Þjóðviljinn - 22.11.1957, Side 12

Þjóðviljinn - 22.11.1957, Side 12
Lög um skógrækt á íslandi 50 ára Plöntuf ramleiðslan þarf a Fullreynt að rœhtun nytjushóga á íslandi er ehhi hara nauðsyn heldur framhvœmanleg Skógræktarfélögin íslenzku eru hálfrar aldar gömul 1 dag. Á þeim tæpum 60 árum síðan farið' var aS rækta hér tré hefur reynslan sýnt aS hægt er aS rækta hér nytjaskóg með ágætum árangri, — og nú eru barrtré farin að vaxa sjálfsáin á íslandi. Takmarkið er að koma plöntuframleiðslunni upp í 2 millj. á ári, en til þess skortir meiri fjárframlög. andi nm framtíð hinna íslenzku birkiskóga, og þeir geta þess í Ferðabókinni, að vilji menn reyna að. rækta skóga verði að fá skógfróða útlendinga til að koma því verki áleiðis. Út er komin lítil bók: Lög um skórækt 50 ára, eftir Há- kon Bjarnason skógræktar- stjóra. Þar er saga skógræktar- innar rakin allýtarlega. Um forsögu hennar segir þar svo: Frá fyrri tímum. Um tvö hundruð og fimmtíu ár hefur beztu mönnum þjóðar- innar verið ljóst, að viðar- og timburskortur var eitt af því, sem stóð hinu íslenzka þjóðfé- iagi hvað mest fyrir þrifum. Mun óhætt að fullyrða, að næst matarskortinum mun timbur- skorturinn hafa verið þungbær- astur á liðnum tímum. Árið 1699 hvatti Páll lög- maður Vídalín til skógræktar, og mun hann sá fyrsti, að því er við bezt vitum, sem hefur skfifað um þessi mál. Magnússon landfógeti Við trjárækt í Viðey um miðja 18 öld og ritaði um nauð- syn skógræktar, og séra Björn Halldórsson gerði einnig til- raunir með að sá trjáfræi. Skuli Ieit afar raunsæjum aug- um á skógrækt, en þess var samt engin von að hún gæti tekizt hjá honum úti í Viðey, þvi að til þess skorti fyrst og fremst plöntur af norðlægum slóðum auk þekkingar á lifnað- arháttum trjánna, en tilraun hans lauk með því, að búfé tortímdi þvi, er lengst lifði. Þeir Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson voru mjög ugg- Árið 1755 gaf stjórnin út til- skipun um betri meðferð birki- skóga og skógaleifa. Mun sú tilskipun hafa verið af hvötum Magnúsar amtmanns Gíslason- ar, en allt er óvíst um, hvort hún hefur orðið að nokkru gagni. Einstöku menn fengu þó fræ og plöntur eins og til dæm- is Magnús Ketilsson sýslumað- ur í Dalasýslu, og hann hafði meira að segja nokkra heppni með sér í tilraunum sínum. Þóttist hann þess fullviss að hér mætti rækta bæði greni og HðmflúmN Föstudagur 22. nóvember 1957 — 22. árgangur — 264. tölublað. Húsróðandi handsamaði þjófinn f fyrrinótt var framið inn- brot I íbúðarhusið Fornhaga 22, en húsráðandi handsamaði annan þjófinn og átti í rysk- ingum við hann unz lögreglan kom á vettvang. Lögreglunni var gert aðvart um klukkan hálf þrjú í fyrri- nótt og er hún kom að húsinu sást hvar fáklæddur maður átti í stympingum við annan fullklæddan. Sá fyrrnefndi var húsráðandi, Jón Haukur Guð- jónsson, sem kvaðst hafa far- ið fram úr, er hann heyrði grunsamlegt þrusk, og hlaupið síðan á eftir manni, sem skot- izt hefði út úr húsinu. Náði hann manninum og átti í rysk- ingum við hann, er lögreglu- menn komu á vettvang, sem fyrr segir. Við nánari leit í húsinu fann lögreglan annan mann, sem hafði falið sig í geymslu á efstu hæð. í fórum þjófanna, sem báðir eru Ungverjar, fundust sultukrukkur, peysa og bjórflaska, en annað ekki. Á laugardaginn komu til Kaíró fyrstu hlutar kjarnorku- ofns, sem Egyptar fá frá Sov- étríkjunum og byggður verður af sovézkum verkfræðingum. Námskeið í hagfræði Leiðbeinendur verða Brynjólfur Bjarnason og Haraldur Jóhannsson Um næstu mánaðamót hefst á vegum fræðslunefnd- ar Sósíalistaflokksins og Æskulýðsfylkingarinnar nám- skeið í póMtískri hagfræði. Verður kennt eitt kvöld í viku, og verða leiðbeinend- ur Brynjólfur Bjarnason og Haraldur Jóhannsson. Þeir sem hafa hug á að taka þátt í námskeiði þessu eru beðnir að gefa sig fram í skrifstofum Sósíalistafé- lags Reykjavíkur eða Æskulýðsfylldngarinnar, Tjarn- argötu 20. •> •> «> * •••••••••••i »•••••••••••••••••••••••••••••••• Samsýning í Sýningarsalnum á abstraktmálverkum í dag verður opnuö sýning á verkum tveggja lista- manna í Sýningarsalnum og eru eingöngu sýndar abstrakt myndir. Þaö eru Guörún Svava Guömundsdóttir og Jón B. Jónasson, sem aö sýningunni standa. Verður hún opin til 1. desember. Rauögreni á Hallormsstað Guðrún Svava Guðmunds- dóltir, er fædd 1910 í Reykjavík, hefur málað um árabil en lítið sýnt opinberlega. Hún stundaði nám í Myndlistarskólanum í Reykjavík hjá Þorvaldi Skúla- syni og Herði Ágústssyni auk þess hefur hún farið í náms- ferð til Parísar. Árið 1955 tók Sovézka lónið opnar Egyptum fjárhirzlur Bandaríkjanna Ákvöröun Egyptalandsstjórnar að taka stórlán í Sovét- stjórnar hafa fengið loforð um ríkjunum hefur orðiö til þess aö opna Egyptum fjár- hirzlur Bandaríkjanna, sem höfðu veriö þeim lokaðar á annaö ár. iBandaríkjastjórn setti fjár- málabann á Egyptaland í fyrra- sumar, eftir að egypzka stjórn- in þjóðnýtti Súezskurðinn. Innstæður látnar lausar. Bandaríkjastjórn lét ekki við það sitja, að svipta Egypta efnahagsaðstoð, heldur lagði hún einnig hald á ailar inn- stæður Egypta í Baftdaríkjun- um, 40 milljónir dollara. M'IR Kvikmyndasýning í kvöld að Þingholtsstræti 27 í Mírsalnum kl. 21.00. Sýndar verða þessar kvik- myndir: Moskva og íbúar hennar1. Litmynd með dönskum texta. Við erum frá Sormovu. Litmynd með rússnesku tali. Sormova er verksmiðjuhverfi í bílaframleiðsluborginni Gorkíj, við Volgu. í Sormovo iifði sögu- hetja Gorkis, sem hann í „Móð- urinni" kallar Pjotr Zalsuov, haþu hét Pavel Vlasov, Var smíður í Sormovo og einn af skipuleggjendum hinnar frægu 1. maí-kröfugöngu 1902. í gær var skýrt frá því 'í Washington, að bandarísk stjórnarvöld hefðu nú látið lausan fjórðung innstæðnanna, og gefið var í skyn að afgang- inum yrði sleppt smátt og smátt. Einnig hefur verið skýrt frá því að Bandaríkja- stjórn hafi greitt Egyptum 600.000 dollara, sem er banda- rísk aðstoð við ræktunarfram- kvæmdir í Egyptalandi. Breytt um stefnu. Fréttaritari brezka útvarps- ins í Washington sagði í gær, að þótt bsndaríska utanríkis- ráðuneytið héldi því fram að þessar ráðstafanir hefðu enga sérstaka þýðingu, væri hér um að ræða gerbreytingu á fjár- málastefnu Bandaríkjanna gagnvart Egyptalandi. Fréttaritarinn kvað það at- hyglisvert, að þessi stefnu- breyting skyldi gerð samtímis því að fulltrúar Egyptalands- Dregst á langinn Tíðinda er ekki að vænta af stjórnarkreppunni finnsku fyrr en í næstu viku, vegna þess ,að dr. Sari, foringi Finnska þjóð- flokksins, sem falið hefur verið að reyna að mynda stjórn, er staddur erlendis og kemur í fyrsta lagi hejm í dag. stórlán í Moskva. 700 milljónir rúblna. Egypzka fréttastofan hefur skýrt frá því, að Amer, land- vamaráðherra Egyptalands, sem dvalið hefur í Moskva undanfarið, hafi fengið þar lof- orð um 700 milljón rúblna lán, sem varið verður til að standa straum af framkvæmd veru- legs hluta af fimm ára iðnvæð- ingaráætlun ríkisstjórnar Nassers. Lánið er veitt til tólf ára og vextir eru 2]Á%. Guðrún Svava þátt í sýningu Félags ísl. myndlistarmanna. Jón B. Jónasson er fæddur 1910 í Reykjavík, stundaði myndlistamám hér á landi m. a. í Myndlistarskólanum í Reykja- vík. Jón hefur átt sæt.i í stjórn Myndlistarákcflans í mörg ár og hefur unnið mikið að mynd- listarmálum. Hann hefur kynnt sér myndiist víða erlendis, tekið þátt í sýningum hér heima og erlendis. Síðastbðið vor sýndi Jón nokkrar myndir í Sýningar- sal Regnbogans í Bankastræti. Sýníngin er opin daglega frá kl. 10—12 og 2—22, á sunnu- dögum frá kl. 2—22. Vænzt tilkynning- ar um alþjóðamál Fréttaritari AFP í Moskva segist hafa góðar heimildjr fyrir því, að í dag verði birt tilkynn- ing urn alþjóðamál, sem sam- þykkt hafi verið á fundi foringja yfir 50 kommúnistafiokka eftir byltingarafmælið. Síðar verði birt sérstakt friðarávarp til þjóða heimsins. Sósíalistar R e y k j a v í k Stjórn Sósíalistafélags Reykjavíkur vill hér með eindregið hvetja alla meðlimi félagsins til að leggja sig alla fram við sölu happdrættismiða Þjóðviljans. Sérstaklega vill stjórnin hvetja þá til að skila peningum jaín- óðum íyrir selda miða. Þeir félagar, sem enn hafa ekki tekið miða til sölu eða vantar viðbótarmiða, eru beðnir að snúa sér til skrifstofu fé- lagsins. Félagar, til starfa fyrir happ- drætti Þjóðviljans. Stjórn Sósíalistafélags Reykjavíkur.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.