Þjóðviljinn - 19.01.1958, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 19.01.1958, Blaðsíða 9
Sunnudagur 19. janxiar 1958 — ÞJÓÐVIUINN — <S ÍÞRÓTTIR trrsTJóiUi frimann helgasoH „Skiforeningen” í Osló 75 ára Var Skíðaféiag Reykjavíkur stoínað á sama grundvelli? Það kann að vera að ýmsum finnist það varla í frásögur fær- andi að skíðafélag í öðru landi verði 75 ára, og undir venjuleg- um kringumstæðum má vera að svo sé, að það komi okkur frem- ur lítið við og að það sé lítið fréttnæmt. I-Ivað það félag snert- ir, sem hér verður gert að um- talsefni. má segja að það sé sér- stætt, þó ekki væri 'nema fyrir það að vera lahgfjölmennastá skíðafélag Noregs og ciga engan keppanda á skíðum. t>að væri í annan stað ástæða til að geta félags þessa ef það reyndist svo að það hafi þau áhrif alla ieið hingað út á ís- land að hér var stofnað fyrsta skíðáfélagið sem var brautryðj- ancli skíðaíþróttarinnár á landi hér, Skíðafélag Reykjavíkur, og verður vikið svoiítið að því síð- ar. ..Skiíorenmf>en“ elztu skíðasamtiik Noregs Félag þetta heitir fullu nafni „Foreningen til Skiidrett- ens fremme“ en í daglegu tali er félagið nefnt „Skiforeningen" og þá fer ekkert milli mála við Iivað átt er. Fclagið er stofnað 4. janúar 1883, og er elztu sam- tök um það að vinna að „fram- gangi skíðaíþróttarinnar”. í lögum félags i)essa segir að „félagið sé opið öllum áhuga- mönnu'm, og hefur það markmið að vinna á allan hátt að út- breiðslu skíðaíþróttarinnar, með- al annars með því að sjá um Holmenkollenmötið byggja og starfrækja skíðaskála, laga til stökkpalla, og göngubrautir, og sjá um Skíðammjasafnið". Skiforeningen cr aðili að Skíðasambandi Noregs sem og önnur skíðafélög þar, en það einkennilega er að það á enga skíðamenn sem það sendir á kappmót og hefur aldrei átt. Það hefur aldrei lagt vinnú- í það að ala upp keppnisfólk, eigi að síð- rir eru nú i dag um 35.000 fé- lagar í því. Allt frá upþhafi hefur það verið aðalverkeíni og markmið að vinna eins ötuilega að því að koma sem flestum á skíði hvar svo sem þeir stæðu hvað hæfni snertir. Það hefur viijað fá unga sem camla Oslobúa til. að hreyfa sig á skíðum í hinu tæra útilofti uni hæðir og dali Norðurmerkur sem liggur skógivaxin að baki borgarinnar. Fyrir þetta hefur „Skiforen- iiigen“ oft verið kallað „Vel- ferðarfélagið" og norskur blaða- maður hefur í sambandi við af- mælið sagt að starfsemi þess hafi sparað Osioborg margar milljón- ir króna hvað snertir byggingu sjúkrahúsa. Ilann segir að það sé ekki hægt að ineta þá heil- brigði og vellíðan, sem félagið hafi gefið bæjarbúum. Ryggir slriðaskála, stökk- palla og gerir göngubrautir Til þess að ná ttl fóiksins hef- ur féiagið gert margar ráðstafan- ir og iagt í því sambandi í mikiar framkvæmdir og með stækkun Osioborgar, vex verk- sviðið stöðugt. Byggðir hafa verið skíðaskálar víðsvegar um Norð- urmörk, þar sem skiðafólkið fær gistingu og aðra fyrirgreiðslu, stökkpallar hafa verið reistir hér L. H. Miiller og þar og þegar snjóa tekur er það hlutverk félagsins að ryðja göngubrautir um þvera og endi- langa Norðurmörk. Þessar braut- ir feta Oslobúar svo góðviðris- daga þegar skíðafæri er, svo tugþúsundum skiptir, ungir sem gamlir, og það jafnvel svo að fjöldinn getur komizt upp í 70 þúsund þegar bezt lætur. Þar má einnig finna upplýstar brautir, sem nota má á kvöldum eftir vinnu. Félagið á Holmenkollen stiikkbrauíina Það er þetta félag' sem annast og sér um Holmenkollenmótið og hafa skíðamenn héðan tekið þátt í því móti. Hátoppur .móts þessa er Holmenkolignstökkin, en sú fræga stökkbraut er eign fé- lagsins, og' í þeirri byggingu, sem er sjálfup stökkpailprinn, é'r komið fyrir Skíðaminjasafninu. Hagnaðurinn af móti þessu x'enn- ur að nokkru cil íélagsins en mestur . hluti þess fer til Skíða- | sambands No-regs. Framkvæmd móts þessa er miklð verk og það er dálítið táknrænt um hinn almenna á- huga manna í félagi þessu að þx-átt fyrir það að engan eigi það keppanda i mótinu, að þá iíður það aldrei af því að það vanti áhugasama starfsmenn til þess að gera það sem gera þarf; er það meira en mörg keppnis- félög geta sagt. Eitt af því sem félagið vinnur markvisst að er stofnun skíða- skóla fyrir böm hingað og þang- að í Norðurmörk. Enx skólar þessir vinsælir og rnikið sóítir. Er þeim komið fyrir þar sem bezt hentar og þar læra börn og unglingar að beita skíðunum, og áhuginn þar með vakinn til frekari athafna á skíðunum. Hið vakandi auga Skiforeningen gerir sem það getur til þess að fylgjast með því hvort áhugi og skíðaiðkun er vaxandi eða minnkandi. Sem dæmi um það má geta um atvik sem skýrir nokknð starfsemi þéss og viðbrögð. Fyi-ir nokkrum árum var því haldið fram í dagblöðum Oslö- borgar að skiðaferðir um Norð'- unrnöx'k væru greinilega minnk- andi, og þótti það ill frétt. Var því sérstaklega haldið fram að það væri unga fóikið sem gengi minna en áður. Skiforeningen lét málið ekki aðgerðarlaust fram hjá sér fara, það vildi reyna að rannsaka málið og komast að því rétta, ef þess væri nokkur kostur. Það var mál sem það varðaði. Þá var það sem fé- lagið kom af stað ‘alningu þeirra sem fóru á skíði frá tveim aðal- stöðvum sem flytja flest fólk á skíði til þeirra staða sem um var rætt, og fleíri ráðstafanir- voru gerðar. Rannsóknin leiddi í ljós, að það var síður en svo minnk- andí ferðir á skíði, heldur var um vöxt að ræða, meðal þeirra yngri. Hins vegar lcom í ljós að fólk á aldrinum 20 til 30 ára fór ekki eins mikið á skíði og áður, Og þegar voru gerðar á- ætlanlr sem miðuðu að því að fá fólk þetta með á skiði líka. Þetta dæmi sýnir hvei'já þýðingu félagið hefur fyri.r skíðaáhugann í Osló, og mönnum ber saman um það að áhrif frá félaginu hafa borizt um ailan Noreg. Þess má líka geta að félagið hcldur nákvæma skrá yfir notk- un skíðaskála þeirra sem félag- ið á. í -sainbandi við þetta 75 ára afmæli fóiágsins var mikið um dýrðir, og við það tækifæri af- henti Osloborg félaginu 10 þús- und norskra króna, og fór sú visðulega athöfn ásamt ræðum Framhald á 11. síðu Til stuðningsmanna H-listans í Kópavogi Það eru eindregin tilmæli til allra stuðningsmanna H-listans að þeir hafi samband við skrifstofur listans á Digranesvegi 43, sími 10112, opiö kl, 10—10; og á Borgarholtsbraut 30, sími 10 0 27, opið ld. 4—10 e. h. Eflið kosningasjóðinn, takið söfnunar- gögn. — Tíikynmð um þá sem geta lánað bíia á kjördag. Frá Skattstofu Allir þeir, sem fcsngið hafa send eyðublöð undir launauppgjöf eða hluthafaskrár, eru áminntir um að gera skil nú þegar. Áríðandi er, að fá öll eyðublöðin til baka, hvort sem eitthvað er út að fylla eða ekki. Skattstjórinn í Eeykjavík. Sjómannafélag Reykiavíknr Aðalf undur Sjómannafélags Iteykjavíkur verður haldinn sunnu- daginn 19. jan. 1958 I Alþýðuhúsinu við Hverfis- götu og hefst kl. 13.30. (kl. 1.30 e.li.) FUNDAREFNI: 1. Félagsmál, 2. Venjuleg aðalfundarstörf, 3. Önnur mál. Fundurinn er aðeins fyrir félagsmenn er sýni skírteini við innganginn.| Stjórnin. Skáldapáttur , r r rrr r Ritstjóri: Sveínbjörn Beintemsson. Menn segja að heimurinn fari versnandi. Þessu til sonn- unar bera menn það fram m.a. að minna sé ort en áður var og færri hafi gaman af hundnu máli. Það kann að vera eitthvað satt í þessu, enda margt sem tekur hugann frá hljóðlátri ljóðagerð eða vísnaskemmtun. En ef að er gáð þá munu finnast ótrú- lega margir sem fást eitthvað við yrkingar, eða hafa a.m.k. gaman af að heyra kveðskap. Ég býst við að áhugi fyrir löngum kvæðum sé minnkandi enda gefur fólk sér síður tóm til að sitja við ljóðalestur. Rökkursetan var drjúgur þáttur í menntun íslendinga fyrr á öldum, og gaf tækifæri til náms og íhugunar, eftir því sem efni stóðu til. 1 þeirri eirðarleysu sem ein- kennir nútímann er lítið við- nám til að nema ljóð eða ræða um þau, enda er ljóða- gerðin heldur rótlaus á þess- uni tímum. Skólarnir mættu halda við ljóðagerðinni og skáldmenntinni meira en gért er enda bein skylda við menn- ingu þjóðarinnar að svo sé gert. Unglingar á skólaaldri hafa margir hverjir gaman af vísum, þótt fæstir gefi sig að skáldskap að nokkru ráði, enda öðru að sinna við nám- ið. Ef eitthvað er gert til að auka kynningu ungs fclks af ljóðlist og öðrum skáldskap þá er það viðleitni til gagns og ekki til einskis unnið. Á mörgum heimilum er aldrei minnzt einu orði á skáldskap né höfð ýfir vísa við nokkurt tækifæri. Ef börnin kynnast ekki vísum þegar þau eru næmust fyrir öllu slíku þá er hætt við að þau fái aldrei áhuga fyrir þeim. Það má vera að vísur hafi ekki mikið hagnýtt gildi á veraldar mælistiku, en þær vinna samt gegn ýmsu því sem sækir á hugann og leiðir til ills ef ekki er á móti spornað. Það er ekki svo lít- ið af vizku í þessum gömlu stökum sem fólk var alltaf að raula ef ekki var öðru að sinna í huganum. Og þessar einföldu hæversku vísur komnar af fjöllum ofan eða fundnar á sjávarströnd, þær leiddu og seiddu bamið af villigötunni á veginn. Þegar birtan dagsins dvín dimma sezt á bekki farðu að kvelkja móðir mín mér svo leiðist ekld. Uufagosinn liggur frosinn úti: lionum tosa ætla ég inn upp á mosasvæfilinn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.