Þjóðviljinn - 29.01.1958, Blaðsíða 9
A ÍÞRÓniR
tttTSTJORl; FRlMANH HELGASOR
L......- _____
19. handknattlciksmót íslands
innanhúss sett sl. laugardag
39 ílokkar keppa og um 600 manás
taka þátt í mótinu
Á laugardagskvöldið var 19
. Handknattleiksmót Islands inni
sett í Hálogalandi. Gengu lið
■ þau ,sem keppa áttu það kvöld
inn fylktu liði undir íslenzka
fánanum og röðuðu sér upp í
salnum. Sjálfa. setningaræðuna
hélt forseti ÍSl. Hvatti hann
leikm.nn til að æfa af kost-
gæfni og sýna reglusemi í hví-
vetna, um vínnautn og reyk-
ingar og ennfremur að njóta
hvíldar og Svefns sem er hverj-
um íhróttamanni nauðsyn.
Gat forsetimi: þess að þetta
væri stærsta handknattleiks-
mót sem hingað til héfur verið
haldið hér á landi, og-væru 10
félög þátttakendur í því. Minnt-
, ist forsetinn þess einnig að
skáli sá sem nú er notaður
, hér .til káppleikja hefði staðið
í 13 ár til afnota fyrir hand-
knattleiksmenn, væri of lítill en
innan fjögurra ára fáum við
stærri skála, sagði forsetinn,
og mundi það gleðja alla.
Islandsmót þetta er það
. fyrsta sem haldið er síðan
Handknattleilíssamband Islands
var stofnað, og verður því ekki
annað sagt en að það hafi ver-
ið fremur ósmekklegt að bjóða
ekki stjórn hins nýja sambands
að setja mótið. Það mun næst-
um viðtekin regla að viðkom-
andi samband annist þetta at-
riði séu mót annars sett með
viðhöfn, enda eðlilegt.
Almenn fyrirmæli munu ekki
til um þetta, enda óþörf, hér
er aðeins um að ræða almenna
háttvísi og vonandi kemur
þetta ekki fyrir aftur.
Ármann—Víkingur 20:16
Fyrsti leikur þessa stóra
móts var leikur í meistara-
flokki karla milli Ármanns og
Víkings. Ármann hafði forust-
una allan leikinn þó oft væri
sá munur ekki mikill og
minnstur var hann 2:2 og síð-
ar 17:16, en þá var eins og
Víkinga vantaði lokasprett-inn,
því Ármann skoraði þrjú mörk
á síðustu ínínútunum, en Vík-
ingur ekkert.
Lið Ármanns var yfirleitt
mikið líflegra og hreyfanlegra
og með tilliti til þess hefðu
þeir átt að skora fleiri mörk,
en skot eru ekki enn þeirra
sterka hlið. Víkingar virðast
ekki þola mikinn hraða og
bendir það til þess að þeir
séu ekki í góðri æfingu og ætti
það þó að vera um þstta leyti
vetrar. I heild var leikurinn
ekki sérlega góður, og dró
kyrrstaða Víkinga heildaráhrif-
in niður.
Víkingar koma með að mestu
sama lið og þeir hafa teflt
fram undanfarið og með góðri
æfingu gæti þetta orðið gott
lið. Sigurður Jónsson sem var
ásamt Pétri, bezti maður Vík-
ings hafði þó ekki eins öruggt
grip og oft áður.
I liði Ármanns var Kristinn
bezti maður liðsins, bæði í sókn
,og vörn og auk þess að verja
oft vel skoraði hann 7 mörk.
Virðist hann vera kominn í
góða þjálfun og eiga sjálfsagt
landsliðsæfingarnar sinn þátt í
því. Stundum er þó eins og
hann sé nokkuð óákveðinn i
sendingum og þær jafnvel
klaufalegar, ef hann gæti lag-
að þénnan galla mundi gengi
hans hækka til muna. Hinir
lcikmenn Ármanns eru mjög
jafnir.
Þeir,' sem skoruðu mörkin
fyrir Ármann voru: Kristinn 7,
Ingvar 4, Hannes og Stefán 3
hvor, Hallgrímur 2.
En fyrir Víking: Sigurður
Jópsson - 4, Axel 4, Pétur 3,
Björn og Freyr 2 hvor og Sig-
urður Bjarnason 1.
2. fl. kvenna Ármairn — Valur
8:6 og Víkingur — Þróttur 4:3.
Fyrri leikurinn milli Ármanns
og Vals var mjög jafn og
liefði eins getáð endað með
jafntefli, Sumar þessara ungu
stúlkna lofa góðu og með til-
liti til þess að þær hafa. ekki
svo langan æfingartíma að
baki er .furða hvað þær eru.
Víkingur kom nú í fyrsta sinn
með sveit í þessum flokki og
það fór svo að lið þeirra vann
Þrótt, og urðu þessar ungu
stúlkur til þess að færa Vík-
ingi fyrsta sigurinn í hand-
knattleik á þessu móti. Eru
þetta stórar og þrekmiklar
stúlkur sem vonandi eiga eftir
að láta meira til sín taka.
Leikar fóru þannig að Ármann
vann Val 8:6 (5:3) og Víking-
ur vann Þróttt 4:3 (1:1).
3. fl. karla ÍR — Fram 9:9 og
Þróttur — Haukar 24:3.
Leikurinn milli Fram og iR
var frá upphafi nokkuð jafn,
þó voru það Framarar sem
höfðu heldur forustuna en hin-
um ungu ÍR-ingum tókst að
jafna á síðustu sekúndunum,
og endaði leikurinn 9:9. Sýndu
bæði liðin oft nokkuð góð til-
þrif, og þó hefur ÍR misst
nokkra af hinum efnilegu
mönnum sínum frá því í fyrra.
Fram á lika efnilega menn í liði
þessu og má mikils af þeim
vænta. Það var óhapp Framara
að dómarinn sem annars dæmdi
vel hafði þann skilning að
stöðva bæri leik þegar í stað
er brot á sér stað. I tvö skipti
kom þetta fyrir við vítateig
að brotið er gegn sækjanda en
hann misti ekki vald á knetti
né jafnvægi og skorar í sömu
andrá og blístran kveður við
og dómarinn dæmir aukakast.
Varnarmaðurinn hagnaðist á
brotinu en það er nú ekki eðli-
legt ef hægt er að komast hjá
því. Dómaranum til svolítillar
afsökunar má segja að þetta
sé nokkuð algengt hjá dómur-
Miðvikudagur 29. janúar 1958 — ÞJÓÐVILJINN — (9
Þéssi rnynd var tekin í Nieosia fyrir nok kru. Brezkir herinenn bera á milli sín
unglíng seni þeir liafa li andtekið í einu uppþotinu.
-5>
Öeirðir blossa upp aítnr
í mörgum borgum á Kýpur
Óeiröir hafa blossað upp aftur á Kýpur undanfarna
daga. A.m.k. fjórir menn féllu í gær fyrir vopnum brezkra
hermanna og lögreglumanna í Nicosia.
um, en þarna þurfa þeir að
vera vel á verði.
Síðari drengjaleikurinn var
ærið ójafn. Þar áttust við
Þróttur og Haukar úr Hafnar-
firði, og virtust þeir síðar-
nefndu vera að mestu byrjend-
ur í listinni og auk þess smáir
vexti, að minnsta kosti í sam-
anburði við leikmenn Þróttar
sem eru óvenju háir og gjörfu-
legir, og hafa auk þess milda
reynslu og hafa náð langt af
þessum aldursflokki að vera,
enda fór svo að Haukar máttu
sín ekki mikils við þessa risa
og töpuðu með 24 mörkum
gegn 3. Er ánægjulegt að sjá
Hauka með aftur og það líka
að þeir byrja á réttum enda
þ.e. með ungu drengina, það á
fyrir þeim að liggja að stækka
og þroskast, ef vel er með þeim
staðið.
Ayglýsið
í Þjóðviljanum
Þeir voru allir af tyrkneskum
ættum, en óeirðirnar að undan-
förnu hafa aðallega stafað af
vaxandi óvild tyrkneskra manna
á eynni í garð Breta.
I gær fóru þeir í hópum um
götur Nicosia og Famagusta og
skutu brezkir hermenn á þá.
Uppþot urðu einnig í Larnaca
og Limassol en ekki vitað um
manntjón þar.
Fréttaritari brezka útvarps-
ins sagði að miðhluti Nicosia,
sem umgirtur er fornum borgar-
múrum, hafi verið eins og her-
numin borg í gær. Brezkir her-
menn höfðu umkringt borgar-
hlutann. Þeir skutu á bifreið
sem reyndi að komast gegnum
umsáturshringinn og drápu tvo
menn en særðu aðra tvo.
Bretar réðust hvað eftir ann-
að gegn mannfjöldanum með
kylfum og táragasi og þegar
það dugði ekki hófu þeir skot-
hríð á hann til að dreifa hon-
um. A. m. k. tveir menn munu
hafa beðið bana, en aðrir
særzt.
Allt var með kyrrum kjör-
um á eynni í gærkvöld, . enda
höfðu leiðtogar Tyrkja skorað
á þá að halda kyrru fyrir og
brezka herstjórnin liafði sett
útgöngubann.
SÍMABÚÐ
^ Verzlunin Ás gerir 2ja mánaða
iilraun með fjölbreytíar heimsendingar
* Sendum MJÓLK — BRMIÐ — KJÖT
FISK (Hraðfrystan)
NÝLENÐUVÖRUR
^ Tilraunin nær 3ju vikuna til bæjar-
hlutans austan Snorrabrautar.
Símabúðin er fyrst um sinn opin
miðvikudag, fimmtudag, föstudag og
og laugardag frá klukkan 12.
sfmi 13772