Þjóðviljinn - 11.10.1957, Síða 11

Þjóðviljinn - 11.10.1957, Síða 11
Föstudagur 11. október 1957 — ÞJÖÐVILJINN ~ (ll • • • • • • • • •' •' • • • • •'-' • • Leclc Fischer: af svölunum mínum minnir á fallegt landsiagskort, sem lífgað er upp með skærum grænum lit og litlum, kröpp- um bylgjum niðri viö bryggjuna þar sem ferjan er. Úr glugganum mínum sé ég yfir garöinn og þjóðveginn og alcrana. Ég er enginn náttúrudýrkandi, en ég fór í indæla gönguíerð í dag og rakst á snák, sem næstum var búinn að hræða úr mér líftöruna áöur er hann smaug inn í hindberjarunna í garði ókunnugs míahns. Ég mætti hundi, og ég sem þoli ekki hunda, várð' fyrir þeirri reynslu aö hann kom til mín og lét mig klóra sér í hnakkanum, rétt eins og hann vildi mér eitt- hvaö en gæti ekki komiö að því oröum. Gönguferðin hefði verið fullkornin ef ég hefði ekki mætt frú Baden, sem kom stikandi yfir garöinn í víðum, svörtum kjól með hvítum þríhyrnukraga. Þetta snið var notað í mínu urigdæmi viö jarðarfarir og silfurbrúökaup að vetrarlagi, enda virtist þessi kjóll hafa átt betri daga. Ég vona yður líði ágætlega hérna, kæra ungfrú Nider- mann. Hún tók undir handlegginn á mér og ságði kæra með uppskrúfaöri rödd. Líklega er Friðsældin í fjárkröggum. Annars væri þessi raddblær ekki nauð- synlegur. Hér er eitt-.herbergi með tveim bókaskápum og bleklausri blekbyttu. Ef ég hef einhvern tíma næði til, hefði ég gaman aö því að raða bókunum. Þeim var annars raöað eftir stærö. Þegar maður hefur séð frú Baden finnst manni þó ekki nema eölilegt og sjálf- sagt að þær standi einmitt þannig. Til allrar hamingju hafði ég meðferðis sjálfblékung og pappír og gat svarað bréfi húsbóndans. Það tók all- langan tíma. Kæri Tómas, skrifaði ég þvert yfir örk, vegna þess aö ég hef aldrei mátt notá þaö ávárþ og vegna þess að miöaldra stúlka getur haít gáman af glensi. Á eftir bætti ég við Sandgren og strikaöi svo allt saman út, byrjaði á 'riýrri örk og skrifaöi; Herra forstjóri Tómas Sandgren og undir því : Kæri herra Sandgren. Við skulum endilega halda titlunum, þótt við séum nákunnugri livort öðru en mörg hjón í dags- birtu. Við höfum unnið saman í tuttugu ár, og þegaf ég leitaði til haris á sínum tíma eftir auglýsírigu háíði hann aðeins tvo á skrifstofunni hjá sér og vár nýbyrj- aður á stólunum sínum og húsgögnum, og var næsturn ekki annað en venjulegur trésmíðameistari. Hann leit á mig og sagði að við gætum reynt í nokkrar vikur. Hann bauð mér ekki hátt kaup og hann hafði ekki sér- lega rnikla trú .á starfsgetu minni, en honum líkaði vel við rithöndina mína. Ég hef oft undrazt það, að verksmiðja hans skyldi blómgast svo mjög og raun varö á á fyrsta áratugnum. Þaö hefur komiö fyrir aö ég hef haldiö að þaö væri mér aö þakka. Aö minnsta kosti hlýtur þaö að einhverju leyti að hafa verið mér að þakka. Enginn hefur viljað segja þau orö, svo að ég verö að skrifa þau sjálf. Ég seldi fyrir liann, þegar hann gat ekki fengiö viðskipta- vinina til að kaupa og ég útvegaði honum lánstraust þegar dauður tími var hjá okkur. Þetta er ekki sjálfs- hól, heldur venjulegar staðreyndir. Talið við Nieder- mann, sagði hann, og fór yfir í verksmiðjuna. Þar var hann í friöi og gat dútlaö við trélím og fallégan við. Einu sinni hef ég fengið framlengdan víxil með því aö heimsækja mann og brosa til hans, og hann hélt hann gæti gert sér dælt viö mig og tók utanum mig á ruddalegan hátt. Ég fékk víxilinn framlengdan og gleymdi aö koma á stefnumótiö sem hann baö um. Já, við höfum smíöað marga stóla og selt marga stóla um ævina, Tómas, og einn daginn útvegaði ég þér flibba og nú ert þú miðaldra maður sem getur ekki notaö aöra gerö. Hvers vegna sér konan þín ekki um hálstauið þitt, eöa sonur þinn sem ætlár aö verða læknir. Eru þau of fín til að annast þig? Hvers vegna þarf Hýenan alltaf að bjarga máíinu? Þá stendur það þarna svart á hvítu: HÝENAN. En sá smekkur. Ef þau hefðu þó kallað mig tígrisdýrið. Þetta nafn byggðist ekki á rökum, aöeins máttlausu háði. Ég tók það sem heiðursnafnbót, en ég hef líka grátið. Og ég man enn eftir unga manninum sem sæmdi mig nafninu. Hann var duglaus piltur. Þegar hann fór yfir í verksmiðjuna, var hann burtu í 10 miriútur. Þaö var óþarfi aö vera svo iengi 1 burtu, en auðvitað þurfti 'hánn að reykja á leiðinni. Takið þér líká tímann þegar maður fer á klósettið, ságði hann hneykslaður yfir áðdróttun minn. Neí, svaraði ég, en ef þér éruð ekki með ólæknandi magapínu, þá er lík- lega óþarfi að fara þangað oft á dag. Ég var ef til vill dálítið hvöss en hefði ég ekki nudd- aö í starfsfólkinu og haldið öllu saman þá heföi aldrei oröið verksmiöja úr þessu trésmíðaverkstæöi, sem Tóm- as var að dútla við þegar hann réð mig. Annars sá ég niöri í garöinum ágætan garðstól, sem ætti að vera til- ■'válinn 1 fjöldáframleiðslu. Ef ég væri ekki í leyfi, myndi ég komast að hver heföi smíðaö hann. Og þó er það ekki'hiri eiginlega ástæða. Ég hef fyrr sóað leyfi mínu, eri læknifinn bannaði mér aö hugsa um skrifstofuna og verksiniðjuna. Þaö er bezt að fylgja ráðum læknisins. Frú Baden var líka sammála mér 1 því. Það skipti réyndar ékki miklu máli, því að hún væri mér sjálf- sagt sáirimála 1 öllu. Hún kom hingað upp í rökkrinu. Allan daginn hef ég fundið hana sveima umhverfis mig. Hún er sýnilega fædd ringluð, en þó viröist vera eitt- hvert skipulag í hinu tilgangslausa hringsóli hennar og eftirliti með gestunum. Það þarf þó talsvert til aff hafa eftirlit með sautján gestum, en frú Baden hefur sjötta skilnirigarvit, sem tilkynnir henni þegar einhver okkar hefur þörf fyrir hana. Þá stendur hún allt í einu í dyrunum og segir: Já, en góöa, viö þurfum aö finna betri stól handa yður. • Hún, kom sem sé í ljósaskiptunum. Það er 1 ljósaskipt- unum sem gestirnir- tálast við, þegar of snemmt er að kveikja ljós og þægilegt aff segja ýmislegt í trúnaði. Hún kemur þegar maður hefur þörf fyrir hana og stund- um kemur hún líka, þegar maður sæi hana h elzt úti í hafsauga. Mér finnst svo leiðinlegt að þér’skulúð sitja hér uppi alein, hvíslaði hún. Viljið þér ekki koma niöur og tala við konurnar. Margar þeirra eru reglulega skemmtilegar. Já, þetta sagði hún, og hún lét sér ekki nægja að segja það, hún virtist líka meina það. Því að þér eruð þó ekki veik, bætti hún við, því að.þá skal ég hringja í lækriinn okkar, ef þér viljið. Ég vildi það ekld. Ég vildi aðeins eitt og þaö var aö frú Baden færi, en það gerði hún ekki, Þess í stað brosti hún til míri systúrlegu brosi. Sem ég er lifandi, þá held ég að umhyggja hennar komi frá hjartanu. K n;n Góður matur byggist á hæfi- legri notkun krydds sem gef- ur hinn rétta og skemmtilega keim. Það er alls ekki nauðsynlegt að eiga miklar birgðir af mis- munandi kryddvörum. Mikil- vægara er að kaupa góðar teg- undir og geyma lrryddið í þétt- um glösum og dósum, svo að bragðið dofni ekki. Karry og paprika eru góð- ar kryddtegundir. Örlítið magn af karry gerir góðan keim af súpum og sósum. En það má ekki nota svo mikið að karrý- bragðið verði yfirgnæfandi. Paprika bragðast vel með makaróní og hrísgrjónaróttum og gott er að strá lienni yfir grænmetisrétti. Gleymið því ekki heldur að sykur, notaður á réttan hátt, gefur súpunni eða sósunni rétta bragðið. Verjið Miigbarnið fyrir ofkælingu Ungbörn eru afar næm fyr- ir kvefsmitun. Sjúkdómurinn getur sezt að í nefi eða koki, þár sem stífl- un í hinum mjóu göngum get- ur valdið ungbarninu óþægind- um og gert þeim erfitt að sjúga. Bólga í koki lýsir sér hjá ungbörnum með lystarleysi, uppköstum og hita og oft hósta. Barkabólga lýsir sér oft með hæsi í gráthum og alltítt er tÉS&ft8.0• * uw a «ít *■ ■ ; • ■ að niðurgangur fylgi alls kon- ar kvefi hjá ungbörnum. Jafnvel vægasta kvef getur hjá smábörnum orsakað slæma fylgikvilla, svo sem eyrnabólgu, bronchitis eða lungnabólgu. Kvefuð móðir eða barnfóstra ætti ævinlega að hafa grímu fyrir nefi og munni þegar barn- ið er matáð eða þ’ví sinrit, og þ-að gefur auga leið 'að halda ber kvefuðu fólki í hæfilegri f járlægð. •*•%**' * r ~ CHli ■», x • ;=i ^ iv * á HandkEœ8i Mikið úrval er af handklæð- um í búðunum og þau fást í iölíúm réghbogans litum og mynstrum. Það er t.d. hægt að fá handklæði ' og baðmott- uiy «ðæ-• gestahandklæðl, og Iregil í sáma lit. Það er fal- íegt en ekki að sama skapi ódýrt. Frotté handklæði eru ýfir- leitt gerð úr bómull og vegna lykkjanna drága þau vél í sig Stefán frá Hvíta- dal Framhald af 6. síðu. tókst að vinna sér Varanlegt sæti meðal skálda þjóðárinn- ar, þótt ekkj auðnaðist honum að komast þar í fremstu röð. En Stefán var ekki áðeins skáld heldur og tímamótamað- ur og brautryðjandi. Og áhrif hans á yngri skáldin voru mik- il, .a. m. k. í fyrst, satnanber urnmæli þeirra ýmsra, s. s. Iíalldórs' Kiljans Laxness og Tómasár GuðmUndssonar. Þess vegna er hlutur hans í bók- mermtum okkar á þessum tíma stærri en sá, er felst í kveð- skap hans sjálfs, og er hann þó engan veginn litilvægur. S. V. F. í þ'r éítir Framhald af 6. síðu. m. Á öðru rnóti nokkru áður hljóp Germar 100 m á 40*3, og 200 m á 21.3. Preussger stökk á stöng 4.45 pg Frost kastaði spjótinu 78.90 metra. , Félág'slif Ferðafélag Islands Ferðafélag Isiands fer skemmtiferð út að Reykja- nesvita næstk. sunnudag. Lagt af stað kl’. 1.30 frá Austurvelli. Fármiðar seidir í skrifstofu félagsins Túngötu 5, til kl. 12 á laugardag. Fa’rgjald kr. 50. líemisk hreiiastin Kemisk hreinsuh hefur verið notuð síðustu hundrað ár. Kem- isk hreinsun átti uþptök sín í lituharstofnun, þar sem áður var fengizt við að lita tau og fatnað. Nýtízku efnalaugar nota tvær aðferðir: þurrhreinsun og vothreinsun. Þurrhreinsun fer betur með fatnaðinn. Hann verður ekki votur, en fyrir kemur að blett- um þarf að ná burt á eftir með vatni og hreinsiíög og ca 5% af fatnáðinum þarf auk þurrhreinsunarinnar að fá vatftslireinsun. Efnalaugarnar gerá ráð fyr- ir áð ca 200 gr af óhreinindum séu í alfatnaði. Það er ekki alltaf hægt að sjá þáð, en það þarf að berja og viðra yrti föt að staðaldri, segja sérfræðing- arnir. Óhreinindi slíta mjög þháð’uhum í fátnáðinum. vætu. Frotté þarf að vera þétt ofið, því að annars geta lykkj- urnar dregizt upp. Venjulega eru handklæði framleidd úr bómull eða hör eða blöndu úr því. Þegar keypt eru handklæði þarf að athuga að þráðurinn sé ekki of snúðharður og vefn- aðurinn ekki of fastur, efnið á að vera létt í sér. Lín-handldæði drekka bezt sig vatn og úr þeim kemur minnst kusk. Byggkorns-, vöfflu- og krep- handklæði hafa óreglulegt yf- irborð og þau þurrka vel og drekka vel í sig vatn.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.