Þjóðviljinn - 22.10.1957, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 22.10.1957, Blaðsíða 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 22. október 1957 Ötffcíandl: Samelnlnsarflokkur alþýöu — SósíallstaíIokJcarUin. — RltstJórarj iÁngnús KJartansson (atj, Siguróur Guðmund.sson. — Fréfctaritstjórl: Jón djamascn. — Biaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Guðmundur Vlgfússon, ívar H. Jónsson, Mftgnús Toríl Óiafsson, Slgurjón Jóhannsson. — Auglýs- tcgastjórl: Guði'-lr Magnússon. — Rltsfcjórn, afgrelðsla, auglýsingar, prent- fcmiðja: Skólavörðuðtíg 19. — Sími 17-500 (5 línur). - Áskrlftarverð kr. 25 á i Rcykjavik q* n&grenni; kr. 22 annarsstaðar. — Laus&söluverð kr. 1Æ0. PrentsmiÖJa Þjóðviljans. Sparifjáraukning og stjórnarstefnan itt þeirra at.riða sem segir nokkuð skýrt til um ásig- komulag efnahagskerfis hvers lands er þróun sparif jármynd- unarinnar í bönkum, spari- sjóðum og öðrum fjárgeymslu- stofnunum. Sé efnaliagskerf- io veikt og njóti ráðandi fjár- málastefna ekki trausts al- mennings er það reynsla að sækjast ekki eftir að leggja fé sitt fyrir, heldur leitast við að eyða því áður en það verður verðlítið eða verðlaust og hafa þá gjarnan til- lineigingu til að breyta því í önnur verðmæti. Eru um þetta fjölmörg dæmi bæði hér og erlendis á tímum verð- þenslu og óvissu í efnahags- málutn. Aftur á móti er það jafn alkunn revnsla að þegar stöðugt verðlag er ríkjandi og traust manna vex á gildi gjaldmiðilsins fara banka- og sparisjóðsinniög vaxandi. Að sjáMsögðu þurfa þó þær for- sendur einnig að vera fyrir hendi, að almenningnr búi við hagstætt atvinnuástand og hafi eiahvern afgang frá því sem þarf tii daglegs lífsviður- væris. T-|að er eitt dæmið af mörg- * um um þá brevtingu, sern orðið liefur í landinu síðan núverandi ríkisstjórn lejrsti af hólmi óreiðu- og dýr- tíðarstjórn Ólafs Thórs, að bankainnlög hafa vaxið til rnikilla muna. Hafði þó íliald- ið haldið því gagnstæða fram og taldi það bera vott um að almenningur vantreysti mjög stefnu núverandi ríkisstjómar í efnahagsmá 1 um. Gekk íhald- ið svo langt í þessum áróðri sínitm að það fullyrti að al- vegjliefði tekið fyrir innstæðu- aulíningu í sparisjóðum og bönkum landsins við myndun stjórnarinnar. Frekar átti e-kki að þurfa vitnanna við. Hannibal Valdimarsson fé- lagsmálaráðheiTa fletti of- an af þessum íhaldsblekking- um í útvarpsræðu sinni um fjálögin í fyrri viku. Hann sýndi fram á að staðreynd- imaf voru allt aðrar en íhald- ið vildi vera láta. Á fyrstu sjö mánuðum ársins í fyrra uxu innstæður í bönkum og sparisjóðum um S8,9 milljón- ir og varð það ihaldinu til- efni til mikils sjálfshóls og átti að sanna traust þjóðar- ínnar 1 á. íhaldsstjórninni. En fyrstu sjö mánuði yfirstand- andj árs hafa banka- og spari- sjóðí’innlögin vaxið um 141 milljón króna, eða nær 50% rneira en á sama tíma í fyrra. Ráðherrann lét þess getið, f.ð hafi þetta atriði skorið á ótvíræðan hátt um traust eða vantnuist sparifjáreig- enda til fyrrverandi rikis- stjóraar þá væri vissulega um niikla og ótvíræða traust- •■firi-ýsingu að ræð" nú- verandi ríkisstjórnar og stefnu hennar 1 efnahagsmálum. etta átti íhaldið bágt með ao þola og brást hið versta við. Blekkingunni hafði verið svift burt og sá sann- leikur leiddur í ljós að innlög í bönkum og sparisjóðum höfðu vaxið langtum örar í tíð vinstri stjómárinnar en á meðan Ölafur Thórs hékk í stýri þjóðarskútunnar. Morg- unblaðið og Vísir upphcjíiu öskur mikil og ókvæðisorð í garð félagsmálaráðherra og Jóhann Hafstein var sendur fram á vígvöllinn á Alþingi til þess að véfengja þær tölur sem ráðherrann liafði stuðst við. Ekki tókst þó höndug- legar en svo að íhajdið varð uppvist að þeirri fáfræði að vita ekki að aukning innlána byggist bæði á sparifé og veltufé sem þjóðin leggur í banka og sparisjóði. Reyndi íhaldið að halda þvi fram að ekki mætti reikna með veltu- innlánum í lánastofnununum heldur einungis með spariinu- lánum. Þessi blekking liefur nú verið rekin ofan í blöð í- haldsins og hina fljótfæmu málsvara þess á Alþingi, Jó- liann Hafstein, Ólaf Björns- son og Ingólf á Hellu. Þegar Fjármálatíðindi hagfræði- deildar Landsbankans gefa skýrslu um heildarinnlánin og hrejfingu þeirra frá ári til árs taka þau samanlögð spari- innlán og veltuinnlán. Sama gildir um aðrar fjámiálastofn- anir. Engum nema áróðurs- mönnum hinnar gæfulitlu stjórnarandstöðu dettur í hug að neita þeirri staðreynd að heildarinnlánin sem sýna sparifjáraukninguna byggjast á þessum tveimur stoðum. Thaldið hefur því ekkert haft * upp úr frumhlaupi sínu og liávaðasömum áróðri annað en það að vera enn einu sinni staðið að því að neita stað- reyndum sem eru flokknum óþægilegar og koma ekki heim við spásagnir forkólfaniva. Núverandi ríkisstjóra og stuðningsmenn hennar mega hins vegar vel við una. Bar- áttan gegn verðbólguþróun- inni en fyrir því að halda uppi öfiugu og traustu at- vinnulifi í landinu hefur ekki aðeins horið þann árangur að halda i horfinu livað spari- fjármj'ndun snertir heldur hefur aukning iunlánanna í bönkum og sparisjóðum vax- ið um 50% miðað við sömu mánuði á s.l. ári. Þetta ber því ótvíræðan vott, að þjóð- inni er Ijóst, að stefnt er í rétta átt og öfluglega að því unnið að treysta efnahags- kerfið í stað þess að Játa allt reka á reiðanum og fljóta sofandi að ósi feigðarinnar eins og gert var í tíð íhalds- ins. Ur lokapœtti Kirsuuerjagarðsiiis: brottförin. r I>jí)0fslkhúsi3 eífcir ANTON TSÉKOV Leikstjóri: WALTER HUDD Það er gleðilegt v.jtni list- rænnar árvekni. -er leilíhúsin íslenzku ráðast í að sýna verk Autonfi Tsékovs, jhins rúss- neska meistara. Leikfélag : Reykjavikur ruddi brautina og flutti „Þrjár systur“ á afmæli sínu í fyrra, sú sýning var hug- þekk o'j minnisverð þrátt fyr- ir örðugar aðstæður. O'g nú sýnir Þjóðle.khúsið „Kiráu- berjagarðinn11 undir stjóm Walters Hudd, hins fræga enska leikstjóra, en hann er gagnkunnugur verkum Tsékovs og lék meðal annars Trofimov við mikinn og einróma orðs- tír fyfir sextán árum. „Kirsuberjagarðurinii“ er síð- asta verk Tsékovs og frumsýnt í Listaleikhús nu í Moskvu ár- ið 1904, fáum mánuðum fyrir andlút hans. Það greinir sem ötinur leikrit skáídsins frá upplausn og hruni sveitaaðals- ins rússneska, hinnar iðjulausu einskisnýtu stéttar; kirsuberia- garðurinn frægi er tákn híns gamla Rússlands. í leiknurn er skýr efnisþráður, þótt skáidið leggi raunar á hann Litla á- herziu, Og verður endursagður í fáum orðum. Ljúba Ranévsk- aja er óðalseigandi og ekkja og hefur dvalizt erlendis í fimm ár ásamt elskhuga sínum er sóar fé hennar og dregur hana á tálar, en bróðir hennar og fósturdóttir stjórnað búi á með- an; nú snýr hún aftur heim. Hvorugt systkinanna kann neitt með fé að fara, eiguin er veð- sett uppyfir al!a husmæni ‘ og Ljúba á þann einn kost að fórna kirsuberjagarðintim fagra sem fyrir löngu er arðlaus orð- inn, felia trén og hluta land- ið níður í lóð'r og leigja und- ir sumarhús. En garðurinn er slærstur í fylkinu og margar bernskuminningar viÖ hann tengdar, eyðing hans er ó- skiljanlegur skræljngjaháttur í aúgum systkinanna og kernur ekki til mála, þau fljóta áfram að fejgðarösi. Óðalið er selt á nauðungarúppboði og öxin reidd að rótum trjánna, fjöl- skyldan flytzt örsnauð á brott í leikslok og dreifi0*. íyrir vsðri og vindum. Jörðin er koírtin í hendur Lóþakins, hins nýríka gróðamanns og sonar á- nauðugs bónaa; þegar tjald ð fellur kveða axarhöggin við í garðinum, cirungaleg og tíimrn. Því hefur oft verið haldið fram að Tsékov hafi harrnað hrun hinnar gömlu yfirstéttar, en því• íer fjarri. Hann unni að visu þessu folki, skildi ann- marka þess öllum betur, hafði með því djúpá samúð; en var sjálfúr maður nýrra tíma, sá fyrir óorðna hluti. Talsmaður hans i ltiknum er eilífðarstúd- entinn Troíimov, byitingarmað- ur og draumóra, og sá er með ocdhvössum orðum lýsir blöskr unarlegum sljóleika, óþrifnaði og mánnlegri r.iðurlægingu rússnesku . þjóðatinhar á tím- um keisarans, aæmir fortíðina vægðarlaúst tii dáuða og sér iim leið bjarma fyrir nýjum degi. Enginn þekkti Tsékov betur en Konstaníín Síani- slavskí, og er hol't að hlýða á orð hans: , Eng'nn þráði fjör og frairifarir á öllurri sviðum heit- ar en hann . . . Mitt í vonleys- ísmyrkri áíðústú ' áratuganna Í3n’ir aldamótiu lýsa dráumar hans. . . Iíann iann til þess einna fyrstur af • rithöfundum þessa tímabíls að bylting var óhjákvæmi’ég; hann var með þeim fyrstu sem blésu tii 'at- lögu. Og cnginn hefur verið óðfúsari en hann að eyða „k'rsuberjagafðÍHunr fágra“. Það var vegna þess að hann vissi að garðurinn sé haíði iif- að sitt fegursta- Qg hin fornu lífsform vortr daúða vígð“. , Kirsuberjagarðurinn" cr af ýmsum talið alþýðiegast, fersk- ast og fegurst af ieikrrtum meistarans, sjálfur get ég ekki g'ert upp á-milli þeirra. Skáldið kal'ar hann gamanleik-, enda skopast hajtlri óspart. að persón- um sínum, birtir margvíslega galla þeirra og skapbresti í skringilegu ljósi; sú staðreynd hefur oftlega gleymst vesuæn- um leikstiórum. En Walter Hudd pleymir henni ekki; þvert á móti. Hann leggur meginá- herzlu á auðuga og' sérstæða kímni leiksins, gerir,. sitt. íír- Eramhald á 10. síðu' Vanja og Lópakin (Guöbjörg og Válur).

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.