Þjóðviljinn - 03.11.1957, Side 7

Þjóðviljinn - 03.11.1957, Side 7
Sunnudagur 3. nóvember 1957 — ÞJÓÐVILJINN — (7 Gangurinn í mál £5 skapsvélinni Guðnírt frá Lundi: öldu- föll. Skáldsaga. — 304 blaðsíður. — Prentsmiðjan Leiftur 1957. Guðrún frá Lundi mun vera stórvirkasta skáidkona þjóð- arinnar að fomu og nýju. Hún hefur nú á annan ára- tug skrifað 300-400 blaðsíðna skáldsögu á hverju ári; og meðal verka hennar er víst leugsta saga, sem íslendingur hefur skrifað: Dalalíf. En það er ekki nóg að skrifa bækur, heldur verður einnig að selja þær. Af vínsældum þessarar mikilvirku skáldkonu er það skemmst að segja, að hún er sá höfundur íslenzkur sem flestir lesa. Sögur hennar eru keyptar öðrum bókum ákafar í veralunum, og á bókasöfn- um bíður fólk þeirra í röð- um. Og þær eru ekki lesnar einu sinni yfir, heldur marg- sinnis; sumar konur lesa Dalalíf á hverju ári — þetta eru sem sé lifandi bókmenntir. Guðrún frá Lundi hefur unn- ið einhvem frægasta rithöf- undarsigur í sögu íslenzkra bókmennta. Nú hefur þessi einstæða skáldkona sent nýja sögu frá sér: Ölduföll, réttar 300 les- málssíður í vænu broti. Aðal- bóksölutíminn er ekki hafinn, en þó kvað bókin þegar selj- ast ágæta vel; það em fam- ar að myndast biðraðir á bókasöfnum. Sigurgangan ÖllSö&lf1 éra fyrsta bókin, sem undirritaður les eftir Guðrúnu frá Lundi; og veldur þvi einkum óhugur hans við stórar skáldsögur í mörgum bindum. Hér er því ekki unnt að meta, hvort verðleikar skáldkonunnar hafa hingað til staðið í skynsamlegu hlutfalli við vinsældir hennar; en um Ölduföll er bezt að segja sannleikann alveg umbúða- iaust: sagan er fyrir neðan allar hellur. Hana. vantar alla þá kosti sem bókmenntir mega prýða; og þótt maður reyni að fjalla um hana á bók- menntalega vísu, þá er það í rauninni ekki til annars en gera sig brosiegan. Það er ekki bókmenntir, þessi ósköp, heldur ein ógurleg munnræpa frá upphafi til enda: það er sett einhver bannsett vitis- vél undir tungurætur persón- anna, og svo fara þær að tala og tala og geta aldrei hætt. Annars veit ég ekki hver fjárinn segir fyrir svona ofboðslegum samsetningi. Lítum fyrst á atburði. Að- alpersónur sögunnar era Sigga og Bensi — hún sjó- mannsdóttir í Höfðavík, hann lausaleikskrakki f raman úr sveit. Þau era bæði engilböm frá upphafi, þroskast æ að dygð og prýði, bemskuvin- áttan verður, æskuást, leikjun- lun lyktar með hjónabandi,— látum það gott heita. Það er kannski líka í lagi að Sigga liggi heilt ár í hryggskekkju; en ‘hitt er grunsamlegra, að Bensa eru allir vegir færir frá upphafi, þótt hann hafi aðe'ns fátæka einstæðings- móður við að styðjast: hann kaupir bát um fermingu, fer í óútskýrða Noregsferð eins Guðrún frá Lundi og hann sé að skreppa til næsta bæjar, leggur Hrólf sterka í áflogum þegar hann ætlar að gerast nærgöngull Siggu hans, fer með meðöl um ókunnan fjallveg í biind- byl til föður síns — sem hann hatar; og bjargar þannig lífi hans. Að lokum reisir hann „stærðar steinhús" í víkinni — hann er almáttugur eins og guð. Ýtarlega er iýst til-rS, raunum Hrólfs sterka til að | vinna hug Siggu; en hún er sannheilög manneskja og veit aldrei neinn nema Bensa sinn: viðleitni Hrólfs verður í senn árangurslaus og óhugtæk — manni leiðist að lesa um fyr- irtæki sem af sjálfu sér er dæmt til að misheppnast. Signý móðir Siggu er hálf- gerð ræfilstuska, en Jóna systir hennar illmálg frekju- drós, enda á hún lausaleiks- stelpu sem vitaskuld „varð lægst af öllum“ á bamapróf- inu. Jóna er óánægð með mann systur sinnar og öll hennar kjör og fær hana til að hlaupast frá manrú og b’murn, með þessum formála: ,,Eg ætla aðeins að vita, hvort mér líður ekki betur, ef ég sef andvökulaust“. Systirin er þá þannig á vegi stödd, að Signý læðist heim til sín eitt síðkvöld og stelur harðfiski og flo.tkökum úr búrinu; heldur síðan aftur burt. En þá tekur guð í taumana og lætur drenginn hennar deyja; hún hverfur aftur heim og segir nð ef hún hefði „vitað, að svona stutt var eftir, hefði ég eklci yfirgefið hann, bless- aðan drenginn minn". Svo líður af sú nótt, en morguninn eftir er hugarástandi konunn- ar lýst þessum orðum: „Signý var alveg eyðilögð“. Því er sízt að heilsa, að skáldkonan reki atburði í hreinni og beinni frásögn: sagan er full af innskotum og útúrdúrum, sem ekki koma neinu máli við; það verður aðeins að láta málskapsvél- ina ganga. Ljóst, en þó eink- ar saklaust dæmi um þessi innskot er á 119. bls. Sigga liggur í hryggskekkjunni, og er því lýst hvernig hún skoð- ar umheiminn í spegli. Þá seg- "ir upp úr þurra: „Einn dag- inn kom Tryggvi bróðir henn- ar úr sveitinni, feitur og stát- inn, og sagðist eiga lamb fram á Brekku, og það ætti að fá að lifa og verða stór kind. — „Skárra er það nú ríkidæmið á þér“, sagði móðir hans“. Að svo mæltu heldur Sigga á- fram að horfa i spegilinn, og lambið kemur ekki framar við sögu. Þannig kubbar höfund- ur alla frasögn sundur; sumstaðar eru útúrdúrarnir hálfar og heilar arkir á lengd. Fáein orð um persónusköp- unina. Megíneinkenni hennar er það að persónurnar fá ekki að njóta sín né fara sínu fram, heldur era þær frá upp- hafi sveigðar undir geðþótta skáldkonunnar: hún er fyrir- fram andvíg sumum persónun- um, fyrirfram hlynnt öðrum; þær komast aldrei undan duttlungum hennar. Einna augljósast dæmi þessa ger- ræðis er Herdís á Litlu-Grund, móðir Hrólfs sterka. Það er svo sem auðvitað að maður sem reynir að taka. engilinn Siggu frá unnusta sínum, er bæði fífl óg tuddi; en Guðrún frá Lundi verður einnig að láta móðurina gjalda slíks sonar. Þegar hún kemur fyrst fram á leiksvið sögunnar horf- ir hún á Siggu „með frekju- leg-u augnaráði“i Á næstu blaðsíðu er stúlkan „daúðfeg- in að losna við þessa frekju- legu kerlingardræsu"; fimm bls. eftir það heitír hún skessa og nokkrum línum neð- ar skass. Áttatíu bls. seinna þarf skáldkonan enn að jafna um þessa persónu, og ofbýður henni þá „flagðssvipurinn á Herdísi húsfreyju". Eftir tíu bls. í viðbót er hún orðin „kerlingarfála“ —• og þó hefur þessi manneskja í raun- inni ekkert gert, nema stýra búi sínu af skörangsskap og styðja við bakið á syni sín- um í kvonbænum hans. En Guðrún frá Lundi leyfir henni aldrei um frjálst höfuð að strjúka, heldur situr um hana með ókvæðisorðum á nótt sem degi og túlkar allt henn- ar æði á versta veg. Meirihluti sögunnar fer fram í samtölum. Skáidkonan lætur allar persónur tala eins, allt frá ungbömum til gam- almenna. Strákpatti, sem Bensi bjargaði frá drukkn- un, segir þessa eetningu: „Svo er líka það að athuga, að varla hefði ég verið í tölu þeirra, sem nú draga andann, ef hann hefoi ekki draslað mér upp úr sjónum um dag- inn“. Bárður bóndi jnælir þessi orð við Bensa son sinn: „Nú er það eindregin óslc mín, að þú látir mig ekki fara héðan án þess að ég finni ofurlít- inn vináttuvott hjá þér mér til handa“. Menn finna bók- málskeiminn; og í einu orði sagt talar engin persóna í þessari sögu eðlilegt talmál, höfundur hefur ekki eyra fyr- ir tali fólks. Ennfremur skeyt- ir höfundur lítt um aðstæður persóna sinna, þegar þær ræð- ast við. Eitt sinn kemur hest- ur Hrólfs sterka mannlaus heim, og er þá farið að leita Ritstjóri: Svemfejöm Bestleinsson Einhverntíma í fyrndinni rann það upp fyrir mönnum að mál þeirra yrði máttugra og áhrifameira ef því væri niður skipað eftir reglum og lögmáli Þá skapaðist það sem nefnt er hrynjandi eða hend- ingar. Vafalítið er að ljóðlist hefur jafnan þróazt samhliða söng og hreyfilist: tónlist og dansi. Löngum hafa menn fundið fyrir því að fleira var til en það sem lá opið fyrir dagleg- um skilningi, og þá mynduð- ust tráarbrögð. Maðurinn fann að hann átti þdtt í því sem var að gerast og gat haft á- hrif lengra en liendur hans náðu til. Þá hófst galdur. — Nú hlaut mönnum að skilj- ast að háttbundin lireyfing, knúin fram af tónum og orð- um, var sterkari í eðli sínu en venjulegt mál sem ekki var magnað af hrynjandi eða ann- ari formlist. Þannig studdi hvað annað: hugsun, hreyfing og þljómur, og úr varð ljóð eða skáldskapur. Ljóðlist ein- hverskonar hefur þróazt með ölium þjóðum, á ýmsan hátt eftir aðstæðum og atvikum. Eg mun nú reyna að gera grein fyrir hvernig ljcðagerð hefur skapazt hjá okkar þjóð. Eg mun rifja upp lítillega hvernig braglist óx og þróað- ist meðal norrænna þjcða forðum, en einkanlega vil ég sýna hvernig menn hafa um- gengizt slíka hluti hér á Is- landi. Eg mun mest dvelja við bá Ijóðlist sem tengd er rímnaháttum og þó mest lausavísur undir slíkum hátt- um. En braglist okkar hefur byggzt upp n óralöngum tíma og þess vegna er nauðsynlegt að sjá sem lengst aftur í ald- irnar og reyna að glöggva sig á bm 'hvað er líkt með fornu og nýju. íslenzkur kveðskapur er ekki orðinn til að ástæðu- lausn, hann var lífsnauðsyn og ber svip beirra ævikjara sem þjóðin átti við að búa á hverium tíma. Þær vísur eru merkilegastar sem bregða. upp mynd af atburði eða, sýna í nýju ljósi einhver sérkenni mannsins. Hóa menn og kalla í ýmsar áttir í myrkrinu, unz Hrólfur tekur undir „langt uppi í fjalli“. Faðir hans kalí- ar hvort hann sé meiddur. „Hvernig hefði ég átt að meiða mig? kallaði Hrólfur á móti. Eg er að svipast um eftir klárnum mínum. Eg missti hann einhversstaðar frá mér. Þetta er nú meira þreif- andi niyrkrið“. Þessa runu kallar sem sagt Hrólfur sterki „langt“ ofan úr fjalli. Málið á sögunni er ekki fag- urt, víða ljótt, sumstaðar rangt. Á bls. 148 stendur þessi setning: „Það þótti á- kjósanlegt fyrir vinnukonu að giftast þeim, sem heimasætan var of góð handa“. Á 193. bls. segir að „Bjarni.......glotti sínu glaðlyndisbrosi“. Á 251. bls. ætlaði Hrólfur „að taka hana í einelti". Eg hef nefnt nokkur dæmi um ágalla þessarar scgu. Það er af nógu að taka; ég full- yrði að þessi dæmi bregða ekki villiljósi á verkið né vinnubrögð höfundar. Hitt er rétt að þögnin hæfði slíku verki bezt, ef ekki stæði svo á að höfundur .þess er í mikium hávegum hjá þjóðinni; og kynrtu ýmsir af þeim sökum að telja söguna nokkru betri en raun er á. En mig grunar einnig, að vinsældir Guðránar frá Lundi og verðleikar fyrri verka hennar standi ekki í ná- kvæmlega réttu hlutfalli hvort við annað. Atburðarás, per- sónumótun, samtalstækni — allt er þetta svo framstætt I þessari sögu að trauðla verð- ur cðru kennt en blindu kunn- áttuleysi, skáldlegu óviti. Það væri kannski ómaksins vert að biðja guð að hjálpa þeim lýði, er hefur kjörið sér höíund Öldufalla bókmenntalega leið- arstjörnu. B. Ií. einstaklings eða atviks. Einn- ig er ástæða til að leggja rækt við vísur sem geyma einkenni- leg afbrigði í máli eða hugs- unarhætti. I þáttum þessum verður lauslcga vikið að ýmsum at- riðum bragfræðinnar og reynt að skýra eðli og myndun bragahátta. Jafnframt mun ég reyna að svara þeim spurning- um sem lesendur þáttarins kunna að vilja leggja fyrir mig. Að visu er mjög tak- markað hverju ég get bætt við það sem almenningur ve’t um þessi efni. En velferð þessa þáttai' er komin undir bví liversu tekst til um þetta sam- band við lesendur. Ef mér berst nægjanlegt efni til að vinna út ætti að geta orðið gagn að þœtti þessum og jafn- vel nokkur skemmtun. Eg vildi mælast til að les- endur sendi þættinum hnitti- legar visur, gamlar eða nýjar, einkura nýjar. Sérstaklcga væri samt gott að lesendur sendu stutíar frásagnir af því hvemig vísnagerð er iðkuð á ýmsum stöðum á landinu og hversu mikill þáttur kveð- skapur er í daglegu lífi eða skemmtun fólks. Allur fróð- leikur um þessi efni er vel þeginn. Bréf til þáttarins má senda til Þjóðviljan Skóla- vörustíg 19 merkt: Ljóðaþátt- ur eða til Sveinbjamar Bcn- teinssonar Sólvallag’tu 11, Reykjavík. |

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.