Þjóðviljinn - 22.10.1957, Blaðsíða 10
10) _ ÞJÓÐVTLJINN — Þriðjudagur 22. október 1957
Kirsuberiagarðurmn
Framhald af 6. síðu.
asta til að vekja bros og heil-
brigðan hlátur í salnum. Það
er sízt af öllu sök leikstjórans
ef ekki tekst alltaf að leysa
djúpsæja fyndnj skáldsins úr
læðingi.
Sviðsetning Walters Hudd er
mjög glæsileg og fáguð, þrátt
fyrir dálítið misgóðan leík, hin
minnstu atrið; hugsuð til
þrautar og felld saman í líf-
ræna og myndfagra heild, gerða
af meistarahöndum. Um ytri
tækni ber sýningin af flestum
eða öllum á landi hér, en leik-
tjöld, búnaður á sviði, ljós-
brigði, hljóð og tónlist skipta
meira máli í verkum Tsékovs
en flestra annarra skálda,
mynda ásamt orðum og at-
höfnum leikendanna það and-
rúmsloft sem er aðal hinna
snjöllu leikrita. Walter Hudd
er mikiU galdramaður — við
skynjum glöggt kulda morg-
unsins og hita síðsumar-
kvöldsins af hnitmiðuðum ljós-
brigðum og látbragði leikend-
anna, fjnnum milda angan
hins rússneska vors. Leiktjöld
og búninga teiknaði Paul
Mayo, en Lothar Grund mál-
aði tjöldin af kostgæfnj og
jistfengi. Útisviðið í öðrum
þætti vakti sérstaka hrifningu
mína, þar er brugðið upp víðu
og fögru útsýni um rússneska
sveit. Dagstofan og veizlusal-
urinn gefa ágæta hugmynd
um mikið rými og innri gerð
gamalla stórra timburhúsa þar
i landi, og bamaherbergið svo-
nefnda er mjög fallegt, en
varla nógu rússneskt né forn-
legt í sniðum.
Sjónleikurinn er harla snauð-
ur að ytri atburðum, en því
auðugr.i að innra lífi, skáldið
kemur upp um leyndustu hugs-
anir og innsta eðlj persóna
sinna með hversdagslegum orð-
svörum, svipbrigðum, jafnvel
þögninni einni. Það er ærinn
vandi að túlka líf þessa kyn-
lega gæfusnauða fólks, til þess
þarf fullkomna innlifun, ein-
læga tilfínningu og skapandi
innsæi, og það er ekki öllum
gefið. En Walter Hudd hefur
reynzt leikendum sínum mik-
ilhæfur stjórnandi og nákvæm-
ur og farsæll leiðbeinandi,
honum tekst að gefa þeim hinn
rétta svip, að minsta kosti á
ytra borði, samhæfa leik
þejrra vonuni framar — þegar
bezt lætur titrar loftið af létt-
lyndi og hryggð, ást og kvíða,
ljúfsárum bernskuminningum
og draumum um nýtt líf og
betra. Hér eru mörg minnis-
verð leikafrek unnin, og að
minnsta kosti trúi ég ekki öðru
en þau Varja og Firs gamli
hlytu allsstaðar að verða til
m kils sóma.
Það er misskilningur að fela
Arndísi Bjömsdóttur hlutverk
Ljúbu Ranóvskaju, hinnar létt-
úðugu, fríðu og gáfuðu hefðar-
konu, en um hana snýst leikur-
inn öllu framar duttlungum
hennar v'ilja allir hiýða, hún á
að hafa undarlegt töfravald yf-
ir ástvinum sínum og um-
hverfi. Amdís er mikilhæf og
hugþekk leikkona, en þetta
viðfangsefni er ekki við henn-
ar hæfi. Hana skortir glæsilegt
útlit og fyrirmannlega fram-
göngu hinnar vönu heimskonu,
við kynnumst lítt áhrifavald.i
hennar og persónulegum töfr-
um. Ljúba er eins og stort a-
hyggjulaust barn og lætur
jafnan stjórnast af tilfinning-
um líðandi stundar, en því
dæmafáa léttlyndi tekst Am-
dísi ekki að lýsa til hlítar, og
sízt skiljum við að þessj kona
skuli trúa á ástina, leita þar
huggunar og trausts. Engu að
síður er margt fallegt í leik
Arndísar — þögulli sorg Ljúbu
í þriðja þættj, móðurlegri
hlýju og barnslegri góðsemi og
hjálpfýsj lýsir hún af þeim
innileik sem henni er laginn.
Indriði Waage er bæði grát-
hlægilegur og mannlegur í
gervi bróðurins, skrumarans
og ónytjungsins Gaévs, manns
sem vart getur klætt sig. úr
eða í hjálparlaust og iðkar
billjarð af fáránlegum ákafa;
bernskan og fortíðin er þeím
systkinunum eitt og allt. Ind-
rjði er ef til vill óþarflega elli-
legur og mætti sjálfsagt vera
öllu spjátrungslegri í klæða-
burði, en öll túlkun hans er
ljós og sannfærandi: Gaév' er
maður víðkvæmur og grunn-
fær, bamslegur og sveimhuga,
okkur hlýtur að verða hlýtt
til hans. Ágæta vel lýsir Ind-
riði innantómri mælgi hans,
eigi sízt er hann ávarpar bóka-
skápinn sæla.
Frá borgaralegu sjónarmiði
er auðkýfingurinn og nýmenn-
ið Lópakin eini karlmaðurinn
með fullu V'iti í leiknum. Valur
Gíslason er á réttum stað,
V'örpulegur og rússneskur á-
sýndum, leikurinn öruggur og
raunsannur. Miklar andstæður
búa í fari Lópakins — hann er
stríð.inn og harður í horn að
taka, en vúðkvæmur og velvilj-
aður undir niðri, þykist mjög
af auðlegð sinni, en ber um
leið sára vanmetakennd í brjóti
vægna ills uppeidis og mennt-
unarskorts. Vel lýsjr Valur
hamslausri athafnaþörf hins
lágættaða gróðamanns sem
aldrei getur verið kyrr nokkra
stund, og verulegur veigur er
í leik hans er Lópakin lýsir
því yfir í heyranda hljóði að
hann sé orðinn eigandi kirsu-
berjagarðsins og trúir tæpast
sínum eigin orðum. — Svo
önnum kafinn er Lópakin að
hann má aldrei vera að þvú
að biðja konunnar sem honum
er ætluð og bíður hans með ó-
breyju, en það er Varja, fóst-
urdóttirin á óðalínu, stúlka
sem ber skyn á hagnýta hluti
engu síður en hann. Fullyrða
má að Guðbjörg Þorbjarnar-
dóttir sé orðin mikil Tsékov-
leikkona, hún lék Olgu í
„Þremur systrum“ með mikl-
um ágætum, og lýsir Vörju af
þeirri sannfæringu og innlifun
að hvergi ske.kar, Gervi og
framsögn eru til fyrirmyndar
— lífið hefur farið ómildum
höndum um þessa góðu og ást-
ríku stúlku, hún er mædd og
þreytt af tilgangslausri bar-
áttu og vonlausu striti, skyldu-
rækin og sivinnandi, kærleiks-
rík skyldfólki sínu, óhamingju-
söm í ástum. Verulega átakanleg
er túlkun Guðbjargar í lokin
þegar ósigurinn er fullkominn
og fokið í öll skjól — við sjá-
um glöggt að hin unga stúlká
hefur tærzt og elzt um mörg
ár á fáum vikum.
Baldvjn Halldórsson leikur
Trofímov af miklu raunsæi og
næmum skilningi,. útlit hans,
J«■- w ■"
látbragð og hás rödd segja
dapra sögu um sára fátækt og
lítilsvirðingu, hungur og kulda;
en hann á sér þó bölva-
bætur — djarfar hugsjónir
og drauma um nýjan og betrj
heim. Baldvin lýsjr skýrt
særðu stærilæti Trofímovs, á-
kafa og viðkvæmni, og innileg
og falleg eru lok fyrsta þáttar
er hann horfir á Önju sofandi
og skær morgunbirtan leikur
um stofuna. Á stöku stað
minnir limaburður hans og fas
á kennarann í „Sumri í Týról“,
og að mínu viti mætti hann
flytja Önju framtíðarspár sín-
ar af enn meiri eldmóði og
jafnvel með öðrum radd-
blæ — bæði eiga þau að
verða frá sér nurrijn, gleyma
stað og stundu.
Lítil hlutverk eru ekki til í
verkum Tíékovs, en hér er vel
eða sómasamlega farið með hin
minni. Guðrún Ásmundsdóttir
er kornung, falleg og indæl
Anja, bamsleg og blíð og ijós
yfirlitum, en framsögn hinnar
ungu leikkonu er enn mik-
illa bóta vant. Hildur Kalman
er skemmtileg o'g skýr sem
Karlotta, einkum í öðrum
þætti, og útlit og rödd vel við
hæfi — þessi sérlynda kona
veit ekki hvað hún er gömul
né hver hún er í raun og veru,
einmana og alveg utangátta í
mannlegu félagj. Þá er Herdís
Þorvaldsdóttir óaðfinnanleg
sem Dúnjasja, hin laglega og
léttlynda vinnustúlka. Bessi
Bjarnason er mjög kátbrosleg-
ur og skringilegur í hlutverki
hrakfallabálksins Epikódovs
sem hrasar í hverju spori, ger-
ir sífelldar skyssur og er svo
ástfang’nn og ólánssamur að
hann veit ekki hvort hann á
heldur að skjóta sig eða reyna
að hjara áfram; góðkunn
kímnigáfa leikarans lætur ekki
■að sér hæða. Útlit og fram-
ganga Benedikts Árnasonar
hæfa vel uppskafningnum
Jasja, hinum ósvífna og ógeð-
fellda þjóni sem hefur for-
framast í París og þykir
skömm t:l alls koma heima.
Ævar Kvaran er myndarlegur
sem síðskeggurinn Simjónov-
Pístsjík, hinn glaðlyndi siblanki
sníkjugestur, og Jón Aðils
bregður upp skýrri augnabliks-
mynd af flakkaranum, sönnum
fulltrúa hins hrjáða, fávísa .og
svívirta almúga Rússlands á
dögum keisarans.
í leikslok stendur húsið
mannlaust og autt, lilerum er
skotjð fyrir glugga, dyrum
læst. En einn af íbúum húss-
ins er þó eftir og hefur hrein-
lega gleymzt, það er Firs,
gamli, yfirþjónninn á óðalinu
— hann læðist inn í stofuna
eins og afturganga, leggst til
hvíldar og deyr. Lárus Pálsson
lýsir þessum fjörgamla, heym-
arsljóa, vejka og sauðtrygga
þjóni með svo átakanlegum og
áhrifamiklum hætti að seint
gleymist — raunsæ og hnit-
miðuð túlkun sem bregður
undarlega skærri birtu yfir
liðnar aldir.
Jónas Krjsjánssón þý'ddi lelk-
inn á kjarngóða íslenzku.
Að lokinni' sýn'ingu þakkaði
Walter Hudd ágætar viðtökur
áhorfenda með stuttri en
snjallri ræðu; minntist góðrar
samvinnu yið • alla sem • með
honum hafa unnið, lýstj • á-
nægju sinrii yfir að starfa hér
á landi. Listin er - alþjóðleg,
sagði hann méðal annarS; og
Enn um hausa
Framhald af 7. síðu.
álit á gildi stórborgarlífsins
fyrir skáid. Kiljan ætlar nú að
segja. þér þetta: „Þótt það láti
nærri öfugmælum í íslenzkum
eyrum, þá er það samt stór-
borgin sem fóstrað hefur skáld-
gáfu Jónasar Hallgrímssonar,
og er hann því engin undan-
tekning frá öðrum stórskáld-
um heims. Stórskáld eru æv-
inlega undir áhrifum borgara-
lífsins eða onnarra stórra
staða í andstöðumerkingu við
sveitirnar. Til þess að ná fulln-
aðarvaldi yfir lífsviðhorfi hins
leika, frummanns stórborganna
engu síður en sveitamannsins,
krefst ekki aðeins skyggni-
gáfu skáldsins, heldur einnig
gerhygli þeirrar, sem þekking
stórborgarinnar ein fær veitt.
Sveitamaður er alltaf aumt
skáld“.
Þegar Kiljan lagði ungur að
árum í reisu sína út í heim-
inn, en hann hefur nánast sagt
verið gestur öðru hverju í
landi sínu síðan, þá hefur hann
vafalaust þekkt vel líf bónd-
ans, en ég fullyrði að hann
hefur ekki þekkt jafn vel líf
sjómannsins og verkamanns-
ins og ungu skáldin í dag. Þú
vilt að ungu skáldin gangi undir
eins konar próf í þessum efn-
um áður en þau fá yfirfærslu
hjá gjaldeyrisnefndinni til
stuttra ferða út fyrir land-
steinanna. Kiljan hefði fallið
á því prófi á sínum 'tíma, En
veiztu, Jónas, að það er ekki
einungis að um 20 íslenzkir
stúdentar. séu nú að lesa bók-
menntir út um allar jarðir,
heldur eru þeir líka á styrkj-
um frá Menntamálaráði.
Hvernig má það þá vera að
Kiljan hefur náð svo glæsi-
legum árangri? Svarið er ein-
falt: Maðurinn er skáld, hann
hefur skyggnigáfu sem getur
markað stórt af lítilli vísbend-
ingu. Leiðin til að skilja ís-
land, segir hann einhvers stað-
ar, liggur í kringum hnöttinn,
og þá leið hefur Kiljan skáld
farið.
Skoðanir Kiljans eru, vægast
sagt, ólíkar þínum sjónarmið-
um, sem ég vil kalla þröngsýn
útkjálkasjónarmið.
0e
þekkir engin landamæri, hér
flytja íslenzkir leikendur og
enskur lejkstjóri eitt af sígild-
Um verkum rússneskra bók-
menntá. — Walter Hudd hefur
þegar unnið íslenzkri leiklist
mikið gagn og er okkur fegin-
samlegur gestur; við viljum
sem lengst njóta kunnáttu
hans og atorku.
A. Hj.
námsbækur eiga við flesta
menn meira erindi en náms-
menn — eða: listamenn eiga
manna minnst erindi í lista-
söfn. Og segðu mér, Jónas, á
þá það mannlíf sem lifað hefur
verjð og lifað er í öðrum lönd-
um og skáld hafa skyggnt og
fest á bækur, lítið erindí við
skáldin heima á fslandi?
Svo spurðir þú, hvort ég
þyldi ekki börn. Ég verð að
viðurkenna að á köflum þoli
ég ekki börn, en mér er
kannski nokkur vorkunn; ég
er elztur 10 systkjna og á m.
a. fyrir bróður lítinn skratta-
koll, sem dag hvem er stút-
fullur af óþægilegum meining-
um, og þegar hann er að gera
mér skráveifur, gæti hent mig
að hugsa eins og Bretinn: það
á að sjá þig litli minn, en ekki
heyra — og það ei'u flelri sem
hugsa þannig á stundum. Þú
talar um Þórberg Þórðarson
í grein þinni. Ég var einu sinni
nábýlismaður hans á Hring-
brautinni og lenti þá í því að
skammast við hann út af rólu
sem ég var að setja upp á
blettinum. Sobbeggi afi spurði,
hvort ég ætlaði að hleypa varg
í túnið. Ég lýsti þeirri skoðun
mjnni að tún væru fyrir börn
að rassakastast á, en ekki bara
grænt augnagaman — og það
finnst Þórbergi líka þegar vel
liggur á lionum. Róluna setti
ég upp og Þórbergur, sem er
mikil barnagæla, hélt áfram að
segja börnunum á Hringbraut-
inni ævintýri og skrifað hef-
ur hann yndislega bók um einn
lítinn telpuhnokka og Sobeggi
_afa.___
Svona getur lífið verið mót-
sagnakennt, Jónas.
Um vetnissprengjuna, sem þú
talar um, vil ég sem minnst
hugsa, en ef hún springur, þá
vona ég að hún springi fyrst
og fremst í andlitið á þeim
sem hafa staðjð fyrir smíði
hennar.
Ée
jg hvað um formdýrk-
un þá og stílgáfu
sem þú talar um, Jónas? Ég
er þér sammála, hún getur
gengið út í öfgar og gerir það
nokkuð oft í skáldskap ungra
manna hér á landi, og mér hef-
ur stundum orðið flökurt eins
og þér vjð að lesa sum ljóðin
í því annars stórmerka riti,
Birting, en sumt er hrífandi.
Dymbilvaka Hannesar Sigfús-
sonar, sem er órímuð, er t.d.
að nrinum dómi eitt fegursta
ijóð sem ort hefur verið á ís-
landi. Sem sé, gamla sagan;
leirburður — og hann stundum
hvimleiður — jnnan um djásn-
in. Þú talar líka um hæfnis-
leysi ýmissa ritdómara til að
leiðbeina skáldum, þeir knýi
þá til snurfusunar og stilfág-
unar úr hófi fram. Ég er þér
jnnilega sammála. Islenzk ung-
skáld taka reyndar ekki mark
á nema ritdómurum nokkurra
dagblaðanna í Reykjavík, en
þú hefðir gjarnan mátt taka til
bæna nokkra ritdómara úr
norrænudeild háskóla fslands.
Ég veit ekki hvort rétt er að
taka þig alvarlega þegar þú
segir, að bækUr eigi ef til vill
við flesta menn meira erindi
en rithöfund. Þetta hljómar í
mínum eyrum svipað þessu:
’g held að ég hafi nú
fjallað til fullnustu
um skrif þín, Jónas, skal nú
fara að slá botninn í þetta og
er nú komjð að mér að biðja
þig afsökunar á lengd míns
pistils, en ég sé ekki aðra lausn
á þessu ungskáldavandamáli
en þá, að þú haldir áfram að
skrifa eins og þig langar til,
og vjð hinir eins og okkur
langar til, ýmist um alþýðuna
eða tunglhausa, með glassúr
eða án giassúrs. og verðum við
þá að láta skeika að sköpuðu,
hvort alþýðan les verk okkar.
Það er þá ekki ný bóla að verk
skálda séu ekki lesin fyrr en
þau eru horfin á fund feðra
sinna og kaffihúsasetur þeirra
og skapbrestir gleymdir eins
og bejn þeirra. Næsta kyn-
slóð les kannski þessi verk
okkar, sú kynslóð sem nú er
að vaxa úr grusi, m.a. undir
handleiðslu þinni í skólanum £
Hafnarfirði, og efast ég ekkl
um að þú sem unnandi bók-
mennta og rithöfundur, gerir
þitt tjl að opna augu bamanna
fyrir þeirri fegurð og mann-
lega þroska sem góðar bækur
geyma.
Yið . höfum nú báðir
haft ærna fyrirhöfn
af þessum skrifum, ég fyrir
mitt leyti ^kki meiru og
hef nog annað að gera, en báð-
ir viljum vió areióanlega að
skrif okkar verði gagnleg. Ég
læt þér nú eftir síðasta orðið,
en held að það verði viðeig-
andi, gagnlegur og stórfróðleg-
ur endir á orðaskaki okkar, að
birta í Þjóðviljanum athuga-
semdalaust eitt sýnishom
þejrra sagna sem keyptar eru
í tugþúsundum eintaka í land-
inu og eitt sýnishorn úr þeirri
bók ungskáldsins sem seldist
í 50 eintökum á þrerriur árum.
Mun ég gera það, ef ritstjórn
Þjóðviljans vill- gefa málefn-
inu tvær .siður til viðbótar
einhvem næstu daga.
Kannski fæ ég. stuðning
þinn, kollega; kveð þig svo með
vinsemd. 1