Þjóðviljinn - 05.10.1957, Blaðsíða 3
Laugardagur 5. október 1957 — ÞJÓÐVILJINN — (3
Ráðstafanir séu gerðar til að
eyða óþef Klettsverksmiðju
Níu ár liðin síðan fyrst var lagt fyrir
verksmiðjuna að ráða bót á þessu
„Bæjarstjórnin ákveður að setja það skilyrði fyrir á-
framhaldandi starfrækslu fiskimjölsverksmiðjunnar við
Köllunarklettsveg, að fyrirtækið fallist á aö heilbrigðis-
nefnd og borgarlækni sé heimilt að hafa forgöngu og
framkvæmdir á hendi um fullnægjandi ráðstafanir til
eyðingar á ólykfc þeirri, er leggur frá reyk þeim er mynd-
ast við þurrkun síldar- og fiskimjölsins. Það sé og skil-
yrði að verksmiðjan beri allan kostnað er leiðir af ráð-
stöfunum þessum“.
Framanskráða tillögu flutti
Guðmundur Vigfússon, bæjar-
fulltrúi sósíalista, á fundi bæj-
arstjórnar Reykjavíkur í fyrra-
dag.
Óbreytt ástand i 9 ár
í framsöguræðu sinni benti
Guðmundur á að um þessar
mundir væri leígumáli um lóð
síldar- og fiskimjölsverksmiðj-
unnar við Köllunarklettsveg út-
runninn. Rakti hann síðan þær
upplýsingarl sem fram hefðu
komið um þetta mál á fundi
heilbrigðisnefndar seint í sl.
mánuði, en þær eru í stuttu máli
þessar:
Á fundi sínum 1. júní 1948
sámþykkti heilbrigðisnefnd, að
hún gætj því aðeins fallizt á
að starfræksla færi fram í Síld-
ar- og fiskimjölsverksmiðjunni
við Köllunarklett, að við bygg-
ingu og rekstur verksmiðjunnar
yrði m.a. þessum skilyrðum full-
nægt: „Að gerðar séu þegar í
stað fullnægjandi ráðstafanir til
eyðingu á ólykt frá reyk, sem
myndast við þurrkun síldar- og
fiskimjölsins. Verksmiðjunni sé
settur þriggja mánaða frestur
til þess að koma þessum tækj-
um fyrir. Á meðan sé rekstrin-
um hagað þannig, að tryggt sé
að ekki leggi reyk né óiykt
yfir bæinn frá verksmiðjunji".
Jafnframt tók nefndin fram:
„Heilbrigðfisnefnd ákveður
hverju sinni um útbúnað og
Tekstur verksmiðjunnar ,varð-
andi þrifnað og hollustuhætti
og getur krafizt stöðvunar á
rekstri hennar, ef rit af er
brugðið".
Framangreint skilyrði nefnd-
arinnar um fulinægjandi ráð-
stafan:r til eyðingar á ólykt
frá reyk, hefur verksmiðjan ekki
uppfyilt, þótt heilbrigðiseftirlit-
ið hafi ár eftir ár gert ítrekað-
ar kröfur hér að lútandi. Það
skal tekið fram að verksmiðj-
an gerði fyrir um tveim árum
tilraun í umræddu skyni, en
árangurinn varð lítill. Ástæða er
þó til að ætla, að verulegs á-
rangurs megi vænta af aðferð-
um, sem enn hafa ekki verið
F'erðafélai?
íslands
fer skemmtiferð næstkom-
aridi sunnudag vestur í Gull-
borgarhraun til að skoða
hella þá er þar fundust í
sumar. Leiðsögumaður verð-
ur Gísli Gestsson, safnvörður.
Lagt verður af stað kl. 8 á
sunnudagsmorgun frá Aust-
urvelli. Farmlðar seldir í
skrifstofu félagsins Túngötu J
5 til klukkan 12 á laugardag. j
reyndar hér.
Enn verða bæjarbúar fyrir
meiri ög minni óþægindum
vegna ólyktar frá síldar-og fiski-
mjöisverksmiðjunni og stórt í-
búðarnverfi er að risa upp í
nágrenni við verksmiðjuna. Heil-
brjgðisnefnd beinir því þeim
eindregnu tilmælum til bæjar-
ráðs að það framlengi ekki um-
ræddan leigumála um lóðir við
verksmiðjuna, fyrr en hún hef-
ur að dómi nefndarinnar, levst
framangreint vandamál á við-
unandi hátt. Þá vill heilbrigðis-
nefnd ennfremur benda á að
skv. bréfi fiskimjölsverksmiðj-
unnar til borgarstjórans í
Reykjavík dags. 25. jan. 1957 er
gert ráð fyrir mjög aukinni
starfsemi á lóðinni, m.a. bygg-
ingu stórrar mjölskemmu. Tel-
ur nefndin því rétt, þó ekki
liggi fyrir bein umsókn um þetta
atriði, að skipulagsnefnd fjalli
einnig utn málið.
Samþykkt var að hafa tvær
umræður um mál þetta og var
t.illögunni vísað til síðari um-
ræðu.
Jóhaim Briem
Framhald af 12. siðu
menn stofnað Nýja myndlistar-
félagið á sínum tíma, en starf
þess hefði lognazt útaf. Þessi
sýning er hin fimmta er Jó-
hann heldur hérlendis. —
Listasafn ríkisins hefur keypt
7 myndir er Jóhann Briem hef-
ur gert.
Sýningin verður opin frá kl.
Berklavarnardag-
urinn í Hafnarfirði
Hinn árlegi fjársöfnunardag-
ur SlBS er sunnudaginn 6. okt.
Berklavörn í Hafnarfirði hef-
ur ákveðið að taka upp þá ný-
breytni að selja kaffi í Alþýðu-
húsinu þann dag kl. 3-11.30
e.h.
1 trausti þess að nýbreytni
þessari verði vel tekið snýr
deildin sér til félagskvenna og
annarra er styrkja vildu þetta
starf með því að gefa kökur
eða annað er til þarf. Kökum
verður veitt móttaka í Alþýðu-
húsinu frá kl. 9 á sunnudags-
morguninn.
Formaður kaffisölunefndar
er frú Halldóra Aðalsteinsdótt-
ir, Austurgötu 16, sími 50571.
Deildin vill þakka þann vel-
vilja og stuðning, er hæjarbú-
ar hafa veitt henni undanfarin
ár og væntir þess að þeir komi
og kaupi kaffi í Alþýðuhúsinu'
á sunnudaginn kemur.
Mólaskólinn Mímir tíu óra
Nemendur skólans eru nú 400 til 600 ár-
lega og kennarar 10.
í haust eru 10 ár frá því Málaskólinn Mímir tók til
starfa. Stofnandi skólans var Halldór Dungal og bar
skólinn upphaflega nafnið Berlitzskólinn.
Skólinn var stofnaður með
það fyrir augum að veita
kennslu í tungumálum eftir
öðrum aðferðum en yfirleitt
tíðkast hérlendis og gera hið
lifandi mál að veigameiri þætti
í kennslunni en áður.
A fyrsta starfsári skólans
voru kennarar tveir og nemend-
ur sextíu yfir veturinn. Kenn-
arar eru nú 10. Nemendatala
er breytileg, en er frá 400—600
árlega. Halldór Dungal stjórn-
aði skólanum til 1953 en þá
urðu eigendaskipti og hefur
Einar Pálsson rekið skólann og
stjórnað síðan.
Það hefur frá upphafi verið
markmið forráðamanna skólans
að koma upp fullkominni
Fvlgi/l með verðlaginu
Til þess að almenningur eigi
auðveldara með að fylgjast með
vöruverði, birtir skrifstofan eft-
irfarandi skrá yfir útsöluverð
nokkurra vörutegunda í Reykja-
vik, eins og það var hinn 1. þ.m.
Verðmunurinn sem fram kem-
ur á nokkrum tegundanna, staf-
ar af mismunandi tegundum og
eða mismunandi innkaupsverði.
Nánari upplýsingar um vöru-
verð eru gefnar á skrifstofunni
eftir því sem tök eru á, og er
fólk hvatt til þess að spyrjast
fyrir, ef því þykir ástæða til.
Upplýsingasími skrifstofunn-
ar er 18336.
Fremri dálkurinn sýnir lægst-
aftari dálkurinn hæst útsölu-
verð pr. kg, ef ekki er annað
tekið fram:
IVIatvörur og nýlenduvörur.
Hveiti pr kg.
Rúgmjöl
Haframjöl
Hrisgrjón
Sagógrjón
1-10 e.h. dagana 5. til 12 þ.m. Kartöflumjöl
3.15— 3.30
2.75
3.60— 3.80
5.00— 5.10
5.00— 5.30
5.20— 5.85
Kako (kg. „Wessan-
en“) 250 gr. 10.85—11.40
Suðusúkkulaði 76.00—76.80
Molasykur 6.65— 8.05
Strásykur 5.50— 6.00
Kaffi br. og malað 44.40
Kaffibætir 21.00
Fiskibollur 1/1 dós 12.75
Kjötfars 16.50
Þvottaefni (teg. ,,Rinso“)
3.50 gr. 7.20— 7.90
(teg ,,Sparr“) 250 gr. 3.75
(teg. ,,Perla“) 250 gr 3.60— 365
(teg. ,,Geysir“) 250 gr. 3.05
.4
Landbúnaðarvörur o.fl.
Kindakjöt (Súpuk. 1. fl.) 24.65
Kartöflur (1. fl.) 1.40
Rjómabússmjör, niðurgr. 41.00
Sama óniðurgreitt 60.20
Samlagssmjör, niðurgr. 38.30
Sama óniðurgr. 57.30
Heimasmjör, niðurgr. 30.00
Sama óniðurgr. 48.80
Smjörlíki, niðurgr. 6.30
Sama. óniðurgr. 11.30
Egg', stimpluð 31.00
Egg, óstimpluð 28.00
Fiskur:
Þorskur, nýr, hausaður 2.95
ísa, ný, liausuð 3.40
Smálúða 8.00
Stórlúða 12.00
Saltfiskur 6.00
Fiskfars 9.50
Áve’xtir, nýir:
Appersínur, Sunkist 16.50—16.80
Grape-fruit 18.20
Bananar 1. fl. 17.70
Ýmsar vörur:
Olía til húsa pr. ltr. 0.86
Kol pr. tonn 650.00
Kol, ef selt er minna
en 250 kg. pr. 100 kg. 60.00
Semcnt pr. 50 kg. 31.55—31.75
Reykjavík 4. okt 1957.
Verðlagsst jórinn
kennslu í talmáli hverrar þjóð-
tungu og reyna að £á til kennsl-
unnar innlenda menn í hverju
máli, þ. e. a. s. Þjóðverja til að
kenna þýzku, Dana til að kenna
dönsku o.s.frv. Þetta he,fur
reynzt miklum erfiðlekum bund-
ið vegna þess að hér eru til-
tölulega fáir slíkir menn, sem
færir væru um að kenna, en
s.l. tvö ár hefur skólinn haft
mönnum á að skipa í öllum
þeim tungnmálum er kennd
voru, sem kenndu sitt eigið
móðurmál og tala það því eðli-
lega og án erlends hreims.
Núverandi kennarar skólans
eru þessir: David Evans, Erik
Sönderholm, Carol Kiiudsen,
Hermann Höhner, Pedro Riba,
Cesare Fiorese, Odd Didriksen,
Britta Björnsson, Baldur Ing-
ólfsson, Ingi Jóhannesson. og
Einar Pálsson.
Til skamms tíma hefur verið
hér tilfinnanleg vöntun á
kennslu í íslenzku fyrir útlend-
inga og var því íslenzkukennslu
bætt við í fyrra. Þar sem ekki
er til kennslubók í íslenzku, er
skólinn telur henta við talmáls-
kennslu, voru í skyndi samdir
nokkrir kaflar í fyrra, er not-
aðir voru við kennsluna, en
nú er verið að semja ítarlega
kennslubók á vegum skólans.
Skólinn nýtur engra stynkja
eða annarrar aðstoðar frá hinu
opinbera. Kennslugjald er kr.
400 fyrir fyrsta námskeið, 300
fyrir annað og 200 fyrir þriðja
en hvert námsskeið er 24 timar.
Frá brunanum er varð á Siglufirði nýlega. Til hægri á mynd-
inni sést lýsisgeymir SR og sést vel hve skammt er bilið milli
geymisins og hins brennandi húss. — Ljósm. Jóh. Jósepsson.
Messur á morgun
Fríkirkjan. Messa kl. 2. Séra
Þorsteinn Björnsson. Biblíulest-
ur kl. 11 f.h. — Bústaðapresta-
kall. Messa í Kópavogsskóla kl.
2. Séra Gunnar Ámason. —
Dómkirkjan. Messa kl. 2. Séra
Óskar J. Þorláksson. Síðdegis-
messa kl. 5. Séra Jón Auðuns.
— Hallgrímskirkja. Messa kl.
11 f.h. Séra Jakob Jónsson.
Ræðuefni: „Við ástvinar gröf‘.
Messa kl. 5 e.h. Séra Sigurjón
Þ. Árnason. Altarisganga.
Ihaldið . . .
Framhald af 12. síðu.
Gnoðarvogshúsunum felldar, af
bæjarfulltrúum íhaldsins. Fyrri
tillögunni greiddu 4 atkvæði
en 9 voru á móti, 8 íhalds-
fulltrúar og Gils Guðmundsson.
Varatillagan var felld með 8 at-
kvæðum gegn 5. Viðbótartillög-
unni var síðan vísað til bæjar-
ráðs með 8 atkvæðum gegn 1.
Skoða veiðarfæri
Hinn 7. þ.m. liefst í Hamborg
ráðstefna á vegum Matvæla-
stofnunar Sameinuðu þjóðanna
er fjalla mun um veiðaríæri,
gerð þeirra og notkuu svo og
fisUileit.
Stjórn Fiskifélags íslands á-
kvað að beita sér fyrir þátttöku
héðan í ráðstefnu þessari og
bauð til þess nokkrum starf-
andi skipstjórum víðsvegar að
af landinu. Voru þeir tilnefnd-
ir af stjórnum deildasambanda
Fiskifélagsins svo og af fiski-
félagsdeildunum í Reykjavík
og í Vestmannaeyjum og enn-
fremur af stjórn Fiskifélagsins.
Ennfremur eru fulltrúar frá
stjórn Fiskifélagsins. Hópur
þessi, alls 12 manns fór után í
gær og er ferðinni fyrst heitið
til Kaupmannahafnar en þar
verður skoðuð 2. Alþjóðlega
fiskiðnaðarsýningin sem þar
stendur nú yfir. Þaðan verður
svo haldið til Hamborgar n.k.
sunnudag.
Fararstjóri í ferð þessari er
Davíð Ólafsson, fiskimálastjóri.
(Frá Fiskifélagi íslands)