Þjóðviljinn - 19.02.1958, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 19.02.1958, Blaðsíða 7
Miðvikudagar 19. íebrúar 1958 — ÞJÓÐVILJINN — (7 f Flestum. munu enn í fersku minni hinar æðislegu tilraunir Sjálfstæðisflokksins til að stöðva útgerðina um síðast liðin áramót. Fyrst var reynt til hins ýtrasta til að fá útgerðar- menn til að setja fram svo óhóflegar kröfur á hendur ríkisstjóminni, að engin leið væri til að mæta þeim, og gera framleiðsluverkfall að öðrum kosti. Þegar sú leið mistókst, var gripið til þess ráðs, að reyna að fá sjó- mannafélögin til að fella samninga, sem fulltrúar þeirra höfðu gert, og stöðva flot- ann þannig. Til þessarar iðju naut Sjálfstæðisflokkurinn dyggilegrar aðstoðar sam- starfsmanna sinna í Alþýðu- flokknum. En einnig þessi til- raun mistókst. Sjómenn al- mennt neituðu líka að láta hafa sig að verkfærum fyrir skemmdarstarfsemi íhaldsins. Endirinn varð sá, að íhaldið sat eftir með sárt ennið upp- víst að skemmdarverkatil- raunum einum saman. Ösannindi um 300 milljónirnar end- urtekin Undanfarið hefur verið hljótt um þessi mál í blöðum Sjálf- stæðisflokksins. En svo bar við að sl. miðvikudag tekur Morgunblaðið rögg á sig og fer að rifja þau upp að nýju. Er það gert bæði í leiðara og annarri grein, og virðist, sem höfuðtilgangurinn sé að end- urtaka gömlu blekkingarnar sem gengið hafa sífellt aftur og aftur á síðum blaðsins. T. d. er í nefndum leiðara enn þá endurtekin sú fullyrðing að um áramótin 1956—’57 hafi verið lagðir 300 millj. kr. nýir skattar á þjóðina vegna framleiðslunnar á s. 1. ári. Þótt fullyrðing þessi hafi oft verið rekin til baka, þá skal það þó gert einu sinni enn. Vel gert að ljúga um meira en helming Svo vel vill nú til að fyrir liggur opinber greinargerð um rekstur útflutningssjóðs á árinu. Hefur hún verið birt í blöðum og útvarpi. Er þar upplýst að tekjur sjóðsins hafi numið 450 millj. kr. og á fimmtungur þeirra, eða 90 millj. að renna í ríkissjóð. Einnig liggur það fyrir, að um leið og ákveðnar voru tekjur útflutningssjóðs, voru afnumdir með þeim sömu lög- um eftirtaldir skattstofnar, er áður voru innheimtir: Söluskattur í smásölu er num- ið hafði 25 millj. Framleiðslusjóðsgj. 170 millj. Bátagjaldeyrisálag 125 millj. Samt. kr. 320 millj. Þannig liggur það ljóst fyr- ir, svo sem framast verður á kosið, að hin nýju gjöld, sem 4 voru lögð árið 1957 námu 130 millj. kr. en ekki 300 millj. eins og allir ræðu- menn og' skriffinnar Sjálf- stæðisflokksins leyfa sér að þrástagast á dag eftir dag, viku eftir viku og mánuð eft- ir mánuð. Hingað til hefur það þótt hressilega gert, að Ijúga um helming, og afburða mikil hreysti að ljúga um allt að því þrjá fimmtu hluta, svo sem hér er gert. Og senni- lega er það gert í því trausti að lesendur Morgunblaðsins sjái eða heyri fátt annað en það. Vill Sjálístæðisílokkur- inn telja kröíur útvegs- manna hreina íjár- plógsstarísemi En víkjum þá aftur að þessum 130 millj. sem lagðar voru á að nýju. 1 þvi sam- bandi er ástæða til að leggja nokkrar spurningar fyrir rit- stjóra Morgunblaðsins. Var Sjálfstæðisflokkurinn á móti þvi að útflutningsfram- leiðslan fengi þá auknu að- stoð ? Taldi Sjálfstæðisflokkurinn að hún þyrfti þess ekki með, og kröfur útvegsmanna væru aðeins fjárplógsstarfsemi ? Var viðskilnaður Sjálfstæð- isflokksins þannig að þetta væri hreinn óþarfi? Raunar hafa þessar spurn- ingar oft verið lagðar fyrir ffokkinn. Hann hefur aldrei Þrjár stórljgar í 12 límim ISLct, mcu ðtoiAUn,iiUiu cnTxcnaiTOb^ uppbótum. Um það b£l 300 millj. kr. 1 nýjum sköttum og tolium voru lagðar á þjóðina. .Þrátt fyrir -þessa „millifærslu“ frá þjóðinni til útflutningsfram- . j^iðslunnar hefur hagur útvegs- ins toðyersnað_jL_sL_..ári,.vegna Vaxandi verð.bolgu. Hefur sjávar- útvegsmálaráðherra nú samið við ^yélbátaútveginn um aukinn stuðn sem krefst vemMga aukinna í útflutningssjóð. Þeirra U ofiir ennhá vei'i ð Þannig tókst Morgimblaðinu á miðvikudaginn var að þjappa þremur stórlygura saman íí 12 línur. Það segir að álögurnar á s.l. ári ha.fi numió 300 millj. kr. en þær námu 130 milljónum. Það segir að hagur útgerðarinnar hafi liraðversnað á s.I. ári vegna stóraukinnar verðbólgu, en staðreyndin er sú að út- gerðarkostnaður hæltkaði ekkert á árinu. Það segir að útflutn- ingssjóður þarfnist þess vegna verulega aukinna tekna, þótt staðreyndin sé sú að ný tekjuþörf hans mim lítil sem engin. Endurtekningar Morgunblaðsins um 300 milljón króna skattlagninguna eru marghraktar treyst sér að svara þeim, heldur - aðeins endurtekið blekkinguna um 300 millj. rétt eins og ríkisstjómin hafi bara gert það af einskærri ill- kvittni við þjóðina að leggja þær á. Enda mun Sjálfstæðis- flokknum vera það fullljóst að með því að svara þeim játandi muni hann höggva nokkuð nærri sjálfum sér. VT' í hvað fóru 130 milljónirnar? Þá er ekki ástæðulaust að athuga nánar hvers vegna þurfti að bæta þessum 130 milljónum við þær 320 millj- ónir sem áður voru fyrir og fyrrverandi stjórn, sem i- haldið réði mestu í, hafði lagt á. Nú vill svo vel til, að fyrir liggur uppgjör útflutn- ingssjóðs fyrir sl. ár. Þegar hann var stofnaður, var vitað að mjög mikið var ógreitt af óreiðuskuldum bátagjaldeyris- kerfisins, er orðið var heilu ári á eftir tímanum. Þær kr'ófur hafa verið að berast inn allan tímann, og er nú hin endan- lega niðurstaða fengin. Hún er sú, að hin vangreidda upp- hæð, sem útflutningssjóður varð að taka á sig nam a.m. k. 120 millj. kr. Af þessari upphæð hafa nú verið greidd- ar 95 millj. kr. en 25 millj. eru ógreiddar enn þá. Þetta þýðir það, að það eru aðeins 35 millj. af þessum 130, sem útflutningssjóður fékk í tekjur fram yfir gamla kerfið er hafa komið til góða til aðstoðar við framleiðslu árs- ins 1957. Þetta má líka skýra á annan hátt, sem sé þann, að af þessum 130 millj. sem lagðar voru á að nýju, þarf a.m.k. 120 millj. til að greiða hallann frá íhaldsstjórninni. Það er svo sem ekki furða þótt íhaldið æpi. V erðstöð vunarstef nan bjargaði útgerðinni Nú vita það allir, að út- gerðin var að stöðvun komin á miðju ári 1956, þegar stjórnarskiptin urðu, vegna þess, að þær ráðstafanir, sem fyrr höfðu verið gerðar nægðu ekki árið út. Hefði núverandi ríkisstjórn ekki gripið til þess ráðs að stöðva þá strax verð- bólguskrúfuna með verðfest- ingarlögunum ásamt fleiri ráðstöfunum, sem þá þegar voru gerðar, liefði útgerðin legið í kalda koli síðari hluta ársins. Með þeim ráðstöfunum, sem gerðar voru um áramótin 1956—’57, var stefnt. að því, ganga svo frá þessum málum, áð til frambúðar gæti orðið, og eigi þyrfti sífellt að bæta við nýjum um hver áramót. Auðvitað var þetta mun erf- iðara vegna gamla skuldahal- ans, en hefur þó tekizt eftir fremstu vonum. Sú verðstöðvunarstefna, sem rekin hefur verið af nú- verandi ríkisstjórn er einmitt grundvöllurinn að þeim ár- angri sem náðst 'hefur. En árangurinn er í stuttu máli þessi: Þegar afkoma útgerðarinn- ar var til athugunar fyrir s. 1. áramót, var niðurstaða hinnar stjórnskipuðu nefndar, er um þau mál fjallaði sú, að útgerðarkostnaður hefði ekki hækkað á s.I. ári. Líklega eru u. þ. b. tveir áratugir síðan^ slíkt hefur átt sér stað. Af þessu leiðir sá mikli árangur, að ekki þarf að bæta neinum nýjum greiðslum við útgerð- ina vegna neinnar hækkaðrar dýrtíðar, eins og ætíð hefur þó verið undanfarin ár. Sú tiltölulega litla aukning, sem nú kann að þurfa á þessum uppbótum verður aðeins vegna sérstakra óhappa í sambandi við aflabrögð. Og sú hækkun mun aldrei verða nema lítið hrot af því sem áður hefur þurft um hver áramót. Sú staðreynd liggur fyrir núna, að ef við hefðum aðeins feng- ið Iaklegt meðalaflaár þá hefði ekki þurft að bæta ein- um eyri við, þrátt fyrir það þótt Útflútningssjóður hafi verið að dragnast með gainla óreiðuhalann frá íhaldsst jórn Ólafs Thors, og sé nú búinn að greiða liann niður um 95 millj. kr. Auðvitað eru enn þá ógreiddar uppbætur á nokk- urn hluta framleiðslunnsr 1957, sem ekki er enn þá bú- ið að afskipa til útflutnings. En þótt fullt tillit sé tekið til þess, þá skiptir það samt mörgum tugum milljóna, sem rekstrargrundvöllur þessa kerfis er betri en hins fyrra, og betur staðið í skilum við útvegsmenn. Fjandskapur íhaldsins staíar af því að gróða- möguleikar þess hafa verið skertir Ástæðan til þess að íhaldið fjandskapast svo mjög við ríkisstjórnina, út af þessum málum, er sú, að hún hefur lokað fyrir því gróðamögu- leikum. Með verðlagseftirlit-) inu var hindruð taumlaus og frjáls verziunarálagning. — Lækkanir, sem orðið liafa I ýmsum tálfellum á erlendum mörkuðum og farmgjöídum, hafa verið látnar koma fram í lækkuðu verði innanlands. Er olían þar nærtækt dæmi. Slíkar sveiflur hafa oft skeð áður, en ævinlega verið þann- ig á haldið af stjórnarvöldun- um, að þegar hækkanir urðu, þá fengu innflytjendur ætíð að bæta þeim á verði'ð, en þegar lækkanir urðu, þáfengu þeir að stinga þeim í eigin vasa. Ihaldið hatar ríkisstjórnina fyrir stóreignaskattinn sem lagður er stighækkandi á eignir sem nema yfir eina milljón króna. Hann var áætl- aður 80 millj. kr. en nú er upplýst eftir að hann var reiknaður út að hann muni nema 135 millj. Þetta sýnir að stóreignir í höndum einstakra auðmanna eru miklu meiri en nokkur lét sér detta í hug. En getur nokkur maður með heilbrigða skynsemi látið sér til hugar koma að sú skatt- lagning sé ósanngjörn? Þannig stafar hatur íha.lds- ins á ríkisstjórninni af því að gróðamöguleikar þess hafa verið skertir. Verðbólgan var öruggasta gróðalind þess. Þess vegna fjandskapast það við öll úrræði til þess að halda henni í skefjum. Þess vegna er ekki skirrzt við að síend- urtaka hina marghröktu lygasögu um 300 milljónirnar, sem voru 130 og voni rétt rösklega til þess að greiða vanskilin frá þess eigin stjórn. Togararnir Framhald af 12. síðu togara geti orðið lokið sem allra fyrst. Forsætisráðuneytið, 18. febrúar 1958“. Eins og kunnugt er hét rík- isstjórnin því í stefnuýfirlýsingu sinni að kaupa 15 stóra togara, og í lögum frá Alþingi frá 27. desember 1956 var sú ákvörðun staðfest. Nú hefur verið ákveðið að hraða sérstaklega smíði á 8 þessara togara, þannig að þeir geti komið til landsins eftir hálft annað ár, en hinir sjö verði svo aíhentir eftir þann tíma. Þó er áformað að ,allir 15 togararnir verði komnir til landsins innan þriggja ára.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.