Þjóðviljinn - 15.03.1958, Page 7

Þjóðviljinn - 15.03.1958, Page 7
 Þannig b'rtist í smáu og stóru, á sviði heilsuverndar og heilbrigðismálanna, yíirburðir þeir, sem þjóðsk'pulag sósíal- ismans láta hinum óbrotna manni í té. Atvinnuleysið breiðist út En það er líka til önnur meinsemd, eins konar krabba- mein, sem þrífst einvörðungu í auðvaldsþjóðskipulagj. Þessi tegund krabba dafnar með á- gætum um þessar mundir í mörgum auðvaldsríkjum. Að undanförnu hafa fregnir verið iandi m'nnkaði í desember um 7,4 prósent. Meira að segja þau fyrirtæki, sem framleiða vörubíla og hafa dafnað vel um nokkurra ára skeið, eru farin að minnka framle ðsluna og segja upp verkamönnum. í Englandi voru skráðir 335 þús. atvinnuleysingjar í des. 1957, en 297.000 á sama tíma 1956 og 215.000 í des. 1955. Á 2 árum hefur atvinnuleysið þar því vaxið um rúmlega 50 prósent. í Ítalíu eru at- vinnuleysingjar nú um 2 millj- ónir. og í litlu og fámennu landi e.'ns og í Belgíu var ein- ungis i sl. desember sagt upp l Jakob Áraason: Krabbamein að berast af sívaxandi sam- drætti atvinnufyrirtækja, og þar af leiðandi vaxandi at- vinnuleysi, í Bandarikjunum, Kanada, Vestur-Þýzkalandi, ít- alíu, Bretlandi, Danmörku, Jap- an og Noregi og fleiri löndum, sem búa við hagkerfi auðvalds- ins. Með ýmis konar aðgerð- um, eins konar innspýtingum, töflum eða piilum, hefur tek- izt að halda þessum óaðskilj- anlega fylg.'kvilla auðvalds- skipulagsins í skefjum um lengri eða skemmri tíma. Eitt af þessum ,,meðulum“ er t. d. fólgið í þvi að veita meira fjármagni til vígbúnaðar, enn- fremur er gengislækkun eitt af þessum gamalkunnu skottu- lækningalyfjum auðvaldsskipu- lagsins. En lækningamáttur þessara skottulækninga dugar misjafnlega lengi. Áratuga dýr- keypt reynsla mannkynsins hef- ur sannað, að meinsemdin er ólæknandi svo lengi sem auð- valdsskipulagið tórir. Þrátt fyr.'r æ endurteknar inntökur grefur þetta krabbamein um sig á nýjan leik eftir mismun- andi langan tíma, og er þá oft enn erfiðara viðfangs. Hið illkvitnislega spaug Lundúnablaðsins Times um að kvefpest í Bandaríkjunum valdi „Lungnabólgu“ í öðrum auð- valdsríkjum á rætur sínar að rekja til atvinnuástandsins, allt frá því í sl. september. I auð- valdsríkjum Evrópu er þessi svartsýnispá nú að rætast. Sam- dráttur.'nn eða kreppan og vax- andi atvinnuleysi, sem byrjaði í Bandaríkjunum á sl. ári, hefur nú breiðst út til Vestur- Evrópu. — Fréttaritari Assoc- jated Press í London kemst að þeirri niðurstöðu 20. jan. sl., að „atvinnuleysið í Evrópu hafi aukizt nokkuð á síðasta árs- fjórðungi 1957. Þessi þróun heldur áfram það sem af er þessu ári. Þetta vekur geysi- lega óró“, segir þessi banda- ríski fréttaritari og nefnir hann í þessu sambandi England, Vestur-Þýzkaland, Belgíu, Sví- þjóð og Finnland. í fylk'nu Nordreihn-Westfalen fjölgaði atvinnuleysingjum í desember um 200 prósent og iðnaðar- framleiðslan í Vestur-Þýzka- 37.000 verkamönnum, og tala atvinnuleysingja þar var kom- in upp í 230.000 í byrjun jan. 1958. I Danmörku, landi hinna „hreinræktuðu“ sósíaldemó- krata, sem hafa svikizt um það áratugum saman að afnema auðvaldssk:'pulagið í Danmörku þegar þeir hafa fengið voldin í sínar hendur, eins ög þeir hafa oft og lengi haft þar, þá er þróun atvinnumálanna þar nú einnig hin athygbsverðasta, þó að hinn bandaríski tíðinda- maður Associated Press í Lond- on láti imdir höfuð leggjast að geta um það. Á sl. ári voru að meðaltali þar 71.000 skráðir at- vinnuleysingjar, eða rúmlega 10 prósent allra verkamanna. En þegar dró að áramótum fór atvinnuleysið að vaxa mjög hröðum skrefum, og í síðustu viku desember voru skráðir at- vinnuleysingjar þar 148.700. Það er að segja, nálægt því fimmti hver verkamaður var atvjnnu- • laus. Þetta ástand er álíka og verst hefur verið áður á krepputímum. ÍZ Skottulækningar gagnslausar í japönskum blöðum hafa að undanförnu birzt margar fregnir af ástandinu í atvinnu- lífjnu, sem valda áhyggjum og ókyrrð. Fyrstu árin eftir sið- ari heimsstyrjöldina voru hag- stæð fyrir Japan. í næstum öllum iðngreinum var fram- leiðslan árið 1950 orð.n jafn- mikil og fyrir stríðið, miðað við meðaltalsframleiðsluna ár- in 1934—‘36. Þegar Kóreu- styrjöld.'n hófst 1950, hl-jóp mikill „stríðsyöxtur“ í atvinnu- líf Japana, vegna pantana amerískra á hvers konar varn- ingi til styrjaldarrekstursins. Og 1955 var svo komið, að framleiðslan hafði auk.'zt hrað- ar og meira en í nokkru öðru auðvaldsríki. Iðnaðarframleiðsl- an hafði aukizt um 114 prósent á sama.tima og samanlögð iðn- aðarframleiðsla allra auðvalds,- ríkja hafði aðe.'ns aukizt um 31 prósent. Vöxtur iðnaðar- fremleíðslupnar var svo ör að visitala hennar var nær þvi 3 sinnum hærri í desember 1956 en 1950. En jafnvel strax á árinu 1956 fór að bera á þvi að krabbameinsemd auðvalds- skipulagsins væri að grafa um sig enn einu sinni. í júní 1957 skrifaði japanska blaðið Main- ish, að í utanríkismálaráðuneyt- inu væri búið að draga upp rauðan fána til merkis um að hætta væri í aðsigi. Gripið var tjl hvers konar gamalkunm-a kynjalyfja og skottulækninga álíka og Vilhjálmur Þór var að blaðra um nýlega á fundi og í útvarpinu. — Með þessum undralækningum átti að hefta vöxt og viðgang krabbameins auðvaldsþjóðfélagsins, sem V. Þór hefur nú uppgötvað að sé „komin af hjnu illa“! (Það er svo sem ekki verið að reyna að skyggnast djúpt eftir hinum raunverulegu orsökum, á æðstu stöðum íslenzkra fjármála og atvinnumála.) En undralækn- ingamar vii’ðast heldur áhrifa- litlar. 27. ágúst 1957 skýrðj t.d. vikublaðið Japan Press frá því að á tímabilinu apríl til júlí hafi 266 iðnaðarfyrirtæki orð- ið gjaldþrota. í fjölmörgum iðngreinum ber á svonefndri offi’amleiðslu og vörur hrúgast upp í vörugeymslunum. í sl. júli var gripið til þess ráðs að minnka framleiðslu á ullar- vörum um 30 prósent, og 13. des. sl. tóku 6 stór íyrirtæki, sem framleiða vörur úr gervi- efnum, þá ákvörðun að minnka framleiðsluna um 50 prósent frá 1. jan. sl. Svipuð er þi’ó- unin i fjölmörgum öðrum iðn- greinum. Nýjustu fréttir herma nú að japanskir iðnrekendur og aðrir atvinnurekendur séu að reyna að lækna meinsemdina með víðtækum Verzlunarvið- skiptum við Kína. ★ í „guðs-eigin landi” f ,,guðs-eigin-landi“, höfuð- vígi auðvaldsins, virðist krabb- inn nú magnast óðfluga, þrátt fyrir allar hinar margvíslegu pillu- og töflulækningatilraunir sprenglærðra hagfræðinga og bankastjóra auðhringanna. Máske grípa þeir til þess ráðs að leita aðstoðar hins „hrein- Laugardagur 15. marz 1958 — ÞJÓÐVILJINN — (7 fití&juauiQ ástandinu í Detroit ovuieliaum orðum: ,,Það er skömm að þvi . . . að mörg hundi’uð þúsund verkamönnum skulj fleygt út á götuna. Sumir hafa ekkert til að lifa á og verða að snúa sér til góð- gerðarstofnana til að útvega mat handa fjölskyldum sínum, Við álítum að þar eð verka- mennirnir geta unnið og eru reiðubúnir t.l að vinna, hafi þeir rétt á að fá full laun. . .“ í sl. janúar hélt eitt af stærstu fagfélagasamböndum Bandaríkjanna þing sitt, sám- band verkamanna, sem vinna í málmsteypuiðnaðinum, en í þessu sambandi eru 1,2 mlllj. y-ikainanna. Formaður þess MLDon'ald, skýrði m.a. frá eft- iifarandi: I þcssari iðngrein fjölgaði atvinnuleysingjum úr 50.000 í byrjun sl. desember upp í 125.000 í byrjun janúar, Auk þess eru svo 200.000 verka- menn sem hafa styttan v nnu- tíma. McDonald taldi að þessi „mynd“ myndi verða enn öm- urlegri í nánustu framtíð. Hið vaxandi atvinnuleysi í Bandaríkjunum hefur m. a. haft þær afleiðingar, að banda- rísk fyrirtæki hafa, að því er tímaritið Business W eek hermdi 11. jan sl., minnkað vörupantanir sínar í Vestur- Þýzkalandi (í sumum tilfellum um 30—40 prósent), ennfremur hafa Bandaríkin skorið veru- lega n.iður kaup sín á hráefn- um í Mið- og Suður-Ameriku, Asíu og Afríku. HUNGUR teikning eftir Kátlie Kollwitz ræktaða“ spekings íslenzkra sósíaldemókrata, Gylfa Þ. Gíslasonar, sem virðist líta á sig sem vizkustein íslenzku rikisstjórnarinnar í efnahags- málum, en sá „hreinræktaði" japlar nú sí og æ á einu hjart- fólgnasta kjörorði braskara og auðmanna: gengislækkun, sem er eitt helzta ráðið til að gera þá ríku ríkarj og þá fátæku fátækari. í desember 1957 var iðnaðar- framleiðsla Bandaríkjanna 7,5 prósent minni en í des, 1956. Stálframleiðslan hafði minnkað um hvorki meira né mrnna en 40 prósent og bilaframleiðsl- an um 15 prósent. Og síðan í sl. desember hefur tala at- vinnulausra manna hækkað úr 3,2 milljónum upp í rúmlega 5 milljónir, að því er útvarps- fregnir hermdu fyrir fáum dög- um. Og margir hagfræð'ngar þar vestra eru þeirrar skoðun- Síðari grein ar, að bráðlega muni atvinnu- leysingjunum fjölga upp í 6 milljónir og jafnvel enn meir. Margir telja, þar á meðal forvígismenn verkalýðssamtak- anna þar vestra, að tala at- vinnuleysingjanna sé nú þegar raunverulega komin upp i 9 til 10 milljónir. Samtímis heldur verðið á helztu lífsnauðsynjum áfram að hækka. Atvinnuleysið er orðið svo mikið í sumum jðngreinum, að það minnir mjög á ástandið á kreppuárunum miklu 1929 til ’30. í Detroit, þar sem stærstu bílaverksmiðjurnar eru, voru 150.000 atvinnuleys:'ngjar í sl. janúar. Og stór hluti þeirra sem hafa atvinnu hafa aðeins vinnu í 3 og mesta lagi 4 daga á viku. Það er jafnvel farið að grípa til þess örþrifaráðs að gefa verkamönnum hin svo- nefndu „heimfararleyfi" eða „frí“, sem eru ekkert annað en bein skerðing á atvinnu verka- mannanna. Hjá verksmiðjum Chrysler, Dodge, De-Soto, Gen- eral Motors og Foi’d hefur að undanfömu verið sagt upp æ fleiri verkamönnum eða þeim gefin „fri“ urn „óákveðinn tíma“. í opnu bréfi til Eisenhowers forseta, lýsir foimaðu» stéttar-* íélags verkamanna í Ford-verk- ^ Alvarlegt ástand í Kanada í Kanada er ástandið í at- vinnumálunum orðið ennþá i- skyggilegra en í Bandaríkjun- um. Haldi atvinnuleysið áfram að vaxa verulega í Bandaríkj- unum mun það hafa ófyrir- sjáanlegar afleiðingar, ekki ein- vörðungu þar, heldur líka í flestum eða öllum öðrum auðr valdsríkjum. Ekkert skal um það fullyrt, að svo stöddu, hversu viðtæk, djúpstæð pg langvinn þessi nýjasta kreppa auðvaldslandanna verður. Milljónir manna í þessum ríkj- um spyrja: Ilvernig lagfast þetta? — Ráðherrar og hag- fræðingar hafa staðhæft og staðhæfa í sífellu, að aukin útgjöld til hervæðingar muni reynast óbrigðult læknislyf við þessu krabbameini. En í því sambandi má benda á það, að á síðastliðnum tveimur árum hafa útgjöld til hermála ver- ið aukin um 3 milljarða doll- ara og eru nú hærri en nokkru sinni fyrr, og á seinustu mán- uðum hefur stjórn Bandaríkj- anna eytt 1.5 milljörðum meira til vígbúnaðar en ákveðið var með fjárlögunum. En þrátt fyr- ir þessar staðreyndir verða kreppuboðarnir æ fleiri og i- skyggilegri. Fle%t fyrirtæki í Bandarikjunum halda áfram að minnka framleiðsluna, þár eð þau hafa litla trú á liirium „blessunarríku" áhrifum áúk^ inna hernaðarútgjalda. Máfgiri áhrifamenn þar vestra vri’U þeirrar skoðunar, að ástaridið muni halda áfram að versna næstu vikur, mánuði og jafn- vel lengur. í stjórnarherbúðun- um í Washington er meira áð segja viðurkennt, að samdrátt- urinn í mikilvægustu iðngreiri- um Bandaríkjanna muni hálda áfram allt þetta ár. Framliald á 8. siðu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.