Þjóðviljinn - 13.12.1957, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 13.12.1957, Blaðsíða 6
6) —ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 13. deseimber 1957 Þjóðviliinm Útsefandl: Sameinlngarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. — Ritstjórar Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. — Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason. — Blaðamenn: Ásmunciur Sigurjónsson, Guðmundur Vigfússon, ívar H. Jónsson, Magnús Torfi Ólafsson, Sigurjón Jóhannsson. — Auglýs- ingastjóri: Guðgeir Magnússon. — Ritstjórn, afgreiðsla. auglýsingar, prent- smiðja: Skólavörðustíg 19. - Sími: 17-500 (5 línur). - Áskriftarverð kr. 25 á mán. í Reykjavík og nágrenni; kr. 22 annarsst. — Lausasöluverð kr. 1.50. Prentsmiðja Þjóðviljans. ^-------—--------------------J Ihaldið níðir kjósendur sína 'ITiðbrögð Sjálfstæðisflokksins á Alþingi gagnvart frum- varpi ríkisstjómarinnar um breytingu á kosningalögunum hljóta að vekja athygli á þvi vantrausti sem flokkurinn ber til fylgismanna sinna. ÞLng- menn íhaldsins hamast gegn frumvarpinu og telja það hina verstu ofsókn gegn flokki sin- um, tala um að það sé ólýðræð- 'islegt og að höfuðtiigangur þess sé að torvelda fólki að nota atkvæðisrétt sinn. Undir þetta taka svo blöð íhaldsins, Morgunblaðið og Vísir. Það er -þó eftirtektarvert að engum rökum er teflt fram sem rétt- læti þessi ummæli. að, sem íhaldið telur fráleit- ast í kosningalagafíum- varpi ríkisstjórnarinnar, er að kosningu skuii lokið kl. 11 að kvöldi og að bannað sé að halda skrá yfir þá sem nota at- kvæðisrétt sinn. Bæði þessi atríði eru þó allir sanngjarnir menn sammála um að séu til mikilla bóta frá núverandi fyr- irkomulagi. Það tíðkast ekki í neinum siðuðum þjóðfélögum að kjörfundur standi fram á nótt og að heimilis- og svefn- friður fólks sé rofinn að nætur- lagi af sendimönnum stjórn- má’laflokkanna. Það er Hka sjálfsagt og rétt að það sé einkamál hvers og eins hvort hann notar atkvæðjsrétt sinn eða ekki, og útilokað sé að hann eigi yfir höfði sér hótanir eða ofsóknir ef hann kærir sig ekki um að nota þánn rétt og ákveður að sitja heima. Fn þessi atriði kveður íhaldið ■"-* vera ofsókn gegn Sjálfstæð- isfiokknum! Nú er þess fyrst að gæta, að kosningalög ná jafnt yf:r alla frambjóðendur og stjórnmálaflokka. Það eru eng- in ákvæði í kosningalögum sem taka aðeins til íhaldsins og ekki heldur í þeim breytingum sem nú er fyrirhugað að gera á þeim lögum. Lögin taka jafnt til allfa. En hvernig má það þá vera að einn flokkurinn æris't þegar setja á skýrari og slðmannlegri ákvæði um kosn- ingaathöfnina og kjördaginn? Hvað felst í fullyrðingum Sjálfstæðisflokksins um að það muni sérstaklega skaða hann ef næturkosningar eru afnumd- ar og njósnir bannaðar um það hverjir nota atkvæðisréttinn. t'kki verður annað séð en með þessum fullyrðingum sé íhaldið að gefa til kynna að kjósendur þess séu svo áhugalausir um kosningar að vonlaúst sé að fá þá á kjörstað nema með því að kosning standi yfir langt fram yfir miðnætti. Þessu til viðbót- ar virðist íhaldið svo þeirrar skoðunar að aðstaða þess sé allt önnur og verri ef ekki sé unnt að fylgjast nákvæmlega með því hverjir koma á kjörstað. Þannig er lýsingin sem forkólf- ar Sjálfstæðisflokksins gefa opinberlega af fylgjendum sin- um og er ekki ólíklegt að margir þeirra eigi eftir að þakka fyrir sig. Samkvæmt yf- irlýsingu foringjanna og mál- gagnanna eiga flokksmenn þeirra og stuðningsmenn að vera sofandi sauðir og gjörsam- lega áhugalausir. Komi íhaldið ekki við næturkosningum og' merkingum á allt að vera í voða. Þokkaleg lýsing það á fylgismönnum Sjálfstæðis- flokksins og ekki ólíklegt að hún verði lengi í minnum höfð. Gunnar og útsvörin 't’yrir nokkru birti Gunnar Thoroddsen borgarstjóri grein í Morgunblaðinu um úí- svörin í Reykjavik. Hugðist borgarstjórinn gera grein fyrir í hvað útsvörin færu en fór þar eðlilega fljótt yfir sögu. Birti Gunnar þar niðurstöðu- tölur hinna ýmsu aðalliða í íjárhagsáætlun bæjarins en forðaðist eins og heitan eldinn að gera nánar grein fyrir und- irliðum. Þetta var hyggilegt hjá borgarstjóra því að öðrum kosti hefði margt einkennilegt og fróðlegt fyrir almenning kOmið fram í dagsljósið. ¥haldið og Gunnar borgarstjóri eiga í miklum erfiðleikum við að skýra Reykvíkingum þá staðreynd að útsvörin hér hafa hækkað um meíra en 100% á kjörtímabilinu. Sama er að segja um þá staðreynd að í- haldið þverbrýtur landslög til þess að koma við hærri álögum en nokkru sinni hafa verið samþykktar af bæjarstjórn eða stjórnarvöldum landsins. Þá á íhaldið ékki sízt í erfið- leikum með að skýra það að útsvör skuli vera hærri á ein- stakling í Reykjavík en öllum öðrum bæjarfélögum að einu undanskildu. að þarf ekki að fræða Reyk- víkinga um það að veru- legur hluti af tekjum bæjarfé- lagsins fer tíl nauðsynlegra og lögboðinna þarfa. Þetta vita bæjarbúar og þurfa ekki um það skýringar. En þeir vita jafnframt hitt, að aJItof niikið af tekjunum fer í sukk og ó- ráðsíu sem ekki verður varin með neinum frambærilegum rokum. Og það er skýringin á hinum sífelldu útsvarshækkun- Um og óbærilegu álögum sem Reykvíkingar hafa orðið að þola undir stjóm íhaldsins. Um þessa staðreynd þegir Gunnar Thoroddsen. af ástæðum sem allir skilja. Minningarorð Guðnmndur Bjarnason I dag er til moldar borinn frá Fossvogskapellu Guðmundur Bjarnason bóksali og fyrrum kaupfélagsstjóri á Seyðisfirði hátt á 85. aldursári. Hann vár fæddur á Desjarmýri í Borgar- firði 6. apríl 1873 og lagði upp i sina hinztu för 5. desember síðastliðinn. Það er ekki af því, að ég finni mig til þess færan að skrifa eftirmæli um slíkan mann, sem Guðmundur Bjarnason var, að ég hef hér stungið niður penna, Það verk verð ég að eftirláta Guðmundur Bjarnason öðrum mér fremri, en ég gat ekki látið hjá líða að varpa til hans nokkrum kveðjuorðum. Guðmundur var óvenju vel menntaður maður, fyrst og fremst sjálfmenntaður, en ung- ur gekk hann í Möðruvallaskóla. Skömmu eftir aldamót kvænt- ist hann eftirlifandi konu sinni Guðbjörgu Guðmundsdóttur. Eignuðust þau hjón þrjú mann- vænleg börn sem öll komust til fullorðinsára. E!zt er Ragnhildur, gift Benedikt Þórarinssyni bankabókara Seyðisfirði, nú kaupmanni Reykjavík. Þá er Jó- hanna, gift Jóni Sigurðssyni framkvæmdastjóra, Reykjavík. Yngstur systkinanna var Bald- ur. Hann dó á bezta aldri. Árið 1955 fluttust þau Guð- Eg kynntist ekki Guðmundi fyrr en 1931, er ég settist að á Seýðisfirði. Þá var hann kaup- félagsstjóri þar og formaður skólanefndar, én það formanns- starf hafði hann á hendi um margra ára skeið, enda var hann ætíð áhugasamur um skólamál. Guðmundur Bjarnason var enginn hversdagsmaður. Hann bjó yfir mjög fjölþaettum gáfum, en hann var svo dulur og ógjarn á að trana sér fram, að ég gæti næstum trúað, að menn sem lítið þekktu hann hafi ekki gert sér ljóst, að þar fór gáfumaður, fyrr en þeir heyrðu það af vör- um annarra. Hann var sannur höfðingi í lund og' bar ávallt í dagfari sínu vott þeirri víðsýni og sönnu frelsisást, er var einkenni þess tíma sem ól hann, en sem fá- um mönnum öðrurh auðnaðist að bera til æviloka. Ást hans á sannleika, hreinskilni og heiðar- I leika var ekkert sparifat til að | skarta með á tyllidögum, heldur bjuggu þessir eiginleikar með honum og höfðu áhrif á allt framferði hans. Til eru alveg óræk at.vik úr lífi Guðmundar, sem sanna að hann vann „það ei fyrir vinskap manns að vikja af götu sannleik- ans“. Munu þeir, sem vel þekktu hann kunna um það ýmsar sög'- ur, þótt þeim verði sleppt hér að mestu. Það mun vera sjaldgæft að kaupmaður sé svo tregur til að selja vqru sína sem Guðmundur var einatt, er hann hafði áfengis- sölu ríkisins með höndum, eink- um þegar ungir menn áttu í hlut. Já, ekki bara tregur, heldur reyndi með mörgu móti að kom- ast hjá slikri sölu, þegar hann taldi hættu á ferðum. Auðvitað þýddi sú afstaða tekjurýrnun hjá honum sjálfum eins og þá var i pottinn búið. Það sama var oft uppi á ten- mgnum i bóksölu hans. Hann reyndi oft að fá unglinga ofan af því að kaupa bækur. sem mundur og Guðbjörg frá Seyðis- i hann taldi ekki góðar. Slík á- firði. Hafa þau dvalið á heimili | byrgðartilfinning er vægast sagt dóttur sinnar síðan. Var Guð- mundi búið þar hlýtt ævikvöld. Á Seyðisfirði bjuggu þau hjón lengst og áttu þar glæsilegt heimili. Nutu böm þeirra þess mjög að heimilisfaðirinn var vel menntur. Var oft gestkvæmt á heimili þeirra enda hjónin orð- lögð fyrjr gestrisni. Eg hirði ekki að rekja hér öll | rnjög sjaldgæf, enda ber hún vott unv andlegt stórmenni. Það sama var uppi á teningnum í opinber- um málum. Hann vék ekki frá sahníæringu sinni af pólitísk- um ástæðum eða öðrum álíka smálegum hlutum, þegar hann var sannfærður um að hann ’væri að gera rétt. Hann talaði ekki míkið eða hávært um frelsi þau margháttuðu störf, sem Guð-1 og lýðræði en frjálshugur var mundur vann á ýmsum stöðum, j hans fyiginautur við hvert fót- bæði fyrir Framtíðarverzlanirnar j mál. Nú var Guðmundur um og kaupfélög'in, á Breiðdaísvik, j tíma í pólitiskum fíokki og kom Húsavík og Sevðisfirði. þótt um þau væri hægt að skrifa langt mál af kunnugum. Mundi ýtarleg frásögn um þau s'törf vissulega votta greinilega þá starfshæfni, á margan hátt við félagsmál, en það mun ekki hafa verið á færi neinna flokksbanda að hefta þann drengskaparanda sem með honum bjó og hann endurnærði ' sem gerði honum brautina svo við skáldskap Þorsteins Erlings- beina, sem raun varð á. Þess sonar og annarra góðskálda. skal þó getið að hann var kenn- j Á hinn bóginn var Guðmundur ari á Fljótsdalshéraði í nokkur j svo hlédrægur eins og margra ár eftir að hann lauk námi í j gófaðra, er siður, að hann kaus Möðruvallaskóla. Mun harrn hafa verið gæddur miklum kennara- hæfileikum, og ekki ávallt íarið troðnar slóðir í því starfi, og sízt lagt mikið upp úr „ítroðs!u“. oft heldur að gfla þá, sem fúsari voru til framans, en að sækjast eftir honum sjálfur, þegar um opinber mál var að ræða. Þegar ég var ungur inaður, ný- kominn til Seyðisfjarðar, kom ég oft á heim’ili þé-irra hjóna. Þá voru börn þeirra uppkömin og allt í blóma. Ég minnist ,þess ávallt hve viðræður við Guð- mund voru mér mikilsverðar. Eg hygg að með spurningum sínum og athugasemdum hafi hann haft óvenju gott lag á að vekja ungl- inga til að hugsa. Mér kom það líka svo fyrir sjónii’, að Uhgling- um, sem kynntúst honum vel, þætti sérstaklega vænt um hanri. Á efri árum varð Gúðmundur fyrir þungbæru mótlæti við missi sonar síns í blóma lífsins. Mun það í fyrstu höfá veitzt honum allþungtj slíkúirí tilfinn- ingamanni að standást slíka raún. En glöggt' máttú'kunnuéir sjá, að undir sorgarbjúpnum lifði sem fyrr hinn sami eldur síleitandi sálar, brjótahdi heil- ann um „gátur og geim.“ Þá var hann búinn að fást við bóksölu alllengi. Þótti mörgum ánægjulegt að koma ínn í bóka- búðina hans. Harin stóð höfðing- legur innan við búðarborð, tók brosandi móti ges'ti og gang- andi, og hóf að tala um hluti, sem ekki flokkast undir hinn gráa hversdagsleika. Var þá oft bjart og hlýtt kringum hann, þótt illviðrin griauðuðu á ups- um. Guðmundur var bókamað- ur og mun hafa lesið feiknin öll af góðum bókum og hafði ein- att gaman af að gera þær að úm- talsefni. Var þá ékki alltaf heiglum hent að fylgja honum. Oft snerust viðræður hans um gamla tima þ. á. m. um Möðru- vallaskóla. Hafði hann ýjnist rætt við eða lesið marga jnerka menn og var alveg ótrúlegt, hve mikið hann mundi af; því sem hann hafði lesið eða heyrt. Hann gat sagt sögur. um slíka menn og vitnað í ummæli þeirra utan enda. Það var eins og hann hefði öll þau andans stórmenni sífellt að samferðamönnum, þótt sumir þeirra væru löngu liðnir. ■ Guðmundur hafði mikla ást á skáldskap, sérstaklega ljóðum. Og ekki mun skáldguðinn hafa látið hann sjá&fan ósnortinn, þótt ekki viti ég, hve mikið hann hefur ort. En sískrifandi var hann. Það var nú einu sinni ekki hans venja að flíka tiífinningum sínum eða verkum. En hann talaði því meira um skáldin, þuldi ljóð þeirra seint og snemma og var sjór af ívitnun- um í skáldskap. Mesta ást hafði. hann , á Þor- steini Erlingssyni og átti allar útgáfur af Þymum, enda voru það ekki mörg ljóð í þeim eða Eiðnum sem hann, kur.ni ekki að meira eða minna leyti. Þá vitnaði hann oft í Stephan G. og kunni margt eftir hann. Mun umgengnin við skáldin hafa orðið honúiri þung á met- unum í raunutn hans og gert honum kleift áð „byggja sér hlátraheim innra, er' heimur grætti.“ Mér virtist það einkenriandi fyrir Guðmund. hvað hárin sem eldri maður hafði óbilaridi trú á framvindunni. og' vár fordoma- laus gagnvart ungu kvnslóðinní Hann brást aldrei hæðnari við, heldur en þegar hann heyrði einhvem vera að býsnast- yfir því að allt væri að'fara norður og niður. Nú var jafnsk'yggnum manni og Guðmundi vél Ijóst, hve framvindan gengur hægt, Framh. á 11. síðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.