Þjóðviljinn - 29.10.1957, Qupperneq 10
10) — ÞJÓÐVILJINN — Þrtf judagur 29. október 1957
Moskvumótið
Framhald af 6. síðu.
langaði svo einnjg að kynnast
eitthvað lífi og starfi fólksins,
var því efnt til ferða í verk-
smiðjur, skóla og út á sam-
yrkjubú. Byggingaverkamenn
voru heimsóttir á vinnustað-
inn og saumakonurnar á verk-
stæðið. í þessum ferðum nut-
um við aðstoðar góðra túlka,
einnig íslenzku stúdentanna
sem stunda nám í Moskvu. Við
skoðuðum bamaheimili, og
virtist þar allt gert til þess að
litla heimilisfólkinu liði sem
bezt, og ekkert virtist skorta
þar af leiktækjum og góðum
útbúnaði. Við skoðuðum fi’ægar
kirkjur og söfn, sýningarsvæði
og skemmtigarða, og við nut-
um gestrisni á einkaheimilum
borgarbúa.
Mikil rækt er sýnilega lögð
við varðveizlu hverskonar
sögulegra verðmæta.
I Kreml er mikið safn
margskonar dýrgripa frá keis-
aratímunum. Það hefur ekki
verið neitt smáræði sem sú
auma hirð hefur hrúgað kring-
um sig af gulli og gersemum,
meðan meginhluti þjóðarinnar
bjó við þá örgustu eymd sem
sögur fara iaf í Evrópu. Það
eru andlega dauðir menn sem
ekki geta dregið sínar álykt-
anjr af því sem þarna ber fyr-
ir augu.
Á hinni miklu landbúnaðar-
sýningu var fróðlegt að dvelja,
þar gefur að líta sýnishorn af
framleiðslu allra Sovétlýðveld-
anna. Er þar áberandi hin
öra iðnaðar- og tækniþróun
sem orðið hefur eftir bylting-
una.
Sýningarsvæði þetia er ekki
Iangt frá þar sem við bjuggum
og því fljótlegt að komast
þangað með almenningsvagni.
Að sjálfsögðu fórum við á eig-
in spýtur hvert sem v;ð kærð-
um okkur um, og takmarkaðist
það aðeins af ókunnugleika út-
lendinga í stórborg, og því hve
rússneska vt'afrófið er ólíkt
því sem við þekkjum, þess-
vegna var miklu erfiðara að
átta sig á götunöfnum og sam-
gönguleiðum enda þótt við
hefðum kort af borginni og
neðanjarðarbrautinni, svona
ferðir urðu því oft ærið taf-
samar, þó að fólkið gerði sitt
bezta til að leiðbeina okkur.
Dagarnir í Moskvu ljðu fyrr
en varði, og að kvöldi sunnu-
dagsins 11. ágúst var heims-
mótinu slitið með látlausri en
hátíðlegri athöfn á leikvang-
inum þar sem það var sett.
Þar blöktu fánar .allra þátt-
tökuþjóilanna meðan kveðju-
ræður voru fluttar. Úti lýstu
fagurlega ljtir flugeldar upp
dimmbláan kvöldhimininn,
þetta var indælt kvöld sem við
munum lengi minnast.
Morguninn eftir héidu af
stað þeir úr hópnum sem fóru
heim um Danmörku, en við
sem ætluðum norður um til
Murmansk fórum ekki fyrr en
um kvöldið. Þennan síðasta
dag í Moskvu sátu mörg okk-
ar upplýsingafund með ýmsum
sérfræðingum um atvinnu- og
menningarmál, og var hann
. hinn fróðlegasti. Þetta kvöld
kvöddum við Moskvu með
þakklæti í huga fyrir allt sem
okkur hafðú verið vel gjört.
Samferða okkur í lestjnni var
stór hópur Norðmanna er einn-
ig var á heimleið um Murm-
ansk.
Næsta morgun vorum við í
Leningrad, og dvöldumst þar
allan daginn í boði æskulýðs-
samtaka borgarinnar. Þetta
varð mjög ánægjulegur dagur,
einn með þejm beztu í ferð
okkar.
Leningrad er falleg borg,
björt og hrein. Þar eru margar
frægar byggingar og söfn. Þar
var okkur fyrst og fremst sýnt
Hermitage safnið, sem er víð-
frægt málverka- og högg
myndasafn, síðan Vetrarhöllin
eftir því sem tími vannst til,
þar hafði keisarafjölskyldan
áður fyrr íbúð upp á 10050
herbergi, eða réttara sagt sali,
og eru þeir hver öðrum skraut-
legri. Allt er þarna mjög vel
varðveitt. Sejnna þennan dag
keyptum við okkur farmiða
með neðanjarðarbrautinni og
skoðuðum þær stöðvar sem
þegar hafa verið fullgerðar, en
smíði brautarinnar stendur yf-
ir. Stöðvarnar eru hver ann-
arri fallegri og allt er þarna
hreínt og fágað, og virðjst
brautin í Leníngrad ekki gefa
eftir hinni frægu neðanjarðar-
braut í Moskvu. Eftir að hafa
skoðað okkur þarna um ókum
við út í sumargarðinn fyrir ut-
an borgina. Garður þessi ljgg-
ur niður að Finnska flóanum,
og er umhverfi þarna mjög fal-
legt. Fjöldi gosbrunna og lista-
verka prýða þennan mikla
garð. Þama er Sumarhöllin,
sem var áður fyrr íbúð keis-
aranna að sumrinu.
í umsátrinu um Leningrad í
heimsstyrjöldinni síðari, var
höll þessi eyðilögð af Þjóðverj-
um, en nú var búið að byggja
hana upp í sama stíl og hún
var áður.
Þennan dag snæddum við há-
degisverð og kvöldverð að Hót-
el Moskva í Leningrad. Kvöld-
verðurinn var nokkurskonar
kveðjuhóf, og var hverju okk-
ar færð þar minjagjöf frá
æskulýðsfélögum box-garinnar.
Síðan var dansað nokkra
stund, og héldum við svo á
brautarstöðína hin ánægðustu
eftir indælan dag. Áfram var
svo haldið norður á bóginn á-
leiðis til Murmansk, þangað
vorum við rúman hálfan annan
sólarhring frá Leningrad, þó
með stuttri viðkomu á nokkx-
um stöðum.
í Murmansk var dvalizt
nokkra klukkutíma. Skoðuðum
við þar niðursuðuverksmiðju
þar sem unnið var úr fiski og
fiskafurðum. Mai-gir skoðuðu
einnig síldveiðimóðurskip er lá
þai-na í höfn, var það mjög
fullkomið að öllum útbúnaði.
Ekið var um borgina og skoð-
aðar helztu byggingar. Einnig
komum við að minnismerki um
murmanska verkamenn er féllu
fyrir brezkum og frönskum
innrásarherjum á fyrstu árun-
um eftir byltinguna. Murmansk
er fyrst og fremst mikil fisk-
veiðimiðstöð og ber þess mjög
merki. íbúar eru um 500.000 í
borginni og umhverfi hennar.
Mun var kgldara þarna en innj
í landinu og landslag hrjóstr-
ugra, enda liggur borgin norð-
an heimsskautsbaugs. Ákveðið
var að skipið sem átti að flytja
okkur til íslands, legði af stað
kl. 2 e. h. Geysimikill mann-
fjöldi safnaðist saman á úpp-
fyllingunni, voru þar kveðju-
ræður fluttar og síðan stigið
um borð. Lagt var frá landi á
áður ákveðnum tíma og mann-
fjöldinn veifaði okkur svo
lengi sem vjð sáum.
. Fei-ðin heim til íslands gekk
mjög að óskum. Skipið var hið
ágætasta svo og útbúnaður all-
ur. Á daginn skerhmtum við
okkur við kvikmyndasýningar,
töfl og spil, á kvöldin var oft
dansað.
Til Reykjavikur komum við
22. ágúst, eftir mikið og á-
nægjulegt ferðalag.
QerSir fulltrúar íhalds og krata
Framhald af 1. síðu.
framhjá þessu ákvæði er hún
á fundi sínum 31. desember 1952
veitti áfrýjanda Jóni Gíslasyni
loforð fyrir kaupum á nýjurn
hlutum í félagjnu að fjárhæð
kr. 267.000.00. Var þó sérstak-
lega rík ástæða fyrir félags-
stjómina að gæta fyi'irmæla
þessara við Svo stóx-fellda aukn-
ingu hlutafjárins, enda var að-
alfundarsamþykktin frá 25.
janúar 1948, sem hún taldi veita
heimild til aukningar hlutafjái-,
þá orðjn allt að 5 ára gömul og
<S>-
Fjárfestingin
Framhald af 7. síðu.
er í löndum þessum. Bæði ár-
in 1955 og 1956 var neyzlu-
fjárfestingin meiri en fram-
leiðslufjárfestingin, fyrra ár-
ið 54% og siðara árið 56%
heildarfjárfestingarinnar. —•
Þessi skipting fjárfestingar-
innar 1955 og 1956 er sýnd í
töflu II. Þessar tölur bera
það með sér, að hin hlutfalls-
lega háa heildarfjárfesting
hér á landi stafar af einstak-
lega mikilli heyzluf járfest-
ingu, en ekki af óvenjulega
mikilli fjárfestingu í atvinnu-
vegunum.
Þessi meginskipting fjár-
festingarinnar segir þó ekki
alla söguna. Raunverulegar
tekjur á íbúa eru misjafnlega
miklar í löndum þessum.
Þannig er heildarfjárfesting
álíka stór hluti vergrar þjóð-
arframleiðslu á ítalíu og í
Vestur-Þýzkalandi, en þar sem
raunverulegar tekjur á íbúa
eru mun meiri í Vestur-Þýzka-
landi heldur en á Italíu, verja
Vestur-Þjóðverjar nær tvöfalt
meiri verðmætum á íbúa til
fjárfestingar en ítalir, eins og
ráðið verður af töflu III,
sýnir fjárfestingu á Italiu,
Frakklandi, Vestur-Þýzka-
landi og Bretlandi, metna til
dollara á \erðlagi ársins 1950.
Á sama hátt verja Vestur-
Þjóðverjar miklu stæn-i hluta
vergrar þjóðarframleiðslu til
fjárfestingar en Bretar, en
þar sem raunverulegar tekjur
á íbúa eru stærri í Bretlandi
en í Vestur-Þýzkalandi, verja
þessar þjóðir á íbúa álíka
miklum verðmætum til fjár-
festingar.
Fyrir hendi eru engar sam-
bærilegar heimildir um fjár-
festingu hérlendis við þær,
sem dregnar eru saman í töflu
III. Til viðmiðunar verður
samt reynt að meta lauslega
fjárfestingu hérlendis 1954 til
dollara á verðlagi ársins 1950.
Verðhækkanir verða metnar
samkvæmt þeirri vísitölu, sem
Framkvæmdabanki Islands
hefur unnið upp úr visitölu
framfærslukostnaðar og nefnd
er vísitala neyzluvarnings, en
fjárfesting 1954 síðan færð til
verðlags 1950. Þá er næst sá
vandi á höndum að ákveða á
hvaða gengi upphæð fjárfest-
ingarinnar skuli yfirfærð í
dollara. Til bragðs var tekið
að bæta við skráð kaupverð
dollarauppbót, sem var hlut-
fallslega jöfn þeirri viðbót
við f.o.b -andvirði útflutnings-
ins, sem útflyjendur fengu úr
bátagjaldeyriskerfinu. Tekjur
bátagjaldeyriskerfisins námu
71 milljón króna 1954, en það
ár var f.ab.-andvirði útflútn-
ingsins 856 milljónir króna.
Framlög bátágjaldeyriskerfis-
ins hafa þannig numið um
8,4% af f.o.b.-andvirði út-
flutningsins. En þegar 8,4%
er bætt við skráð kaupverð
dollara verður það 17,62
krónur.í:) Fjárfesting á íbúa
hérlendis metin þannig 1954
til dollara á verðlagi ársins
1950 reyndist vera jafnvirði
185 dollara. (Sjá töflu IV).
Ef þessi niðurstaða er nærri bærinn ætti aldrei meirihluta
aðstæður breyttar, frá því að
hún var gerð. Ber þegar af þess-
ari ástæðu að taka til greina
kröfu stefndu um ógildingu á
framangreindu loforði.
Eftir þessum úrslitum ber á-
fx-ýjendum (Lýsi og Mjöl h.f. og
Jóni Gíslasyni) in soljdum að
greiða stefndu málskostnað í
héraði og fyrir Hæstarétti, sem
ákveðst samtals kr. 40.000.00“.
Þangað er orsakanna
að leita
í sambandi við úrslit þessa
máls er rétt að minna á breyt-
ingu þá sem orð;n var á stefnu
Alþýðuflokksforystunnar í Hafn-
ai-firði er Lýsi og Mjöl h.f. var
stofnað 1945. Flokkurinn hafði
áður fyrr barizt fyrir bæjar-
rekstri á fyrirtækjum í harðri
andstöðu við íhaldið, en undir
forustu Emils Jónssonar var
breytt um stefnu og hallazt að
kenningu sem Bjarni Snæbjörns-
son setti fram við stofnun Bæj-
ai-útgerðar Hafnarfjarðar þess
efnis, að bæjarfélagið stofnaði
hlutafélög með einstaklingum um
atvinnutækj en þó þannig að
sanni mun raunveruleg fjár-
festing á ibúa hérlendis 1954
hafa verið meiri en í öllum
þessara fjögurra landa, Italíu,
Frakklandi, Vestur-Þýzkalandi
og Bretlandi. En þegar fram-
leiðslufjárfestingin er borin
saman, gegnir öðru máli. Ef
framleiðslufjárfestingin í lönd-
um þessum er talin nema
sömu hundraðshlutum heildar-
fjárfestingar 1954 og hún
nam að meðaltali árin 1950—-
1954, verður niðurstaðan sú,
að framleiðslufjárfesting á í-
búa hefur verið meiri í Vest-
ur-Þýzkalandi og Bretlandi
heldur en hér á landi, en
minni í Frakklandi og Italíu.
Ef þessi niðurstaða er rétt,
mun framleiðslufjárfesting
hérlendis hafa verið sízt of
mikil undanfarin ár, Þar eð
taka verður tillit til, að at-
vinnuvegir Bretlands og Vest-
ur-Þýzkalands hafa náð miklu
hærra þróunarstigi en íslenzk-
ir atvinnuvegir og náttúru-
auðæfi landa þessa eru meiri
en íslands.
*) Kaupmáttur dollars 1954
hefur án efa veiið melri en
17,62 króna íslenzkra. Hinni
formlegu gengisskránjngu var
hægt að halda uppi, vegna
þess að gjaldeyrir var skammt-
aður og landið hafði aðrar
gjaldeyristekjur en af útflutn-
ingi íslenzkra vara.
Slökkviliðið
Slökkvilíðið var kvatt út
tvisvar í gær. í bæði skiptixi
hafði komið upp eldur í mið-
stöðvarklefa. Fyrst var það
kvatt að Barmahlíð 3, en búið
var að slökkva eldinn. er það
kom á vettvang. Síðar var það
kvatt að Vestu-rbrún 14, en einn-
ig þar tókst að.ráða niðurlögum
eldsjns án þess að hann ylli
nei-fu teljandi tjóni.
Kazantsakis iátínit
1 fyrrinótt andaðist gríska
skáldið. Nikos Kazantsakis í
Suður-Frakklandi. Kazantsakis
hlaut á síðustu árum heims-
áfrægð fyrir skáldsögur sínar.
Kunnastar þeirra eru Zorba og
Frelsi eða dauði, én sú síðar-
hlutafjárins og yrði aldrei ráð-
andi afl í fyrirtækjunum. Þann-
ig tók Bæjarútgerð Ilafnarfjarð-
ar þátt í stofnun Lýsis og Mjöls
h.f. ásamt nokkrum ejnstalding-
um á þeim grundvelli að bæjar-
útgerðin kéypti hlutabréf að
upphæð 150 þús. kr. af 306 þús.
heildarfjárhæð.
Til þessarar stefmibreytingar
Alþýðuflokksins má því í raun-
inni rekja rætur þess fjármála-
hneykslis, sem hæstiréttur hefur
nú dæmt Iögleysu. Að frum-
kvæði sósíalista hefur stefna
bæjarstjómarmeirihlutans í
Hafnarfirði hins vegar markazt
á yfirstandandi kjörtímabili af
því að bærinn ætti og réði einn
sínum fyrir&pkjum og er
gleggsta dæmi þess bygging hins
nýja og glæsilega fiskiftjuvers
Bæjarútgerftar Hafnarfjarðar.
Austfirðinga-
félag Suðurnesja
stofnað
S.l. sunnudag var stofnað I
Keflavik Austfirðingafélag Suð-
urnesja með lögheimili á sama
stað.
Þrátt fyrir leiðinlegt verður
voru mættir á fundinum .42
Austfirðingar. Gengið var frá
lögum fyrir félagið og stjórn
kosin, en hana skipa Georg
Helgason formaður, Friðjón
Þorleifsson gjaldkeri, Hilmar
Jónsson ritari, Guðný Ásberg
og Jóna Guðlaugsdóttir með-
stjómendur. Varamenn voru
kosnir Skúli Sighvatsson og
Guðrún Ármannsdóttir.
Tilgangur félagsins er fyrst
og fremst að halda uppi göml-
um og nýjum kynnum meðal
þeirra félagsmanna, sem flutzt
hafa á félagssvæðið. Þessum
tilgangi hyggst félagið ná með
fundahöldum, skemmtiferðum,
fræðandi erindum, svo og einni
sérstakri hátíð ár hvert.
nefnda kom út á íslenzku á
þessu ári. I fyrra hlaut Kaz-
antsakis Heimsfriðarverðlaunin
og nafn hans hefur verið
nefnt við síðustu úthlutanir
Nóbelsverðlauna.