Þjóðviljinn - 03.04.1958, Page 9

Þjóðviljinn - 03.04.1958, Page 9
Fimmtudagur 3. apríl 1958 — ÞJÓÐVHUINInT — (9 Framhald af 3. síðu áttu Þingeyingar 4 fyrstu menn í elzta flokki. Úrslitin urðu ann- ars þessi: 15 km ganga 20 ára og eldri 1. Jón Kristjánsson HSÞ 1.10,27 2. .-Steingr. Kristjáns. HSÞ 1.14.59 3. ívar Stefánsson HSÞ 1.15.58 4. Helgi V. Helgason HSÞ 1.16,25 5. Hreinn Jónsson SRÍ 1.16.29 15 km ganga 17—19 ára 1. Guðm. Sveinsson SF 1.13.51 2. Sig. Ðagbjarsson HSÞ 1.18.54 3. Örn Ilerbertsson Sigl. 1.25.20 10 km ganga 15 og 16 ára 1. Trausti Sveinsson SF 46.23 2. Hjálmar Jóelsson Sigl. 47.08 3. Kristján Sigurðsson IISÞ 48.54 Úrslit í sveitakeppni í svigi urðu þau að Reykvíkingar unnu. Var tími sveitarinnar 364.7 sek. I sveitmm voru þessi menn: Eysteinn Þórðarson, 86.1, Stefán Kristjánsson 91.1, Svanberg Þórðarson 91.4, Guðni Sigfússon 96.1. Sveit Akureyringanna var kvöidi að úrskurða um sveit ís- firðinga. Eysteinn Þórðarson hafði bezta brautartíma í sviginu, en Magn- ús Guðmundsson frá Akureyri hafði sama tíma en var dæmdur úr leik. Annan bezta tíma hafði Björn Heigason í.saf. 89.7 sek. og þriðja Jón Karl Sigurðsson ísaf. 90.5 sek. Fjórði og fimmti mað- ur voru Stefán og Svanberg. Keppnin í gær fór fram í Hamragili við Kolviðarhól. Færð var nokkuð þung, snjórinn ó- hreinn og blautur og rigndi of- urlítið meðan á göngunni stóð. I dag heldur svo keppnin á- fram í Hamragili við Kolviðar- hól og verður keppt í Stórsvigi karla, sem hefst kl. 14.00 og stór- svigi kvenna er hefst kl. 15.00. Á morgun, föstudaginn langa, verður ekki keppt, en skíðamenn munu hlýða messtu í Skíðaskál- anum og einnig mun Skíðaþingið hefjast sama dag kl. 5. Dagskráin næstu þrjá daga: Laugardagimi 5. apríl: Kl. 10.00 4x10 km boðganga við Skiðaskálann. Kl. 14.00 Brun karla í Mar- ardal. Ki. 15.00 Brun kvenna í Mar- ardal. Sunnudáginn 6. apríl við Koi- viðarhól: Kl. 10.30 Svig kvenna. Kl. 11.00 Skíðastökk (norvæn tvíkeppni) 20 ára og eldri. 17 —19. ára. Kl. 14.30 Skíðastökk, allir fi- Mánudagur 7. apríl við Skíða- skálann: Kl. 10.00 30 km ganga. Kl. 14.30 Svig karla við Kol- viðarhól. Mótstjórnin áskilur sér rétt til að breyta dagskránni ef veður eða önnur óviðráðanleg atvik hamla. Nýjar regSiir í stjigkapptts Á fundi meo fréttamönnum i fyrradag skýrði Hermann Stef- ánsson, formaður Skíðasam- bandsins, frá því, að nokkrar breytingar hefðu verið sam- þykktar nú fyrir landsmótið og þá einkum í svigi. Aðalbreyt- ingin er sú að „víti“ er nú úr sögunni og verða skíðamenn að fara með báða fætur í gegnum hliðin eða endamark. Áður var skíðamönnum leyfi- legt að fara ekki með báða fætur í gegnum hlið, en fengu þá á sig viðbótartíma sem hegningu fyrir að keyra ekki brautina rétt. Einnig eru menn úr leik ef þeir þjófstarta. Fleiri breytingar eru á döfinni, en þær eru allar gerðar með hlið- sjón af reglum alþjóðaskíða- sambandsins. Hermann Stefánsson stað- festi einnig það, sem komið i hefur hér fram áður, að við endurskoðun skýrslna frá Skíðalandsgöngunni kom í ljós, að það voru Siglfirðingar, sem urðu sigurvegarar meö 52,2% þátttöku, en næstir urðu Ólafsfirðingar með 51,8% þátt- töku, en þeir voru í fyrstu á- litnir sigurvegarar. Breytt hefur verið fundar- stað Skíðaþingsins, verður þing- ið haldið í Skíðaskálanum i Hveradölum. „Hreykinn stendur stafur á bok4. Framhald af 7. síðu. í Guatemala og Draumur heimsins. Jón Óskaí er í hópi þeirra ungu skálda, er hafa varpað fyrir borð rími og stuðlum, þessum erfðagripum: íslenzkrar ljóðagerðar. Skal ekki um það sakazt, því að leggi „rósafjötr- ar rímsins“ höft á andagift skáldanna ber vissulega að leysa þær viðjar. En í stað ríms og stuðla hafa flest þessi skáld leitað ljóðum sínum ein- hverrar annarrar búningsbót- ar, og Jón Óskar hefur kjörið sér ákveðið form, sem hann notar á mörg kvæðanna í þessari bók. Þetta form einkennist af endurtekningum einstakra orða eða setninga. Slíkar end- urtekningar geta, ef þær eru hóflega notaðár, farið mjög vel í kveðskap, aukið ljóðun- um áhrifamagn og gætt þau sérstökum þokka á svipaðan hátt og t.d. viðlög. En Jóni Öskari hættir mjög til ófnotk- unar þessara stílbragða á sama hátt og mörg rímna- skáld ofhlóðu ljóð sín rími. Sum kvæðanna eru sífelldar endurtekningar, svo að vart er unnt að þekkja haus frá sporði á setningunum. Lesand- anum finnst skáldið likast manni, sem er að villast í blindbyl, gengur stöðugt í hring og hnýtur aftur og aft- ur um sama steininn. Gott dæmi um slík kvæði er Gamalt lag. Miklu betur tekst skáldinu í þeim kvæðum, þar sem það kveður frjálst og óþvingað, eins og t.d. í kvæðinu Friður. Það form ætla ég að Jóni Öskari láti bezt. Þar á hann í mun minni örðugleikum með að tjá lesandanum hug sinn. Framhald af 7. síðu gerð þeirri, er henni fylgir, að það er ætlun flutningsmanna, að fræðslustofnun sú, sem þar um ræðir, komi i stað verka- lýðsskóla, sem áður hafa verið flutt frumvörp um á Alþingi. (Sjá Ummæli í greinargerð: Með flutningi þingsályktunar- tillögunnar er máli þessu (þ.e. um verkalýðsskóla) hreyft á nckkuð öðrum grundvelli en áður . hefur verið gert á Al- þingi.) Þetta getur Alþýðusam- band íslands með engu móti fellt sig við og mótmælír því, að slík fræðslustofnun laun- þega almennt geti komið í stað þess- félagsmálaskóla verkalýðs- samtakanna, sem samþykktir hafa verið gerðar.um á Alþýðu- sambandsþingum, og flestir beztu forustumenn verkalýðs- samtakanna hafa lengi séð, að við verðum að eignast til að koma fræðslumálum verkalýðs- samtakanna í sómasamlegt horf. Vissulega hefur Alþýðusam- band íslands ekkert á móti því, ■að þjóðfélagið komi á fót stofn- 'uhV'Ör haTdi uppi fræðslu fyr- ir launþega með fýrirlestra- haldi, skuggamynda- og kvik- myndasýningum, útgáfu fræðslurita, stuttum námskeið- um, eða margra vikna nám- skeiðum t.d. í samvinnu við háskólann, en þannig er hlut- verki fræðslustofnunar Iaun- þega lýst í greinargerð með með tillögunni. En það vill Alþýðusamband íslands taka skýrt fram, að hversu vel og myndarlega, sem slík fræðslustarfsemi væri rækt, gæti hún alls ekki full- nægt því hlutverki, sem fé- lagsmálaskóla verkalýðssam- takanna er ætlað að leysa. Það er rétt, sem segir í upp- hafi greinargerðarinnar með tillögunni, að í málefnasamn- ingi núverandi ríkisstjórnar cr Iieitið stofnun verkaiýðsskóla, og mun verkalýðshreyfingin ganga ríkt eftir því, að það loforð verði efnt á þessu kjör- tímabili, hvort sem tillagan um aimenna fræðslustofnun launþega verður samþykkt eða ekki. Um útlit bókarinnar, sem Kristján Davíðsson hefur séð um, skal ég vera fáorður. Hún er í óþægilega stóru broti, prentuð á vondan pappír og teikningarnar, sem skreyta hana, finnst mér ekkert augnayndi. Ef til vill njóta þær sín ekki á þessum þunna pappír, sem allt sést í gegn- um, svo að prent og myndir koma hvað ofan í annað, en það hefði listamaðurinn átt að gera sér licst fyrirfram. Séð hefi ég þess getið í ritdómi um bókina, að sumt af upplagi hennar hafi verið prentað á betri pappír og meir til þess vandað að öllu leyti, en ég hef ekki séð hana í þeim bún- ingi, enda mun sá hluti upp- lagsins ekki hafa verið ætlað- ur almenningi. Fátt er mér um slíkar snobbútgáfur bóka og finnst, að útgefandi hefði gert réttara í því að hafa búning- inn einn og hinn sama handa hverjum sem var og öllu vandaðri en þennan. S. V. F. Flutningsmenn geta þeirrar skoðunar sinnar i greinargerð, að þeim þyki ólíklegt, að enn sé grundvöllur fyrir verkalýðs- skóla hér á landi. 1 Ekki er þessi skoðun rðk- studd einu orði, en svo mikið er víst, að önnur er reynsla frændþjóða okkar á Norður- iöndum. verkalýðsskólinn í Brunnsvik í Svíþjóð er 30 ára um þessar mundir (stofnaður 1928). Verkalýðsskólinn í Hró- arskeldu hefur nú starfað um aldarfjórðungsskeið við mikinn orðstír, og með vorinu á að flytja hann í ný og enn veg- legri húsakynni á fögrum stað rétt norðan við Helsingjaeyri. Annan yerkalýðsskóla stofn- uðu Danir fyrir stríð í Esbjerg, og var J úlius BomhoR fyxf- verandi mermtama) aráðherra Dana skólastjóri hahs ó tíma- bili. Sá skóli var eyðilagður af þýzkum nazistum á hernámsár- unum, en eftir stríðið hófust Danir strax handa um að reisa nýjan veglegan verkaiýðsskóla í Esbjerg. Hann tók til starfa vorið 1955 og tekur 120 nem- endur í heimavist. Kostnaðar- verð hans var um 12 millj- óair íslenzkra króna. Á árunum 1934 og 1935 stofn- uðu frændur okkar Norðmenn, sinn verkalýðsskóla í Sör- marka, og hefur hann þannig starfað í 23 ár og þótt leysa mikið og veglegt hlutverk af hendi fyrir norska verkaiýðs- hreyfingu. í Finnlandi tók verkalýðs- skólinn í Kiljava til starfa fyr- ir réttum 11 árum, og á árinu 1956 reis annar finnskur verka- lýðsskóli af grunni í Norður- Finnlandi, á bökkum Kiiminge- fljóts. Þeim skóla voru fengn- ir til umráða 8 hektarar lands og ekkert til hans sparað um aðbúð aila og hibýlakost, enda varð stofnkostnaður skólans um 90 milljónir finnskra marka. Að síðustu vil ég svo nefna Runö-skólann i Svíþjóð, sem stofnaður var 1951. Þessa stor- giæsilegu menningarstofnun sænsku verkaiýðshreyfingar- innar átti ég kost á að heim- sækja og skoða vandlega í fyrra sumar, er ég sat félags- máiaráðlierrafund Norðurlanda í Stokkhólmi. Þá rann mér á- takanlega til rifja sú fátækt okkar, ,að íslenzk verkalýðs- hreyfing skuli engan slíkan skóla eiga. Við erum því miður miklir eftirbátar verkalýðssamtakanna á Norðurlöndum í skóla- og fræðslumálum verkalýðsstétt- arinnar. Og úr því er okkur skylt að ,bæta hið bráðasta. Verkalýðsskólarnir á Norður- löndum eru viðurkenndar menningarstofnanir, sem rækja þýðingarmikið þjóðíéiagshiut- verk,. enda er ekki lengur um það deilt, í þess.um löndum, að slíkir skólar verkaiýðsstétt- arinnar séu eins sjálfsagðir og aðrir skólar. Góðu heilli á íslenzk bænda- sjétt ,tvo skóla, við höfum garðyrkjuskóla, vélstjóraskóla, stýrimannaskóla, loftskeyta- mannaskóla, matsveinaskóla, og ýmsar aðrar fámennar stétt- ir hafa eignast eigin mennta- stofnanir. En fjölmennasta stéttin —i verkaLstéttin á engan sérskóla. Slíkt ástand er engan veginn við unandi. Við verðum að koma upp okkar eigin verka- lýðsskóla með svipuðu sniði og þær þjóðir hafa gert, sem okk- ur eru skyldastar að uppruna og menningu. Það eru því vinsamleg til- mæli Alþýðusambands íslands til flutningsmanna tillögunnar um fræðslustofnun launþega, að þeir annað hvort breyti henni á þann veg, að stofnun þessari verði alls ekki ætlað að konta í stað félagsmálaskóla verkalýðssamtakanna — eða þá falla frá afgreiðslu tillögunnar nú og sameinast heldur um fíutning frumvarps urn verka- lýðsskóla samkvæmt fyrirheiti ríkisstjörnarinnar um slíkan skóla, F.h. Alþýðusambands íslands Hamúbal Valdimarsson. í þessari umsögn Alþýðu- sambandsins er eins og menn sjá, nokkuð vikið að reynslu nágrannaþjóða okkar og úr- ræðum í fræðslumálum verka- lýðssamtakanna, En síðan hei't- ið á flutningsmenn tillögunnar um „fræðslustofnun launþega“ að gera annað tveggja: 1. Að breyta tillögu sinni á þann veg, að slíkri stofnun verði alls ekki ætlað að koma í stað félagsmálaskóla verka- lýðssamtakanna, heldur komi þar að auki vegna annarra launþega — eða 2. Að falla frá afgreiðslu til- lögunnar nú og sameinast held- ur um flutning frumvarps til laga um verkalýðsskóla. Eftir að þessi umsögn Al- þýðusambandsins barst þing- nefnd eftir áramótin hefur það svo gerzt í málinu, að Eggert Þorsteinssyni var boðiö að ger- ast meðflutningsmaður að frumvarpinu um félagsmála- skóla verkaiýðssamtakanna. Hann hafði málið lengi til at- hugunar, en hafnaði því að lokum. Þá var þingflokki Al- þýðuflokksins sent frumvarpið, til þess að fá úr því skorið, hvort hann vill ekki sam- þykkja, að það yrði flutt sem sf jórnarfrumvarp. — Vikur iiðu, en svar hefur enn ekki borizt. Þá fyrst var ekki talið fært að bíða lengur, og hafa þing- menn Alþýðubandalagsins í efri deild nú fyrir nokkru flutt frumvarp til laga um féiags- málaskóla verkalýðssamtak- anna. Nú liggur málið ijóst fyr- ir lesendum. Og nú eiga menn að geta dæmt um það, hverju eða hver.jum er um að kenna. að loforðið um stofnun verka- lýðsskó’a er ekki, ennþá orð- ið að veruleika. Er það vegna „þrákelkni" féiagsmálaráðherra, eins og Ai- þýðublaðið segir. Eða hafa Alþýðuflokksmenn lagt þann stein í götu málsins, sem orð- ið hefur því til ásteytingar og tafar fram til þessa. — Eng- inn sanngjarn maður getur verið í vafa um, að það er hið síðara, sem gerzt hefur. því miður.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.