Þjóðviljinn - 19.03.1958, Side 9
Okkur vantar meiri leikni og þjálfun og náum
tæpast feti lengra fyrr en stærra húser risið
— segir Valur Benediktsson eítir íerðina á HM í handknattleik
íþróttasíðan hefur rabbað dá-
lítið við Val Benediktsson um
ýms atriði varðandi handknatt-
leikinn, eins og honum kom
hann fyrir sjónir hjá þeim lið-
um sem hann sá á heimsmeist-
arakeppninni. Valur mun elztur
þeirra keppenda sem fóru til
keppni á mótið, og heíur mikla
reynslu sem handknattleiks-
maður. Hann er sá eini sem
var með í fyrsta landsleik ís-
lands í handknattleik, af þeim
sem nú fóru héðan til Austur-
Þýzkalands.
— Hvar stöndum við hvað
leikni snertir?
— Knattmeðferð hjá okkur
er lakari en hjá þeim liðum
sem ég sá, og er þar sérstak-
lega áberandi munur þegar
framkvæmp. skal eitthvað ' á
mikilli hreyfingu; þá eru köstin
og gripið öruggari hjá hinum
erlendu liðum. Leikni margra
einstaklinga var mikil og sér-
staklega virtust Ungverjar
leika í körfuknattleiksstíl og
virtust sumir þeirra vera líka
körfuknattleiksmenn.
Tékkar voru leiknastir og
virkari í leik sínum en hin lið-
in sem við lékum við. Þeir
liafa öruggara grip, leikur
þeirra einkennist af öryggi
fyrst og fremst og þótt þeir
séu komnir inn á línu en eiga
ekki gott með að skjóta senda
þeir knöttinn heldur aftur til
samherja en að 'skjóta í ó-
vissu. Þeir nota vel breidd
vallarins og jáðra lians, og
var athyglisvert hve vel þeir
notuðu örvhentan mann hægra
megin á vellinum. Þeir nota
nokkuð skrokkvindur, sérstak-
lega maður að nafni Eret sem
gérði það með góðum árangri.
— Mikið knattrek?
— Það var eingöngu notað
ef leikmaður var kominn inn-
fyrir frír og stefndi að marki,
annars yfirleitt ekki.
— Skutu þeir mikið?
— Þau lið sem ég sá skutu
ekki mikið, sennilega af örygg-
isástæðum, vildu ekki eiga á
hættu að missa knöttinn, og
þó virtist manni að tækifæri
væru að skjóta en þau voru
ekki notuð. Ef það sást að
maður skaut í ótíma og skotið
misheppnaðist, fór hann útaf
og nýr kom í staðinn.
Mér virtist að okkar menn
gerðu fremur of mikið að því
að skjóta en of lítið og það
var á kostnað leiksins og sam-
leiksins í heild.
Yfirleitt skjóta liðin ekki
af löngu færi, og flest mörkin
voru skoruð frá „línu“.
Skotharka okkar manna var
alveg á borð við skot annarra
liða og skotöryggi ekki lakara
ef um svipuð tækifæri var að
ræða.
— Mikill hraði í leikjunum?
— Yfirleitt, mikill hraði er
kjörorð liðanna. Þetta krefst
mikillar þjálfunar og liðin voru,
þau sem ég sá, í mjög góðri
þjálfun.
— Hvaða lið var bezt?
.— Af þeim liðum sem ég sá
voru Svíar beztir. Mér fannst
sem leikur þeirra væri full-
kominn, þar væri allt eins og
það ætti að vera: Hraði, öruggt
grip, nákvæmar sendjngar, leik-
andi samleikur og virkur. Þeir
eru framúrskarandi vel þjálf-
aðir. Eg get vel skilið að
Danir hafi ekki ráðið við Svia
og þó áttu þeir ágætan síðari
hálfleik við lið sem ég sá þá
leika gégn.
— Hvernig voru dómararnir?
— Þeir eru ekki strangir, t.
d. með vítköst. Það þurfti að
vera mikið brot til þess að fá
víti, og eiginlega aðeins í alveg
opnum marktækifærum. Þeir
eru óragir við að reka útaf ef
haldið er þegar maður er kom-
inn- innfyrir, og fyrir það
misstum við eitt sinn mark-
mar.n útaf, og fór þá einn
leikmanna, Ragnar Jónsson, í
markið. Við vissum það ekki
aS- það mátti .setja varamark-
manninn inn en leikmaður úti
mátti fara útaf. En Ragnar
varði allt og okkar menn bættu
við markatöluna.
Annars eru dómarar svipaðir
og hér, nema eins bg fyrr seg-
ir með vítaköstin. Þeir eni líka
nokkuð strangari með skrefin
en við hér.
— Telur þú að þið hafið lært
mikið á ferðinni?
— Ég tel að við höf-um lært
margt af ferðinni, en við kom-
umst ekki feti lengra nema að
fá stærra hús til að æfa í og
keppa. Skipulag leiksins verður
allt annað í stóru húsi. Við
getum þó æft leikni ef það er
tekið réttum tökum, og út-
hald getum við einnig æft og
það verðum við að æfa meðan
við höfum ekki yfir að ráða
stærra húsi, og með meiri æf-
ingu og meiri leikni hefðum
við komizt lengra í keppnínni
í þessari ferð.
Boginn á gólfi Hálogalands
er heldur ekki á réttum stað
og villir það þegar á stærra
gólf er komið.
Ég vil að lokum geta þess
að ég horfði á æfingu hjá Sví-
um og er mér það minnisstæð-
ur atburður. Áður en sjálf
æfingin byrjaði léku menn sér
við að kasta knetti á milli sin.
| Síðan hófst sjálf æfingin á
hlaupum, síðan var leikfimi og
voru það mjög svipaðar æfing-
ar og Benedikt Jakobsson lét
okkur æfa áður en við fórum
í þetta ferðalag. 1 öllu þessu
var hóflegur hraði og vel unnið,
allir samtaka. Það var sýni-
legt að þarna var agi sem allir-
virtu og vildu hafa, en þar
skortir okkur mikið.
Þe-ir sem skoruðu mörkin:
Af þeim 108 mörkum sem
liðið. setti í ferðinni skoruðu 4
menn 94! Eru.það þeir Gunn-
laugur Hjálmarsson 30, Birgir
Björnsson 26, Ragnar Jónsson
24 og Einar Sigurðsson 14
mörk. Er þetta í sjálfu sér
nokkuð athyglisvert, vjrðist
vera of mikill munur á þessum
og næstu mönnum. Aðrir sem
skoruðu í ferðinni voru: Sverr-
ir og Reynir Ólafsson 3 hvor,
Valur Benediktsson 2 og Karl
Jóhannsson, Hermann, Berg-
þór, Karl Benediktsson, Hörð-
ur Jónsson og Þórir Þorsteins-
son 1 hver.
í landsleikjunum í ferðinni
skoraði Birgir 20 mörk, Gunn-
Iaugur 16, Ragnar 12 og Ein-
ar 10.
Dani skoraði flest mörk
í képpninni
Til gaman fyrir lesendur
verða nefndir nokkrir þeirra
sem skoruðu flest mörk í
keppninni. Sá sem skoraði
lapgflest mörk var Daninn
Mogens Olsen og í annað sætið
kemur Tékkinn Eret sem okkar
menn fengu svolítið að kenna
á. Aðeins einn maður kemur
méð í þessa skrá.frá liði sem
ekki komst nema í forkeppnina,
en það er Austurríkismaðurinn
Steffelbauers. Hann skoraði 23
mörk. Taflan lítur annars
svona út:
Mogens Olsen Danmörk 46,
Eret Tékkóslóvakía 34, Som
Þa$ var Siglufjörður ea ekks ílafs-
örðisr sem vann skíðalandsgðnguna
í samræmi við þau. Stjórn
SKÍ hefur nú tilkynnt ÍBS
bréflega, að búið væri að leið-
rétta útreikninginn, og mun
opinberrar tilkynningar um úr-
slitin vera að vænta næstu
daga. — Orslitin munu hafa
orðið þau, að Siglufjörður hafi
náð efsta sæti, Ólafsf jörður
öðru og Þingeyingar þriðja.
Þann 16. janúar í vetur af-
henti stjórn Skíðafélagsins hér
verðlaunabikara sem Litlabúðin
hafði gefið til þess að veita
viðurkenningu elzta og yngsta
þátttakandanum í keppninni.
Sá elzti reyndist vera Friðleif-
ur Jóhannesson fyrrv. fiski-
matsmaður, 84 ára, en sá
yngsti Árni Þórðarson þriggja
ára. Hélt Friðleifur ræðu við
þetta tækifæri, þakkaði fyrir
hönd þeirra verðlaunahafanna
auðsýndan heiður og óskaði
skíðaíþróttinni, forgöngumönn-
um hennar og iðkendum góðs
farnaðar í framtíðinni.
Or bréfi frá Siglufirði:'
Margir útvarpshlustendur
minnast þess, að fyrsta vetrar-
dag í haust voru birt í út-
varpinu úrslit skíðalandsgöng-
unnar, sem fram fór í fyrra-
vetur. Var þar frá því skýrt
að Ólafsfjörður hefði orðið
hæstur með þátttöftuhlutfall,
; Þingeyingar í öðru sæti og
Siglfirðingar í þriðja.
I desemberbyrjun í vetur
kom íþróttafulltrúi ríkisins,
sem annaðist útreikning þátt-
tökunnar i umboði Skíðasam-
bands Islands, hingað til Siglu-
fjarðar. Bar þetta mál þá á
góma milli hans og forgöngu-
manna landsgöngunnar hér.
Upplýstist þá, að þau úrslit,
sem birt voru í haust, voru
ekki rétt.
Þegar þetta vai-ð kunnugt,
skrifaði stjórn iþróttabanda-
lags Siglufjarðar stjóm SKÍ
og óskaði eftir þvi, að rétt úr-
slit yrðu birt og verðlaun veitt
Miðvikudagur 19. marz 1958 — ÞJÓÐVILJINN — (9
% ÍÞRÖTTIR
trrSTJÖRJ, FRlUANH HELCÁSO0
V- , , ... . ----------
Frá æfingu þýzka handknattleiksliðsins, sem keppti
á keimsmeistaramótinu í Austur-Þýzkalandi. A mynd-
imu sést vestur-þýzki þjálfarinn Werner Vick, ásamt
leikmönnunum Pauls, Mundt, Vollmer, Tiedemann,
Kretzschmar og Herzog.
Ungv. 33, Kjell Jönsson Sví-
þjóð 23, Rune Áhrling Svíþjóð
23, Steffelbauer Austurríki 23,
Theilmann Danmörk 23, Kámp-
endahl Svíþjóð 22, Stefanovic
Júgóslavía 22, Hirch Þýzkal.
22, Schwenker Þýzkal. 20,
Mayrehzak Þýzkalandi 20, Mads
Þýzkalandi 19, Fraezak Póllandi
19, Suskl Póllandi' 18, Fekete
Ungv. 18, Narvestad Noregi 18.
Áðrir skoruðu færri.
Það er líka oft sem menn
hafa gaman af að athuga hve
vítaköst eru vel notuð í leikj-
um, og hér fer á eftir skrá um
það hjá þeim löndum sem kom-
ast lengra en í forkeppnina.
Svíar eru þeir einu sem skora
úr öllum 20 vítakcstunum. —
Svona lítur þetta út:
V. m.
Svíþjóð 20 20
Danmörk 20 17
Noregur 20 17
Þýzkaland 18 13
Pólland 17 13
Júgóslavía 15 11
Ungverjaland 15 13
Tékkóslóvakía 14 12
r
Islandsmótið í körfuknattleik
Íslandsmótið í körfuknattleik
hélt áfram s.l. mánudagskvöld
og voru háðir 2 leikir í 'm.fl.
og fóru leikar svo að A-lið
KFR sigraði ÍR 45:41 ög B-
lið KFR sigraði KR með 43:28.
KFIÍ-A;Iíí 45:41 (21:22)
Þessi leikur var mjög fjör-
ugur og tvísýnn frá byrjun.
iR-ingar byrjuðu með því að
ná nokkrra stiga forskoti, en
KFR sótti á og liafði nær jafn-
að í hálfleik. I seinni hálf-
lei'k hófst áfram mjög tvísýn
barátta. Um miðjan hálfleik
tóku ÍR-ingar smásprett og
komust yfir 35:29 en þá tóku
KFR-ingar góðan endasprett
og náðu að jafna í 41:41 ca.
2 mín. fyrir leikslok og tókst
síðan að tryggja sér sigurinn
með 2 góðum körfum. KFR
náði sinum langbezta leik í
mótinu til þessa, endaþótt það
veikti liðið, að Matthías var
forfallaður. Þeir náðu léttum
samleik, völdunin tókst vel og
skotin voru í fyrsta sinn mjög
góð. Liðið var jafngott, en
einkum veitti maður Þóri at-
hygli, sem skoraði 15 st. og
sum mjög fallega. Stighæstur
var Guðm. (16 st.). Geir og
Gunnar sýndu virkan samleik.
ÍR-liðið sýndi góðan leik að
vanda, en tókst illa að skapa
Framhald á 10. siðu.
Geymsluhúsnæði óskast
Viljum taka á leigu gott geymsluhúsnæði
(mætti vera skemma), fyrir pappír.
Upplýsingai á skrifstofuiuii.
Þióoviuinn