Þjóðviljinn - 03.01.1958, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 03.01.1958, Blaðsíða 3
Föstudagur 3. janúar 1958 — ÞJÓÐVILJINN —- (3 Ræða Hermanns Jónassonar ráðherra Framhald af 1. síðu. ýmsum neyzluvörum almenn- ings í lágu verði og örva framleiðsluna um stund. ■— Þetta er gert þannig, að gengi íslenzku krónunnar er skráð mikluhærra en það er i raun og veru. Með þessu gengi og án aðflutningsgjalda eru ýms- ar helztu nauðsynjavörurnar keyptar inn í landið og jafn- framt eru innlendar nauð- synjavörur greiddar niður. En þegar um aðrar vörur er að ræða frá öðrum lönd- um, er gegni krónunnar fellt því meir sem varan er talin óþarfari. Þessi dulbúna geng- isfelling, sem framkvæmd hefir verið í mörg ár, er gerð í formi svo hárra aðflutn- ingsgjaida, að kaupandi sumra erlendra vara fær fyr- ir sínar íslenzku krónur V7 —■ allt niður í % af skráðu gengi -— krónunnar. Tekjurnar af þessu eru svo notaðar til þess m. a. að halda framleiöslunni á floti og örva hana. Hið sanna er, að á krón- unni eru nú og hafa verið árum saman mörg gengi, allt eftir því, livað fyrir hana er keypt. Kostirnir, sem vinnu- og láglaunastéttirnar hafa séð við þetta kerfi, hafa áður verið taldir. Gallar þessa hagkerfis eru hins vegar æði margir, eink- um, ef það stendur til lengd- ar,. enda telja fjármálasér- fræðingar, að það fái ekki staðizt til frambúðar. 1. Þess er þá fyrst að geta, að . framleiðendur þurfa við hver áramót að sýna ríkis- stjórninni reikning yfir tapið, sem þeir verða að fá greitt næsta ár. Það þarf yfirmann- legan heiðarleika til þess, að sá reikningur sé réttur til þessu hagkerfi og það dregur úr trausti á þjóðinni og fjár- málum hennar, Eins og kunnugt er, hafa nú fjárlög verið afgreidd á Alþingi og samningar virðast vera að nást við útgerðar- menn og sjómenn, þamiig að ekki þarf að verða töf á, að vertíð hefjist að þessu sinni. Meiri hluti fjárveitinga- nefndar Alþingis segir i áliti sínu, að mikill hluti þeirrar fjárfúlgu, sem ætluð er til dýrtíðarráðstafana innan- lands, ha.fi verið tekinn út úr fjárlagafrumvarpinu. —■=• Og bendir meiri hlutinn enn fremur á, að sá þáttur efna- hagsmálanna, sem þessi fúlga er ætluð til, verði leystur á- samt öðrum þáttum þeirra mála, m. a. þeirra er útflutn- inginn varða, á framhalds- þinginu eftir áramótin, að lokinni þeirri athugun fram- leiðslu- og efnahagsmálanna, er nú standi yfir á vegum ríkisstjórnarinnar. Þegar fjárlög voru af- greidd, lá ekki fyrir samn- ingurinn við sjávarútveginn og því ekki vitað, hverra fjár- muna var þörf til að halda uppi því kerfi, sem nú er í gildi. Nú er samningunum lokið og allt um þetta Ijósara en áður. Það verkefni, sem fyrir framhaldsþinginu ligg- ur, er auðvitað að tryggja hallalausan ríkisbúskap og örugglega rekstur framleiðsl- unnar. Rannsókn efnahagsmálanna er nú framkvæmd af nokkr- um þekktum hagfræðingum ásamt fimm manna nefnd, sem er skipuð einum fulltrúa frá Alþýðusambandi Islands og einum fulltrúa. frá liverj- um stjórnarflokki. Niðurstöður af þessum at- hugunum á framleiðslu- og efnahagskerfinu liggja ekki fyrir fyrr en nokkru eftir áramót. Um þær er því ekk- ert hægt að segja enn sem komið er og þá ekki heldur um væntanlegar tillögur rík- isstjórnarinnar í þessum mál- um. En hver sem niðurstaðan verður, hvort sem hún verð- ur að lialda núverandi hag- kerfi með öflun tekna eftir þörftim, eða breyta um liag- kerfi með einhverjum hætti, er það víst, að það verður ekki gert nema í samráði við fulltrúa bænda, fiskimanna og aunarra vinnustétta, enda árangur vægast sagt ótrygg- ur án þess. — Og þeir, sem grætt hafa á breytingum fjár- hagskerfisins til þessa, þurfa til einskis að hlakka. Núverandi ríkisstjórn tók við efnahagskerfinu í strandi. Það þarf mikla dómgreind, mikinn stjórnmálaþroska hjá vinnustéttunum, sem að rík- isstjórninni standa, til þess að taka við fallandi liagkerfi og breyta því í samstarfi við ríkisstjórn í það horf, sem þörf kann a.ð krefjast. Slíkt samstarf milli ríkisstjórnar og stétta kostar mikla vinnu og þolinmæði. En það er ó- bifanleg sannfæring mín, að svo sem verið hefur, að hún sé eina sæmilega færa leiðin til lausnar þessara miklu vandamála þjóðfélagsins. Því ber að reyna liana til þrautar. Ég he.f þá skoðun, að stjói-n- hæfni flokka og stétta sé mik- ið undir því komin að hafa dómgreind til þess að sjá, hvað er úrelt, jafnvel þó að maður hafi haldið fast í það, og manndóm til að hlýða þeirri dómgreind og taka upp njVjar vinnuaðferðir, sem eru við hæfi nýrra tíma. Verðlaunahafarnir, Jónas með bros hins barnelska manns, Loftur með alvöruþunga þess hölundar sem verið er að þýða á frönsku. :— Ljósm: Sig Guðm. Jonas Arnason og Loftnr Gnðmundss. fengu vcrðlaun ársins 1S57 úr Rifhilundasjóði Ríkisútvarpsins. Jónas Árnason og Loftur Guðmundsson fengu verðlaun ársins 1957 úr rithöfundasjóði Ríkisútvarpsins, og fór afhendingin fram í ÞjóÖminjasafninu á gamlársdag. Þetta er öðru sinni sem veitt ið fái til flutnings efni er rit- er úr sjóðnum, en verðlaunin í höfundaminr semja eftir heim- fyrra. fengu Guðmundur Frí- | komuna. Útvarpsstjóri gat þess mann og Snorri Hjartarson. j að efni frá ísl. rithöfundum Formaður rithöfundasjóðsins j væri nú .900—1000 sinnum í Kristján Eldjárn þjóðminja- | áradagskrá Ríkisútvarpsins. vörður, afhenti verðlaunin með j Viðstaddir afhendinguna voru stuttri ræðu og Vilhjálmur Þ. j Gylfi Þ. Gislason menntamála- Gíslason útvarpsstjóri flutti í ráðherra, Rirgir Thorlacius einnig stutta ræðu.'Gat út- j ráðuneytisíulltrúi, Gils- Guð- varpsstjóri m.a. að fhitningur mundsson form. Rithöfunda- á leikriti því er Agnar Þórðar- Isambands íslands, Þóroddur son hefur samið fyrir Ríkisút- Guðmundsson form. Fél. ísl. varpið hefjist nú eftir árcmót- rithöfunda og að sjálfsögðu in. j stjórn Rithöfunöasjóðsins, en í Verðlaunaupphæðin er 8500, j henni eru, aulc þjóðminjavarð- 00 kr. til hvors um sig. Er ætl- íar og útvarpsst.icrr, þeir Andr- azt til þess a.ð verðlaunin séu j és Björnsson, Helgi Sæmunds- notuð til utanfarar, en útvarp- j son og Jakob Benediktsson. Iengdar. 2. Fjárhagskerfi þetta dregur meir en allt annað úr sparsemi, nýtni og hagsýni — er við þurfum mest á að halda. Reikningurinn sýnir sennilegan kostnað, en ríkið greiðir tapið á rekstrnum. 3. Erlendur gjaldreyrir rennur í stríðari og stríðari straumum úr landi fyrir vör- ur, sem keyptar eru með hinu skráða gengi krónunnar og mjög lágum innflutnings- gjöldum. Fólk finnur fljótt, að þær kosta svo lítið saman- borið við anpað, að þær eru af þessari ástæðu notaðar meir en ella væri gert. 4. Vaxandi deilur rísa um það, hvaða innflutningsvörur eiga að bera r.ðflutningsgjöid- in — og hve há, sbr. jarðhita- borinn fræga. — Hætt er við, að þetta liði kerfið í sundur, er tímar líða. 5. Framleiðendur hætta að hugsa um það, fyrir hvaða framleiðslu fáist hæst verð erleíidis og bezt borgi sig þjóðhagslega að framleiða. Ríkið greiðir tapið. :— Nýjar framleiðsiugreinar rísa ekki á fót, þótt þær beri sig betur en - gömlu atvinnuvegirnir. Ríkið hefir ekki bolmagn til að .greiða meiri töp. Þetta veldur hættulegri stöðnun. 6. - Fjármálámenn, erlendir sem • inniendir, hafa ótrú á U tankj örlvuidakosni ng erlendis Utankjörfundakosning getur farið fram á þessum stöð- um erlendis frá og með 6. janúar 1958: BANDARIKI AMERIKU: Wasliington D. C. Sendiráð íslands, 1906 23rd Street, N. W, Washington 8, D. Angeies, Caiifornia C. Los Angelcs, California Ræðismaður: Stanley T. Ólafs- son, 404 South Bixel Street, Los Baltimore, Maryland Ræðismaður: Dr. Stefán Ein- San Fransisco og; Berkeley, California Ræðismaður: Steingrímur Oct- arsson, 247 Forest View Avenue \ avius Thorlaksson, 1633 Elm Baltimore, Maryland. Street, San Carlos, Caiifornia. varsson, Rua Joaquim Nabuco 212, Apt 703, Copacabana, Rio de Janeiro. DANMÖRK: Kaupmaimaliöfn Sendiráð íslands, Dantes Plads 5, Kaupmannahöfn. Framhald á 8. siðu í hefst í Þjóðviljanuni ný framhald.ssaga, Sýður á keipum eftir Emest Gann. Þjoðviljinn hefur áður birt framhaidssögu eftir Gann; nefndist hún Heið- ið hátt og naut m'killa vin- sælda. Þessi nýja saga ber sömu h"fundareinkenni, snennu í frásögn og hraða atburðarás, og væntir Þjcðviljinn béss að hún falli lesendum vel í geð. *<\ Cliicago, Illinois: Ræðismaður: Dr. Ami Helga- son, 100 West Monroe Street, Chicago 3, Illinois. Grand Forks, North Dakota Ræðismaður: Dr. Richard Beck, 802 Lincoln Drive, Grand Forks, North Dakota. Minneapolis, Mituiesota Ræðismaður: Bjöm Björnsson, 4454 Edmund Boulevard, Minne- apolís, Minnesota. New York, New York Aðalræðismannsskrifstofa ís- lands, 551 Fifth Avenue, New York 17, N. Y. Portland, Oregon. Ræðismaður: Barði G. Skúla- son, 1207 Public Service Build- ing, Portland, Oregon. Seattle, Wasliington Ræðismaður: Karl Frederick, 3310 West 70th Street, Seattle 7, Washington. BRETLAND: London Sendiráð íslands, 17 Bucking- ham Gate, London S. W 1. Edinbnrg' — Leith Aðalræðismaður: Sigurstelnn Magnússon, 46, Constitution Street, Edinburg 6. Grimsby: Ræðismaður: Þórarinn Olgeirs- son, Rinovia Steam Fishing Co. Ltd., Humber Bank, Fish Dock. Grimsby. BRASILIA: Rio de Janeiro Vararæðismaður: Pálmi Ing- Tveggja daga leií cngan árasgur tcriS. Vestmannaeyjum. Frá fréttaritara Þjóðviljans. Á gamiársdag týndist hér gamall maöur, Eyjólfur Sig- urösson trésmiöur, í Laugardal, rúmlega sjötugur að aldrí. Leit hefur engan árangur boriö. Eyjólfur fór heiman að frá sér á gamlársdagsmorgun til vinnu eins og hann var vanur, en hann vann við smíðar, ým- ist hús eða báta. Menn hittu hann uppi í bæ kl. 1, en kl. 2 e.h. hitti mað- ur hann niðri .á Friðarliafnar- bryggju, en siðan hefur ekk- ert til hans spurzt. Eyjólfs var leitað á nýárs- dag og mjög ítarieg leit í gær, en árangurslaust. Einnig hefur verið slætt í Friðarhöfninni, og kafari leitað þar, en hann seg- ist ekkert sjá til þar niðri og le:t hans því árangurslítil. Eyjólfur í Laugaradal var ættaður undan Eyjafjöllum, en hafði um áratugi átt heima í Vestmannaeyjum. Áður fyrr var hann formaður m. a. á bátnum Happasæl, en hin síð- ari ár stundaði hann eingöngu smíðar. ,

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.