Þjóðviljinn - 12.03.1958, Síða 4

Þjóðviljinn - 12.03.1958, Síða 4
3) __ ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 12. marz 1958 borgarinnar en þó einkum uppbyggingu hennar eftir stríðið, -----* Tvö síðustu árin hafa kvikmyndir frá Tékkó- slóvakíu hlotið 26 verðlaun á kvikmyndahátíðum á Ítalíu. Kvikmyndaiðnaður Tékkóslóvakíu hefur tekið forustuna í framleiðslu brúðukvikmynda og náð miklum árangri á því sviði og viða hlotið viðurkenn'ngu fyrir alþýðlegar kvikmyndir um vís- indaleg efni. -----* Sovézk kvikmyndavika var nýlega haldin í Róm. Aðalm.vndirnar, sem þar voru sýndar voru þess- ar: Síðasta skotið, Tafsöm ferð, Don Quixote og Asninn frá Magdana. Á þessu ári er áætlað að 22 langar og leiknar kvikmyndir verðj fullgerðar í Tékkóslóvakíu. Þeirra á méðai verður fyrsta tékkóslóvaska bfeiðtjalds- kvikmyndin. ^fnj 15 þessara mynda er söguiegt og sótt til s^mtímaatburða. Þrjár kvikmyndir verða gerðar í samvinnu við erlenda kvikmynda- gerðarmenn og fjórar sárstaklega ætlaðar ung- lingum. Unga stúlkan við lijólið er franska leikkonan Ginette Pigeon, sem aflað hefur sér inikilla viiisælda upp á síðkastið. Hún er naeðal þeirra friinsku leikara sem leikið liafa í tékkneskum kvikmyndum. Alexandru Sahia - kvikmyndastofnunin í Rúm- eníu hefur nýlega sent frá sér nýja mynd sem nefnist Minningar um listakonu. Fjallar myndin um Maríu Fdotti, eina af snjöllustu leikkonum Rúmena en hún lézt á síðasta ári. Atiiði úr sovézku kvikmyndinni TaMr og Suchra. Mynd þessi er tekin í hinn fullkonma kvikmynda-1 veri í höfuðborg sovétlýðveldisins Usbekistan og byggð á ævagamalli þjóðsögu þaðan um elskendur se/n ekki fengu notizt. í Júgóslavíu vinna Júgóslavar og ítalir nú í sameiningu að gerð nýrr- ar kvikmyndar, sem nefn'st Bana- tiiræði í Sarajevo. Leikstjórinn er ítalskur, Anton.'o Pietrangeli, en að- alhlutverkin eru ieikin af hinni frægu frönsku leikkonu Martine Carol (Lucretia Borgia, Nana), bandaríska leikaranum Frederic March (Beztu ár ævi m;'nnar, Sölumaður deyr) og Frakk- anum Daniel Gelin (Hring- ekjan, Maðurinn sem vissi of mikið). Frakkar og Tékkar hafa ákveðið að gera í sam- einingu kvikmynd undir nafninu Súsanna. Aðal- hlutverkið í mynd.'nni leikur franska leikkonan Dany Robin. Kvikmyndafréttir frá ríkjum Austur-Evrópu Einn af fremstu kvikmyndaleikurum Búlgara heit- ir Apostol Karamiteff og er kannski kunnastur ut- an heimalands síns fyrir leik sinn í myndinni Það gerðist á götunni. Hann mun á þessu ári leika að- alhlutverk í tveim nýjum kvikmyndum: Uppáhald nr. 13 og Eiður þjónsins. ------jf. Ein .af nýjustu kvikmyndunum frá júgóslavneska kvikmyndafélaginu Avala-Film nefnist Ef ég sný ekki aftur. Aðalhlutverkin í myndinni eru leikin af Olgu Spirjdonovicovu, Zoran Ritanovio og Eminu Merimovicovu. Leikstjóri er Zika Mitrovic. ------•¥• Á síðasta ári voru gerðar í Tékkósló\7akíu sam- tals 682 kvikmyndir. Af þeim voru 27 langar (heils- kvöldsmyndir), en hinar styttri heimildarkvik- myndir, brúðumyndir, teiknimyndir og kennslu- kvikmyndir. ------¥ Vestur-þýzka kvikmyndastofnunin í Wiesbaden hefur nýlega veitt tékknesku kvikmyndinni Mozart í Praha sérstaka viðurkenningu sína. Sama stofnun hefur einnig lýst hrifningu sinni yfir sovézku kvik- myndinni Don Quixote, sem Laugarássbíó sýndi fyrir skömmu, eins og mönnum mun enn í fersku minni. ------¥ ■ í Póllandi eru nú starfrækt um ,8400 kvikmynda- hús, þar af eru rúmlega 900 í borgum. Hver eín- 'stakur borgarbúi í Póllandi fer að jafnaði 13 sinn- um í kvikmyndahús á ári, en íbúar í sveitahér- uðurium hinsvegar aðeins 2,7 sinnum. ------¥ Búlgarska frétta- og heimildarkvikmyndastofn- unin vinnur nú, undir stjórn Boris Miléffs, að nýrri ijtkvikmynd sem nefnist Hin nýja Sofia. Mynd- in fjallar eins og nafnið bendir til um höfuðborg Búigaríu, Sofia, og lýsir nokkuð þróunarsögu r sovézku kvikmyndinni „Sonur byltingarinnar“. / Sorprit — Sorpblaðamennska — Naína- og myndabirtingar. „KÆRI Póstur. Sú ástríða v'rðist tröllriða mörgu, að öðru leyti góðu fólki, að hlaupa samstundis í blöðin með hvaða ómerkileg- heit, sem kunna að herja á tilfinningar þess eða félagslega samvizku þá stundina. Þessi manntegund hlýtur vissulega að vera ærið hvimleið, a. m. k er ég oft gripinn sárri með- aumkun með henni, einkan- lega þegar áhugamálin virðast ekki rísa ýkja hátt yfir það hversdagslega og nú, þegar þessi ástríða er farin að tröll- ríða sjálfum mér engu síður en margumræddum „nöldur- skjóðum“ (sbr. Elías Mar), þykir mér rétt að gera grein fyrir þeim ástæðum, sem vaida því að mér er svo þungt um hjarta. Margt hefur verið ritað og rætt um íslenzka útgáfu er- lendra- glæpafrásagna, sumt verið fordæmt að makleikum, enda vandséð hvaða erindi slíkar frásagnir eiga til íslend- inga, sem í þúsund ár hafa orðjð að glíma við voveiflega atburði heima fyrir og eiga marga doðranta fulla af hroll- vekjum, sem'standast fyllilega samanburð við hinar erlendu, nema hvað mál, stíll og frá- sagnarmáti hinna íslenzku er ólikt hugnanlegri. Enda hefur komið í ijós, að flest þessara rita hafa sálast úr uppdráttar- sýki þeirri, sem landlæg er í í íslenzkum tímaritum, jafnt merkum sem ómerkum. Sið- ferðispostular útvarpsins og „nöldurskjóður“ 'smáleturs- dálka dagblaðanna mega vart vatni halda af hneykslun yfir þessari sorpritaútgáfu, sem þó er ómerkilegri en svo, að á- stæða sé til að gera hana yfir- leitt að umtalsefni, En það eru önnur tímarit, sem vjrðast ætla að skjóta hinum gifuryrtu glæparitum ref fyrir rass, en það eru móðursýkis- og iífs- reynslutimaritin, sem aðallega fjalla um brjálað kynferðislíf og vitfjrringu á ýmsum stigum. Þessir sneplar sem prýddir eru myndum af kvikmyndástjörn- um, fáklæddum og fallegum verð ég að játa, (sé um kven- kyn að ræða), eru sérlega eft- irsótt lesefni telpuhnáta á gelgjuskeiði, en yrðu fljótlega fyrlrlitningu og fálæti að bráð, ef þeim lesendahópi yrði bægt frá þeim, með einhverjum ráð- um, enda efnið og meðferð þess svo lítilmótlegt að hliðstæður eru vart fnnanlegar meðal heilbrigðs fólks. Tildrögin til þessa nöldurs míns, eru næsta náskvld und- anfarandi sorpritahugleiðing- um og tjlgangurinn að mót- mæla þeirri sorpblaðamennsku, sem sum dagblaðanna ástunda í dag (4. 3. ’58), í frásögn af hryHilegum atburði í Reykja- vík. Eg fylgdist vel með útvarps- deilu, þeirra Símons Jóhanns Ágústssonar og Sigurðar Óla- sonar í gærkvöldi og er Sím- onj sammála í því, að glanna- legar frásagnir af stórglæpum séu til ills eins og aldrei rétt- lætanlegar, sízt hér á landi í því fámenni, sem margfaldar áhrif þeirra. Samfélagskennd íslend'nga er svo rík, að nærri liggur, að manni finnst um fjöl- skylduatburði vera að ræða og þess vegn.a hlýtur sóðaskapur i frásögnum af þessum atburð- um sem gerast innan okkar fá- menna þjóðfélags að vekja við- bjóð hjá hverjum sæmilega hugsandi manni. (Ef e'nhver efast um réttmæti fullyrðingar minnar um samfélagskenndina, vil ég benda á viðbrögð Réyk- víkinga t.'l hjáipar fólkinu sem brann hjá í Herskálabúðum og þegar telpan týndi peningun- um). Um atburð þennan hef ég lesið í þrem dagblöðum og virðist mér Þjóðviljinn rata meðalhófið bezt og eiga mikið lof skilið. Morgunblaðið rekur hvert smáatriði allnákvæm- lega, en Tíminn gengur miídu lengra en sæmilegt getur tal- Framhald á 9. síðu

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.