Þjóðviljinn - 19.03.1958, Qupperneq 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 19. marz 1958
mómnuiN
ÚtBefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. — Ritstjórar
Masnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb.). — Fréttaritstjóri: Jón
Bjarnason. — Blaöamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Guðmundur Vigfússon,
ívar H. Jónsson, Magnús Torfi Ólafsson, Sigurjón Jóhannsson. — Auglýs-
ingastjóri: Guðgeir Magnússon. — Ritstjórn, afgreiðsla. auglýsingar, prent-
smiðja: Skólavörðustíg 19. — Sími: 17-500 (5 línur). — Áskriftarverð kr. 25 ó
mán. í Reykjavík og nágrenni; kr. 22 annarsst. — Lausasöluverö kr. 1.50.
Prentsmiðja Þjóðviijans.
Sparifjáraukningiii
17rétt sú. er birt var fyrir
skömmu um það að aukn-
ing sparifjármyndunar, hafi
verið 213,7 milij. kr. á 11
fyrstu mánuðum s.l. árs í stað
45,0 millj. á sama tíma árið
áður, hefur vakið mjög mikla
eftirtekt almennings.
'L''r hér um að ræða aukningu
^ á heildarsparifjárinnlögum,
þ. e. innstæðuaukningu bæði í
sparisjóðum og á hlaupareikn-
ingum, og er skiptingin þannig:
(talin í millj. kr.):
Sparifé Hlaupar. Sgmt.
1957 122,4 91,3 213,7
1956 80,6 4- 35,6 45,0
Hækkun 41 8 126,9 168,7
Á þessu sést að heildaraukn-
ingin s.l. ár er 168,7 millj.
hærri en árið áður, miðað við
fyrstu 11 mánuði. Þetta svar-
ar til að vera rúmar 1000 kr. á
hvert einasta mannsbarn í
landinu eða meira en 5000 kr.
á hverja fimm manna fjöl-
skyidu að meðaltali. Enginn
þarf að efast um það, að þessi
mikla aukning stafar fyrst og
fremst af því að fólk hefur
öð’ast trú á það, að það væri
einlægur vilji núverandi stjórn-
ar að halda við verðgildi krón-
unnar, svo sem unnt væri og hef-
ur ennig kunna’ð að meta þær
aðgerðir, sem hún hefur beitt
sér fyrir til stöðvunar á hinni
óheillavænlegu verðbólguþróun
tveggja síðustu áratuga.
A llir kannast við það mikla
**■ umtal og hvatningar, sem
sífellt hafa heyrzt frá allmörg-
um stjórnmálamönnum um
nauðsyn þess að almenningur
leggi fyrir sparifé, en eyði ekki
í hreinan óþarfa, því, sem ekki
þarf á að halda í hvert sinn til
nauðsynlegra hluta. Og víst er
sú nauðsyn mikil. Það þarf
engum að blandast hugur um
það, hve mikiis virði það er
fyrir allt athafnalíf í landinu,
að sparifé safnist og verði drif-
fjöður bæði í framleiðslu og
fjárfestingum, sem lánsfé er
gengur í gegn um atvinnulífið,
eins og bióð í líkama lifandi
veru.
íJn þess hefur minna gætt hjá
■*-* þeim sömu stjórnmála-
mönnum, a. m. k. mörgum
hverjum sem mest hafa talað
um nauðsyn sparnaðar, að jafn-
framt sparnaði og myndun
sparifjár verður að tryggja
verðgildi þess, ef ekki á jafn-
framt að fara fram mjög órétt-
lát eignayfirfærzla frá þeim,
sem sparifénu safna til hinna,
sem fá það að láni annaðhvort
til reksturs eða fjárfestingar.
Og það er sú þróun í verð-
Jagsmálum, sem hér heíur
sífellt átt sér stað. Sú þróun
hefur ölla fremur orðið til þess
að skapa ótrú almennings á
því, að leggja vinnu sína þann-
ig fyrir og geyma hana í spari-
sjóðsinnstæðum, og jafnframt
orðið orsök óhemjulegrar ó-
þarfa eyðslu á fjármunum, sem
betur hefðu verið geymdir í
atvinnulífinu sem starfandi
aflvaki þess.
að er því lítið samræmi
milli orða og athafna
þeirra stjórnmálamanna, sem
sífellt hvetja almenning til að
spara, og leggja fé sitt inn á
banka og sparisjóði, en engan
áhuga sýna á að tryggja það,
að komið sé í veg fyrir að
þetta sama fólk verði rúið
þeim afrakstri vinnu sinnar,
sem það leggur fyrir á þennan
hátt þjóðfélaginu til hagsbóta
engu síður en sjálfu sér.
jT’ngum blöðum er um það að
■“■^ fletta, að sú mikla aukning
sparifjárins sem varð á s.l. ári
er mest að þakka þeim ráð-
stöfunum núverandi ríkis-
stjómar til að hefta verðbólg-
una, sem upp voru teknar þeg-
ar hún settist að völdum. Þá
var það í fyrsta sinn á fjölda
mörgum árum að almenningur
hefur fundið vilja stjórnar-
valda til að tryggja það, að
hann yrði ekki rúinn með ó-
heppilegri verðlagsþróun þeim
fjármunum, sem hann lagði
þannig fyrir.
’llel er það einnig kunnugt,
* hve hatrammar eru þær á-
rásir sem íram hafa komið
gegn þessum ráðstöfunum.
Vcrðlagseftirlitið hefur verið út
hrópað. Takmörkun á full-
komnu álagningarfrelsi hefur
verið talin stefna verzluninni í
voða. Er þó kunnugra en frá
þurfi 4ð skýra, að eitt af mestu
meinum efnahagslífsins er það
hve mikið af fjármagni þjóðar-
innar er bundið í verzlun og
annarri milliliðastarfsemi. Þá
eru kunnar hinar hatrömmu ár-
ásir stjómarandstöðunnar á þá
slefnu að taka þá fjármuni<S>-
sem þurft hefur að afla til
stuðnings framleiðslunni með
sköttum á lúxusvörur og hrein-
ar óhófsvörur, í stað þess að
leggja þá á hinar brýnni nauð-
synjavörur allra.
ÍJn það eru einmitt fyrrnefnd-
ir þættir í stefnu þeirri,
sem núverandi stjórn markaði,
sem hafa skapað það traust al-
mennings á stefnu hennar, er
valdið hafa auknum vilja til að
geyma fé sitt á þennan hátt.
En einmitt það er ein af megin-
stoðum þess, að hægt sé að
undirbyggja nýja framleiðslu-
aukningu, en hún er sú eina
leið er orðið getur grundvöllur
að bættum lífskjörum þjóðar-
innar í framtíðinni.
Stórum auðveldara hefði verið
að framkvæma verðstöðv-
unarstefnu stjórnarinnar, ef
Hin bryna þörf sjávarútvegsins fyrir
ifgerSarsfölvar á Grænlandi
í Vísi þ. 6. febr. 1958 ritar
mjög mætur maður, Þorkell
Sigurðsson vélstjóri, sem er vel
kunnugur á Grænlandsmiðum,
mjög merka grein um veiðar
við Grænland og þá brýnu
nauðsyn útgerðarinnar og allra
landsmanna að fiskifloti vor
fái aðstöðu til veiða frá höfn-
um á Grænlandi. Þótt engu sé
í raun hægt við þessa grein að
bæta, langar mig þó að taka
undir það, sem þar er sagt.
Það hlýtur hver heilvita mað-
ur að sjá, að sjávaraútvegur
vor er dauðadæmdur í sam-
keppni við aðrar stórfiskiþjóð-
ir, fáum vér ekki aðstöðu til
útgerðar á Grænlandi, og það
því heldur, sem augljóst er, að
hin áður auðugu fiskimið við
ísland eru nú hröðum skrefum
að breytast í eyðimörk vegna
ofveiði. Andævi fiskifræðinga
gegn þeirri staðreynd, er aðeins
heimskuhjal manna, er ekki
hafa það að starfi að veiða fisk
og eru því utangátta um þetta
mál; og er ekki ljós sú stórbylt-
ing í tækni og veiðiaðferðum,
sem orðið hefur síðan um alda-
mót. Það er og augljóslega al-
ger ómöguleiki, að bátafloti vor
geti með eina vertíð róna á 3-—
4 mánuðum ársins, þegar verst
eru veður og myrk nótt, keppt
við bátaflota Norðmanna og
Færeyinga, sem fá með lítið
auknum tilkostnaði 2—3 upp-
gripavertíðir og hafa sín skip
í arðbæru starfi allt árið, —
eða við stórfiskiþjóðir með
allavega verndaða, þar á meðal
tollvemdaða, innanlandsmark-
aði, nema við höfum stórum
betri aðstöðu til veiðanna en
þeir.
En bátaflotanum ríður ekki
aðeins á því að fá aðstöðu til
veiða á Grænlandi. Og eins og
Pétur Ottesen hefur bent á,
finnst mér einnig að minna
komi ekki til greina en fullt
og óskorað atvinnufrelsi ís-
lenzkra manna á Grænlandi.
En forustumenn og starfsmenn
bátaflotans þurfa bráðnauðsyn-
lega að kynnast fiskimiðunum
og fiskigöngunum þar og öllu,
sem að sjómennsku og veiði-
mennsku þar lýtur, einnig rek-
ísnum og ströndinni, og hvern-
samstarfsflokkar Alþýðubanda-
lagsins hefðu verið fullkomlega
einlægir og ábyrgir í því máli,
og enn þá fremur, ef stjórnar-
andstaðan hefði ekki reynzt
svo óþjóðholl að bejta öllum
sínum sterku áhrifum gegn
henni. Það er hvorttveggja að
Sjálfstæðisflokkurinn hefur
beitt öllum sínum krafti gegn
henni og hitt að nokkur hluti
stjórnarflokkanna einkum Al-
þýðuflokksins hefur stutt þar
að af öllum mætti hka, hefur
vitanlega valdið erfiðleikum, og
spillt árangri nokkuð. Samt
sem áður standa fastar þær
staðreyndir, að aldrei um lang-
an tíma haía verið gerðar jafn
ákveðnar ráðstafanir til að
skapa traustari grundvöll und-
ir efnahagskerfi þjóðarinnar, .
og árangurinn sýnir sig í því,
viðhorfi almennings sem spari-
innlögin bera vott um.
ig þar til háttar. Á ströndinni
eiga þeir fyrir höndum að velja
sér hafnir eða staði undir út-
gerðarstöðvar, ekki aðeins með
tilliti til sjósóknar og fiskimið-
anna, heldur verður við þær
háfnir ,að vera hentugt athafna-
svæði m. m., en þó fyrst og
fremst nægilegt, varanlegt og
gott vatn. En mér finnst að
vita þurfi vissu sína um fleira
þama. Saga er um færeyskan
línuveiðara — sönn eða ósönn
— sem fór til Nýfundnalands
að sækja sér kolkrabba og fór
með hann á Grænlandsmið og
rótfiskaði.
Ekki er efamál, að eftir miðj-
an júlí þarf að vanda beituna
við Grænland. En þarf þess
fyrir þann tíma? Er ékki nægi-
legt að beita hvítri beitu t. d.
grálúðu- og karfakóðum eða
hlýra — á linu sem lögð er
niður i ca. 40 faðma þykkar
kasir af glerhungruðum þorski
í höllum grunnanna á fyrra
helmingi árs? og ef endilega
þarf að beita síld, er þá nauð-
synlegt að hún sé fryst? Eg
meina hvorttveggja þetta með
tilliti til þess að fá fisk á hvern
ö.ngul, því meira en einn fisk
ur getur ekki fengizt á hvern
öngul.
Ómögulega þarf beitan þarna
að vera stórt skorinn, því að
venjulega er hver hungruð
skepna því gráðugrí þess minna
er fram reitt. Svona mætti halda
áfram að spyrja. Það er t.d.
ekki víst, að stóri hrognfiskur-
inn sé állsstaðar fyrir hendi á
sama tíma. Það hefur fengizt
hrýghandi þorskur (líklega
með fullþroskuðum hrognum)
í vesturhöllum grunnanna við
Grænland í marz. Inn að landi
og inn í firði hafa komið göng-
ur af nýhrygndum hafþorski
í apríl, og frjógvuð þorska-
hrogn hafa fundizt fljótandi á
yfirborði sjávarins yfir Stóra-
Lúðugrunni í maí, eflaust frá
þorski, er hafði hrygnt í hall-
inu. — Einasti islenzki vél-
bátsformaðurinn, sem reynt
mun hafa að stunda veiði sina
af kunnáttu við Grænland er
Valgarður Þorkelsson, er hann
fór vestur með Rifsnes um ár-
ið. Ekki brást honum það, að
fá fisk á hvern öngul í vestur-
halli Fyllugrunns en fiskurinn
var smár, þ.e. stóri fiskurinn
var búinn að hrygna og farinn
burtu. Á leiðinni heim fylgdist
Valgarður með sigi fisksins
í lestinni. Er hann var
kominn suður í Danas-
grunn lagði hann lóðir sín-
ar aftur og fékk nú þann
roknastóra þorsk, sem Græn-
land varð svo frægt fyrir á ár-
unum eftir 1923. í fyrstu var
lifrin ekki hirl því þeim sýndisl
hún svo ritjuleg. En svo skip-
aði Valgarður að hirða lifrina.
Þegar til Reykjavíkur kom,
reyndist lifrin svo auðug af
vítamínum að hún borgaði olí-
una í túrinn.
Togaraskipstjórar eru nú
orðnir nokkuð kunnugir tog-
miðunum við Grænland. Marg-
ar ríkar ástæður eru fyrir því
að íslenzku linubátarnir byrji
strax kynni sín af línumiðun-
um við Grænland.
í fyrsta lagi rekur það fast-
ar á eftir öflun útgerðarstöðva,
að línuveiðar séu hafnar við
Grænland og skipin vanti þar
aðstöðu en hitt, að þau liggi
hér heima í höfnum og beri
því við, að aðstöðu vanti á
Grænlandi.
Það má vel vera, að sjósókn
héðan á linubátum undir 100
tonna stærð vestur fyrir Græn-
land, muni ekki geta svarað
kostnaði. En bátá um og yf-
ir 100 lestir með rúmgóðum
lestum virðist mér að ætti að
geta svarað kostnaði að senda
vestur fyrir Grænland héðan
á fyrra helmingi árs, ef þeir
geta haft með sér nægar birgð-
ir af olíu, salti, vatni og öðru,
er í túrinn þarf. En að því
mér sé kunnugt opnar Færey-
ingahöfn ekki fyrr en 1. maí
og fyrir þann tíma er mér ó-
kunnugt um að hægt sé að fá
nokkurn hlut til útgerðar
keyptan á Grænlandi.
Það fer varla hjá því, að
nokkur ísingarhætta sé á
fyrstu mánuðum ársins við
Grænland og veðrin eru yfir-
leitt verst þá, þar sem hér,
þótt dagur sé þar lengri þá
en hér. Þar á móti er svo lít-
III ís við suðvestanvert Græn-
land á fyrstu mánuðum árs-
ins, að það virðist sennilegt
að í janúar, febrúar og jafn-
vel fram í marz gætu línubát-
ar tckið afla sinn í grennd við
Hvarf eða úti af Eystribyggð.
Ekki trúi ég á að þeim mundi
takast það í apríl, og í maí
verða þeir áreiðanlega að sækja
aflann lengra norður. Undan-
farið (eða allt síðan 1952)
hafa brezkir trollarar stundað
veiðar „allan veturinn“ í
grennd við Hvarf, þ.e. ef ís
neyddi þá ekki til að leita
lengra norður. í vetur barst
frétt um að ,,RöðulI“ hefði selt
4216 kítti fyrir 13653 sterlings-
pund og fengið aflann á minna
en viku við Grænland. Ekki var
sagt hvar þar, en mig grún-
ar að það hafi verið í grennd
við Hvarf.
Þegar vaxandi sævarkuldi í
Pólstraumnum hrekur fiskinn
ofan í volga Golfstraumssjóinn
fyrir neðan 100 faðma dýpi, er
fiskurinn í góðum holdum og
bragðgóður líkt og FaxafJóa-
fiskur. Mim hann haldast í
þeim Iioldum fyrstu mánuðina.
En á djúpmiðunum og í höll-
um grunnanna vantar æti
handa öllu því ógrýnni af fiski
sem þarna er saman rekið og
stendur þarna innikróað eins
og í rétt eða nátthaga. Að neð-
an og vestan er það afgirt af
hyldýpi úthafsins, en að of-
an og austan af hinum ca. 0°C
heita eða enn kaldari Póls-
straumssæ. Megrast fiskurinn
því meir sem nær líður sumri.
Nú í vetur eða vor, þegar
fiskur' tekur að tregðast á lín-
una, finnst mér að stórir bát-
ar yfir 100 tonn og meft rúm-
góftar lestir ættu að færa sig
yfir á miðin vift Vestur-Græn-
Iand. Þeir þurfa fyrst og fremst
Framhald á 11. síðu.