar skipafélögunum í hag og verða þær veittar þannig að sem minnst áhrif hafi á verð- lag í landinu. H:nir nýju samningar við kaupskipaflotann gilda í eitt og hálft ár. Er nú ekki vitað hvað? for- stjóraverkfölí munu koraa næst (það mun verða IjTja- fræðingaverkfall), en svo mik- ið er víst, að verkafólkið lítur slik upphlaup allt öðrum aug- um, en þá lífskjarabaaáttu fá- tækra erfiðismanna, sem hér hefur orðið að heyja á undan- förnum áratugum undir rnerki Alþýðusambands íslands, og á- vallt gegn harðri andsíöðú þeirra manna og þjóðfélags- afla sem nú standa fyrir verk- föllum háiaunamanna. Listaverk flutt héðan loftleiðis Svo sem áður hefur verið getið í fréttum blaðsins taka 19 íslenzkir listamenn þátt í norrænu myndlistarsýningunni, sem opnuð verður í Gantaborg 12. okt. n.k. Vegna þess þurfti að senda héðan til Gautaborg- ar um 78 listaverk, málverk, höggmyndir, vefnað, steint gler og svartlist. Hingað til hafa slíkar sýn- ingardeildir jafnan verið send- ar landa í milli með skipum, en að þessu sinni ákváðu for- ráðamenn íslenzku deildarirm- ar að láta flytja alla sýningar- munina loftleiðis, þar sem það* var talið hagkvæmam. Fyrsta sendingin fór liéðan með flugvél Loftleiða 19. sept. s.l. til Gautaborgar óg í gær- morgun hin síðasta með Heklu. Framhald á 10. síðu. Afda í Nýja Ipéi Nýja bíó byrjar bráðlega sýn- ingar á óperukvikmyndinni Aida, ítalsk-amerískri kvikmynd. sem byggð er á samnefndri óperu eftir Verdi. Er þetta talin mesta óperumynd sem enn hefur verið gerð. Aðalleikendur eru Sojthia Loren og Luciano Della Marra, en aðalsöngvarar Renata Te- baldi, Ebe Stignani, Giuseppe Campora, Gino Bechj. Þetta^.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.