Þjóðviljinn - 12.03.1958, Side 3
Miðvikudagur 12. marz 1958 — ÞJÖÐVILJINN — (3V
iéð yfir liluia
.alarins í Tjarn-
trkaffi í fyrra-
;völd, er menn
|| ilýddu máli Kilj-
ins.
Aðalfnndnr
Verkakvcnnafélagsias
Fmmtíiin í Hafnarfirði
Verkakvennafélagið Framtíðin
í Hafnarfirði hélt aðalfund sinn
fyrir nokkru. Sigurrós Sveins-
dóttir var endurkjörin formaður
félagsins, og með henni í stjórn
Málfríður Stefánsdóttir ritari,
Guðríður Eiíasdóttir gjaldkeri,
Svanlaug Pétursdóttir fjármála-
ritari og Guðbjörg Guðjónsdóttir
varaformaður. Félagskonur eru
nú á sjötta hundrað.
Úídráttur úr erindi Sverris Kristjánssonar
sagníræðings fluttu s.l. föstudagskvöld
Á fyrsta kvöldi bókmenntávlKu Máls og menningar
flutti Sverrir Kristjánsson sagnfræðingur einkar fróðlegt
erindi um Baldvin Einarsson frumherja íslenzkrar frels-
isbaráttu á 19. öld Hér á eftir veró'ur drepið stuttlega á
nokkur atriði í erindi Sverris.
Fangahald lagt af
sökum fátæktar landsins
1 upphafi máls síns dró Sverr- ^
ir upp myhd af ásfandinu á
íslandi í þann mund, er Bald-
vin var að aiast upp á fyrstu
áratugum 19. aldar. Var það
ömurleg lýsing. Þá voru seir
kunnugt er skólarnir að Skál-
holti og Hólum niðurlagðir fyr
ir nokkru ásamt biskupsstólun-
um og arftaki þeirra, Hóla-
valla.skóli var í slíkri niður-
níðslu og vanhirðu, að hanr
lagðist niður rétt eftir alda-
mótin sökum þess harðréttis,
er skólasveinar áttu þar við að
búa. Jafnvel æðstu embættis-
menn þjóðarinnar eins og
biskup landsins voru á hálf-
gerðum hrakhólum. Og 1813
var loks svo komið að fanga-
hald lagðist niður vegna fá-
tæktar landsins en í þess stað
voru teknar upp hýðingar, Slík
hegningaraðferð var' kostnað-
arminni í framkvæmd.
Nám dönsku af tali
buðarþjóna
Þessu naist ræddi Sverrir
nokkuð um uppvöxt og skóla-
göngu Baldvins, en hann var
sem kunnugt er bóndasonur úr
Fljótum í Skagafirði, fæddur
árið 1801. í æsku vandist hann
við hvers konar sveitastörf og
stundaði einnig sjóinn, þannig
að hann gjörþekkti af eigin
raun störf og kjör alþýðunnar
í landinu. Dönsku nam liann
fyrst í kaupstaðarferðum af
máli danskra búðarþjóna, en
síðar lærði liann undir skóla
hjá presti, eins og þá var títt.
I Bessastaðaskóla settist hann
árið 1822 og útskrifaðist þaðan
þrem árum síðar. Næsta ár var
hann skrifari hjá Grími Jóns-
syni amtmanni á Möðruvöllum,
móðurbróður. Gríms Thomsens,
en hélt síðan til Káupmanna-
hafnar til náms.
Stúdentar í broddi
fylkingar
Sverrir vék nú máli sínu að
því, hversu umhorfs var í Dan-
mörku á þessum tíma í and-
legum efnum. Þar stóðu stúd-
entar mjög í broddi fylkingar,
eins og jafnan hefur orðið
raunin á, þar sem borgarastétt-
in er enn óþroska. Þýzk heim-
speki hafði þá mikil áhrif í
Danmörku og dönsk tímarit
fylgdust mjög vel með öllum
2, efavígisskók fseirra Smis<
loffs og Bofvinniks
Sverrir Kristjánsson
erlendum viðburðum og fluttu
skilmerkilegar frásagnir af
þeim. Að koma frá íslandi í
þetta umhverfi var eins og að
koma inn í annan heim, hér
var engin borgarastétt til, eng-
in borgaraleg hugsun eða lífs-
viðhorf. Sjálfur segir Baldvin,
að það, sem hafi fangað hug
sinn mest, er hann kom til
Danmerkur fyrst, hafi verið
skógarnir og skipin, hvort
tveggja svo ólíkt því, sem
gerðist heima á íslandi.
Varð skyggn
á þverbrestina
Baldvin Einarsson hefur
skrifað mikið af bréfum og hef-
ur Sverrir kannað þau manna
mest. Sagði hann, að þau
skiptu mjög um svip og efni
eftir að Baldvin kom til Kaup-
mannahafnar. Áður voru þau
persónubundnari, en eftir það
f jalla þau meir um almenn efni,
verða oft nálega fræðsluritgerð-
ir. Baldvin var orðinn skyggn-
ari á þverbrestina í íslenzku
þjóðlífi en áður á meðan hann
hafði ekkert til samanburðar.
Meðal þeirra manna, sem Bald-
vin skrifaðist á við voru amt-
mennirnir Grímur Jónsson og
iBjarni Thorsteinsson og las
Sverrir upp bréf frá lionum til
Gríms sem sýnishorn, en leiðir
þeirra Gríms skildu mjög eftir
að Baldvin fór utan,
Ármann á Alþingi
Árið 1829 réðst Baldvin í
það að gefa út tímarit, Ármann
á Alþingp. Var það mikið í fang
færzt. Ármann var fræðslurit
í samræðuformi og þar flutti
Baldvin löndum sínum fagnað-
árbóðskap 18. aldárinnar um
uppfræðslu og framfarir.í enda
var liann alinn upp í anda Lær-
dómslistafélagsritanna og upp-
lýsingastefnu Magnúsar Stepli-
ensens. En Ármann var miklu
alþýðlegra rit en fyrirrennar-
ar þess, þar sem Baldvin þekkti
mjög vél til allra íslenzkra
starfa og staðhátta.
Markaði steínuna
Sverrir drap nú á júlíbylting-
una í Frakklandi 1830 og þau
áhrif, er hún hafði í Danmörku,
en hún varð meðal anng,rs til
þess, að árið eftir var^cgefin
út tilskipun um það, aði sett
yrðu á fót ráðgjafarþingf fyrir
Danmörku og hertogadáemin.
Ritaði Baldvin þá bækling, þar
sem hann lagðist gegn því, að
islenzkir fulltrúar yrðu sendir á
þing Dana. Var lionum strax
ljós sú hætta, er í því fólst fyr-
ir íslendinga og íslenzkan
málstað. I þess stað vildi hann
endurreisn Alþingis. Markaði
hann svo stefnuna í þessu
máli fyrir þjóðina. Sagði Sverr-
ir, að Baldvin hefði með því
tryggt sér varanlegan sess í
íslandssögunni, þótt ekki hefði
annað komið til.
Að lokum ræddi Sverrir
nokkuð um persónu Baldvins
og hin furðulegu afköst hans
á kkammri ævi, en hann lézt
af slysförum í ársbyrjun 1833.
Hafði liann þá nýlega að af-
loknu lögfræðiprófi innritazt í
Fjöllistaháskólann til hagnýts
náms, svo að hann mætti verða
þjóð sinni að sem mestu liði.
g — segir sogu
Flugfélagsins
Tímaritið Flug, 1,—2. hefti 8.
árg. er nýlega komið út. Heftið
er 4 lesmálssíður og er algerlega
helgað 20 ára afmæli Flugfélags
íslands. Er þar sagt frá stofnun
og starfssögu félagsins og birt-
ur fjöldi ágætra mynda frá
starfi félagsins á ýmsum aldri
þess. í þessu hefti Flugs mun
vera ýtarlegasta saga Flugfélags-
ins sem prentuð hefur verið.
Skák sú, sem hér fer á eftir
er önnur einvígisskák þeirra
Smisloffs og Botvinniks tefld
7. marz s.l. Upp kemur kóng-
indyersk vörn. Botvinnik beitir
hér Sámich-afbrigði, sem hann
virðist hafa lagt sérstaka á-
herzlu á fyrir þetta einvígi, en
það afbrigði er talið sterkt,
en tvíeggað. Botvinnik hefur
livítt, Smisloff svart.
1. d4 Rf6
2. c4 g6
3. Rc3 Bg7
4. e4 d6
5. f3 0—0
6. Be3 a6
7. Bd3 Rc6
8. Rgle2 Hb8
9. a3 Rd7
10. Bbl Ra5
11. Ba2 b5
12. cxb5 axb5
Skákþingið hcfst
eftir páskaua •
I ráði er, að Skákþing íslattds
fari fram í Reykjavik um eða
laust eftir páska, og eru vonir
til, að ungverski stórmeistarinn
L. Szabo tefli í landsLiðsflokki
sem gestnr.
Vegna undirbúnings er nauð-
synlegt, að skáksambandsstjórn-
inn.l sé tilkynnt um þátttöku sem
fyrst, bæði í meistaraflokki og
landsliðsflokki, og eigi síðar en
22. marz næstkomandi.
Þátttökutilkynningar séu send-
ar til Skáksambands Iq'lands,
pósthólf 1306.
13. b4
14. Bxc4
15. 0—0
16. Dd2
17. Bh6
18. Dxh6
19. a4
20. Hflbl
21. De3
22. fxe4
23. d5
24. exd5
25. Hfl
26. Dd4
27. dxe6
28. Dg4
29. Rd4
30. Haldl
31. Df4
32. Rc6
33. Dxc4f
34. Dxc6
35. Db6
36. Dd4
37. Hílel
38. Hxe5
39. b5
40. Da7
41. Re4
Rc4
bxc4
c6
Rb6
Bxh6
f6
Ra8
f5
fxe4
Rc7
cxd5
Bb7
Dd7
e6
Rxe6
Hf8e8
Dg7
Rc7
He5
Bxc6
d5
Hdl
De7
Dd3
Hd8eS
Hxe5
Re6
d4
gefið.
1
Mogga fekur
til sinna
Verðlaunabjarni skrifaði lángt
mál í Moggann í gær t.l þess að
verja Eggert Þorsteinsson, múr-
araformann fyrir íhaldsins náð.
Maður nokkur sem ias þetta
kvað eflirfarandi:
Mogga tekur sárt til sinna,
— sem er líka von.
Af því má nú ylinn fíirna
Eggert Þorsteinsson.
Snatarnir
Sami maður kvað á dögunum
þegar kosningasmölun íhalds og
hægri krata stóð sem hsest í
verkalýðsf élögunum:
Smalar hafa haft þann sið
að hæna að sér snataua.
Eins er þegar íhaldið
yfirtekur kratana.
AðalfiaiidiiF
Við stjórnarkjör í Bakarameist-
arafélagi Reykjavíkur baðst rit-
ari félagsins, Árnj Guðmundsson,
undan endurkosningu.
Stjórn íélagsins cr þannig
skipuð: Gísli Olafsson formaður,
Alexander Bridde gjaldkeri, og
Haukur Friðriksson ritari.
Varastjórn: Sigurður Bergsson,
Hermann Bridde og Siguröur
Ólafur Jónsson.
Aðalfundur félagsins var ný-
lega haldinn. FoiKma'ður skýrði
frá störfum stjórnarinnar s.l. ár.
Félag'ð átti í langri kaupgjalds
og verðlags baráttu á árinu. Með-
an á þessari baráttu stóð, komu
bakarameistarar auga á nauðsyn
þess að stofna með sér landssam-
band, sem þeir svo frainkvæmdu
i janúar s.l. Stofnendur Lands-
sambands bakarameistara voru
75% alli a bakarameistara á land-
872 farþegar iim
Kefíavíkurflug-
völl í febrúar
Samkvæmt upplýsingum fiug-
vallarstjórans á Keflavíkur-
flugvelli höfðu samtals 55 far-
þegaflugvélar viðkomu á vellin-
) um í febrúarmánuði. Flugvélar
j eftirtalinna flugfélaga höfðu
flestar viðkomur: Pan Ameri-
ean 12 vélar, British Overseas
Airways 8 og hollenzka flug-
félagið KLM 5 vélar. Samtals
fóru 872 farþegar um flugvöll-
inn í mánuðinum, 64,6 lestir af
vörum og 13,3 lestir af pósti.