Þjóðviljinn - 12.03.1958, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 12.03.1958, Blaðsíða 6
 6; — Þ'JÓÐV'ILJINN — MiÖvikudagur 12. marz 1958 IOÐVIUINN ÚtKefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósfalistaflokkurinn. — Ritstjórar Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb.). — Préttaritstjóri: Jón Bjarnason. — Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Guðmundur Vigfússon, ívar H. Jónsson, Magnús Torfi Ólafsson, Sigurjón Jóhannsson. — Auglýs- ingastjórí: Guðgeir Magnússon. — Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prent- smiðja: Skólavörðustíg 19. — Sími: 17-500 (5 iínur). — Áskriftarverð kr. 25 á mán. í Reykjavík og nágrenni: kr. 22 annarsst. — Lausasöluverð kr. 1.50. Prentsmlðja Þjóðviljans. Stöðvunarstefnan T isti sá, er nýlega var opin- berlega birtur um verð- lækkanir þær, er orðið hafa á ssokkrum nauðsynjavörutegund- larn á s.l. ári, hefur vakið mjög miklá athygl.i almennings. Fólk e-r orðið svo vant þeim áróðri, sem stjórnarandstaðan rekur fcæði leynt og ijóst, þótt ósann- ur sé, að verðlag hafi almennt hækkað í stjórnartíð núver- andi ríkisstjórnar, að ekkert er undarlegt, þótt því komi næsta kynlega fyrir sjón.r að íjá allt í einu birtan lista yf- :-r allmargar vörutegundir, sem iannað er að hafi lækkað í - erði á s.l. ári. Hér er upptalið -,d. strásyknr sein lækkað hef- ur um 19%, molasykur um 16%, kaff , brennt og malað um 9%, kol um 14%, húsaolía um 26% og sement um 8%, A llir sjá að hér er um að J *■ ræða nauðsynjavörur, sem rn'ikið munar um í heimilis- haldi alls almennings, einkum l)ó þeirra sem erf.ðastar ástæð- ur hafa, eins og hinna bam- flestu fjölskyldna, þar sem til- 'öluiega mest fer af tekjunum ; slíkar brýnar lífsnauðsynjar. ætti þó einn.'g nefna fleiri - dæmi. En jafnframt er rétt að spyrja, hvenær það hafi komið fyrir um fjölmörg und- anfarin ár að nokkrar lækkan- ir hafi orðlð á nokkrum vörum, hvað þá svo miklar, sem hér um ræðir, Thýsna hljótt hefur verið um ” þetta mál í blöðum stjóm- árandstöðunnar, íhaldsins. Það helzta sem þar hefur sézt er nöldur um að brennivín og tó- ;>ák hafi lítið eitt hækkað, og Dlyrðakeimd slagorð um komm- ún'sta í því sambandi. Enda - ita það allir, að hér er árang- ur af þeirri stefnubreytingu, iem upp var tekin fyrir kröf- ,ir Alþýðubandalagsins, með -nyndun. núverandi ríkisstjórn- ar. TTugsum okkur að þessar vör- ur og aðrar fle.ri slíkar áefðu hækkað frá 8 — 26% á nokkrum mánuðum. Hvemig hefði þá sungið í blöðum stjóm- arandstöðunnar? Hvaða rosa- íyrirsagnir hefðu þá verið birt- ar, og hvemig hefði þá verið agt út af þe m fullyrðingum, að stjórnin ætti sök á vaxandi dýrtíð? Þetta getur hver og einn gert sér í hugarlund. Það eitt, að stjórnarandstöðublöðin ;óegja þunnu hljóði um fregn- ír sem þessar, er í hverju iandi myndu þykja með merkileg- ustu fréttum úr he. mi efnahags- málanna, segir sína sögu. Ekk- ■ert sýnir betur það, sem stjórn- arandstaðan vill leyna, að sú stefnubreyting, sem orðið hefur er að tryggja hag almennings með því að hefta skriðu verð- bólgunnar, Hér «r um að ræða nokkra þætti þeirrar hliðar, er snertir beina hagsmuni elnstak- lingsins. En hin hliðin er ekki síður mik.lsverð, sem að fram- leiðslunni snýr og öllum rekstr- arkostnaði hennar. T-jnð hefur verið margsannað, * a/ð rekstrarkostnaður fram- leiðslunnar hefur ekki hækkað á s.l. ári. Þar er einnig um að ræða árangur, sem óþekktur er í okkar atvjnnusögu nú um nærfellt tvo áratugi. Með þessu er í fyrsta sinn um jafnlangan tíma stigið stórt skref í þá átt að tryggja heilbrigðari gninfl- völl þjóðarframleiðslunnar og þar með þjóðarteknanna. Hitt er svo jafn auðsk lið mál, að eins og viðskilnaður íhalds- stjórnarinnar var á efnahags- málunum, þá hlýtur það að taka nokkurn tíma að færa þau í gott horf, ekki sízt þegar jafnsterkur og ófyrirleitinn andstöðuflokkur og Sjálfstæðis- flokkur.nn er, beitir öllum sín- um kröftum til að hindra þá stefnu. TT’.-tt er það ennþá, sem minna hefur verið rætt um en skyldi í sambandi við þessa efnahagsmálastefnu. Það er að glata ekki árangri hinnar miklu baráttu sem háð hefur verlð unt langan tíma, fyrir ýmsum félagslegum réttindum og um- bótum. A llir vita um þýðingu þess tryggingarkerfis, sem hér hefur verið komið á. Sama má segja um hvers konar sjóð- myndanir, sem að því stefna, að tryggja almannahag eða standa undir framkvæmdum. Þannig mætti auk hins almenna trygg ngarkerfis, nefna lífeyris- sjóði starfsfólks, atvinnuleys- istryggingar, sjóðeignir hvers konar félaga og síðast en ekki sízt það húsnæðislánakerfi, sem nú er ver.ð að byggja upp fyrir atbeina núverandi ríkisstjórnar, þar sem mynd- ast eiga sívaxandi sjóðeignir er með tímanum fullnægi fjár- þörf í þessum efnum. ÖIl þessi fjárhagslega tryggingarstarf- semi er jafnóðum að engu gerð ef sívaxandi verðbólga fær að halda áfram. Öll hefui hún fengizt fram með harðri baráttu, sem oft hefur kostað miklar fórnir. T. d. þurfti margra vikna verkfall t.l þess að fá framgengt kröfunnj um atvd'nfíuley.sis'tryggingarnar. Sama gildir um það spar.fé, sem almenningur leggur fyrir og ætíð er verið að hvetja fóik til að auka sem mest. Sú verðstöðvunarstefna, sem nú- verandi rík.sstjórn hefur tekið upp, og sýnt hefur sig bera árangur, er eina stefnan sem komið getur í veg fyrir að það verði jafnóðum ,að engu gert, ásamt hinu öðru, sem fyrr er nefnt. Þess vegna er hamazt gegn ríkisstjóminni af þeim öflum, sem hafa verið á móti þessum réttindum og vilja nota óheppilega efnahagslega þróun til að ná þeim aftur. Kvœði og sögur Jónasar Hallgrímssonar Hátíðaútgáfa Máls og menningar Jónas Hallgrímsson: Kvæði og sögur. Með forspjalli eft- ir Halldór Kiljan Laxness. 1 hundrað og fimmtíu ára minningu skáldsins. Reykja- vík Heimskringla MCMLVII Loksins berst manni í hend- ur útgáfa á ljóðum og sög- um Jónasar Hallgrímssonar, er verður við öllum kröfum smekks og fegurðar. t raun- inni hefur mann alla ævi dreymt um að eignast Jónas Hallgrímsson í þessum bún- aði, vönduðum og yfirlætis lausum. Bókin er prentuð á handgerðan pappír, bundin í alskinn, letur og allur frá- gangur eins og bezt verður á kosið. Þó vil ég strax taka fram, að ég sakna vinar í stað, þar sem er Gamanbréf Jónasar um ferð drottningar- innar á Englandi til Frakk- lands. Að vísu er sú lystilega frásögn í bréfsformi, en á auðvitað heima í sögum hans. Halldór Laxness hefur skrifað forspjall aá útgáfunni. Það er örstutt, aðeins hálf fimmta blaðsíða, en dverga- smíð. Mér er það enn í minni, er okkur Hafnarstúdentum barst Alþýðubókin eftir Hall- dór Laxness veturinn 1929— 30. Við lásum hana upphátt í Fríss Eldhúsi á Kaupmang- aragötu. Ritgerð Halldórs þar um Jónas Hallgrímsson, hinn fyrsti lestur, hefur aldrei lið- ið mér úr minni síðan. Snill- ingshragðið á þessari ritgerð, sem skrifuð er af kornungum Islendingi vestur á Kyrra- hafsströnd, hinn æskulegi ferskleiki hefur ekki týnt neinu af töfrum sínum þótt síðan séu nærri liðin þrjátíu ár. Eg sakna þessarar rit- Atliugasessid Hr. ritstjóri, góðfúslega hirtið eftirfarandi í blaði yð- ar; I Mánudagshlaðinu 3. þ.m. er birt sú frétt, ' að Brim- nes h/f hafi flutt inn 11 bif- reiðir frá Ameríku og gert til- raun til að skjóta þeim undir rangan tollflokk, en tollyfir- völdin hafi stövað innflutn- inginn. Þetta er alrangt. — Brim- nes h/f er mál þetta með öllu óviðkomandi. Það hefur ekki flutt inn greindar 11 bifreiðir, og á ekki í neinni þrætu við tollyfirvöld út af innflutningi sínum. Sakir fjarveru minnar úr bænum hefir dregizt að leið- rétta þessa röngu frétt Mánu- dagsblaðsins. Reykjavík 8. marz 1958. Brimnes h/f, lliliiiar Ágú.sts.son. gerðar í hinni nýju útgáfu, hún hefði gjarnan mátt vera með forsnjallinu. JÖNAS HALLGRÍMSSON En um það tjáir eklri að sakast. Hinu ber að fagna, að við höfum eignazt Jónas í svo glæsilegri útgáfu. Eg get ekki skilið, að nokkijjr unnandi ljóða hans — og þeir eru margir — standist þá freistingu að bæta þessari út- gáfu við hinar fyrri. Það eyk- ur mjög bóklegt gildi þessar- ar útgáfu, að í henni eru 12 myndir ágætlega teknar, af nokkrum kvæðum eða brot- um úr kvæðum í eiginhand- arriti Jónasar. Þessi sýnis- horn frumritsins færa mann nær skáldinu og samtíð þess. Þótt þessi hók hafi komið út á hundrað og fimmtíu ára afmæli hans á liðnu ári, hef- ur hennar lítt gætt í bóka- verzlunum til þessa. Hún er nú komin á markaðiðnn og Mál og menning gat ekki minnzt starfsemi sinnar á annan hátt betri en að stofna til þessarar fögru útgáfu á ljóðum og sögum Jónasar Hallgrímssonar. Sverrir Kristjánsson New York. — I tilefni af degi Sameinuðu þjóðanna gáfu SÞ í fyrsta skipti út litprent- I aða auglýsingu með fánum allra bandalagsþjóðanna, sem eru 81 talsins, ásamt texta á Esperanto. Áður hafa einstak- ar stofnanir innan SÞ notað Esperanto á svipaðan hátt, svo sem UNESCO, Alþjóðlega vinnumálastofnunin og fleiri. London. — Nýlega er kom- in út Sýnisbók enskra hók- mennta í Esperantoþýðingu: Er það fyrsta bindið í fyrir- huguðu þriggja binda verki. Þetta hindi skiptist að jöfnu milli bundins og óbundins máls og tekur yfir tímabilið 1000—1800. Ritstjóm verks- ins hafa með höndum valdir menn, Skotinn W. Auld og Englendingurinn Reto Ross- etti, sem báðir eru sérfræð- ingar í bókmenntum. Enska sýnisbókin bætist hér í hóp sýnisbóka pólskra, spænskra, húlgarskra, be’gískra, ung- verakra, sænskra, tékkneskra og svissneskra hókmennta, sem áður hafa birzt á Esper- anto. Búdapest. — Eftir margra ára þögn um Esperanto hef- ur Kossuth-útvarpsstöðin aft- ur fengið áhuga á alþjóða- málinu. Var þaðan útvarpað nýlega fyrirlestri á Esper- anto um ungverska Esper- antoskáldið K. Kalocsay. Meistaraverk hans er þýðing hans á Helvíti Dantes á Es- peranto. Telja margir Dante- fræðingar, sem til þekkja, að sú þýðing sé ein sú hezta og fullkomnasta sem gerð hefur verið á þessu meistaraverki heimsbókmenntanna. París. — Daníel Bovet, Nóbelsverðlaunahafi í læknis- fræði, talar auk fronsku, þýzku, ensku og ítölsku einn- ig reiprennandi Bsperanto. Faðir hans, próf. Pierre Bov- et, sem á sínum tíma var for- stöðumaður Rousseau-stofn- unarinnar í Géneve, - notaði einnig Esperanto í uppeldis- starfi sínu, og hafði m.a. frumkvæði að rannsókn um aðferðir við að kenna Esper- anto og um árangur af þeim. Tokio. — Forstöðumenn rit- safnsins ,.B:'m jarðar", sem út er gefið í Japan, hafa til- kynnt, að væntanleg séu fimm ný bindi, sem fjalla um Asíu- lönd, Austur- og Norður-Ev- rópu, Vestur- og Suður-Ev- rópu, Ameríku, Suðurhafseyj- ar og Afríku, Er allt verkið samið af börnum í viðkom- andi löndum, og hafa þegar hirzt 15 hindi (þar á meðal eitt um Norðurlönd, og er ís- land þar á meðal). Hefur sá háttur verið á hafður, að út- gáfan hefur aflað sér sam- starfsmanna meðal viðkom- andi þjóða, sem síðan hafa safnað ritgerðum, teikningum og ljósmyndum meðal hama. Framhald á 10. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.