Þjóðviljinn - 12.01.1958, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 12.01.1958, Blaðsíða 6
1 6) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 12. janúar 1958 DlÓÐVlLIINH Úteefandl: Samelnlngarflokktir alþýðu — Sóslallstaflokkurinn. — Hltstjórar Magnús Kjartansson (áb.>, Sigurður Guðmundsson. — Fréttaritstjórl: Jón BJarnason. — Blaðamenn: Ásmunöur Sigurjónsson, Guðmundur Vigfússon, ívar H. Jónsson, Magnús Torfi Ólafsson, Sigurjón Jóhannsson. — Auglýs- lngastjórl: Guðgeir Magnússon. — Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prent- smiðJa: Skólavörðustíg 19. — Sími: 17-500 (5 línur). — Áskriftarverð kr. 25 & mán. i Reykjavík og nógrenni; kr. 22 annarsst. — Lausasöluverð kr- 1.50. Prentsmlðja Þjóðvlljans. flræðslubandalag og Alþýðubandalag Ý síðustu Alþingiskosningum .-*• var eining vinstri aflanna mjög ofarlega í hugum manna. Tilraunir þær sem gerðar voru til algerrar samstöðu mistókust að visu, en tvær fylkingar komu frarn og börðust um fylgi íhaldsandstæðinga, ann- arsvegar Alþýðubandalagið sem stofnað var að frumkvæði verklýðshreyfingarinnar á grundvelli sameiginlegra stefnumála verklýðsflokkanna, hins vegar Hræðslubandalagið sem fyrst og fremst miðaði til- veru sína við mlsnotkun á gild- andi kosningalögum. í kosning- unum kvað almenningur svo upp dóm sinn, og hann varð ótvíræður; Alþýðubandalagið varð næststærsti flokkur þjóð- arinnar, en tilraunir Hræðsíu- bandalagsins til þess að hremma meirihluta á þingi út á þriðjung kjósenda mistókust með öllu. Það var augljóst að alþýða landsins batt vonir sín- ar um einingu vinstri aflanna við sigur Alþýðubandalagsins og vaxandi gengi. Reynslan hefur þá einnig sannað hvor fylkingin var Iífvænleg og heilbrigð. Alþýðu- bandalagið hefur haldið áfram að eflast og þroast og stendur enn að framboðum um allt land í bæjarstjórnarkosningun- um 26. janúar, Hræðslubanda- lagið er hins vegar steindautt; aðeins í einum kaupstað á landinu, Seyðisfirði, er sam- eiginlegt framboð Aiþýðuflokks og Framsóknar en hvergi ann- arstaðar. Hræðslubandalagið hefur þannig verið vegið og léttvægt fundið, bæði af al- menningi og forustumönnum Framsóknar og Alþýðuflokks; undirstaða þess var ekki sam- eiginlegar hugsjónir heldur að- eins sameiginleg hagnýting á veilum í íslenzkum lögum. IJ’n þótt til Hræðslubandalags- ins væri stofnað á annar- legum forsendum af forustu- mönnunum taldi allur þorri af fylgismönnum Hræðslubanda- lagsins að hann væri að búa í haginn fyrir vinstri samvinnu með stuðningi sínum við það. Reynslan hefur nú sýnt á ó- véfengjanlegan hátt að svo var ekki, og allir vinstri sinnaðir menn þurfa því að endurskoða afstöðu sína og eru að gera það. Mjög víða hefur nú tek- ■zt allsherjar samvinna vinstri flokkann^ og það á stöðum þar sem fvrir nálfu öðru ári var ekki tekið í mál að vinna með .,komnrúnístum“. Einkar glöggt kemur þróunin í ljós á Norð- firði. Þar var Alþýðuflokkur- fnn stærsti flokkur bæjarins fyrir nokkrum árum, nú býður hann ekki fram sjálfstætt held- ur er genginn í Alþýðubanda- lagið. Það sem úrslitum réði þar var samvinna hægri klík- unnar í Reykjavík við íhaldið í verkalýðshreyfingunni, og sú staðreynd mun hafa sín stór- felldu áhrif alstaðar á land- inu. TT'ylgismenn Framsóknar og Alþýðuflokks þurfa að gera sér ljóst að hrun Hræðslu- bandalagsins stóreykur hætt- una á því að atkvæði eyðilegg- ist svo hundruðum og þúsund- um skiptir víða um land, t. d. hér í Reykjavík. Hér fengu Al- þýðuflokkurinn og Framsókn- arflokkurinn sameiginlega rúm 6000 atkvæði, en sú tala nægði fyrir þremur bæjarfulltrúum. Kunnugir telja að sú atkvæða- tala skiptist sem næst til helm- inga, ca. 3000 atkvæði á hvorn. Það merkir að þegar þeir bjóða fram hvor í sínu lagi fá þeir aðeins einn fulltrúa hvor, og að óbreyttum aðstæð- um myndu þannig fara í súg- inn allt að tvö þúsund atkvæði hjá flokkunum bóðum. Það gef- ur auga leið að vinstri sinnaðir menn innan þessara flokka geta ekki brugðizt við þessari staðreynd á annan hótt en þann iað kjósa Alþýðubanda- lagið, efla langsterkasta and- stöðuflokk ihaldsins í Reykja- vík og það eina bandalag sem ireynzt hefur lífvænlegt. Að öðrum kosti verða 'atkvæði þeirra aðéins stuðningur við í- haldið. Friðsamleg stjórnarskipti Sjálfstæðisflokknum í Reykja- vík er hálfórótt vegna þess hve aðdragandi bæjarstjórnár- kosninganna nú er hávaðalítill. Sagt er að foringjunum þyki allþungt fyrir fæti, og smalarn- ir rekist á ótrúlega marga fylg- ismenn Sjálfstæðisflokksins, sem muni útsvarshneykslið í sumar, hafi allt á hornum sér og láti orð liggja að því að réttast væri að iofa Sjálfstæð- isflokknum að hvila sig frá því að stjórna bænum. Leið- togar Sjálfstæðisflokksins gera sér ljóst að það þarf enga hávaðasemi til að setja kross á réttan stað á Kjörseðil, og óttast mest af öllu að róleg yf- irvegun ráði gerðum kjósenda. Það mun þó óvanalegt að í- haldsblöð í Reykjavík láti sjást að hjartað sé komið eins neðarlega hálfum mánuði fyr- ir kosningar og hjá ritstjóra Vísis í gær. Auðfundið er á lelðara blaðsins að einnig hon- um er órótt ef róleg yfirvegun og köld einbeittni eiga að vera einkenni . þessara bæjarstjórn- arkosninga. Særir hann flokk- inn að berjast fyrir völdum Kókakólabjöms og Bjarna Ben., Thórsaranna og Gunnars Thor- oddsen. ,J-Cæruleysi örfárra kjósenda — kannski aðeins eins eða tveggja — getur haft meiri og afdrifarikari afleiðlngar en menn gera sér grein fyrir í fljótu bragði“, segir Vísisrit- stjórinn, og er mun meiri skjálfti í röddinni en vant er. Rakettan Bidstrup teiknaði r*—~——■—■—■—~—~—--------- Skáldaþáttur ___ Ritstjóri: Sveinbjörn Beinteinsson.__ Menn hafa löngum velt þvi fyrir sér hversu yrkja skuli. Merkileg undirstöðusannindi um skáldskap er að finna í því stórkostlega ljóði Sigurdrífu- málum. Að vísu er þar um galdur að tala, en skammt er á milli töfra og ljóðs. Heill dagur! Heilir dags synir! Heil nótt og- nift! Oreiðum augum lítið okkur þinig og gefið sitjöndmn sigur! Heilir æsir! Heilar ásynjur! Heil sjá hin fjölnýta fold! Mál og mannvit gefið okkur mærum tveim og læknishendur meðan iifitm. Bjór færi eg þér, brynþings apaldur, magni blandinn og megintíri; fullur er hann ljóða og líknstafa, góðra galdra og gamanrúna. Skáldi Sigurdrífumála er ljóst hver háski fylgir skáldskapnum ef ekki er gætt varúðar. Söngur og öl hefur seggjum verið mörgum að móðtrega, sumtuti að bana. sumum að bölstöfum; fjöld er, það er fira tregur. Sakw og heiftir hyggjat svefngar vera né harm in heidttr: vits og vopna vanti er jöfri að fá þeim er skal fremstur með firum. Egill Skallagrímsson, hinn mikli kennari og fyrírmyna skálda á örðugt með að yrkja í sorg sinni; en þegar hann fer að yrkja um harm sinn, skilur hann bezt hvers virði skáld- skapurinn er honum. Þó hefur Miins vinur mér of fengnar bölva bætur eí iúð betra telk. Og enn segir Egill af fullum skilningi á félagsgildi skáld- listar._ Emk hraðkvæðuV hilmi að mæra, en glapmáll of glöggvinga, opinsnjallur of jöfurs dáðum. en þagmælskur of þjóðlygi, Skaupi gnægður skrökberendunt. emk vilkvæður of vini mína. Nærfellt þúsund árum síðar segir Klettafjallaskáldið það í tveimur ferhendum hversu ná- kominn skáldskapurinn var ís- lenzku þjóðinni: Undarleg er íslenzk þjóð. Allt sem hefur lifað. hugsun sína og ltag í ljóð hefur hún sett og skrifað Hlustir þú og sé þér sögð samankveðna bagan. þér er upp í lófa lögð: landið, þjóðiu sagaa. Rammur skáldskapur hinna fornu kvæða var merki um máttuga menningu vits og þroska; samankveðna bagan yar lífsmarkið á öld böls og nauða. Þan.nig, er sagan fengin okkur í hendur — og ábyrgðin með.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.