Þjóðviljinn - 09.03.1958, Síða 4

Þjóðviljinn - 09.03.1958, Síða 4
4) _ ÞJÓÐVTLJINN Sunnudagur 9. marz 1958 Konuríánauð Stundum erum við að furða okkur á fréttum utan úr heimi, þar sem menn, bara vegna þess að þeir eru svartir, fá lægri laun fyrir vinnu sína en hvítir menn, og fólk er undirokað og kúgað einung s vegna litarhátt- ar. Og við erum harmi lostin yfir óréttlætinu og mannvonzk- unni. En um leið og við erum svo samúðarrík og full sk lnings yfir fjariæg höf og heimsálfur, finnst okkur ekkert við það að athuga, þó að hér hjá okkur sjálfum sé það sama upp á ten- ingnum þó í annarri mynd sé, — að vísu ekki vegna litarhátt- ar heldur kyns. Og þó fram- gangsmátinn á kúgun.'nni sé kannski raffineraðri hérna er það stigsmunur en ekki eðlis. í báðum tilfellum eru það ekki vinnan, v nnuafköstin eða vinnugæðin, sem lögð eru til grundyaliar heldur gamlir for- dómar. Það jaðrar við þrælahald hvernig búið er að konum i atvinnu- og launamálum. Kc:nur, sem fara út á íslenzka v nnu- markaðinn, fá yfirieitt miklu lægri laun fyrir vinnu sína en karlar, þótt um sams konar eða .hliðstæð störf sé að ræða, ein- ung.'s vegna þess að þær eru konur, og verða þær þannig að gjalda kyns síns. Og vaninn hefur sljóvgað svo siðgæðisvit- und fólks. að því finnst ekki mikið vð þetta að athuga, me'ra að segja fjölda rnanns finnst þetta sjálfsagt. Að vísu er jafnlaunasam- þykktin á döfinni og, á að ganga í gildi í þessum mánuði, ef é'g man rétt. En það er ekki nóg, ef ekkert verður meira að -gert. Það eru um 13 ár l'ðin -síðan það urðu lög á íslandi, að starfskonur ríkisins fengju sömu atvinnu- og launaréttindi .og karlar. Þau lög hafa verið .sniðgengin t 1 þessa. Og svo er „hefðin“ á undirokun og kúg- un kvenna rik, að sjálft ríkið skirrist ekki við að brjóta landslög og st nga árlega í rík- iskassann stórfúlgum, sem það dregur vísvitandi af vinnulaun- um starfskvenna sinna. Það er efiirtektarvert að flestar launamálanefndir eru skipaðar nær eingöngu körlum, þótt þær e'gi að meira eða minna leyti að fjalla um launa- kjör kvenna. Þannig eru það t. d. 17 karlar, sem skrifa undir * kjarasamninga Verzlunar- mannafélags Reykjavíkur, þar af 6 fyrir hönd félagsins sjálfs, en engin kona. Annars eru samn.mgar Verzl- unarmannafélagsins með mikl- um endemum, og verða ein- hverntíma álitnir merkilegt rannsóknarefni og broslegt og furðulegt plagg, með öllum þeim iölu- og bókstafsliðum, sem þar er að f nna. Og mikið hugvit hefur þurft til að flokka skrifatofu- og verzlunarstörf undir hvorkj meira né minna en 14 launaflokka með innbyrð- is sk ptingu eftir tölu- eða bók- stafsliðum. Þess má geta til samanburðar, að hjá ríkinu eru launaflokkarnir 15 og þykja nógu margir, og er þar þó um ólíkustu stofnanir að ræða, allt frá almennum verzl- unum og skrifstofum upp í vís- indastofnan.r af ólíkasta tagi. Það er fljótsagt, að sama lít'lsvirðingin á konum og störfum þeirra á að halda á- fram að véra ríkjandi í hinum nýju samningum V. R. Allir vita hvernig gömlu samning- arnir voru. Ráði verzlunarrek- and.i karl og konu með sömu menntun (verzlunarskólamennt- un) til starfa í verzlun sína, á hann að greiða konunni kr. 1400,— lægri mánaðarlaun (þ. e. karlmaðurinn fær um 60% hærra kaup en konan) skv. samningum V. R., en sé ekki um sérmenntun að ræða þarf konan heils árs starfsreynslu umfram karlmanninn, og vinna hennar sam; sem áður metin kr. 1400,— lægri á mánuði. Það 'þaEÞ. .mikið-ytiygðunar- leysi til þess að semja um slík iaunakjör þvert pfan í jafn- launasamþjdcktina, , og þeir sem geta varið slíkt í ræðu og riti eiga að taka sér eitt- hvað annað fyrir hendur en að semja um launamál annarra Það er alit, að þvi ævintýra- legt, að svohefndar aðstoðar- stúlkur í bókhandi'-skuli vera 7 ár að vinna sig upp í hámarks- laun í starfi sínu, stúlkur í prentsmiðjum 5 ár, og svo hafa þessar stúlkur eng.n sérstök fagréttindi að þessum langa „starfsskóla“ loknum. Og svona mætti lengi telja þegar um vinnusamninga kvenna er að ræða, þó ekki gefist tími til þess nú. Konur hafa mikið langlund- argeð. —“Það virðist vera kom- inn tími til þess að þær hristi af sér helzið og taki launa- og atvinnumál í sínar eigin hendur og fari sjálfar að setj- ast að samningaborðinu þegar launamál þeirra eru á dagskrá. Eg vil skora á konur jnnan h.'nna ýmsu stéttarfélaga að vera vel á verði í þessum mál- um og koma á öflugu sam- Framhald á 11. síðu. |Verkamaður skrifar: „Nú ætl- ar Búnaðarfélag íslands að fara að reisa stórhýsi mikið hér í Rvík; margra hæða höll, að manni hefur skilizt. Þegar ég heyrði fyrst um þetta rætt, fannst mér ótrú- legt, að Búnaðarfélagið hefði fjárhagslegt bolmagn til að ráðast í slíkar stórfram- kvæmdir, svo mjög, sem því hefur verið haldið á lofti, hve landbúnaðurinn ætti við mikla erfiðleika að stríða. Það hefur verið reynt að innprenta okkur nauðsyn á styrkjum og niðurgreiðslum úr ríkis- sjóði landbúnaðinum til handa, til þess að þeir, sem þann atvinnuveg stunda, geti bor- ið sæmilegan hlut úr býtum fyrir sta.rf sitt. En nú ætiar iBúúnaðarfélag íslands sem sé að reisa höll, sem án efa kem- ur til með að kosta tugi milljóna króna. Mér verður að spyrja: Er allur barlóm- urinn um erfiðleika landbún- aðarins bara venjulegur bú- mannabarlómur? Eru sam- tök bænda þá svona vel stæð, þegar til kemur? Fyrir ekki mjög lön.gu síðan keyptu önn- ur bændasamtök (Stéttasam- band bænda) kartöflugeymslu « & a b :Wi m 58 » * «r«' ■ KJRTJi i $ a b 1 «5 « B H <*>- §RÁEÞÁTTUI Ritstjóri: Sveinn Knstinsson Dr. Emanuel Lasker Þýzki skákmeistarinn Dr. Emanúel Lasker (heimsmejstari 1894—1921) var einn fremsti skákmaður, sem uppi hefur ver- ið. Lasker var fæddur árið 1868 og vann heimsmeistaratitilinn aðeins 26 ára að aldri af Austur- ríkismanninum Wilhelm Stein- itz, sem var fyrsti opinberi heimsmeistarinn. Er það til marks um þær kröfur, er Lask- er gerði til sjálfs sin, að þrátt fyrir þetta taldi hann sig hafa verið fremur seinþroska skák- mann! Næstu 27 árin hélt Lasker titlinum þrátt fyrir har0a að- sókn margra úrvalsmeistara. Má þar fyrstan nefna landa hans Dr. Siegbert Tarrasch, kunnasta skákfræðing þeirra tíma, sem tvisvar freistaði gæf- unnar að ná titlinum af Lasker, en laut í lægra haldi í bæði skiptin. Lasker sigraði einnig hinn fræga bandaríska árásar- skákmann, Frank Marsháll, með miklum yfirburðum. Hætt- ast var Lasker kominn árið 1910 fyrir Austurríkismanninum Schlechter, en þeir skildu jafnir eftir 10 skáka einvígi. Þess má geta viðvíkjandi heimsmeistaraeinvígum í þá daga og allt fram til 1951 að þau lutu ekki jafn kerfisbundnum reglum sem nú til dags og ekki var alltaf öruggt að hæfasti and- stæðingurinn fengi tækifæri til að þreyta kapp við heimsmeist- ai’ann í einvígi og gátu t. d. fjárhagsástæður o. fl. verið þar jafn þungt á metunum. Kepp- endur þurftu nefnilega að leggja fram allstórar fjárupp- hæðir að veði og sóru einvígin sig að því leyti nokkuð í ætt við hnefakappleika nú á dögum. Er þessi staðreynd ekki dregin fram til að varpa rýrð á Lasker, því hann sat heimsmeistarasöð- ulinn flestum mönnum betur og var enda af ýmsum talinn fremsti skákmaður heims eftir að honum hafði verið velt þar úr sæti. Kúbverska skáksnillingnum J. R. Capablanca tókst loks að sigra Lasker í einvígi og svipta hann heimsmeistaratigninni ár- ið 1921. Gerði Lasker enga til- raun til að endurheimta titilinn en tók sínum ráðnu sköpum með því jafnaðargeði og þeirri heimspekilegu ró, sém honum var svo lagin Einn sinn stærsta sigur vann þó Lasker þremur árum síðar er hann fór með sigur af hólmi á hinu mikla skákþingi í New Lasker York 1924, þar sym flestir öfl- ugustu skákmenn heims, þeirra á meðal Capablanca og Alje- chin, voru sámaíi komnir. Árið 1925 dró Lasker sig í hlé fró cþinbérum skákkeppn- um enda var þá farið að halla í sextugsaldurinn Töldu flestir að þar með hefði hann lagt skáktaflið á hilluna fyrir fullt og allt. Sú hefði líka sjálfsagt orðjð raunin ef Hitler hefði ekki dottið í hug að umskapa heim- inn. Við það slitnuðu rætur Laskers í Þýzkalandi (hann var Gyðingaættar) og eignatjón það er hann varð fyrir beinlínis neyddi hann til að hefja aftur þátttöku í alþjóðlegum skák- mótum, þótt hann væri orðinn hálfsjötugur að aldri. Á skákþingunum - í Zúrich 1934, Moskvu 1935 og Notting- ham 1936 sýndi þessi gamii þerserkur enn að honum var ekki fisjað saman, . því enda þótt hann hreppt’i ekki fyrstu verðlaun á neinu þessara móta, þá varð hann þó jafnan meðal efstu manna og meðal annars tókst honum að sigra sinn gamla andstæðing Capablanca á skákþinginu í Moskvu. Eftir skákþingið í Notting- ham dróg Lasker sig loks end- anlega í hlé frá skákkeppnum og síðustu ár ævinnar dvaldi hann í New York þar sem hann andaðist 1940. Lauk þar með viðburðaríkri ævi þessa þrautseiga skák- manns, sem var svo „sein- þroska“ að hann varð ekki heimsmeistari fyrr en 26 ára að aldri, en bætti það upp með þeirri frábæi’u,.endingu að vera í röð fremstu skákmanna heims allt fram undir sjötugsaldur. Við skuhun nú líta á sýnis- horn af.. taflmennsku hins látna heirrísmeistara. Skákin sem ég hefi valið var tefld í Leníngrad (þá ,,Pétursborg“) árið 1896. Andstæðingur Laskers, Banda- ríkjamáðurinn Pillsbury var ein af upprennandi slcákstjömum þeirra tíma en lézt ungur að ár- um, skömmu eftir aldamótin. Hér kemur skákin: Hvítt: PiIIsbury. Svart: Lasker. DROTTNINGARBRAGÐ. 1. d4 d5 2. c4 e6 3. Rc3 Rf6 4. Rf3 c5 (Varnarafbrigði þetta er kennt við Tarrasch, sem nefndur var hér að framan). 5. Bg5 cxd4 6. Dxd4 Rc6 7. Dh4 ----- (Tvíeggiaður leikur. Öruggara væri 7. Bxf6, gxf6 8. Dh4 dxc4 .9. Hdl Bd7 10. e3 Be7 o. s. frv. með nolckuð jöfnum möguleik- um). 7. ---- Be7 8. 0—0—0---------- (Pillsbury, sem var mikill sókn- arskákmaður teflir byrjunina hvasst og ætlar sýnilega elcki að Framhsld á 10. síðu Hallarsjónarmið og barlómur — Rollurnar og mannskepnan. fyrir innan Elliðaárnar (Jarð- húsin) fyrir a.m.k. eina og hálfa milljón króna, eftir því sem ég hefi heyrt. Ekki hef- ur þó barlómurinn verið minnstur hjá kartöflubændun- um, og ékki eru minni nið- urgreiðslur á kartöflum en öðrum landbúnaðarvörum, þar sem þær munu greiddar niður um helming eða meira. En nú á sem sé að byggja höll yfir barlóminn; og þetta þarf að vera stór höli, því barlónuir- inn er mikill. Og vonandi verður séð fyrir nægum og góðum bílastæðum umhverf- is höllina, svo &ð meðlimir bændasamtakanna geti lagt tollfrjálsu jeppunum sínum haganlega, meðan þeir hlusta hverjir á aðra útskýra nauð- syn þess, að Búnaðarbankinn láni þeim 60—70 þúsund kr. til að byggja fjárhús yfir 60—70 rollur, og ríkið hæklci við þá styrkinn út á haug- húsin. Þess eru nefnilega nóg dæmi, að bændur fái lán til að byggja yfir rollurnar sín- ar, þótt lánastofnanir séu lok- aðar fyrir okkur, sem erum að reyna að byggja yfir fólk- ið olckar. Styrktum,, upp bætt um og niðurgréiddum rollum uppi í sveit er þannig gert hærra undir höfði en mann- skepnunum hér á mölinni. Sjálfsagt finnst einhverjum, að hér sé talað af ósanngirni í garð bændastéttarinnar. En ég vil spyrja; Hver vegna eru aldrei uppi neinar ráðagerðir um að reyna að lækka fram- leiðslukostnað landbúnaðar- vara á málþingum umræddra samtaka ? Hvers vegna er ekki lögð höfuðáherzla á það, að aukin tækni, vélamenning og stórbætt skilyrði á allan hátt, komi a.m.k. að einhverju leyti fram í lækkuðu vöruverði, lækkuðum framleiðslukostn- aði? Er það heilbrigt og æski- legt ástand, að þeim mun meira, sem framleitt er af kjöti, smjöri og kartöflum, þeim mun meirj niðurgreiðsl- ur og styrlcir þurfi að fylgja þessum vörum á markaðinn? Þótt ég hafi gert landbúnað- inn að umræðuefni hér, þá mætti spyrja svipaðra spurn- inga. varðandi framleiðslu sjávarafurða. Meðan svona er í pottinn búið í framleiðslu- málum olclcar, virðist mér fyllilega réttmætt að krefjast þess að hallarsjónarmiðin víki fyrir sjónarmiðum brýnnar, þjóðhagslegbar nauðsynjar.“ Maður nokkur bað póstinn að leiðrétta þá missögn í bréfi Skúla á Ljótunnarstöðum sl. sunnudag, að Páll Ölafsson hefði kveðið þetta: „Vakri Slcjóni hann skal heita, honum mun ég nafnið veita, þó að meri það sé brún.“ Þessar hendingar eru eftir Jón Þorláksson, úr kvæðinu Vakri-Skjóni.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.