Þjóðviljinn - 29.10.1957, Side 3
Þriðjudagur 29. oktcber 1957 — ÞJÓÐVILJINN — (3
Ræða Eðvarðs á Dagsbnmarfundinum
Framhald af 1. síðu.
störfum efnahagsmálanefndar
verkalýðssamtakanna, sem síð-
asta Alþýðusambandsþing kaus,
en eftir að nefndin hafði kynnt
sér allar aðstæður rækilega
varð nefndin sammála um að
halda fast við stöðvunarstefn-
una og eflingu atvinnuveganna
og leggja ekki til að samning-
um yrði sagt upp að þessu
sinni.
Ensrin
gengislækkun
Eðvarð kvað mikið velta á
því að hve iniklu leyti ráðstaf-
anirnar er gerðar voru s.l. vet-
ur myndu duga til þess .að skip-
in gætu haldið óhindrað áfram
um næstu áramót. Um það
kvaðst hann ekkert vilja full-
yrða.
I fjárlagafrumvarpinu væri 70
millj. kr. bil, en hvorttveggja
væri til, að áætlunin um tekj-
Ur verði hækkuð, og að tekjurn-
ar muni reynast meiri, og hitt
að útgjöld verði aukin, í með-
förum Alþingis. Það ætti líka að
vera til í málinu að eitthvað
af útgjöldum væri liægt að skera
niður.
í viðræðunum við efna-
hagsmálanefndina kvað Eðv-
arð ríkisstjómina, forsætis-
ráðherra sem aðra, hafa mjög
ítrekað þá yfirlýsingu ríkis-
stjórnarinnar, að ekkert yrði
gert í efnahagsmálunum án
náins samráðs við verkalýðs-
samtökin. Þetta svar felur í
sér að gengisiækkun verður
ekki framkvæmd, því það
er stefna verkalýðssamtak-
anna, samþykkt á síðasta Al-
þýðiusambandsþin gi.
Krafa urn erlent lán
til íbúðabygginga
Eðvarð kvað það hafa ver-
ið kröfu efnahagsnefndarinn-
ar að tekið yrði erlent Ián,
ekki iægra en 50 millj. kr.,
til þess að fullgera íbúðarhús
þan sem nú eru í smíðum og
tU að byggja íbúðir til leigu.
Húsnæðisvandræðjn verða
ekki leyst með því einu, sagði
Eðyarð, að aðstoða menn til að
byggja, því fjöldi manna getur
hvorki notað sér verkamanna-
bústaðafyrirkomulagið né al-
menna veðlánakerfið. Meðan
húsnæðisleysið er eins og það
er nú er engin von til þess að
þetta fólk gett komizt í sæmi-
legt húsnæði, nema hið opinbera
byggi íbúðjr til leigu fyrir að-
gengiiegt verð.
Ríkisstjómin féllst ekki sem
he'ld á þessa kröfu.
40 millj. til íbúða-
bvumnga á næstu
3 mán.
Því var borið við ;að ríkis-
stjómin stæði nú í stórum fjár-
frekum framkværndum sem er-
lend lán þyrfti tiL eins og bygg-
ingu sementsverkámiðju, Sogs-
virkjuninni og rafveitufram-
kvæmdum fyrip dreifbýlið.
Ennfremur stæðu fjskveiðisjóð-
ur og ræktunarsjóður í miklum
framkvæmdum. Á meðan sé ekki
1 hægt að táka erlénd. lán.
Aóeins ráðherrar Alþýðubandá-
lagsins studdu kröt'u verkalýðs-
• Siuutakanna um erient lán.
Ríkisstjórnin hét því hins
vegar að á næstu 3 mánuðum
verði 40 millj. kr. hjá húsnæðis-
málastjórn til lána í byggingar
húsnæðis.
Fyrirheit voru gefin s.l. vor
um að 44 millj. kr. yrði varið
á árinu í þessu skyni. Þegar hef-
ur verið úthlutað 22 millj. 12
millj. áttu að fara í Búnaðar-
bankann og eftír voru því ekki
nema 10 millj. til útlána, ef
ekki hefðu nú verið gerðar sér-
stakar ráðstafanir. f stað 10
milljóna verða hví nú veittar
4.0 millj. til íbúðabygginga.
Mikil mistök
Það voru mikii mistök, sagðj
Eðvarð, að taka ekki eriend
lán til bvgginga. Það er vitað
að gjaldeyrismálin eru ekki um
of góð. Ef við eigum að taka
alla okkar fjárfestingu af því
sem víð vinnum inn á hverju
ári, komumst við ekki langt. Er-
’ent lán hefði auk þess greitt
fyrir tekjum ríkisjns af tollhá-
um vörum.
Aukinn réttur
verkamanna
Þá hét ríkisstjómjn • löggjöf
um aukin réttindi tímakaups-
manna, þannig að tímakaups-
menn er unnið hafa t.d. eitt
ár scm fastráðnir væru, fái lág-
marksuppsagnarfrest. Einnig að
tryggja þeim lágmarksveikinda-
daga.
Þetta hefur í áratug verið
baráttumál Dagsbrúnarmanna,
en aldrei fengizt inn í samninga.
Atvinnurekendur hafa verið ó-
fáanlegir til að semja um þetta,
en haft um það góð orð. Margir
atvjnnurekendur hafa líka tekið
þetta til greina í framkvæmd, en
meirihlutinn ekki.
Það er mjög vel farið þegar
verkalýðssamtökunum tekst að
hafa Þau áhrif á löggjafarvaldið
að slík hagsmunamál verkalýðs-
samtakanna eru lögfest.
Skattlækkun á
miðlungs- lág-
tekium
Rætt var um frekari lækkun á
tekjuskatti af lægr:- og miðl-
ungstekjum og breytt fyrirkomu-
lag á innheimtu. Ríkisstjómin
hét að halda áfram á þeirri
braut, og er það samkomulags-
atriði við verkalýðshreyfinguna.
Vel var tekið undir að breyta
innheimtufyrirkomulaginu. Hef-
ur verkafólk mjög talað um að
innheimta þurfj skatta af kaupi
jfnóðum. þvi þegar skattar og
útsvör falla á kaupið seint á ári
vil’ oft verða lítið eftir til
annarra nota.
Það er talið að þetta muni
hafa í för með sér állmikla rösk-
un og vandasama lagasetningu,
en þessi aðferð hefur verið not-
um í Svíþjóð og s.l. ár í Noregi.
Smíði stálbáta
iunanlands
Ríkisstjórnin hét því að flýta
fyrir smíði fiskiskipa úr stáli
hér innánlands. Það mun nú
standa á tilboðym frá smiðjun-
um hér, en von • á þéim á næst-
unni. ■ t
Ríkisstjórhin telur sig rejðú-
búna að stuðla að slíkum smíð-
um hér, en vill ekki skuldbinda
sig fyrr en tilboð frá smiðjun-
um liggja fyrir.
Smíði fiskiskipa úr stáli hér
innanlands er mjög þýðingar-
mikil, og myndi m.a. hafa mik-
il áhrjf á atvinnu manna hér
bænum.
Eindregið mótmælt
frekari bækkun
Verðlagsráð landbúnaðarins
hefur talið að verðlag þurfi að
vera allmiklu hærra en 6 manna
nefndin gerði ráð fyrir, eða
1,8% hærra.
Bændur telja sig aldrei hafa
fengið heim til sín það verð
sem samið var um, en hinsveg-
ar hafi kostnaður aukjzt.
Fulltrúar verkalýðssamtak-
anna mótmæltu því eindregið að
verð landbúnaðarvara yrði
hækkað, en málið er enn óleyst.
Getur það haft töluverð áhrif
á verðlagið, hvort sem verðið
verður hækkað, látið koma fram
í. vísitölunni eða greitt niður.
Brask- o£ skulda-
kóngar kveina
Eðvarð kvað enga þörf að ör-
vænta um að stöðvunarleiðin sé
ekki fær. Hinsvegar berjast
mjög sterk öfl gegn henni. Það
eru mennirnir sem græða á
gengislækkun. Milliljðimir sem
mest hafa æpt undan stöðvunar-
aðgerðunum, því, að mega ekki
leggja á vörumar að vild. Það
eru brask- og skuldakóngamir
og milliliðimir sem myndu
græða á gengislækkun, — al-
menn'ngur í landinu myndi
tapa.
Eðvarð kvaðst ekki hafa hitt
þá verkamenn er í alvöru vildu
segja upp samningum og leggja
út í verkfallsbaráttu nú. Hins-
vegar heyrðust raddir um að
hafa samninga lausa. Ræddi
hann nokkuð um það, og sýndi
fram á að afleiðing þess yrði
allt önnur en vekti fyrir þeim
mönnum er til þess hvettu.
Hér hefur verið sagt efnislega
frá aðalatriðunum í ræðu Eð-
varðs. Auk hans töluðu margir
aðrir fundarmenn, o« mæltist
sumum vel. Ber þar sérstaklega
að nefna Árna Ágústsson, og
verður nánar sagt frá ræðum
þeirra síðar.
Hér sjáið þið raimsókiiarstöð nr. 5 á heimskautaísnum.
Sendinefnd f rá V OKS
Framhald af 12. síðu.
rússnesku lrefur einnig verið
þýtt nokkuð eftir Halldór Stef-
ánsson, Jóhannes úr Kötlum,
Þórberg Þórðarson o. fl.
Sömu verkefni og vandamál
Vikenti Zaitzev er yfirmaður
haffræði og fiskirannsókna-
stofnunarinnar í Moskva, en
hún samræmir og hefur yfir-
stjórn allra slikra rannsóknar-
stöðva í landinu. Hann kvað
sHkar rannsóknir mjög marg-
brotnar í Sovétríkjunum vegna
þess hve náttúra landsins og
skilyrði væru ólík í hinum
ýmsu hlutum ríkjanna. Fjöldi
fiskategunda væri mjcg mikill,
t.d. væru um 250 nytjafiska-
tegundir í rússneskum vötnum. |
Jafnframt þvi að rannsaka ’
lifnaðarhætti fiskanna, ferða-1
lög, hitastig, átu o.s.frv. værí
annað meginverkefnið tækni-
rannsóknir, þ.e. að finna nýj-
ar veiðiaðferðir og veiðitæki.
Á Atlanzhafi hafa Sovétrík-
in samvinnu við Norðmenn, ís-
lendinga og Dani um síldar-
rannsóknir, og kvað prófessor
Zaitzev fiskifræðinga þessara
þjóða eiga þar við sömu vanda-
mál og viðfangsefni að fást.
Hann kvaðst því hlakka til að
kynnast starfsbræðrum sínum
hér og það stæði ekki á rúss-
neskum fiskifræðingum til sam-
vinnu við íslenzka.
Bílstiórinn staðfestir fram-
burð Markúsar bónda
Rannsókn í brennumálinu
á Svartagili hefur haldið á-
fram og bílstjórinn m. a. yf-
irheyrður. Framburður hans
staðfestir framburð Markús-
' ar um illdeilur bræðranna.
Deildu þeir og lenti saman
út af greiðslu ökugjaldsins
og þá fyrst kom Markús nið-
ur, að þvi er bílstjórinn seg-
ir. Bílstjórinn segir Markús
hafa skipað þeim út og gert
sig líklegan til að framfylgja
þeirri skipun með því að
beita gegn þeim stól. Hins-
•vegar hafi Markús ekki ógn-
að bræðrunum með hagla-
byssu, eins og þeir báru
við fyrstu yfirheyrzlu.
Þegar bræðurnir réðust á
Markús hugðist bílstjórinn
stilla til fríðar en Reynir
rak hann út og fór hann þá
út í bíl.
Þá hefur Þjóðviljinn
fregnað að í brunarústun-
um hafi gaseldavélin Iegið
þannig að auðséð virtist að
hún hefði verið sett á hlið-
ina svo eldstæðin heindust
að milliþilinu. Einnig hafa
fundizt úti munir sem flutt-
ir höfðu verið út úr húsinu.
Þórður Bjömsson hélt yf-
irheyrslum áfram í málinu
í gær, en Þjóðviljanum tókst
ekki að ná tali af honum
að þeim loknum og-veit því
ekki hvort nokkuð nýtt hef-
ur kómið fram í þeim. •
Heimskautsstöð nr. 5
Nikolaj Volk'iv var yfirmað-
ur 5. rannsóknarstöðvar Sovét-
ríkjanna á rekísnum við norð-
urheimskautið. Stöð sú var á
reki í ísnum frá því í apríl
1955 þar til í október 1956.
Hún var staðsett á gömlum,
geisistómm ísjaka er var 6
metra þykkur, en þegar leið-
angursmenn hurfu brott var
hann aðeins hundraðasti hluti
af upphaflegri stærð og hafði
sprungið á 8 stöðum .
Leiðangursmenn rannsökuðu
veðurfar, norðurljós, segul-
magn, ísrekið, ísalögin, gerð
íssins o.m.fl. Nú em tvær slík-
ar stöðvar, nr. 6 og 7 á reki í
isnum, og em rannsóknir þeirra
þáttur í rannsóknury á hinu al-
þjóðlega jarðeðlisfræðiári.
Vistir og útbúnaður allur var
fluttur flugleiðis til stöðvar-
innar. Voru rafstöðvar, hús
o. sl. flutt flugleiðis, en f*rá
flugvellinum var það svo flutt
til stöðvanna, sem voru nokk-
uð dreifðar, með dráttarvélum
og þyrilvængju. Þegar leiðang-
ursmenn yfirgáfu stöðina fóru
þeir með tæki sín én skildU
eftir vistir og annan útbúnað
— máski ræki matinn. og
vodkabirgðirnar til Islands, —
en ég er hálfhræddur um að
þær fari frekar til Grænlands!
.sagði hann.
Þremenningarnir munu dvelj.
ast hér á landi til 9, naæta
mánaðar.