Þjóðviljinn - 19.01.1958, Síða 3

Þjóðviljinn - 19.01.1958, Síða 3
 Sunnudagiir 19. janúar 1958 — ÞJÓÐVILJINN — (3 10.000.000,00 krona Loftvarnanefndarhneykslið er eitthvert forðulegasta dæmi sem fnndið verður um órciðiístjorri og ósvífni íhaldsins Eitt stórfurðulegasta hneykslið í óreiðustjórn Reykja- víkuríhaldsins er störf svonefndrar Loftvarnanefndar Reykjavíkur. Nefnd þessi hefur haft til umráöa og sól- undað nær tíu milljónum króna. Þar af hefur meira en milljón farið í kaupgreiðslur til nefndarmanna sjálfra og gæðinga þeirra, en nefndarmenn eru fíestir fastir starfsmenn bæjarins sem á þennan hátt hafa drýgt tekjur sínar á kostnað bæjarbúa, og miiljónafúlgur hafa íarið til þess aö hjálpa íhaldsfyrirtækjum að losna við óseljanlegar bii'gðir. Nefnd þessi var stofnuð 1951, «g var hún fyrst og fremst sett á laggfimar í pólitísku áróðurs- skyni. Kalda stríðið stóð þá sem hæst — landið hafði verið her- numið á nýjan leik fyrir nokkr- um mánuðum — og talið var á- ríðandi að reyna að koma inn Aðeiös hálfdrætíingiu: í launiun við lögreglustjóra — enda úr hægri klíku Alþýðuflokksins þeirri skoðun hjá almenningi að búast mætti við árás á hverri stúndu. ’ Nóg til af hræsninni Neínd þessi hefur starfað af fullkomnu siðleysi. Allar ráðstaf- anir hennar og áætlanir eru mið- aðar við styrjaldaraðgerðir sem heyra fortíðinni til, og það þarf núkla hræsni til þess að halda því íram að þær kæmu að nokkrum notum ef styrjöld yrði háð með þeirri tækni sem nú tíðkast. En það virðist alltaf vera nóg til af hræsninni ef hún er vel borguð. Og þótt milljón- iraar séu fljótar að fara í súginn hjá óreiðustjóminni í Reykjavík, er varia hægt að finna nokkuð sern er eins siðíaust og þessi leikur að þeim málum sem alvar- legust eru. Bærinn stendur nú einn að skrípaleiknum Nefndin hefur haft til ráð- stöfunar til síðustu áramóta kr 9.750.000.00 — nær tíu milljónir króna. Af þeirri upphæð hefur rikið gr^itt kr. 4.500.000 en bæj- arsjóður Re.vkjavikur kr. 5.250. 000. Upphafíega greiddu riki og bær kostnaðinn til helminga, en eftir að núverandi stjóm var mynduð neitaði hún að taka þátt í skrípaleiknum og síðan hefur bærinn borlð kostnaðinn einn og virðist ætla að halda áfram að gera það samkvæmt f járhags- áætiun þessa árs — ef íhaldið ræður áfram. Af heildarupphæð- inni hafði nefndin sóað nær hálfri áttundu milljón í byrjun síðasta árs, og hún hefur áreið- anlega haldið áfram að ausa peningum í kríngum sig síðan — að minnsta kosti liafa nefndar- menn áreiðanlega hirt bitlingana sína skilvíslega. Keypt óseljanlegar birgðir af íhalds- fyrirtækjum Nefndin hefur keypt ýmsa þarflega hluti, t. d. hjúkrunar- gögn, læknistæki, talstöðvar, vatnsdælur. En þessa hluti sem vel mætti nota í daglegn þjón- ustu í Reykjavík — og oft hefur vanhagað um — hefur nefndin lokað inni í nokkrum bröggum og ráðið sérstakan mann til þess að gæta þeirra. Þar virðast þeir eiga að vera innilokaðir þar til þeir era ónýtir eða úreltir. En meirihluti kostnaðarins hefur farið í hreina sólundun og við- skipti við ýmsa af gæðingum ihaldsins. Þannig keypti nefndin Ilefur íhaldsmet í sukki og þáði fyrir hiuidruð þúsunda króna — en er nú ráðinn sparnað&rsér- fræðingT.u- íhaldsins! óseljanleg og legin brekán fyrir hvorki meira né minna en 800 þúsmid krónur af Álafossi — og hefxu- vasntanlega talsverð próvisjón af þeim viðskiptum rutrnið til Sjálfstæðisflokksins. Eimúg keypti nefndln 700 sjúkra rúm sem eru lokuð inni í brögg- um, og kodda- og nimfatnað, sem ekki liafði gengið út hjá einu ílialdsfyrirtæki í bænum fyrir liálfa milljón, og björguðu þau viðskipti fyrirtækinu sem var að því komið að fara á liaus- inn en losnaði þarna við ónýtar birgðir á hámarksverði. Einnig hefur nefndin. keypt Ioftvarnar- flautur fyrir 288.000 kr. en „sjálfar flauturnar liafa ekki ver- ið settar upp, nema ein á turni Landakotskirkju til reynslu", eins og segir í skýrslu nefndar- innar. Þá hefur hún keypt sér- staka símamiðstöð, „sem hefur ekki verið tengd enn“ eins og nefndin segir. Enn hefur nefndin látið steypa einhver ósköp af „steinsteyptum bitum af sér- stakri gerð, til þess að byrgja með glugga“. En raunar er of langt mál að telja upp hina miklu liugkvæmni nefndarinnar við að koma milljónunum í lóg. Þar værl hægt að grafa margar milljónir Nefndin hugsar sér þó að þetta sé aðeins byrjunin. Eitt helzta áhugamál hennar er þetta: „Nefndin liefur lengi haft auga- stað á því að gert yrði loftvarn- arbyrgi í Arnarhóli. Er þá haft í huga að reisa einnar Iiæðar byggiugu meðfram Kalkofnsvegi á allt að helmingi túnflatarins og tyrfa yfir hið steinsteypta þak. lyfta túninu að þessu leyti um eina hæð ef svo mætti segja“ Ekki hirðir nefndin um að nefna hvað slíkt fyrirtæki myndi kosta (hverju. máli skiptir það?) en hún bætir vlð og auglýsir þar með hræsni sina: „Þar fengist mikið húsrými, sem væntanlega (!) mætti nota sem loftvarnar- hyrgi, en jafnfraint til margra annarra nytsamlegra hluta, t. d. til bifreiðageymslu, vörugeymslu, sölubúða o. s. frv.“ Loftvama- nefndin byggir sölubúðir fyrir fé bæjarbúa! Sólundarinn orðinn coarnaðarsér- fræðingur Eins og áður er sagt hefur nefnd þessi ekki verið spör á fé við sjálfa sig. Eramkvæmdastjór- inn hefur fengið rúmar 700.000 krónur síðan um mitt ár 1951 — yfir 100.000 kr. á ári, en af því hefur hann greitt einhvern óskilgreindan hluta í skrifstofu- kostnað tíl annarra. Þessi vel- launaði framkvæmdastjóri er Hjálmar Blöndal, hinn nýráðni spamarðarsérfræðingur Reykja- víkurbæjar!! Jafnframt fram- kvæmdastjórn loftvarnanefndar hefur hann verið framkvæmda- ;.stjóri Heilsuverndarstöðvarinnar : og eflaust ekki hirt lægri laun þar. Og ekki er annað vitað en harin sé nú í þessum störfum öllum þremur. Þama er sem sé maður sem er í náðinni hjá íhaldinu í Reykjavík — enda svili Sveins Benediktssonar. Aukasporslur til embættismanna Nefndin sjálí hefur ekki held- ur klipið við sig greiðslurnar. Formaður nefndarinnar, Sigur- geir Sigurðsson iögreglustjóri og fyrrverandi leiðtogi nazista- flokksins, hefur hirt 66,000 kr. fyrir störf sín í loftvarnarnefnd- inni — og er hann þó einn af hæstlaunuðu embættismönnum ríkisins. Aðrir nefndarmenn eru hálfdrættingar — ha/a fengið 33.000 kr. hver '— en þéir eru Jón Sigurðsson - slökkviliðsstjóri, Jón Sigurðsson borgarlæknir, Válgeir Björnsson hafnarstjóri, Jón Axel Pétursson framkvæmda stjóri, Tómas Jónsson borgar- lögmaður og Gunnlaugur Briem póst- og símamálastjóri. Allir þessir menn nema sá síðast- taldi eru meðal fremstu embætt- ismanna bæjarins, og allir í hæstu launaflokkum, en þeir fúlsa ekki við sporslunum held- ur. Alls hafa kaupgreiðslur til þessara manna numið 264.000 kr. — rúmlega milljónarfjórðungi. Geymslukostnaður á áttunda bundrað þúsunda Eins og áður ei sagt hefur nefndin dót sitt geymt í ramm- lega læstum geymslum og er sérstakur maður ráðinn til að gæta þess. Kaup mannsins og kostnaður við gæzlustörf hans. ljós, hita, vátryggingar o. fl. hafa numið á áttunda hundrað þúsund króna. Þá hefur nefndin greitt ýms önnur laun, m. a. borgað Almenna byggingafélag- inu nær 200.000 kr. fyrir áætlan- ir um Arnarhól. Býsna mikill hluti af milljónunum tíu sem búið er að sólunda hefur þannig runnið til nefndarmanna sjálfra og starfsmanna þeirra og ýmissa gæðinga, sem áttu óseljanlegar vörur eða unnu einhverjar fár- ánlegar áætlanir handa nefnd- inni til að leika sér að. Siðlaus ósvífni Hefur fengið 66.000 kr. fyrir að koma milljónum í lóg'. ieggja fé til þessarar starfsemi, og í bæjarstjórn Reykjavíkur h&fa sósíalistar alltaf krafizt þess að loftvarnarnefndin yrði lögð niður og það sem nothæft væri af birgðum hennar notað í þágu bæjarbúa. En íhaldið hefur staðið vörð um hagsmuni gæð- inga sinna. Er þó þessi iðja ein- hver hin siðlausasta sem hægt er að ímynda sér. Vandamál striðs. og íriðar eru alvarlegri en svo, og aJleiðingar kjarnorkustríðs hörmulegri en svo, að nokkruin embaettismönnum eigi að hald- ast það uppi að leika sér að því að búa til „öryggiskerfi“ sem vafamál er að gert hefði nokkurt gagn í heimsstyrjöldiiuii fyrri, livað þá nú. Að fela fjársóun til fyrirtækja og bitlingamanna á bak við slík viðfangsefni er svo ófyrirleitin ósvífni að jafnvel íhaldið ætti að blygðast sin fyr ir hana. Vísitalan 191 stig Kaup'agsnefnd hefur reikn- að út vísitölu framfærslukostn- aðar i Reykjavík hinn 1. janú- ar s.l., og reyndist hún verá 191 stig. Dönskunámskeið «• Erika Sönderholms, byrjar aftur fyrir þá, sem lengra eru kornnir, þriðjudaginn 21. jan. kl. 8.15 e.h. í ÍI. kennslustofu háskól- Eins og áður er sagt hefur ríkið nú algerlega neitað að ans. r---------—--------------------- ' " Oreiða ihaldsins: Fádæma bílakostnaður Margt er skrýtið í reikningiun Reykjavíkurbæ.jar en ýmsir kostnaðarliðir þar gefa glögga mynd af óhagsýni og bruðli íhaldsins. Reikningur ársins 1956, sem er sá síðasti sem fyrir liagur endurskoðaður, ber meÓ sér að veitt hafi verið framfærslulán á því ári samtals að fjárhæð kr. 736.924.89. En það sem vekur mesta furðu er að bif- reiðakostnaðurinn einn við afgreiðslu þess- ara lána nam hvorki meira né minna en kr. 44.140.00 eða liðlega 6% af hinni lánuðu upphæð. Hventia væri f járhag bankanna komið, ei þeir færu á þennan hátt með vextina?

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.