Þjóðviljinn - 19.02.1958, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 19.02.1958, Blaðsíða 5
Ji: íSS&WÍÍYðÍJyl —- nöí* Ástandið í atvirsnulífi USA heldur enn áfram að versna Ekkert bendir til oð atvinnuleysiS muni minnka á nœstunni, uppsögnum fjölgar Enn bfndir ekkert til þess að draga ætli úr atvinnu- leysinu í Bandaríkjunum og fæstir bandarískir hagfræö- ingar em þeirr.ir skoðunar aö spádómur ráðgjafa Eisen- howei’s urn £Ö úr muni rætast í næsta mánuði munir átandast. — Eg er hræddur um að það veroi ekki svo auðvelt, er haft eftir hagfræð.ng;aum dr. Jules Bogen. Langvarandi velgengnis- tímabil og mikil skuidasöfnun hefur dregið mátt úr eínahags- líí'i okkar. Dr. Mareus Nadler, hagfræð- ingur Hanover Bank í New York og kennari v.ð háskólann í New York sagði: , — Eg efast stórlega uin að at- vinna í iðnaðinum muni nokk- uð aukast í marz. Hingað til hef- ur rík.'sstjóinin látið sér nægja að tala, en ekkert aðhafzt. Yfir- lýsingar einar saman ieiða ekki til ineins árangurs. Hagfræðingurinn A. W. Zeno- mek telur að ástand.ið muni aft- ur batna á næstu mánuðum Hiins vegar muni ekki verða hæg't að komast jafn fljótt upp úr öldudalnum nú og 1954. Sér- staklega eigi það við um at- vinnuleysið. Nýjar uppsagnir Jafnframt berast fréttjr af nýj- um uppsögnum í íðaaðinum. Það á einkum við um olíuiðnað- inn. Eðeins eitt rafvélafyrir- tæki segist ætla að auka starfs- iið sitt, International Minerals and Chemicals Corporation hefur stytt vir.nuviku starfsmanna sinna í Carlsbad, New Mexico, um 19%. Olíufélagið Cities Serv- ice Company hefur stytt vinnu- viku starfsmanna við hreinsun- arstöðvar sínar um 8% vegma „ofíiamle'ðslu.’1 Samgöngutæki Kreppan hefur ekki hvað sízt bitnað á samgöngu- og flutninga- •fyrirtækjum. Járnbrautarfélagið r r. p jr Á löggjafarsamkundu Miss- issippifylkis í Bandaríkjunum var hinn 6. þ.m. borið fram j frumvarp tií laga þess efnis að þiær konur, sem fæða tvö b'rn í röð utan hjónabands skuli með þvingunaraðgerðum 1 gerðar ófrjóar, ef dómstóll gefur úrskurð um að slíkt sé rlkinu í hag. Álitið er að tilgangurinn með lagafrumvarpinu sé að fækka fæðingum óskilgetinna barna meðal negra i fylkinu. 1 Miss- issippifylki eru negrar fjöl- . mennastir af ríkjum Banda- i ríkjanna. Óperusöngvarar (og söng- lconur) eru manna uppstökk- astir og erfiðir að umgang- ast. Það sannaðist nýlega á sviði óperunnar í Róm, þegar verið var að æfa Don Carlos eftir Verdi. Viðstaddir fengu þá að heyra nýja útgáfu af því atriði söngleiksins þegar Filipus Spánarkonungur synjar bón sonar síns, Don Carlos. Brezka blaðið Daily Mail birtir hina nýju útgáfu: (Don Carlos gengur fram á mitt sviðið). Konungur: Vík til hliðar, þrjóturinn þinn, þar átt þú að vera. Don Carlos: Dettur mér ekki í liug! Konungur: Þú stelur senunni frá mér. Don Carlos: Þetta er ekki þín sena — þú getur ekkert leikið, 'hæfileikalaus með öllu! Konungur: (Hrópar upp) Þú móðgar mig. Vík til hliðar, eða þú verður látinn svara til saka. (Eitthvað kemur fljúgandi í loftinu. Það er tónsproti söng- 'stjórans. Þegar liann fellur á 1 sviðið....) | Söngstjórinn (með mæðu- ■ svip): Mama mia, af hverju , bitnar þetta alltaf á mér ? | (Það var sami maður sem stjórnaði þegar Maria Callas setti allt á endann með því að ! hætta að syngja á miðri sýn- ; ingu. Konungur og Don Car- los virða hann ekki viðlits, draga sverð sín úr slíðrum og taka að skylmast. Kórinn æpir og flykkist fram á sviðið til að skilja hólmgöngumennina, en það er um seinan. Don Carlos kemur lagi á konung og blóð vætlar úr hendi hans). Konungur: (hleypur út af sviðinu): Lækni, fljótt, lækni! Eg er særður. Og’ framhaldið Konungur hefur nú stefnt Don Carlos fyrir líkamsmeið- ingar og óhróðui. Hann lét ekki sjá sig á frumsýningunni. Það mun koma í ljós síðar hvort framhaldið verður í samræmi við hinn upphaflega texta, þar sem konungur læt- ur henda syni sínum, Don Car- , los, í dýflissu — og síðar taka af lífi! Chesapeak and Ohio Railway sctlar þannig að fækka starís- mön.num .sípum um 1000 21. febrúar. Annað járnbrautarfé- lag Baltimore-Öiiio Rjiiiioad hefur einnig sagt upp 'ótiliekn- um fjöldá starfsmanna. Flugvélaverksmiðjur Curtiss! Wright sögðu upp 650 starfs- mönnum í byrjun þessa minað- ar og ýms f'.ugfélög hafa einnig sagt upp ílugmönnum sínum. Bílaverksmiðjum lokað Kreppan hefur e.'nnig komið óþyrmilega víð bcndaríska bíla- iðnaðinn. Nú nýlega lokaði Ford verksmiðjum sínum í Mahwah í New Jersey. Studebaker-Packard hafa í annað sinn á skömmum tíma stytt vinnutímann í verk- smiðjum sínum í South Bend i Indiana. Það sem af er þessú ári hafa vorksrrdðjuitnar þar aðeins verið í íullum gangi í ! þrjár vikur. ! Erfiðleikar bílaiðnaðarins hafa aftur orðið til þess að fram- le.iðsla annarra iðngreina hefur minnkað. Goodyear-verksmiðj- urnar, sem framleiða hjólbarða og gúmútbú.iací, haf a þa'nni.g sagt upp 557 starfsmönnum. Skattar lækkaðir? Fréttaritari Reuters í Wash- ington segir að þar sé búizt við að fram verði bornar kröfur um að skattar verði lækkaðir til að bincia endi á kreppuna og draga úr atvinnuleysjnu. Talsmenn þeirrar tillögu segir að fram- kvæmd hennar muni leiða af sér aukna kaupgetu og örva at- vinnulífið. Fréttarifarinn segjr að marg- ir þingmenn séu ósammála Eis- enhower forseta um horfur í efnahagsmálum. Þeir haldi því fram að ástandið sé miklu alvar- legra en forsetinn vill vera láta og vilja þvi að þegar séu gerð- ar ráðstafanir til að lækka skatt- ana, auka verulega framkvæmd- ir hins opinbera og auka lán- veitingar. Taljð er að skattalækkunin, ef úr henni verði, muni nema 3—5 milljörðum dollara og allir skattgreiðendur muni fá nokk- uð. 7,990 fsta íslag Suðurpóllinn liggur undir 7 000 feta þykkri íshellu og jafnvel fjöllin öðru megin við hann eru þakin 1 000 til 2 000 feta þykkum ís. Þessar upplýsingar um byrj- unarniðurstöður af suðurpóls- rannsóknum símaði dr. Vivian Fuchs til aðalstöðva suður- skautsleiðangursins og þaðan hefur fréttin svo borizt. 1 símtalinu, sem fram fór 1. febrúar, sagði Fuchs einnig að jarðskjálftafræðingurinn Geof- | frey Pratt væri búinn að ná !sér eftir veikindin. Hann j hafði fengið kolsýringseitrun, Framhald á 8. síðu. Miðvikudagur 19. ftbrúar 1958 — ÞJÓÐVILJINN — (5 Tilkynnig kjarnorkumálaráðs Bretlands fyrir skömmu um að brezkum vísindainönnum hefði tekizt að framleiðv 5 milljón stiga hita c.g haida honum í nokkur sekúndubrot vakti verð- Kkuldaða athygli. ííún var enn ein sönnun þess að Bretar eru kornnir alllangt frarn úr öðrum þjóðum á vesturlöndum. í frið- samlegri hagnýtingu kjamorkunnar. Enda þótt þeir eigi enn j inngt í land að beizla vetnisorkuna, bendir þessi áráhgur til ! að þeir séu á réttri leið, Það hefur Iengi verið vitað að mjög I mikilsverður árangur hefur einnig náðst á þessu sviði í Sov- ttríkjunum, og sovézkir vísindainenn liafa jafnvel verið taldir kornnir alllangt á undan öðrum starfsfélögum símnm Þeir liafa tilkynnt að þeir muni skýra frá niðurstöðum rannsólma j sinna á annarri alþjóðaráðsteínu kjarneðiisfræðinga sem haidin verður í Genf í ár og bíða menn hennar því með sérstakri eftir- væntingu. — Á myndiimi sést ZETA (skammstöfun fyrir Zero Euor.gy Thermomiclear Assembly), vélin sem Bretar framleiddu hinn mikla hita í. BáSfcan! Önnu Fmnk ekki vel séðuc f lem Blöðin í Sviss leggja hart að ríkisstjórninni að neita aö taka við Ernst Gunther Mohr, sem vesturþýzka ríkis- stjórnin er nýbúin að skipa sendiherra í Bern. Molir er gamall nazisti, eins og míkill hluti af utanríkisþjón- ustu Vestur-Þýzkalands og starfsliði utanríkisráðuneytisins, og' Svisslendingum finnst það móðgun við sig, að stjórnín í Bonn skuli reyna 'að troða upp á þá manni með -svo blettótta fortið. National Zeitung í Basel skýr- ir frá því ,að Mohr hafi starfað í Haag á stríðsárunum og átt mikinn þátt í að hafa upp á hollenzkum gyðingum, sem síðan voru sendir í gereyðingarfanga- búðir. Meðal hollenzkra gyoinga, sem hlutu þessi örlög, var fjöl- skylda Önnu Frank, sem samdi hina frægu dagbók, en leikrit um örlög hennar er nú sýnt í Þjóðleikhúsinu. „Við Svjsslendingar kærum okkur ekkert um að hafa svona mann okkar á meðal“, segir hið íhaldssama blað. Talsmaður svissnesku rík- isstjórnarinnar sagði í síðustu viku, að beíðni vesturþýzku rik- isstjómarinnar um að tekið yrði við Mohr sem sendiherra í Sviss væri alveg nýkomin ríkisstjórn- inni í hendur. Enginn tími hefði unnizt til að taka afstöðu til hennar. Talið er í Bern, að svissneska stjórnin muni láta rannsaka for- tíð Mohrs áður en hún tekur af- stöðu til útnefningar hans. r--------------------------N Aðgrsining bléðs eftsr kynþátfism Einn af öldungadeildar- mönnuni á fylkisþingi Ge- orgia í Bandaríkjunum, Qu- ill Sammon, hefur borið fram frumvarp um að allt blóð, sem ætlað er til blóðgjafa, verði greinilega merkt, svo að hægt sé að ganga úr skugga um, hvort það sé úr hvítum manni eða svertingja! í frumvarpinu eru ákvæði um að ekkert blóð, sem ekki er kynþáttamerkt, megi nota við blóðgjafir í Georgia, og sá sem gefa á blóð eða nán- asti ættingi hans skuli látinn vita, af hvaða kynþætti blóð- gjafinn er.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.