Þjóðviljinn - 03.01.1958, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 03.01.1958, Blaðsíða 6
6) ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 3. janúar 195S (MÓÐVIUINN ÖtKpfantll: Samelntngarflokgup alh«6u - Sóslallstaflokkurlnn. - Rttstjérar Magnús Kjartansson (áb.). StgurSur Qbðmundsson. - í’réttaritstjórl: Jón Bjarnason. Blaðamenn: Ásmunuur Sigurjónsson. Quðmundur Vlgíússon, ívar H. Jónsson. Magnús Torfi Ólafsson. Slgurjón Jóhannsson. - Auglýs- tngastiórt: Ouðgeir Magxjússon. - Rltstjórn. afgreiðsla, auglýslnear. prent- smlðJa: Skótavörðustíg 19. - Stml: 17-500 (5 llnur). - Áskrtftarverð kr. 25 6 mán í Revkiavfk og nágrennl: kr. 22 annarsst. — Lausasöluverð kr. 1.50 PrentsmlðJa ÞJóðviljans. Áróður forsetans ¥?orseta íslands, herra Ásgeiri Ásgeirssyni gengur erfið- iega að gleyma því að honum ber ekki lengur það hlutverk að vera áróðursmaður fyrir hqrnárnsflokk, þótt hann eigi sér þá fortíð að hafa staðið að Keflavikursamningi, Atlanz- hafssamningi og hernámi. Að visu er skiljanlegt að endur- minningin um þau verk sé á- leitin við forsetann, en þó ætti hann að hafa þann skilning á embætti sinu að láta hjá liða sð flika hemámsáróðri þegar hann kemur íram sem forseti. Forseti fslands á ekki að vera neinn stjómmálaleiðtogi; hon- um ber í störfum sínum að leggja áherz’u á það sem sam- einar íslenzku þjóðina en forð- ast hitt sem sundur greinir. ¥ áramótaræðu sinni boðaði Ásgeir Ásgeirsson enn þá kenningu að hlutlevsið væri al- gerlega úrélt; hann kvað „skylt að geta þess, að eins og nú er komið viðskiptum, samgönguni á s.jó og í lofti, vígbúnaði og ailri tækn.i, þá geta fámennar bjóðir ekki staðið einar og varnavlausar. Öll vopn eru nú geigvænlegri en í síðustu styrjöld. Þar er enerinn saman- burður. Það er viðurkennt af leiðtogum stórveldanna, að stór- styrjöld verði ekki takmörktið við tiltekin svæði. Hlutleysi virðist ekki lengur hugsanlegt í ófriði, enda vísar reynslan til bess. og hlutlevsi á friðartím- um barf ekki að tryggja“. eir menn virðast fylgjast undarlega tlla með heims- málunum sem halda því fram að hlutieysi sd úrelt fyr'rkomu- lag sem allar þjóðir heims hafi kastað frá sér, byi staðreyndín .er sú að einmitt hlutJeysisstefn- an hefur átt sívaxandi fylgi að fagna í heiminum á undanförrt- um át‘úm. Þær þjóðir sem valið háfa Bér hlutleysi sem megin- stefnu í alþjóðamálum eru mjög ánægðar með hlutskipti sitt og innan þeirra hefur mjög lífið orðið vart ágreinings um þá stefnu. Vegur þessara þjóða Kéfur einnig vaxið stöðugt í al- þjóðasamtökum, og þær Jeggja einatt fram hinn dýrmætasfa skerf til að Jeysa úr ágreininps- máJum. Það var hlutleysisstefn- an sem batt endi á vandamál Austurríkis, hlutJeysi tryggt af stórveJdunum öl’um sameigin- lega, o.g æ fleiri eru þeirrar skoðunar að aðeins með hlið- Stæðum ráðstöfunum verði unnt að Jeysa vandamáJ Þýzka- lands,, Hlutleysisstefnan er sannarJega ekki úielt, heldur eru vonimar um íriðsamlega lausn ágreiningsmála og skyn- samlega sambúð í helminum einmtt bundnar henni. að þarf einnig furðu glopo- ótta rökvísi til þess að hafna hlutleysisstefnu á þeirri fors- endu að vígbúnaðartækni sé nú geigvænlegri en nokkru sinni fyrr. Það er rétt hjá forseta íslands að ný heimsstyrjöld yrði ekki afmörkuð við lítið svæði, en hitt er jafn augljóst að fyrst og fremst vrðu þeir staðir fyrir óbætanJegum á- föllum, þar sem herstöðvar eru og morðtól til sóknar og varn- ar. Verði nokkurs staðar hægt að tala um öryggi í heimsstyrj- öld er það í löndum þeim sem hlutlaus eru, þaðan' se_m. sfyrj- aldaraðilum stafar engin hætta. Og eins og margsinnis hefur verið bent á yrði hernaðar- tækni í nýrri styrjöld á allt aðra lund en verið hefur allt til þessa; herfræðingar telja að fyrstu stundimar, dagarnir og vikurnar myndu ráða úrslitum með notkun hinna nýju eld- flauga, en þau umskipti valda því að ekki er hægt að álykta af fyrri reynslu. Þessi umbreyt- ing bendir hins vegar til þess að ekki yrði hlutlaust ísland talið eftirtektarvert af neinum hernaðaraðila í slikri styrjöld, þótt svo væri í hinm síðustu; það yrði ekkert ráðrúm til þess að eyða í það tíma að leggja landið ndir síg og byggja hér þær stöðvar sem að gagni mættu koma í styrjöJd, enda er hraði eldflauga slikur að litlu máli skiptir hvaðan þær eru sendar pg lítil herfræðileg nauðsyn að senda þær frá út- varðsstöðvum, þótt þær væru mikilvægar meðan flugvélar voru hraðfieygust farartæki. TT'ftir að forseti íslands taldi " sig þess um kominn að varpa hlutleysisstefnunni fyrir borð vék hann í ræðu sinni að nauðsyn þess að tryggja frið- samlega sambúð í heiminum og það eina öryggi sem hugsan- legt er, örvggi friðarins. Sagði forsétinn þá eina eftirminnilega setningu: „Bezta ráðið til að sigrast á kvíða fyrir hverh ein- stakan og þjóðina i heild er að sýna trú og tilgang í lífi súiu og starfi, trú á tilgang lífsins og gróandi þjóðlíf í frjálsu landi.“ Það er einmitt slík trú sem öllu má’i skiptir og mu.n ráða úrslitum; því aðeins lielzt friður að við dirfumst að trúa á friðinn og högum okkur í samrasmi við það. En því að- eins sýnum við íslendingar í verki’ trú okkar að við víkjum hemurri á braut og segjum skil- ið við styrjaldarsamtök þau sem við vorum flæktir inn í 1949, m. a. fyrir tilstuðlan nú- verandi forsefa. Einmitt slík verk, byggð á undirhyggjulausu trausti á sigur friðarins, mun bægja frá óttanum og tor- tryggninni og öryggisleysinu sem lamað hefur mannkynið mörg undanfarin ár. Nokkur minníngarorð: Magnús H. Jónsson, prentari 8. júlí 1895 — 19. des. 1957 í sama mund og cg minnist Magnúsar í Lambhól eftir að hann er allur, kemur mér í hug staðurinn þar sem hann er fæddur: Skerjafjörðurinn með útsýn til Bessastaða, Keil- Magnús H. Jónsson is, Lönguhlíðar og Reykjanes- fjalla. Esjan í norður. Skerja- fjörður ly;Ji og blíður svo Hólmarnir og Löngusker eru ævintýraeyjar, lítill bátur í vör og fiskur í soðið. Svo rauk hann upp og fjörðinn skóf. Sæ- rokið hélaði baðstofugluggann í Lambhólsbænum, brimið frá kiettunum fyrir neðan hófst og lokaði allri útsýn. Þar bjuggu Ragnhildur ogí> Jón og bömin átta. hvort sem hann sagði fátt eða fleira, þá var allt gott um það fólk. Ég held að sá frjálsi andi, sem þar sveif yfir vötnum á- samt kynnum af samtökum prentara, hafi hvatt Magnús til fyrstu spora á braut félags- liyggjunnar, braut sem lá frá harðdrægu hreppstjórnarvaldi til frjálsara mannlífs. Magnús lauk námi i Prent- smiðjunni Gútenberg, þar Jog- aði enn glóð írumherjanna, mannanna er 'settu á fót það merka fyrirtæki sem hvort- tveggja var, einasta bjargráð þeirra sem bjuggu það til og um leið tjlraun sem átti að takast fyrir framtiðina Á þeim dögum léku mörg veður um salarkynm Guten- bergs, verkalýðshreyfingin var að móta sín fyrstu stjórnmála- samtök, Alþýðuflokkurinn var stofnaður og Magnús, eins og fleiri prentarar, varð snemma góður liðsmaður hans. Magnús H. Jónsson var sér- stæður fulltrúi þess tímabils íslenzkrar verklýðshreyfingar þegar störfin, sem vinna þurfti voru svo til eingöngu unnin af þeim sem máttu vera að því utan fulls vinnutíma og þannig voi'u félagsmálastörf Magnúsar unnin alla tíð. Frá því 1919 að hann varð ritari sjúkrasamlags prentara og til dauðadags var Magnús alltaf í starfi fvrir Hið íslenzka pientarafél-ag. Hann var lengst aliia fonv.að- ur þess. eða samtals í 18 ár Enda pótt ekki sé litið á ann- að af störfum Magnúsar en þau, sem hann vann samtökum prentara og verkalýðshreyfing- unni og þár hugað að hir.um sjáanlegu sporum; þá myudu verkefnin sem nann leysti bar af höndum endast hverjum manni til góðs orðstírs. , Hitt munu færri vita að Magnúsi entust frístundirnár til þess að vera svo mikill maðúr síns heimilis, svo mikil irknarstoð sínu fólki í þungúm raur.um að fáum mun til jáfnað. Það er fjarri mér að hlr.ða hann oflofi þótt hann sé látinn og þegar ég minnist hans úr löngu samstarfi þar sem _við höfðum andstæðar skoðanir á mörgu máli finnst mér rangt að láta þess ógetið að afstaða hans gaf oft tilefni til sterkra orða, já, hjar'tanlegrar reiði; en ekkert sem átti skylt við hatur né fjandskap varð að eftirmálum. Magnús var jafn- an tilbúinn að segja meinmgu sína og ég held að afstaða manna til hans hafi flestra mótast af því, að þeir vpru vissir um að það sem hann ’,-amh. á 10. s:ðu TVennir jólatónleikai* Magnús Helgi Jónsson var elztur þeirra Lambhólssystkina fæddur 8. júlí 1895. Hann hóf prentnám í Prentsmiðju Þjóð- viljans eftir að hún fluttist frá Bessastöðum í Vonarstræti 12. Menntunarþrá hans var rík og átti hann snemma gott bóka- safn. Þá þótti það allgóð úr- lausn fróðleiksfúsum fátækra manna sonum, að verða prent- ari til þess að geta þó að minnsta kosti handfjatlað menninguna, sem í bókunum bjó, kuriað viðinn undir þann goðamjöð, sem hitaður var og drukkinn. I Prentsmiðju Þjóðviljans hjá Skúla og Theódóru var víst gott að vera. Að rr.innsta kosti var það svo að ævinlega, þeg- ar Magnús minntist þeirra daga varð hann hýr á svip og glaðnaði við minninguna, og Efnt hefur verið til tvennra tónleika i kirkjum hér í bæ nú um jólin. Fyrri tónleikamir fóru fram í Kristskirkju í Landakoti sunnudaginn fyrir Þorláks- messu. Skiptist þar á orgel- leikur Páls ísólfssonar og söng- ur blandaðs kórs og kvennakórs undir stjórn Ingólfs Guðbrands- sonar. Páll lék „Preiúdíu og fúgu“ eftir Handel, „Fantasíu“ í G-dúr eftir Bach, „Sálmfor- leik“ eftir Brahms og tvö fal- leg verk eftir sjálfan sig: for- leik um sálmalagið „Vist ertu Jesú, kóngur klár“ og „Litla pre- iúdíu“ í G-dúr. Ekki þarf að fjölyrða um ágætan organleik Páls í þessum tónverkum. — Kórinn söng jólalög, hvert öðm fallegra, gömul iö. og 17. aldar lög, þjóðlög frá Þýzka- landi og Frakklandi og fleira, þar á meðal lag Sigvalda Kaldalóns við „Jólakvæði" E;n- ars prests Sigurðssonar í Hey- dölum, en þar fór Hjaiti Guð- mundsson vel með einsöngs- hlutverk. Þessi söngur aliur var mjög ánægjulegur og bar gott vitni smekkvísi og alúð Ingólfs Guðbrandssonar í kór- þjálfun og söiigstjóm. Síðari jólatpnleikarnir, þeir, sem fram fóru í Dómkirkjunni surinudaginn 29. desember, voru þessum ólíkir að þvi leyti, að þar var hljómsveitarleikur uppistaðan, en ekki kórsöngur Hljómsveit Ríkisútvarpsins hóf tónleikana á hinum fagra for- " leik Giucks að ópemnni „Tfi- Undsn sfraamnum, nýtt leikrit eftir Einar Kristjánsson Frey þeim í öndvegisstöður á öll- Bókaútgáfan Ilelgafell sendi fyrir nokkm frá sér leikritið Undan straumnum eftir Ein- ar Kristjánsson Frey. Höfund- ur gerir þannig grein fyrir viðfangsefni sinu: Leikrilið fjailar um hvers- dagshætti hjóna einna úr neðsta þreoi millistéttar. Tvær skapanomir, önnur í líki hem- aðar, hin í líki raunveralegrar menningar, berjast um örlög þessara hjóna. Hemaðurinn er tortímandi, gerir fólk meira og 'minna geðveikt og ryður ruddamennum braut og skipar um sviðum. Hin raunverulega menning með listina í fylking- arbrjósti, list, sem býr yfir lækningannætti. Menn með skapandi hugsun eru í fylk- ingarbrjósti slíkrar þróunar. En liver stefnan má sín meira í lífi þessara iijóna ? Geta hjónin ráðið örlögum sínum sjálf? Hvað er á þeirra valdi og hvað ekki? Þetta er annað leikritið eft- ir Einar Kristjánsson Frey, sem kemur út á prenti. Hitt, leikritið, Týndur höfundur kom lit 1955. genia in Aulis“, en Hans-Joa- chim WunderUcli stjómaði. >á kom organkonsert eftir Handel, þar sem Páll ísólfsson lék á móti hJjómsveitinni. Þuríður Pálsdóttir söng fögnun rómi „Exultate jubiiate“ eftir Moz- art, og var það þríðja atriðið, en hið fjórða var Jólakonsert eftir Corelli, þar sem einleik- arar á fiðlu voru Björn Ólaís- son og .Tósef FeJzmann og eln- leikari á knéfiðlu Einar Vigfús- son. Eiga allir, sem fram komu á þessum tónleikum, lof skilið, hver fyrir sitt framlag. Jólatónleikar þessir voru hvorirtveggja hinir ánægjuieg- ustu. B. F.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.